Þjóðviljinn - 15.03.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 15.03.1988, Blaðsíða 1
Blak Staðan Karlar Þróttur........................... 5 4 1 13- 9 8 IS.................................. 5 3 2 13-10 6 HK................................. 5 3 2 11-10 6 KA................................. 5 0 5 7-15 0 Konur UBK.............................. 4 4 0 12- 4 8 Víkingur..........................4 4 0 12- 5 8 IS.................................. 5 1 4 10-14 2 Þróttur........................... 5 0 5 4-15 0 Skotland Celtic og Hearts í bikamum Dregið var í skosku bikar- keppninni í gær og lentu saman Celtic og Hearts en þau munu leika á Hampten Part 9. apríl. Aberdeen mun leika við Dundee eða Dundee United en þau lið eiga eftir að spila í bikarnum. Það er því ekki víst hvar leikur Aber- deen og andstæðinganna mun verða, en hann verður háður 9. apríl. Handbolti Markahæstir SigurðurGunnarssonVíking....94/25 Þorgils Óttar Mathiesen FH......91/0 Stefán Kristjánsson KR............90/27 Valdimar Grímsson Val............88/5 HansGuðmundssonUBK........87/21 Sigurpáll Á. Aðalsteinsson Þór 87/44 Héðinn Gilsson FH...................86/0 Staðan FH........16 13 3 0 453-351 Valur.....16 12 4 0 363-271 Víkingur 16 10 0 5 404-361 UBK......16 8 1 7 349-363 17 Stjarnan16 7 2 7 378-394 16 KR........16 7 1 8 348-374 15 Fram.....16 6 1 9 371-389 13 KA........16 4 4 8 343-352 12 ÍR..........16 4 2 10 341-378 10 Þór........16 0 0 16 308-425 0 29 28 20 Valdimar Grímsson Valsari svífur hátt yfir Guðmundi Guðmundssyni I gærkvöldi. Mynd - E.ÓI. Handbolti í kvöld III II Digranes kl. 17.00 Stjarnan-KR í 8 liða úrs- litum bikarkeppni kvenna. England Dregið í bikamum Dregið var í ensku bikar- keppninni í gær. Það var mikil lukka fyrir Wimbledon og Luton því þau lið drógust saman en Nottingham og Liverpool munu eigast við. Liðin munu eigast við 9. apríl og keppa Wimbledon og Luton á leikvangi Tottenham, White Hart Lane en Liverpool og Forest spila á leikvangi Sheffield Wednesday. Þetta er í fyrsta skipti í 99 ára sögu Wimbledon sem þeir kom- ast í undanúrslit í ensku bikar- keppninni og Nottingham Forest hefur ekki komist svona langt í 32 ár. Ogþetta lika... Boris Becker mun lenda á móti Emilio Sanchez í úrslitum á 700.000 dollara tennismóti í Kaliforníu. Hinum 17 ára Þjóðverja tókst naumlega að vinna nýjustu stjörnu Bandaríkjamanna Andre Ag- asse til að komast í úrslit en Sanchez vann Ástralann Pat Cash léttilega. Rota hann á milli áttundu og tíundu lotu, sagði Tony Tubbs, áskorandinn í heimsmeistarakeppninni í boxi og átti við núverandi heimsmeistára Mike nýgifta Tyson. „Tyson er góður meistari og sterkur alhliða baráftujaxl en ég er boxari og slæ hann út," sagði Tubbs þegar hann var á ferð- inni í Tókíó um daginn. Steffi Graf vann fyrir skömmu sift annað mót á árinu. Það var í Texas og verðlaunin voru 2000 dollarar. Graf sem er hæst á listanum yfir bestu tenniskonur í heimi, átti ekki í vandræðum með Katarinu Maleeva frá Búlgaríu sem er aðeins númer 13 á listanum. Valsmenn áfram í baráttunni um titilinn Hllðarendi 14. mars Ldeild Valur-Vfkingur 25-24 (12-11) Mörk Vals: Valdimar Grfmsson 8, Júlíus Jónasson 6 (1 v), Jakob Sigurðsson 5, Geir Sveinsson 3, Jon Kristjánsson 2, Þórður Sigurðsson 1. Varin skot: Einar Þorvarðarson 15 (1 v) Útaf: Valdimar Grímsson 2 mín, Júlíus Jón- asson 2 mín, Jón Kristjánsson 2 mín, Geir Sveinsson 2 mfn, Gi'sli Óskarsson 2 mfn. Mörk Víkings: Siguröur Gunnarsson 8 (1v), Árni Friðleifsson 6, Guðmundur Guð- mundsson 4, Bjarki Sigurðsson 2, Karl Þráinsson 1, Siggeir Magnússon 1, Hilmar Sigurgfslason 1, Einar Jóhannesson 1. Varln skot: Kristján Sigmundsson 4, Sig- urður Jensson 6 (1v). Útaf: Bjarki Sigurðsson 2 min, Sigurður Ragnarsson 2 mín, Hilmar Sigurgfslason 2 mín. Rautt spjald: Árni Friðleifsson vikið úr húsi. Dómarar: Gunnar Kjartansson og Óli P. Ólsen sæmilegir. Ma&ur lelkslns: Valdimar Grímsson Val -gól Unnu Víkinga í slagsmálaleik að Hlíðarenda í gœrkveldi Jafn og spennandi leikur frá fyrstu til síðustu mínútu. Árna Friðleifssyni vísað úr húsi fyrir að fórna höndum. Leikurinn þróaðist á þann veg að Valsmenn komust strax 2 mörkum yfir 2-0. Víkingar náðu að jafna en aldrei tókst þeim að komast yfir og leiddu Valsmenn alltaf með einu til tveimur mörk- um út hálfleikinn þegar staðan var 12-11 Valívil. í síðari hálfleik byrjuðu lætin. Jafnt var á öllum tölum þar til Valsmenn komust þremur mörk- um yfir 19-16. Allt virtist þá stefna í sigur heimamanna en Víkingar voru á öðru máli og jafnaði Sigurður Gunnarsson 21- 21. Þegarþrjároghálf mínúta var eftir skoraði Jakob Sigurðsson og mínútu síðar bætti Valdimar öðru við. Sigurður Gunnarsson minnkaði muninn í 23-22 en Jak- ob var aftur á ferðinn þegar hann jók forskotið í 24-22. Síðan kom sitthvort markið frá Hilmari Sig- urgíslasyni og Einari Jóhannssyni þegar hálf mínúta var til leiks- loka. Þegar 15 sekúndur voru eftir af leiknum skoraði Júlíus Jónasson 25. mark Vals eftir gegnumbrot og sigurinn virtist þá vera í höfn en Siggeir Magnússon var á öðru máli skaut þrumuskoti á síðustu sekúndunni en Einar Þorvarðarson varði vel þannig að sigurinn var í höfn 25-24. Með þessum sigri eru Vals- menn áfram í baráttunni um ís- landsmeistaratitilinn en þar sem markatala FH er góð máttu þeir ekki tapa öðru stiginu. Einar Þor- varðarson varði mjög vel og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Vald- imar Grímsson skoraði mörg fal- leg mörk og var leiðinlegt að orð- rómur barst um hann hefði notað svokallað „Júkkabragð" gegn Guðmundi Guðmundssyni í vörninni en það er þegar varnar- maður grípur undir fót horna- mannsins í uppstökki. Undirrit- aður trúir ekki að það hafi verið viljandi þar sem Valdimar hefur ekki verið talin grófur leikmaður. Júlíus, Jakob, Geir og Jón Krist- jánsson áttu einnig góðan leik. Hjá Víkingum bar mest á Sigurði Gunnarssyni og Árna Friðleifs- syni enda skoruðu þeir bróðurp- artinn af mörkum Vfkings. Einn- ig átti Guðmundur Guðmunds- son og Sigurður Jensson, sem varði markið í síðari hálfleik, góðan dag. Gunnar Kjartansson og Óli P. Ölsen áttu í mestu erfið- leikum með að dæma leikinn, sem var grófur og harður en jafn- framt skemmtilegur fyrir áhorf- endur. Umsjón: Stefán Stefánsson WÓDVILJINN - SÍDA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.