Þjóðviljinn - 17.03.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 17.03.1988, Blaðsíða 5
A DAGSKRA Húsnœðismálin Uppskurður undirbúinn Hagfrœðinganefnd skilar afsér tillögum um upp- skurð á húsnœðislánakerfinufyrir helgi. Verka- lýðshreyfingin sniðgengin við úttektáhúsnœðis- lánakerfinu sem samtök launafólks eiga mestan þáttí Verður komið alveg nýtt kerfi þegar röðin kemur að mér? Hagfræðinganefndin, undir forystu Kjartans Jóhannssonar, alþingismanns, mun skila af sér skýrslu sinni um ástandið í al- menna húsnæðislánakerfinu til félagsmálaráðherra nú fyrir helgi. í framhaldi af því mun ráðherrann dreifa skýrslunni til formanna allra þingflokkanna og aðila vinnumarkaðarins. Það var fyrir rúmum mánuði að Jóhanna Sigurðardóttir skipaði fimm manna nefnd undir forystu Kjartans, til að fara yfir almenna lánakerfið og koma með tillögur til úrbóta. Nefndarskipan þessi fór afar hljótt og hefur gengið erfiðlega að fá uppgefið hverjir skipa nefndina. Þeir sem skipa þessa nefnd eru auk Kjart- ans, Hallgrímur Snorrason, hag- fræðingur og Hagstofustjóri, Ing- vi Örn Kristinsson, hagfræðingur Seðlabankans, Ólafur Davíðs- son, hagfræðingur og fram- kvæmdastjóri Félags íslenskra iðnrekenda og Gunnlaugur Sig- mundsson, hagfræðingur og framkvæmdastjóri Þróunarfélags íslands. Þeim til aðstoðar er svo Ingi Valur Jóhannsson, starfs- maður félagsmálaráðuneytisins. Verkalýðs- hreyfingin sniðgengin Það vekur athygli þegar þetta hagfræðingatal er skoðað að eng- inn er kallaður til frá verkalýðs- hreyfingunni, en einsog lesendur vita er nýja húsnæðislánakerfið að stærstum hluta upprunnið hjá verkalýðshreyfingunni. „Þessi nefndarskipan félags- málaráðherra er afar óvenjuleg," sagði Grétar Þorsteinsson, full- trúi Alþýðusambandsins í húsn- æðismálastjórn. Hann sagði að hingað til hefði ekki verið staðið svona að verkum heldur hefði verið haft samráð við alla aðila málsins. Grétar sagði að enn hefði ekk- ert verið ákveðið um viðbrögð hreyfingarinnar við þessu, enda hefði þessi nefndarskipun farið mjög hljótt þannig að menn hefðu varla áttað sig á þessu enn. > „Einhverra hluta vegna hefur enginn vitað af þessu fyrr en þessi mál ber á góma á Alþingi nú í vikunni." Ari Skúlason, hagfræðingur Alþýðusambandsins, var ekki skipaður í nefndina, þó hagfræð- ingur sé. Taldi hann mjög ein- kennilega að þessum málum staðið, þar sem hann hefði ekkert heyrt um þessi mál. „Við erum með menn sem eru sérfræðingar í húsnæðismálum, þó þeir séu ekki fræðingar," sagði Ari og taldi að þó ekki væri nema prinsipsins vegna, þá hefðí verkalýðshreyf- ingin átt rétt á að fá að fylgjast með störfum nefndarinnar. Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans munu menn innan ASÍ fjalla um þessi mál öðru hvoru megin við helgina, bæði hvað nefndarskipanina varðar o; frumdrög skýrslunnar, ef AS hefur fengið eintak af henni. Húsnæðisstofnun er einnig sniðgengin við skipan í nefndina. „Þetta hefur ekki verið rætt í húsnæðismálastjórn," sagði Rannveig Guðmundsdóttir, for- maður stjórnarinnar. Hún sagð- ist þó treysta félagsmálaráðherra mjög vel til þess að taka á þessum málum og sagðist sannfærð um að ráðherrann muni í framhaldi af skýrslunni hafa samráð við alla aðila málsins, meira vildi hún ekki segja um málið. Innri fjármögnun aukist Auk þess að skoða núverandi kerfi er nefndinni ætlað að koma með tillögur til úrbóta. Ein af til- lögunum er að „lappa upp á" nú- verandi kerfi, einsog formaður nefndarinnar sagði í Þjóðviljan- um í gær, en auk þess mun nefnd- in leggja fram tvær tillögur um nýtt húsnæðiskerfi. önnur tillagan byggist upp á því að auka innri fjármögnun kerfisins og draga jafnframt úr lánum til kaupa á gömlu húsnæði. Hlutur G-lánanna þykir hafa aukist óeðlilega mikið með nú- verandi kerfi, og eru þau nú mjög stór þáttur í húsnæðislánakerfinu eftir kerfisbreytinguna 1986. Hagfræðingarnir telja að eina raunverulega þörfin fyrir nýtt fjármagn í húsnæðiskerfinu sé til nýbygginga og með því að draga úr útborgunarhlutfallinu og lengja greiðslutíma eftirstöðv- anna á kaupum á notuðu íbúðar- húsnæði megi auka innri fjár- mögnun kerfisins. Ekki mun þó hugmyndin að skylda fasteigna- sala með lögum til þess að lækka útborgunarhlutf allið. Hringlandaháttur „Það er alltof fljótt að fella dóma um húsnæðiskerfið nú," sagði Grétar Þorsteinsson. Sagði hann að með nýja kerfinu hefðu orðið verulegar breytingar til hins góða frá fyrra kerfi. „Kerfið verður að fá sinn reynslutíma. Það er fyrst eftir þrjú til fimm ár sem hægt er að dæma um árang- urinn." Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans hallast hagfræðingarnir frekar að því að húsnæðiskerfið sé skorið upp, en að smávægi- legar breytingar verði gerðar á núverandi kerfi. Jóhanna Sigurð- ardóttir hélt því hinsvegar fram í umræðum á þingi nú í vikunni að nýtt húsnæðisfrumvarp myndi tæpast líta dagsins ljós á þessu vori, þar sem þetta mál væri það viðamikið og hafa þyrfti samráð við mjög marga aðila. Segjum að nýtt húsnæðisfrum- varp verði samþykkt á næsta þingi, þá er nokkuð lj óst að þegar verður búið að ráðstafa öilu fjár- magni Byggingarsjóðs ríkisins fyrir það árið og líkast til töluvert fram á árið 1990. Nýtt húsnæðis- lánakerfi kæmist því tæpast í gagnið fyrr en undir lok ráðherr- atíma Jóhönnu Sigurðardóttur, sitji ríkisstjórnin út kjörtímabil- ið. Nýr félagsmálaráðherra verð- ur því að prufukeyra nýja kerfið. „Allur þessi hringlandaháttur með löggjöfina er mjög slæmur," sagði GrétarÞorsteinsson. „Þess- ar sífelldu breytingar eru mjög slæmar fyrir almenning og skapa mikið óöryggi, bæði hjá einstakl- ingnum og á húsnæðismarkaðin- um." _sáf VIÐHORF Nató og vamarmálaruglið Árni Björnsson skrifar Þrálátar umræður hafa spunn- ist f Þjóðviljanum síðustu vikur varðandi Nató og svokölluð varn- armál. Tilefnið var einna fyrst sú spurning, hvort fulltrúar Alþýðu- bandalagsins ættu að taka þátt í fundum og boðsferðum á vegum Nató ásamt misjöfnum áherslum formanna flokks og þingflokks í þvf efni. Síðan hafa æ fleiri lagt orð í belg. Þðrf er á að gegnum- lýsa sum þeirra orða. Fljótiega heyrðist það viðhorf að Allaballar ættu ekki að vera „hræddir" við að hitta Natómenn og spjalla við þá. Þetta var ófróð- lega sagt. Þá 3-4 áratugi, sem ég þekki til, hefur enginn íslenskur sósíalisti verið „hræddur" við að eiga orðastað við Natógaura, ef færi gafst. Það gafst á hinn bóginn fremur sjaldan, enda bættur skaðinn. Aðalspurningin er nefnilega sú, hvað maður hafi yfirleitt við þetta fólk að tala fremur en t.d. sovéska herforingja. Detti ein- hverjum í hug, að hann geti snúið huga þessara vélmenna með mælsku, rökum og persónut- öfrum, þá veit sá hinn sami ekki, hvern hann hittir þar. Starfsmenn Nató, hversu hátt settir sem þeir eru, ráða nefnilega ekki ferðum eða gerðum banda- lagsins. Þeir eru snjallir fagmenn hver á sínu sviði alla leið upp í yfirhershöfðingja. Hlutverk þeirra er einkum að útmála hern- aðarógnina frá eftirlætisandstæð- ingnum og réttlæta þannig aukna og breytilega hergagnafram- leiðslu ásamt uppsetningu þeirra um víða veröld, þar sem því verð- ur við komið. Sennilega trúa þeir sjálfir rökum sínum jafneinlæg- lega og Björn Bjarnason á Mogga. Það getur svo sem verið forvitnilegt fyrir blað eins og Þjóðviljann að láta fréttamann hlusta á útlistanir þeirra og varpa fram spurningum. En jafnvel þótt forystumanni í Alþýðu- bandalaginu tækist að sýna ein- hverjum af þessum peðum fram á rökleysu í málflutningi, þá skipti það engu máli. Þau ráða engu. Þeir sem ráða ferðinni eru framleiðendur og verktakar í alls konar hervæðingu frá risaeld- flaugum niður i smæstu tölvu- hluta. Þeir hafa sterk tök á ríkis- stjórnum allra Natólanda. Heimsveltan í vígbúnaðinum er sem kunnugt er ekki minni en milljón dollarar á mínútu. Þareru því margfalt meiri hagsmunir í húfi en í nokkurri annarri atvinnugrein í veröldinni, og eigendur fyrirtækjanna láta að sjálfsögðu fátt ósparað til að halda henni gangandi. Ofvöxtur byrjaði fyrir alvöru að hlaupa í hergagnaframleiðslu í Þýskalandi á dögum nasista og síðan einkum í Bandaríkjunum á stríðsárunum. Skattgreiðendur borguðu vitaskuld brúsann, því að rfkið keypti hergögnin af verksmiðjunum. Að stríði loknu var í fyrstu allt útlit fyrir að þessi risafyrirtæki yrðu verkefnalaus, og það var auðvitað skelfileg til- hugsun fyrir eigendur þeirra. Þá var kalda stríðinu hleypt af stað og sömu fyrirtæki kepptust við að dæla peningum í kosningasjóði og skipuleggja áróður til að búa til ríkisstjórnir og forseta, sem gætu prédikað nauðsyn aukinnar hervæðingar á nógu áhrifamikinn hátt. Hættan af Rússum var í rauninni aldrei annað en yfirskin, því Bandaríkin höfðu allar götur frá stríðslokum ótvíræða hernað- aryfirburði. Á hinn bóginn var ýmiskonar viðurstyggilegt fram- ferði Sovétstjórnarinnar heima fyrir og í leppríkjunum eins og himnasending handa kokkum kalda stríðsins. Hergagnaframleiðendur eru löngu hættir að stefna að stór- Frakkland og Svíþjóð. Hér á ís- landi erum það reyndar ekki við sjálf, heldur bandarískir skatt- greiðendur, sem tryggja gróða Aðalverktaka og annarra smærri. Það er meginástæða þess, að stjórnmálaflokkar verktakanna þurfa að hafa hér herlið og sí- aukin umsvif með ratsjárstöðv- um, höfnum og flugvöllum upp um fjöll og út um nes, hverju svo „Þeir sem ráðaferðinni eru framleiðendur og verktakar í alls konar hervœðingu frá risaeldflaugum niður í smœstu tölvuhluta. Þeir hafa sterk tök á ríkisstjórn- um allra Natólanda. Heimsveltan í vígbúnaðin- um er sem kunnugt er ekki minni en miljón dollarar á mínútu..." styrjöld. Hún er orðin þeim sjálf- um ol hættuleg. Óskastaða þeirra er a<> framleiða margvíslegan herbt nað í gríð og ergi með tilvís- un í aukinn vígbúnað Sovétríkj- anna og láta síðan jafnt og þétt dæma hann úreltan og ófullnægj- andi, svo að sífelldrar endurnýj- unar þurfi við. Öll „herfræði" nú á dögum er lítið annað en hrika- leg sviðsetning, sem hefur þann tilgang að æra skattborgara heimsins til að samþykkja auknar fjárveitingar til vígbúnaðar. Þótt þetta sjónarspil sé greini- legast í Bandaríkjunum, birtist það f ýmsum myndum í flestum löndum heims. Nærtæk dæmi eru sem hjartahreinir Natósinnar kunna að trúa. Það er löngu kominn tími til að vinstri menn átti sig að minnsta kosti á þessu stafrófskveri. Það er jafnmikil nauðsyn og að gera sér ljóst að „stjórnmál" eru í eðli sínu ekki annað en barátta stétta og hópa um skiptingu þjóðartekna. Sú barátta birtist reyndar í ótal myndum, en allir ismar og kenn- ingar eru ekki annað en yft'r- borðsflúr á þessu grundvallaratr- iði. Þess vegna er hlálegt að sjá Ólaf Gíslason og aðra vinstri menn hafa áhyggjur af „tóma- rúmi" ef herinn færi. Það yrði að vísu mikið tómarúm fyrir Aðal- verktaka og nokkra aðra, en það er líka allt og sumt. Vigfús Geir- dal benti réttilega á það hér í blaðinu 11. mars, að því færi fjarri að ráðamenn Nató ætluðu að draga úr kjarnorkuvígbúnaði í heild, þótt í stöðunni hefði ekki verið komist hjá millispili Reag- ans og Gorba varðandi meðal- drægu eldflaugarnar. Það væri enda á móti lögmálum fram- leiðslunnar. Vigfús er hinsvegar orðinn svo flæktur í herfræðina eins og fleiri, að hann virðist taka jafnmikið mark á tölvuleiknum um beitingu einstakra vopnateg- unda og sjálfir Nató- leikstjórarnir, sem eru allt aðrir en þeir sem fjármagna leikinn. Eftir þetta allt mætti spyrja: Ef svona lítil hætta er á, að stórveld- in stefni að stórstyrjöld, er þá ekki óþarfi að berjast gegn her- setu og vígbúnaði? Svarið er af- dráttarlaust neitandi af mörgum ástæðum en þessar skulu nefnd- ar. 1) Tölvur og stjórnendur þeirra geta brjálast og óvart hleypt sjálfvirkri kjarnorkustyrj- öld af stað. 2) Fyrir milljón dollara á mín- útu, sem nú fara til vígbúnaðar, mætti á skömmum tíma gera jörðina að sælureit fyrir mannkynið. 3) Tilgangur fastahers er frá alda öðli sá að tryggja óréttláta skiptingu þjóðartekna. 4) Bandaríski herinn á íslandi er bæði þarflaus og til óþurftar. Árni Björnsson er fræðimaður á Þjóðminjasafninu og hefur lengi stað- ið framarlega f baráttu gegn her ( landi. Fimmtudagur 17. mars 1988 þjóDVILJINN - SÍDA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.