Þjóðviljinn - 11.03.1988, Side 11

Þjóðviljinn - 11.03.1988, Side 11
Hæiri lán Finnur Sveinsson: Sulturinn er ekkert sjarmerandi - Málefni Félagsstofnunar bíða úrlausnar, sagði Finn- urSveinsson, þriðji maður á lista Röskvu til Stúdenta- ráðs, en sú úrlausn hefur látiðbíða eftirsér. Hann segist vera að nálgast suðumark vegna óbærilegrar ó- stjórnar Vöku-manna í málum Félagsstofnunar. - Þegar ein- hverjum starfseiningum innan stofnunarinnar er lokað án fyrir- vara er bersýnilega eitthvað að. Ég stend í þeirri bjargföstu trú að sigur félagshyggjunnar í Stúdent- aráði muni bjarga Félagsstofnun og hennar málum. Finnur Sveinsson: Ekki misræmi milli námslána og lægstu launa. Finnur segist vona að með samruna félagshyggjuaflanna innan Háskólans verði kleift að vekja stjórnvöld í landinu af þeim Þyrnirósarsvefni sem þau hafa fallið í vegna námslánanna. - Ráðamenn í landinu verða ein- faldlega að átta sig á því að náms- lánin eru ekki nema 27 þúsund krónur á mánuði. Það á ekki að vera misræmi milli lægstu launa í landinu og námslánanna sem okkur bjóðast. Það hlýtur hver maður að sjá að fjölskylda lifir ekki af með þau lán sem nú tíð- kast. Fagnaðar- efni Valborg Snœvarr: Nýtt félag skerpir andstœðurnar ogþvíberað fagna - Það er verið að halda því fram að viðbrögð okkar í Vöku séu á verri veginn vegna stofnunar Röskvu, sagði Valborg Snævarr, sem situr nú í Háskólaráði fyrir Vöku, er hún var innt eftir áliti á hinu nýja félagi. - Þetta er alrangt. Við lítum svo á að þetta séu fremur gleðitíðindi fyrir okkur því andstæðurnar hafa nú loks komið upp á yfirborðið. Valborg sagðist líta svo á að með þessu hefðu umbótasinnar loks sýnt sitt rétta andlit. Þeir Valborg Snævarr: Kunnum umbótasinnum bestu þakkir. hefðu blekkt sína kjósendur í síð- ustu kosningum því samkvæmt stefnuskrá þeirra hefði átt að vera ómögulegt með öllu að hefja samstarf með Félagi vinstri manna. - Umbótasinnar hafa með þessu kvatt sína kjósendur og boðið þeim yfir til Vöku. Að sjálfsögðu kunnum við þeim bestu þakkir fyrir það, sagði Vil- borg. Síðustu kosningar KOSNINGARNAR 1986 Stúdentaráð Háskólaráð Vaka......................... 530 atkv. (31,28%) 553atkv.............. (32,64%) Umbótasinnar................. 316atkv. (18,65%) 330atkv.............. (19,48%) Vinstrimenn.................. 695 atkv. (41,02%) 700atkv.............. (41,32%) Manngildissinnar ............ 47 atkv. ( 2,77%) Auöirog ógildir ..................... (( 6,25%) ( 6,55%) Þátttaka var 37,9% atkvæðabærra einstaklinga innan Háskólans og verður að teljast afar dræm svo fastar sé ekki að orði kveðið. Vaka........ Umbótasinnar Vinstrimenn .. Auðirog ógildir KOSNINGARNAR 1987 Stúdentaráð Háskólaráð ......... 868 atkv. (40,9%) 839atkv.......... ......... 388 atkv. (18,3%) 408atkv.......... ......... 756 atkv. (35,6%) 780atkv.......... ................ ( 5,3%) ................. (39,5%) (19,2%) (36,7%) ( 4,6%) Þátttaka var 48,02% sem var talsverð aukning frá fyrra ári en samt sem áður ekki í fullu samræmi við þær áherslur sem frambjóðendur lögðu fram í kosningabaráttunni. Þessar tölur fengust uppgefnar hjá Sveini Guðmundssyni for- manni kjörstjórnar en þar situr hann sem fulltrúi Vöku. Hann tók flestum bónum ljúflega og vildi að fram kæmi að innan „vinstri sinnuðu" deildanna, s.s. heimspekideildar og annarra, væri þátttakan með allra léleg- asta móti. Þar væri fólk einfald- lega með hugann við allt aðra hluti en að gæta að lífsviðurværi sínu eða almennt sinna sínu nán- asta umhverfi. Algjör dauðyfli semsagt. - Þessir kommatittir. Þeir fylgjast ekki einu sinni með því sem er að gerast í kringum þá, sagði Sveinn Guðmundsson. Föstudagur 11. mars 1988 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri BARNADEILD: Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa. Deildin er ætluð 10 börnum frá 0-14 ára. Þar er alhliða barnahjúkrun svo og gjörgæsla nýbura. Deildin er eina sérhæfða barnadeildin utan Reykjavíkur. Boðið er upp á 3ja vikna aðlögun í byrjun starfstíma. Barnagæsla er fyrir börn frá 2ja-9 ára. Upplýsingar veitir deildarstjóri og/eða hjúkrunar- framkvæmdastjóri. BÆKLUNARDEILD: Læknaritari óskast frá 1. apríl n.k. Um er að ræða tímabundna ráðningu í hlutastarf og sumarafleysingu. Upplýsingar veitir lækna- fulltrúi. STEKKUR - BARNAHEIMILI: Fóstrur óskast til starfa frá 1. júní n.k. Um er að ræða 1 stöðu yfirfóstru og 11/2 stöðu deildarfóstru. Barnaheimilið er fyrir börn á aldrin- um 2ja-6 ára. Það er opið frá kl. 7.10-19.00 alla virka daga. Innra starf er í örri þróun og væri heimilinu mikill akkur í að fá áhugasamar fóstrur með ferskar hugmyndir, til að leggja hönd á plóginn. Allar nánari upplýsingar gefa forstöðumaður og/ eða hjúkrunarframkvæmdastjóri. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, sími 96-22100. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið Akureyri Árshátíð Árshátíð Alþýðubandalagsins á Akureyri er í kvöld, föstudaginn 11. mars í Alþýðuhúsinu og hefst kl. 20.30. Meðal hátíðargesta verður Ólafur Ragnar Grímsson. Fjölbreytt skemmtidagskrá. Enn er hægt að skrá sig til þátttöku í síma 21264. - Skemmtinefndfn. Alþýðubandalagið Akureyri Bæjarmálaráðsfundur Fundur í bæjarmálaráði í Lárusarhúsi, mánudaginn 14. mars kl. 20.30. Dagskrá: Dagskrá bæjarstjórnarfundar þriðjudaginn 15. mars. Önnur mál. - Stjórnin. Alþýðubandalagið Kjósarsýslu Árshátíð Árshátíð Alþýðubandalagsins í Kjósarsýslu verður haldinn í Þrúðvangi, laugardaginn 12. mars. Gleðin hefst kl. 20.00. Miðasala við innganginn. Starfsnefnd Alþýðubandalagið Selfossi og nágrenni Almennur félagsfundur Almennur félagsfundur verður haldinn miðvikudaginn 16. mars kl. 20.30 í sal verkalýðsfélagsins Þórs við Eyrarveg. Efni fundarins eru kjaramálin. Frummælendur: Margrét Frímannsdóttir alþm., Hafsteinn Stefánsson var- aform. Þórs og Steini Þorvaldsson form. Verslunarmannafélagsins. Nýir félagar sérstaklega boðnir velkomnir. Fjölmennið. - Stjórnín. Morgunkaffi ABK Valþór Hlöðversson bæjarfulltrúi og Geir Friðbertsson fulltrúi í heilbrigðis- nefnd verða með heitt á könnunni í Þinghóli, Hamraborg 11, laugardaginn 12. mars frá 10-12. Allir velkomnir. - Stjórnin. Alþýðubandalagið í Kópavogi Bæjarmálaráð Fundur í bæjarmálaráði ABK verður mánudaginn 14. mars kl. 20.30. Fundarefni: Fjármál bæjarsjóðs í Ijósi nýrra aðgerða ríkisstjórnarinnar. Guðrún Pálsdóttir fjármála- og hagsýslustjóri mætir á fundinn og svarar fyrirsþurnum. Önnur mál. Stjórnin ÆSKULÝÐSFYLKINGIN Æskulýðsfylkingin í Reykjavík Aðalfundur Aðalfundur ÆFABR verður haldinn fimmtudaginn 17. mars að Hverfisaötu 105 kl. 20.00. Venjuleg aðalfundarstörf. Félagar eru hvattir til að mæta. Nýir félaaar velkomnir. - Stjórnin.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.