Þjóðviljinn - 11.03.1988, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 11.03.1988, Blaðsíða 10
Kosningar í Háskólanum Sameining til vinstri Röskva etur kappi við Vöku ífyrsta sinn á þriðjudaginn Þriðjudaginn 15. mars verða almennar kosning- ar í Háskóla íslands. Stúdentar velja sér sína sér- legu fulltrúa í Stúdenta- og Háskólaráð. 15 verða kjörnir; 13 í Stúdentaráð og 2 í Háskólaráð. Há- skólaráðsfulltrúarnir sitja einnig í Stúdentaráði. í Stúdentaráði sitja 30 stúdentar og er staðan þar í dag á þann veg að Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, hefur 13, Félag vinstri manna 13 og Fé- lag umbotasinna 4. I síðustu kosningum unnu Vökumenn á en mál- amiðlun tókst ekki milli þeirra og Umba sem kom- ust í oddaaðstöðu. Meirihlutasamstarf náðist þá með Umbum og vinstri mönnum, sem nú hefur leitt af sér nýtt félag; Röskvu. Lánamálin ber hæst og í kjölfar þeirra húsnæðis- mál. 90 íbúðir eru í byggingu við Hjónagarða og þurfa stúdentar að ná inn 40 miljónum króna vegna þeirra en fram að þessu hefur þeim ekki þótt nóg komið frá hinu opinbera. Dagvistunarmál koma mjög við sögu og taka frambjóðendurnir misjafn- lega á fjöldatakmörkunum miklu. Það er ekki beinlínis hægt að segja að allir stúd- entar taki afstöðu með eða á móti hinum andstæðu fylkingum. Þátttaka í kosningum til Stúdenta- og Háskólaráðs hefur ekki verið nema um 40% að meðaltali sem er heldur slakt. Það virðist ekki mikill áhugi meðal stúdenta á að reyna að bæta sinn hag með málefnalegu samstaríi um sín hagsmunamál. Eða er þetta kannski ekkert einsdæmi meðal stú- denta? Samt heldur baráttan áfram og við skulum kynn- ast hinu nýja afli innan Háskólans. Röskva - samtök félagshyggjufólks í Háskóla íslands - er til umfjöllunar hér á síðunni. Skoðum stöðuna. -tt Nýttblóð! - Mér f innst gaman að fylgj- ast með framboðslista Röskvu verða til, sagði ÓmarGeirssonJormaöw Stúdentaráðs, því hver nýr maður virðist færa næringu að hinum ört vaxandi meiði Röskvu og stuðla að blóm- legri málef nabaráttu. Ómar er einn fjögurra fulltrúa umbótasinna í meirihlutasam- starfi Félags vinstri manna og Fé- lags umbótasinna innan Stúd- entaráðs. Hann sagði samstarf vetrarins hafa fært öllum heim sanninn um að sameining þessara tveggja félaga væri óumflýjanleg staðreynd því raunverulegur á- greiningur um málefni væri ekki til milli félaganna. - Samstarf með þessum tveimur hópum styrkir stöðu fé- lagshyggjunnar jafnt innan Há- skólans sem utan. Félagshyggju- öflin starfa mun betur að sínum málum ef þau eru sameinuð en ekki sundruð. Ég segi það satt að ég hefði viljað sjá þetta samstarf verða að veruleika fyrir 4-5 árum, þá væru málefni stúdenta; lánamálin, húsnæðismálin og öll hin málin örugglega á talsvert mannlegra plani. Það er annars merkileg til- finning að líta til baka og sjá að gamli tíminn var of uppfullur af persónulegri togstreitu, hagsmunabaráttan hefði mátt eiga meira pláss í hugum okkar allra. En þetta verður allt mun betra með tilkomu Röskvu, sagði Ómar að lokum. - Það veit ég! Ómar Geirsson. Hefði viljaðfá þetta samstarf miklufyrr Ómar Geirsson: Allt verður betra með Röskvu. Menntastefnu - Heildarstefna í mennta- málum er nokkuð sem mér f innst að ætti að koma f rá Háskólaráði en ekki f lokk- akrifstofunum úti í bæ, sagði Sigrún Óskarsdóttir, frambjóðandi Röskvu til Háskólaráðs. En um leið verð ég því miður að viður- kenna að það vantar tll- f innanlega af markaða stefnu í menntamálum þjóðarinnar. Sigrún er ein þeirra sem hve ötulast hafa starfað að stofnun hins nýja félags og því má búast við stórhuga breytingatillögum frá hennar hendi, en aðspurð sagðist hún einmitt hafa marga málaflokka til að vinna að á næst- unni. Meðal annars vildi hún nefna aðgengi og aðstöðu fatl- aðra til að stunda nám við Há- skólann. - Það er öllum aðilum hollast að fatlaðir geti óhindrað stundað nám við Háskólann, það er beinlínis þjóðhagslega hag- kvæmt! Einnig kvaðst hún vilja fylgja því eftir að fólk sem náð hefur 26 ára aldri en hefur ekki stúdentspróf geti hafið nám ef það æskir þess. - Eitt stærsta málið sem Há- skólaráð tekur fyrir núna eru hin- ar ómannúðlegu fjöldatakmajrk- anir sem í gildi eru. Ég lít svo áað þetta sé eitt þeirra mála sem kosningin nú stendur um. Við, fulltrúar félagshyggjunnar, aett- um að berjast að fullu og öllu fyrir opnum Háskóla. Það verður að fara að koma upp á yfirborðið, sagði Sigrún, - að fjöldatakmark- anirnar leysa einfaldlega ekki vanda Háskólans! takk! Sigrún Óskarsdóttir: Berjumstfyrir opnum háskóla Sigrún Óskarsdóttir: Fjöldatakmarkanir eitt kosningamálið i i ii i i ? i i i iir u m ií m ii i! ii i i/ fi íií Hf 1 íi ; :¦;¦;>¦ ¦ ¦¦ Hl II Hf I .11 fli 11 III1 Bi M| jfíi III III »'¦¦'¦¦'¦¦' i! TtT W W T W T W ¥ ¥ ¥ w n m w \\ n m liiiiiii m m m m i\ 111 m m ir f i ir w ur w •ilí llí w i .... «L W^ nr m w wr* »*r v^r W T If T :;»« 11 I »1 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN , Föstudagur 11. mars 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.