Þjóðviljinn - 15.03.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 15.03.1988, Blaðsíða 2
Handbolti Helgi Rafnsson með skot að körfu en hann gerði 10 af 12 stigum sínum í leiknum úr vitum, Karfa Villurog víti Njarðvíkingar unnu Val naumlega að Hlíðarenda á sunnudagskvöld 92-94 í leik uppfullum afvillum og vítum Það var hraður og spennandi leikur á að horfa á sunnudaginn þegar Njarðvík og Valur leiddu saman hesta sína í úrvals- deildinni. Leikurinn var geysilega harður, enda áttu dómararnir fuilt í fangi með að halda tðkum á leiknum. Það fóru sex leikmenn útaf með 5 villur og fjöldi leik- manna var með 4 villur í leikslok. Leikurinn byrjaði hratt og pressuðu Valsarar grimmt í vörn- inni. Það varð jafnt 6-6 en þá áttu Valsmenn allgóða rispu og kom- ust í 18-6. Þeir héldu því forskoti nærri allan fyrri hálfleik. Liðin gerðu bæði fullt af mistökum og létu Njarðvíkingar það fara sér- stakiega í skapið á sér. Þeir náðu þó jafna 33-33 og skiptust liðin á að skora þar til staðan var 40-40 Hlíðarendi 13. mars Úrvalsdeildin Valur-UMFN 92-94 (49-55) Stlg Vals: Leifur Gústafsson 28, Bárður Eyþórsson 18, Tómas Holton 12, Einar Ól- afsson 12, Torfi Magnússon 6, Jóhann Bjarnason 5, Þorvaldur Geirsson 5, Svali Björgvinsson 4, Björn Zoega 2. 5 villur: Torfi Magnússon, Einar Ólafsson, Þorvaldur Geirsson, Tómas Holton, Björn Zoega. Stig UMFN: Valur Ingimundarson 31, (sak Tómasson 27, Helgi Rafnsson 14, Teitur örlygsson 11, Sturla örlygsson 4, Ellert Magnússon 4, Friðrik Rúnarsson 3. 5 villur: Hreiðar Hreiðarsson. Dómarar: Jón Otti Ólafsson og Jóhann Dagur Björnsson voru sæmilegir. Maður leiksins: Bárður Eyþórsson Val. -ste en þá komust Suðurnesjamenn í 6 stiga forskot og tókst að halda þeim mun fram að leikhléi, 49- 55. Valsmenn mættu allfrískir og átti Bárður Eyþórsson, einn af ungu mönnunum í Val, stórleik. Hann skoraði 4 þriggja stiga körf- ur í röð sem dugði til að jafna 60-60. Þar varð þá gífurleg spenna og harka eftir því þegar leikurinn stóð í járnum og jafnt varð aftur 69-69. Valsarar létu þó boltann ganga betur en tókst illa til með hittnina en ísak Tómas- son sá um að skora fyrir Njarð- vík. Um miðjan hálfleik fékk Hreiðar Hreiðarsson Suður- nesjamaður sína 5. villu og tók því ekkert sérlega vel, sparkaði stólum og lét dólgslega. Torfi Magnússon valsmaður fékk sína 5. villu skömmu síðar. Enn var jafnt 78-78 og 80-80 en þá fékk Einar Ólafsson sína 5. villu þegar staðan var 80-81 Njarðvík í vil. Tómas Holton kom þá sfnum mönnum yfir 82-81 en Vals- mönnum tókst að jafna 87-87 og Þorvaldur Geirsson fór útaf með 5 villur. Enn var jafnt 89-89, 90- 90 og 92-92 en þá tókst ísak Tóm- assyni að skora úr tveimur víta- skotum þegar 9 sekúndur voru til leiksloka 92-94. Björn Zofiga fór þá útaf með fimm villur. Mikil harka varð í lokin og brotið var á Arnari Guðmundssyni nýliða svo að hann fékk 2 vítaskot. Honum tókst ekki að hitta ofan í körfuna svo að Njarðvík fagnaði sigri 92- 94. Villuvandræði Valsarar léku vel á köflum en fengu á sig mikið af villum fyrir mjög væg brot. Þeir misstu fimm menn útaf með 5 villur. Bárður var góður þegar hann fékk að vera inná og Leifur var mjög sterkur undir körfunni enda stig- ahæstur Valsmanna. Annars átti liðið góðan leik þó illa tækist til um hittnina. Ef miðað er við troðslusýninguna hjá Njarðvík fyrir leikinn áttu menn von á ein- hverju slíku. Það fór ekki svo, heldur var áberandi skaphitinn í þeim og hversu mikið þeir rifust innbyrðis. Þeir eru þó með sterkt og dugmikið lið og bar mest á Val Ingimundarsyni, Helga Rafns- syni og ísaki Tómassyni. Dómar- arnir voru í meira lagi flautuglað- ir og dreifðu villum á báða bóga. En þó stóðu þeir sig nokkuð vel því leikurinn var með endumum erfiður og harkan mikil. Það voru skoruð 53 stig í leiknum úr vítum en athuga ber að hittnin úr vítum var mjög léleg og segir það sitt um hörkuna í leiknum. 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þrlðjudagur 15. mars 1988 KA bara betrí KAfór léttmeð vondaufa Pórsara á sunnudaginn þegar þeir unnu þá 34-19 Það var ekki hátt risið á Þór þegar þeir þurftu að láta í minni pokann fyrir hinu Akureyrarlið- inu í 1. deild. Jafnan hefur ekki verið svona mikill munur á liðun- um en Þórsarar voru óvenju daufir. KA byrjaði með krafti og kom- ust í 3-0 en Þór jafnaði fljótlega og náðu yfirhöndinni í eina skiptið í leiknum 5-6. Þá byrjaði að síga á ógæfuhliðina hjá þeim og KA menn gerðu 8 mörk á meðan Þór gerði aðeins 1 þannig að staðan í hálfleik var 15-10. í síðari hálfleik náðu KA menn smám saman algerum yfirburð- um Og gengu yfir Þórsarana. KA komst í 19-11 og 24-17 en fóru þá að fara sér hægar og leyfðu öllum leikmönnunum á bekknum að vera með. Þeir héldu síðan ör- uggri forystu út leiktímann og lauk leiknum með sigri þeirra 34- 19. KA menn voru betri aðilinn í leiknum og var Erlingur Krisc- jánsson þeirra besti maður af annars mjög jöfnu liði. í Þórslið- ið vantar nokkra góða leikmenn, sem eru meiddir, en það breytir því ekki að þeir eru orðnir von- litlir og daufir sem kemur greini- lega fram í leik þeirra. Akureyri 13. mars 1. deild KA-Þór 34-19 (15-10) Mörk KA: Pétur Bjarnason 8, Erlingur Kristjánsson 7 (1 v), Eggert Tryggvason 6, Friöjón Jónsson 4, Axel Björnsson 3, Guð- mundur Guömundsson 3, Svanur Val- geirsson 2, Hafþór Heimisson 1. Varin skot: Brynjar Kvaran 9 og Gísli Helgason 4 (1 v). Útaf: Erlingur Kristjánsson 2 mín. og Guö- mundur Guömundsson 2 mín. Mörk Þórs: Sigurpáll Árni Aðalsteinsson 5 (4v), Siguröur Pálsson 4, Erlendur Her- mannsson 3, Jóhann Samúelsson 3, Gunnar M. Gunnarsson 2, Kristján Krist- jánsson 1, Aðalbjörn Svanlaugsson 1. Varin skot: Hermann Karlsson 9 (1 v) og Axel Stefánsson 8 (1 v). Útaf: Sigurpáll Árni Aðalsteinsson 2 mín, Jóhann Samúelsson 2 mín, Hermann Karlsson 2 min. Dómarar: Björn Jóhannsson og Siguröur Baldursson voru sæmilegir. Maður leiksins: Erlingur Kristjánsson KA. -KH/ste Handbolti KR úr fallhættu Varnir lélegar og mikið um mistök þegar KR sigraði Stjörnuna 28-29 á sunnudaginn Það var ekki skemmtilegur handbolti sem var spilaður í Digranesi á sunnudaginn. Stjarn- an hafði góðan möguleika á að sigra en glopraði boltanum úr höndum sér á síðustu mínútu sem dugði KR ingum til að skora sigurmarkið. Leikurinn var mjög jafn og skiptust liðin á að skora þó Stjarnan væri yfir mestallan fyrri hálfleik. KR komst einu sinni yfir þegar staðan var 11-12 en misstu síðan forystuna og var staðan í hálfleik 17-15, Stjörnunni í vil. KR ingar gáfust ekki upp og í síðari hálfleik jöfnuðu þeir 19-19. Leikur Stjörnunnar riðlaðist tals- vert þegar Ólafur Lárusson KR tók Gylfa Birgisson úr umferð og við það náðu þeir að halda í við þá. Það varð síðan jafnt þegar staðan varð 27-27 og 28-28 en þá misstu Stjörnumenn sigurinn úr höndum sér. Þeir voru í sókn en misstu boltann og Guðmundur Albertsson náði að skora úr næstu sókn sem tryggði þeim sig- urinn 28-29. Varnarleikurinn og markvarsl- an var í molum í leiknum og mikið var um lélegar byrjenda- sendingar þó inná milli kæmu falleg mörk. Einna skástir í liðin- Handbolti Leiðrétting Þau mistök urou á íþrótta- síðunni á fimmtudaginn að sagt var að norðandómaranir Stefán og Ólafur hefðu dæmt leik Víkings og Breiðabliks á miðvikudagskvöldið. Það var ekki rétt, heldur voru það Guðjón L. Sigurðsson og Hákon Sigurjónsson sem dæmdu þann leik og biðjum við afsökunar á þessum mis- tökum. um voru Einar Einarsson hjá Stjörnunni og Konráð Olavson hjá KR. Digranes 13. mars 1. deild Stjarnan-KR 28-29 (17-15) Mörk Stjörnunnar: Einar Einarsson 8, Gylfi Birgisson 7 (1 v), Skúli Gunnsteinsson 4, Sigurjón Guðmundsson 3, Hermundur Sigmundsson 3, Hafsteinn Bragason 3. Mörk KR: Stefán Kristjánsson 10 (5v), Konráð Olavson 7, Guðmundur Alberts- son 7, Jóhannes Stefánsson 2, Siguröur Sverrisson 2, Guðmundur Pálsson 1. Dómarar: Rögnvald Erlingson og Gunnar Kjartansson voru góðir. Maður leiksins: Einar Einarsson Stjörn- unni. —ási/ste Karfa Urslit og staða Úrvalsdeild ÍBK-KR 76-68 Þór-UBK 97-95 Valur-UMFN 92-94 UMFN......... 15 13 2 1329-1115 26 (BK.......... 14 11 3 1094- 930 22 Valur........ 14 8 6 1114- 977 16 KR........... 14 8 6 1136- 999 16 UMFG......... 14 7 7 1024-1016 14 Haukar....... 13 7 6 954- 920 14 (R........... 13 6 7 951- 977 12 Þór.......... 15 2 13 1126-1456 4 UBK.......... 14 1 13 807-1155 2 1. deild karla UMFT-Reynir 104-83 UMFS-lA 51-82 HSK-Léttir 66-58 UMFT.......... 13 12 1 1189- 900 24 IS............ 12 12 2 882- 687 20 UlA........... 12 10 2 824- 711 20 Léttir........ 13 5 8 810- 898 10 lA............ 12 5 7 778- 836 10 HSK........... 12 5 7 759- 817 10 Reynir........ 12 2 10 699- 850 4 UMFS.......... 12 0 12 764-1006 0

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.