Þjóðviljinn - 17.03.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 17.03.1988, Blaðsíða 4
LEIÐARI KLIPPT OG SKORIÐ Mannsæmandi laun Á síðasta hálfa áratug hafa valdahlutföll höfuöstétta í ís- lensku samfélagi raskast mjög. Ýmsar efnalegar og hug- -myndalegar ástæöur hafa skapaö atvinnurekendum og borg- arastétt færi á að hrifsa til sín enn meiri áhrif og völd en áður höfðu safnast í þær hendur, og jafnframt hafa minnkað mögu- leikar launamanna til að móta samfélagsþróun í sinn farveg. Ein af birtingarmyndum þessara breytinga er að í núverandi ríkisstjóm og þeirri síðustu hafa setið Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur og í félagi ráðið því sem þeir vildu. í kjaramálum hefur þessi þróun haft alvarlegar afleiðingar. Þær koma fram í því að lægstu laun samkvæmt taxta duga ekki fyrir framfærslu. Þær koma fram í því að launamunur í landinu hefur stóraukist, og er jafnvel orðinn fimmtán- eða sextánfaldur. Og þær koma fram í því að mjög hefur hægt á þeirri jafnréttisþróun sem hafði byr undir vængjum á síðasta áratug, - láglaunahóparnir eru að yfirgnæfandi meirihluta skip- aðir konum. Atburðir síðustu vikna og mánaða hafa opnað augu margra fyrir því að staða hinnar faglegu hreyfingar launamanna er of veik til þess að henni sé einni ætlandi að knýja fram úrbætur í kjarasamningum þarsem sameinaðir atvinnurekendur og óvin- veitt ríkisvald standa hlið við hlið. Þessvegna hafa menn í vaxandi mæli beint athygli að þeim úrbótum sem hægt væri að koma við á pólitískum vettvangi. Rætt hefur verið um að lögbinda sérstaklega lægstu laun, - þá kröfu setti Kvennalistinn til dæmis fram í stjórnarmyndunarvið- ræðum síðasta sumar - aðrir hafa viljað beita tryggingakerfinu í þessa veru, til dæmis Borgaraflokkurinn. Þótt Alþýðuflokkurinn eigi nú þrjá menn í ríkisstjórn hefur þess ekki orðið vart að hann hafi uppi neinar tillögur í þessum efnum. Undir stjórn eins ráðherra flokksins hefur skattakerfinu meira að segja verið hnikað þannig til að hátekjumenn sleppa betur en áður meðan nauðsynjar eru sérstaklega skattlagðar. Og hefði einhvem tíma þótt saga til næsta bæjar að Alþýðu- flokkurinn beitti sér fyrir hvorutveggja í senn, að leggja skatt á mat og útrýma tekjuþrepum í skattstiganum. Þingmenn Alþýðubandalagsins hafa nú lagt fram á þingi tillögu um launastefnu sem bæði tekur til lögbundinna sæmi- legra lágmarkslauna, launajöfnunar í landinu og jafnréttis kynja í kjaramálum. í tillógunni er einnig gert ráð fyrir að menn taki saman á um að stytta vinnutíma, bæta dagvistar- og húsnæðismál, auka öryggi á vinnustað og efla starfsmenntun, sem allt eru mikilvæg kjaramál í hinum víðari skilningi. Alþýðubandalagið hefur með þessu mótað skýr svör við helstu vandamálum dagsins, og verður fróðlegt að fylgjast með viðbrögðum. Nú, þegar verkföll virðast á næsta leiti, er ástæða til að taka undir þau orð flutningsmanna að forsenda friðar á vinnumark- aði er ekki að launamenn láti af kröfum sínum um mannsæmandi laun, einsog nú er reynt að tyggja ofaní menn, heldur þvert á móti gerbreytt stefna í launamálum. „Sú launa- stefna sem gerir fáeina íhaldssama stjórnmálamenn, efna- hagsráðunauta þeirra og verslunar- og stóratvinnurekenda- auðvald ánægða, en allan þorra vinnandi fólks óánægðan, fær ekki staðist í lýðræðisþjóðfélagi nema tímabundið, og þá með sífelldum ófriði." Þjóðviljinn í nýjum ham Þjóðviljinn kemur í dag út í nýjum ham, þótt sem fyrr séu undnirsaman þeir þræðirsem gert hafa Þjóðviljann að Þjóðvilj- anum í rúma hálfa öld. Breyttar áherslur í efnistökum og útliti næstu daga og vikur hafa auðvitað þann tilgang að gera gott betra. Þjóðviljinn ætlar sér að sækja fram, auka útbreiðslu sína og áhrif, meðal annars með markvissum fréttaflutningi á nýjum fjölmiðlunartímum, með bættum og hentugri búningi, og ekki síður með aukinni áherslu á sérstöðu blaðsins í hérlendri fjöl- miðlaflóru, annarsvegar sem sjónauka að einstökum tíðindum og ákveðnum samfélagssviðum, hinsvegar sem umfjöllunar- og umræðuvettvangi fyrir hina fjölmennu hreyfingu íslenskra vinstrimanna sem í senn er orsök Þjóðviljans og afleiðing. Þjóðviljinn treystir lesendum sínum til að segja einsog áður gerstan kost og löst en vonar að nýsköpun blaðsins verði vel tekið. -m Hve margir hlusta? Af sakið að ég er til Félagsvísindastofnun hef- ur gert nýja könnun um hylli útvarpsstöðva og sjónvarps- rása hjá landsmönnum. Niðurstöðurnar eru frétta- efni eins og vonlegt er: Stjarnan hefur meiri hlustun en Bylgjan, meira en heim- ingur þjóðarinnar horfir á Hemma Gunn og þætti Óm- ars Ragnarssonar. Og þegar spurt er, þá eru oddvitar allra stöðva annaðhvort ánægðir eða tiltölulega ánægðir eða bjartsýnir, þó núværi. Klippari veit náttúrlega ekki hvernig spurningar og svör í slíkri könnun líta út í smáatriðum, en okkur er sagt að hún hafi verið mjög ítarleg og að hægt sé að ganga að niðurstöðum eftir aldurshópum, kynjum og starfsstéttum. En hitt er svo lakara, að hvort sem við sjáum fréttir af könnun þessari í sj ónvarpi, eða les- umumhanat.d. íMorgun- blaðinu, þá eru allar áhersl- ur sem síast til okkar á magninusjálfu. Ogþaðer dálítið varhugavert. Hvað þýða tölurnar? í fyrsta lagi þá veit maður fjandakornið ekki hvað maður hefur í höndunum þegar prósenturnar eru að okkur réttar. Til dæmis var í Morgunblaðinu í gær birt yfirlit úr könnuninni sem sýnir „hlutfall þeirra sem stilla einhverntíma á hverja stöð" á tilteknum degi. Prósenturnar eru talsvert háar: 43% hjá Rás eitt, 28 % hjá Rás tvö, 20% hjáBylgj- unni, 24% hjáStjörnunni. En hugsa þeir sem slíkt sjá nokkru sinni um það, hvað er á bak við þetta? Næst svo hátt hlutfall með því einu að menn heyra hádegisfréttir meðan þeir eru að gleypa í sig matinn - og svo með því að yngri kynslóðin kveikir á popprás eftir að hún kemur heim úr vinnu eða skóla? Hlustendakannanir áttu sér stað áður en útvarps- stöðvumfjölgaði. Ogokkur rekur minni til þess, að þá þegar hafi prósentuleikur- inn með vinsælustu þætti skapað heldur leiðinlegar áhersluríumræðuna. Það var eins og þeir sem stóðu að dagskrárefni sem fór niður fyrir tíu prósenta hlustun eða svo væru sekir um eitthvað. Eins og þeir þyrftu að afsaka sína tilveru og réttlæta hana með útsmog- inni og kannski langsóttri rökvísi. f prósentuhasarnum höfðu menn þá strax gleymt því, að það hefur alltaf verið erfitt að búa til „eitthvað fyrir alla" og að sú viðleitni verður fyrirfram vonlausari eftir því sem samfélagið ger- istflóknara. Menngleymdu því líka, að fimm prósent þjóðarinnar - að maður tali ekki um tíu prósent - ef drjúgur hópur. Ef við gisk- um á að landsmenn á aldrin- um fimmtán ára til sjötugs (en umrædd könnun nær til þessa hóps) séu ca. 180 þús- undir, þá eru það hvorki meira né minna en níu þús- undir manna sem hafa hlust- að á útvarpsefni sem skilar 5% hlustuníkönnun. Og mér er spurn: er nokkur ástæða til að afsaka það að búið sé til útvarpsefni fyrir slfkan hóp? Vitanlega ekki. Ekki einu sinni þótt hlustun fari í segjum tvö prósent (5400manns). Líka vegna þess að hlust- un er ekki sama og hlustun, tímamorð er ekki það sama og ástríðumorð. Það er að segja: eitt er að hafa létta músík í gangi á vinnustað eða sem undirspil við ein- hverja aðra iðju - allt annað að setj ast við sitt tæki og hlusta rækilega - til dæmis á kappræðu um framfarahug- takið, leikrit eða fiðlukons- ert. Gegn ritskoðun Ekki svo að skilja: vitan- lega verða að f ara fram fjöl- miðlakannanir. En sem fyrr segir: það er eins gott að menn hafi það jafnan í huga, hvaða upplýsingar þær gefa ogumhvaðþærþegja. Og það er sérstök ástæða til að vara við því að fjöhniðla- kannanir verði ráðandi afl í dagskrárgerð - með því að auglýsendur f ari í vaxandi mæli að elta vinsældarþætt- ina en forðast hina. Við vit- um að í Bandaríkjunum (en við erum stöðugt á leiðinni þangað sem fjöímiðlanot- endur) hefur prósentureikn- ingurinn breyst í öfluga rit- skoðun sem útrýmir fyrir- fram efni af margvíslegasta tagi samkvæmt því merki- lega lögmáli, að meira fram- boð þýðir minni fjölbreytni í lj ósvakaheiminum. Það er haft eftir Markúsi Erni útvarpsstjóra um marg- nefnda könnun að „vin- sældalistar af þessu tagi verða þó engan veginn alfar- ið látnir ráða ferðinni í dag- skrármálum sjónvarpsins". Pó ekki væri. Skoðum líka þettahér: Tveirþættir, blanda Hemma Gunn og spurningakeppni Ómars Ragnarssonar, eru vinsæl- ustu þættir í sjónvarpi um þessar mundir - á þá horfir drjúgum meira en helming- ur þjóðarinnar. Við skulum hvorki lofa þá né lasta (get- um þó ekki stillt okkur um að senda hagyrðingum þakkarkveðjur fyrir þeirra hnyttna framlag til spurn- ingaþáttanna). En hitt er víst, að þótt menn létu vins- ældalistann ráða og ákvæðu til dæmis að búa til tvo skylda þætti í viðbót, og jafnvel að hinir nýju þættir ættu sér engu síður hljóm- grunn en þeir tveir sem fyrir voru, þá er það líka víst, að áhorfendatölur mundu ekki komast í sömu hæðir og hj á Ómari og Hemma. Líklega mundu þær síga hjá öllum - vegna þess að hámarksvin- sældaformúlurnar eru fáar, og ef margir reyna að troða sér í þær þá tekur leiðinn og áhugaleysið fljótlega við. ÁB þJÓÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandl: Útgáfufélag Þjóðvilians. Ritstjórar: Árni Bergmann, MöröurÁrnason, ÖtíarProppó. Fróttast|órl: Lúövík Geirsson. Blaðamenn: Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Ingibjörg Hinriksdóttir (íþr.), HjörieifurSveinbjörnsson, KristóferSvavarsson, Magnfriður Júliusdóttir, Magnús H. Gíslason, Lilja Gunnarsdóttir, Olafur Gíslasön, Ragnar Karlsson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, Stefán Stefánsson (íþr.j, SævarGuðbjörnsson.TómasTómasson. Handrlta- og prófarkalestur: Elias Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlltstolknaror: GarðarSigvaldason, Margrél Magnúsdbllir. FramkvæmdBst|ór i: Hallur PállJónsson. Skrlfstofustfóri:JðhannesHarðarson. Skrifstofo: Guðrún Guðvarðardótlir, Kristín Pétursdóttir. Auglýslngast|órl:SigriðurHannaSigurbj6rnsdóttir. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, OlgaClausen, UnnurÁ- gustsdóttir. Símavorsla: Hanna Ólafsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Bllotjórl: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbroiöslu- og atgreiðslustjóri: Björn Ingi Rafnsson. Afgrelftsla:HallaPálsdóttir,HrefnaMagnúsdóttir. Innhelmtumenn: Brynjólfur Vilhjálmssön, Ólafur Björnsson. Útkeyrsla, afgrelðsla, rltstjórn: SioumúlaG, Reykjavfk,sími681333. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setnlng: Prentsmiðja Þjððviljans hf. Prsntun: Blaðaprent hf. Ver6flausasölu:60kr. Helgarblðð:70kr. Áskriftarverð á mánuil: 700 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Fimmtudagur 17. mars 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.