Þjóðviljinn - 17.03.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 17.03.1988, Blaðsíða 3
FRETTIR Lambhagi Rekin fyrirvaralaust Erlend kona rekinfrá gróðrarstöðinni Lambhagafyrir að neita að vinna eftirvinnu og að hengja upp merki Samstöðu. Jafnframt hótað að verða gerð brottrœk úr landinu Gila Carters hefur verið rekin frá gróðrarstöðinni Lamb- haga fyrir þær sakir einar að neita að vinna yfirvinnu og hafa hangandi á sínum veggjum orðið Solidarity eða Samstaða. Auk þess að reka hana hótaði atvinnu- rekandinn að sjá til þess að hún yrði gerð brottræk frá landinu. Giía byrjaði að vinna hjá Haf- berg Þórissyni í gróðrarstöðinni Lambhaga í október á síðasta ári en Hafberg stóð ekki við þá skyldu sína sem atvinnurekandi að tilkynna útlendingaeftirlitinu um ráðninguna og að útvega Gilu atvinnuleyfi. Gila var rekin frá gróðrarstöðinni í lok síðustu viku en áður hafði hún komist að samkomulagi við Hafberg um mánaðar uppsagnarfrest. Þegar Hafberg skipaði henni að hypja sig minnti hún hann á uppsagn- arfrestinn en hann skellti skolla- eyrum við því. Gila hafði samband við Þjóð- viljann vegna þessa máls því hún sá ekki fram á að geta staðið ein í því stappi sem framundan er gagnvart sínum fyrrum vinnu- veitanda. Hafberg sagði við Þjóðviljann að Gila ætti við samskiptaörðug- leika að etja en það hefði fyllt mælinn þegar hún hengdi úrdrátt úr kjarasamningum Félags garð- yrkjumanna upp á vegg við hlið Samstöðumerkisins. Sagðist hann hafa beðið hana í vinsemd að taka þetta niður því ef hún gerði það ekki yrði hún að fara. Útlendingaeftirlitið segir að Gila hafi atvinnuleyfi en ekki hjá Lambhaga og því séu bæði ábyrg fyrir að hafa ekki skilað inn skýrslu til eftirlitsins. Um síðustu mánaðamót mun Hafberg hins- vegar hafa sótt um atvinnuleyfi Gila Carters heldur hér á borðanum sem atvinnurekandi hennar, Hafberg Þórisson, gat ekki þolað. (Mynd E.ÓI.) Kennarar Fullyrðingar stangast á Jón Baldvin Hannibalsson: Grunnskólakennarar innan KÍ með 58þúsund króna meðal dagvinnulaun. Svanhildur Kaa- ber: Við höfum 55 þúsund króna meðal dagvinnulaun Samninganefnd fjármálaráðu- neytisins heldur fast við sinn keyp í samningaviðræðum kenn- ara og hins opinbera. Samninga- nefndin býður 13,5% kauphækk- un til handa kennurum en heldur því fram að kennarar krefjist rúmlega 65% launahækkunar. Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra sagði á fundi með blaðamönnum í gær að þensla síðustu ára gerði það æ erfiðara fyrir hið opinbera að hei- mila launahækkanir umfram það sem komið hefur fram í samning- um VSÍ og VMSÍ. -Fólkið í landinu verður að skilja það að svigrúmið til að auka þensluna með almennum launahækkunum er afar takmarkað, sagði Jón Baldvin. Fjármálaráðuneytið hefur tekið saman yfirlit yfir launa- greiðslur þess til starfsmanna ríkisins frá 1986 og tekið meðaltal árslauna og framreiknað þau með hliðsjón af meðallaunum í desember 1987 og kemur þar meðal annars fram að samkvæmt útreikningum ráðuneytisins eru grunnskólakennarar í KÍ með meðal dagvinnulaun 58 þúsund krónur og tæplega 75 þúsund króna meðal heildarlaun áætlað. Kennarasambandið lýsir því hinsvegar yfir að þetta séu rang- færslur þar eð tekið sé með inn í útreikningana laun stjórnenda og sér launaðra starfsmanna skól- anna. Meðallaun kennara í grunnskólum sem eru í KÍ eru 55 þúsund í dagvinnu og 69 þúsund í heildina ef reiknað er með þeirri óhóflegu yfirvinnu sem kennarar verða að vinna. Svanhildur Kaaber formaður KÍ sagði í gær að tillögur Kennar- asambandsins væru byggðar á vinnu starfskjaranefndar og í ljósi þess ætti ekki að vera svo mikill ágreiningur milli samn- Bifreiðatryggingar Ríkið fær 40% AílO/ af iðgjöldum vegna *§U /O bifreiðatrygginga renna f ríkissjóð vegna tvískött- unar. í fyrsta lagi er lagður 25% söluskattur ofan á iðgjöldin og síðan greiða tryggingafélögin 25% söluskatt af allri verkstæðis- þjónustu, en talið er að 70% af tjónagreiðslum tryggingafélag- anna fari í að greiða munatjón. fyrir Gilu en enn er ekki búið að afgreiða það. -tt ingsaðila því starfskjaranefnd hafi verið skipuð fulltrúum menntamálaráðuneytisins og fjármálaráðuneytisins auk full- trúa frá KÍ. - Starfskjaranefnd varð einhuga um sína afgreiðslu og því farsakennt ef ályktanir hennar verða hundsaðar, sagði Svanhildur. Svanhildur sagði enn fremur að ef kennarar gengju að tilboði ríkisins nú þýddi það kjararýrnun langt umfram það sem VSÍ/ VMSÍ samningurinn bar með sér og því ómögulegt fyrir kennara að ganga að slíku tilboði. -tt Þessar upplýsingar er að finna í greinargerð með þingsályktun- artillögu frá Skúla Alexand- erssyni og Svavari Gestssyni þar sem lagt er til að ríkisstjórnin undirbúi ráðstafanir til þess að draga úr kostnaði við bifreiða- tryggingar. Meðal þess sem lagt er til er að tvísköttunin verði afn- umin. _Sáf Fimmtudagur 17. mars 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍDA 3 Yfirvínnubann prentara Félag bókagerðarmanna ákvað á félagsfundi í gær að boða yfirvinn- ubann frá og með laugardeginum 26. mars, hafi samningar um kaup og kjör ekki tekist fyrir þann tíma. Samþykkt var einróma á fundinum að Trúnaðarmannaráð félagsins boði yfirvinnubannið. Vegið að alvarlegri listsköpun Bandalag íslenskra listamanna hefur ákveðið að styðja mótmæli við fyrirhugaðri breytingu á tónlistarverðlaunum Norðurlandaráðs, en sú breyting gengur út á að allar gerðir tónlistar komi jafnt til greina við veitingu verðlaunanna. „Þetta er enn eitt dæmið um að vegið sé að alvarlegri listsköpun á okkar dögum og er sívaxandi ásókn markaðs- lögmála inn á hin ólíkustu svið þjóðlífsins sérstakt áhyggjuefni," segir m.a. í fréttatilkynningufrá Bandalagi íslenskra listamanna. Þá er þeim tilmælum beint til fulltrúa okkar í Norðurlandaráði að gera ekki breytingar á verðlaunum þess án fyllsta samráðs við listamenn. 800 tonn í gáma í dag fara 750-800 tonn af gámafiski frá Vestmannaeyjum áleiðis til Englands. Alls fara 45-46 gámar fullir af fiski, aðallega þorski frá Eyjum, en hver gámur tekur u.þ.b. 15 tonn. Samkvæmt upplýsingum frá Eyjum er fiskverð á Englandi eitthvað að rétta úr kútnum frá verðfallinu sem varð í fyrradag. Viðskipti við S-Afríku aukast Útflutningur til Suður-Afríku jókst um 50% á síðasta ári miðað við árið þar á undan og innflutningur frá S-Afríku var 20,3 miliónir árið 1986 en hafði aukist í 32,9 miljónir á síðasta ári, þar af fluttu fslending- ar inn ávexti fyrir 29,4 miljónir frá S-Afríku þrátt fyrir tilmæli Alþingis um að engin viðskipti skuli höfð við landið vegna aðskilnaðarstefnu stjórnvalda þar. Efnahagsaðgerðirnar duga skammt Þrátt fyrir nýafstaðnar efnahagsráðstafanir ríkisstjórnarinnar er fiskvinnslan rekin með 3% halla ef miðað er við þá samninga sem VMSÍ og VSÍ undirrituðu í Garðastræti í lok febrúar. Frystingin er hinsvegar rekin með 7% halla miðað við sömu forsendur. Á aðalfundi Vinnumálasambands Samvinnufélaganna í gær kom fram mikil óá- nægja með ráðstafanir ríkisstjórnarinnar. Þorsteinn Ólafsson var endurkjörinn formaður Vinnumálasambandsins. Grænlenskir nemendur 27 nemendur Lýðháskóla grænlensku verkalýðssamtakanna komu til íslands í gær. Tilgangur ferðarinnar er að fræðast um ísland og íslenska atvinnuvegi. Hópurinn mun dvelja í Reykjavík en heimsækja bæði Akranes og Suðurland. ASÍ og MFA hafa skipulagt heimsóknina og verða ýmsir vinnustaðir m.a. heimsóttir. Á meðan á heimsókninni stendur heldur grænlenska verkalýðssambandið SIK þing sitt í skólan- um í Julianehaab. Stuðningur við Snót Stjórn Póstmannafélags ís- lands hefur lýst yfir eindregnum stuðningi við kjarabaráttu verka- kvennafélagsins Snótar í Vest- mannaeyjum. Sjómaður lést Gunnar Þorkell Jónsson, búsettur að Sléttahrauni 28 í Hafnarfirði, lést víð vinnu sína á erlendu farskipi í höfninni í Rotterdam í Hollandi fyrr í vikunni. fyrir Samvinnutryggingamenn. Alvarleg slys meðal karla reyndust árið 1983 algengust meðal þeirra sem vinna við fisk- veiðar, ál- og járnblendi, trjá- vöruiðnað, matvælaiðnað og vefjariðnað. Slys meðal kvenna voru tíðust hjá þeim sem vinna við vefjariðnað, matvælaiðnað og pappírsiðnað. í nálægum löndum er slysatíðni meðal karla allt að helmingi minni en hér. Vinnuslys alltof tíð Vinnuslys hér á landi eru mun tíðari en í nágrannalöndum okk- ar. Tíundi hver karlmaður og fertugasta hver kona á höfuð- borgarsvæðinu leita til Slysa- deildar Borgarspítalans á ári vegna vinnuslysa. Þetta kemur fram í Gjallarhorni, málgagni

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.