Þjóðviljinn - 17.03.1988, Side 2

Þjóðviljinn - 17.03.1988, Side 2
FRETTIR Freðfiskur Offramboo ■ Evropu íslenska umboðssalan: Lœkkandi verð og birgðasöfnun. Frétt um orma íýsu á Englandi veldur ugg. LIU: Viðunandi sölur í Þýskalandi en lágt verð á Englandi Það er borðliggjandi að vegna offramboðs á frystum fiski á markaði í Evrópu hefur verðið fyrir hann farið lækkandi. Amer- íkumarkaðurinn er daufur um þessar mundir og þá kemur fiskur í auknum mæli frá Kanada og Al- aska á markað í Evrópu, sagði Bjarni V. Magnússon hjá Is- lensku umboðssölunni hf. við Þjóðviljann. Að sögn Bjarna eru mörg dökk ský á lofti um þessar mundir á freðfiskmörkuðum íslendinga er- lendis og aðallega er það vegna þess að framboðið er of mikið miðað við markaðsgetuna. Sem dæmi þá hefur frystur ufsi í 14 punda pakkningum lækkað um 10% í Þýskalandi vegna offram- boðs. Bjarni sagði einnig að á Eng- landi hefði birst frétt í einu blaði um orma í ýsu og höfðu kvartanir um það borist frá viðskiptavinum hingað til lands. Hann bjóst þó ekki við að áhrifin vegna fréttar- innar yrðu jafn umfangsmikil og ormafárið sem geisaði í Þýska- landi sl. sumar. Að sögn Vilhjálms Vilhjálms- sonar hjá LÍÚ seldi Víðir HF 216 tonn af karfa nýlega í Þýskalandi fyrir 14,8 milljónir króna og var meðalverðið 68,59 krónur, sem er vel viðunandi. Nú fer í hönd sá árstími hjá kaþólikkum í Suður- Þýskalandi þegar fiskneysla er hvað mest á föstunni rétt fyrir páska og hefur það sín áhrif á eftirspurnina eftir fiski og verðið sem fæst fyrir hann. Á morgun selur togarinn Björgúlfur í Þýska- landi og í næstu viku eiga fimm togarar bókaða sölu. Tvö skip frá Vestmannaeyjum seldu í fyrradag og í gær í Hull á Englandi. Halkíon VE seldi 106 tonn af þorski fyrir 5,8 milljónir króna og var meðalverðið 55,34 sem þykir frekar lágt. Þá seldi Bergey VE 141 tonn sem aðal- lega var þorskur, fyrir 8,3 milljónir og meðalverðið var 58,35 krónur. Klakkur VE seldi í fyrradag og í gær í Grimsby 208 tonn af þorski fyrir 11,5 milljónir og meðalverðið var 55,30 krónur. Ástæðan fyrir þessum lágu verðum er mikið framboð af fiski frá írlandi og Skotlandi, en auk þess var þorskurinn smár og full- ur af loðnu. -grh Vinnuvernd „Kjaminn“ er varhugaverður Mörg slys hafa orðið á síðustu árum vegna ógœtilegrar meðferðar sprengi- efna. Þór Magnússon: Undirbúningur- inn þarf að vera meiri og vandaðri Svokallaður kjarni hefur verið notaður um árabil við spreng- ingar hér á íslandi en nú er að koma í Ijós að hann hefur að öllum líkindum verið valdur að flestum þeim óhöppum sem orðið hafa við sprengingar á síðustu árum. Þór Magnússon fulltrúi Vinnu- eftirlitsins í meðferð sprengiefna hefur gert úttekt á orsökum ógætilegrar meðferðar sprengi- efna. I nýjasta fréttabréfi um vinnuvernd sem Vinnueftirlit ríkisins sendir frá sér birtast nið- urstöður Þórs en þar kemur fram að oftast hafa slysin orðið vegna notkunar kjarna sem sprengiefn- is en vitneskja um afleiðingar og fullnaðaráhrif hans er ekki nógu vel upplýst og því telur Þór fulla ástæðu vera til þess að vara menn við að nota hann við sprengingar. Þór sagði í samtali við Þjóðvilj- ann vegna þessa máls að oft væri dínamíti og kjarna blandað sam- an til að auka áhrif sprengingar- innar en sjaldnast væri bein þörf á að nota kjarna. Dínamít væri þekkt og mjög viðurkennt sprengiefni en hinsvegar væri ekki næg vitneskja fyrir hendi um áhrif og meðferð kjarnans. í úttekt Þórs kemur fram að mikið af slysum sem orðið hafa við sprengingarnar megi rekja til ónógs samstarfs þess sem borar holurnar fyrir sprengiefnið og þess sem að lokum sprengir. Er Þjóðviljinn innti hann nánar eftir þessu lagði hann til að sérstakar áætlanir skyldi gera áður en gengið væri frá sprengisvæðinu. - Ef búið er til gott borplan þar sem borarinn hefur lagt sínar at- hugasemdir fyrir sprengistjórann áður en sprengt er væri hægt að koma í veg fyrir mikinn fjölda slysa, segir Þór. Hann segir að vegna breytileika bergtegund- anna hér á íslandi sé næstum ó- gerlegt að spá með nokkurri vissu um hvernig bergið tekur við sprengiefninu. Þessvegna verði bormaðurinn að gefa sprengi- stjóranum algerlega afgerandi upplýsingar um ástand holunnar sem verið sé að sprengja. Stefán Einarsson efnafræðing- ur vinnur hjá Vinnueftirlitinu og sagði hann í samtali við Þjóðvilj- ann að þessa dagana einbeittu menn sér að merkingum og alls- kyns erindagjörðum fyrir hið op- inbera einsog til dæmis áhættu- mati fyrir borgina vegna Áburð- arverksmiðjunnar en á næstunni væri ætlunin að einbeita sér að sprengjumálunum. - Það hefur orðið mikil hand- vömm á þessum vettvangi og þvf full ástæða fyrir menn að endur- skoða sín mál, sagði Stefán, en hann kemur til með að kenna á námskeiði Vinnueftirlitsins í meðferð sprengiefna. - tt Ein helsta ástæðan fyrir slysum við sprengingar hérlendis er ónógt samstarf þeirra sem bora sprengiholur og þeirra sem sprengja. Samningarnir Dagvistargjöld Dýrast í Reykjavík Á síðasta borgarráðsfundi samþykkti meirihluti Sjálfstæðis- manna að hækka dagvistargjöld um 15% frá og með 1. aprfl nk. Tillaga Sigurjóns Péturssonar, borgarfulltrúa um að dagvistar- gjöld fyrir forgangshópa hækkaði ekki meir en sem nemur hækkun meðlagsgreiðslna frá Trygging- astofnun ríkisins var felld. Samkvæmt hækkuninni verður gjald á dagheimilum fyrir börn í forgangshópi 5,460 kr. á mánuði, en 8,400 kr. fyrir önnur börn. Gjald fyrir 4 klst. dvöl á leikskóla verður 3,700 kr. en 4,625 kr. fyrir 5 klst. dvöl. Um síðustu mánaðamót hækk- uðu dagvistargjöld í Kópavogi, Hafnarfirði, Garðabæ og á Akur- eyri um 10% og samkvæmt sam- anburði á gjaldskrá þessara bæjarfélaga annarsvegar og f Reykjavík hinsvegar er dýrast að hafa börn á dagheimilum og á leikskólum í höfuðborginni eftir 1. apríl nk. _gr|, Pingmenn Meðalaldur um 50 ár Meðalaldur alþingismanna er um fimmtugt, en árið 1934 var meðalaldurinn tæplega 45 ár. Þá hefur meðalaldurinn hækkað um eitt ár frá síðasta kjörtímabili. Elstur þingflokkanna er þing- flokkur Sjálfstæðisflokksins, en þar er meðalaldurinn 54,8 ár og hefur hann elst um þrjú ár frá byrjun síðastakjörtfmabils. Þing- flokkur Kvennalistans er með lægstan meðalaldur eða 44,7 ár en hefur þó elst um tæp sex ár frá upphafi síðasta kjörtímabils. -Sáf Stíft fundað í Eyjum Snót og Verkalýðsfélag Vestmannaeyja ræddu við atvinnu- rekendur Verkalýðsfélögin í Vestmanna- eyjum og fulltrúar atvinnu- rekenda funduðu stíft úti í Eyjum í gær undir handleiðslu ríkissátt- asemjara, og var talið líklegt að samninganefnd Vinnuveitenda- sambandsins legði hart að Snót- arkonum að afiýsa verkfalli til að „liðka fyrir“ samningavið- ræðum. Fundurinn stóð enn er blaðið fór í prentun um miðnætti, og að sögn Guðlaugs Þorvalds- sonar, ríkissáttasemjara, voru aðilar á einu máli um að hann hefði verið gagnlegur. Verkfall Snótar hefur nú staðið í hálfa aðra viku og Verkalýðsfé- lag Vestmannaeyja hefur boðað verkfall frá og með næsta miðvik- udegi, í stað yfirvinnubanns sem i gær. Yfirvinnubann í Granda hófst á miðnœtti félagið hafði boðað en var aflýst bann í Granda hf. í Reykjavík til urnar upp eftir landshlutum og vegna formgalla á boðuninni. At- vinnulíf í Eyjum er meira og minna lamað vegna verkfalls Snótarkvenna. Þá kemur boðað yfirvinnu- framkvæmda í dag. Fundurinn í gær var sá fyrsti sem haldinn er utan Reykjavík- ur, eftir að ríkissáttasemjari afréð að brjóta samningaviðræð- vísa þeim heim í héruð. Austfirðir eru næstir á dagskrá ríkissáttasemjara, og fundar hann með aðilum á Egilsstöðum í dag, fimmtudag. -rfc Þýskalandsmarkaður Bann á gámafisk Utanríkisráðuneytið ; hefur ákveðið að veita engin út- flutningsleyfi fyrir gámafisk á Þýskalandsmarkað frá og með morgundeginum 18. mars til og með 11. aprfl nk. eða næstu þrjár vikur. Bannið nær til útflutnings á karfa, þorski, ufsa og ýsu. Að sögn Stefáns Gunnlaugs- sonar í utanríkisráðuneytinu er bannið tilkomið vegna hættu á of- framboði á ferskum fiski á Þýsk- alandsmarkaði næstu vikur og að verð falli niður fyrir gildandi við- miðunarverð Efnahagsbanda- lagsins. Athygli vekur að bannið nær ekki til útflutnings á gámafiski á markað á Bretlandi og sagði Stef- án að það væri vegna þess að menn telja ekki vera neina hættu á að fiskmarkaðurinn þar yfir- fylltist. -grh 2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 17. mars 1988

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.