Þjóðviljinn - 17.03.1988, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 17.03.1988, Qupperneq 6
MINNING Kristín Jenný Jakobsdóttir Fœdd 14.4. 1931 - Dáin 7.3. 1988 Við póstmenn á íslandi eigum nú á bak að sjá einum okkar besta félaga og forystumanni, sem er JCristín Jenný Jakobsdóttir, en hún lést á heimili sínu þann 7. mars síðastliðinn, eftir hetjulega baráttu við skæðan sjúkdóm. Jenný hóf störf á Póststofunni í Reykjavík árið 1966 og starfaði þar til dauðadags, fyrst sem póst- afgreiðslumaður, en síðan sem fulltrúi. Jenný lét snemma til sín taka í félagsmálum póstmanna og voru fræðslumál þeirra henni einkar hugleikin og flutti hún erindi og skrifaði greinar um þau málefni, einnig sat hún í skólanefnd Póst- og símaskólans. Jenný sat í stjórn Póst- mannafélags íslands samfellt frá -FLOAMARKAÐURINN Saab 900 til sölu. Mjög góður bíll. Uppl. í símum 91-72896 og 71858 e.kl. 18 í kvöld og næstu kvöld. Óska eftir aö kaupa litasjónvarp og hluti í „Hearts and flowers" bollastell. Á sama stað er til sölu Daihatsu Charade árg. '80. Upplýsingar í síma 22026. Salerni gefins Salerni með sambyggðum vatns- kassa fæst gefins. Upplýsingar í síma 30989. AEG eldavélahelluborð með 4 hellum og lausu mælaborði og klukku á kr. 10.000. Upplýsingar í síma 50579 eftir kl. 18.00. Selfoss - Reykjavík húsnæðisskipti Óskum eftir góðri 4-5 herbergja íbúð í Reykjavík í leiguskiptum fyrir stórt og gott einbýlishús á fallegum stað á Selfossi. Helst frá mánaöa- mótum maí-júní. Þeir sem hafa ahuga vinsamlegast sendi inn upp- lýsingar á augld. Þjóðviljans sem allra fyrst merkt „Makaskipti Sel- foss - Reykjavík". Til sölu IKEA skápur með glerhurðum á kr. 4.000, eldhúsljós á kr. 800, English electric tauþurrkari á kr. 8.000, kringlótt eldhúsborð á stálfæti (harðplast viðarlíkisplata), mjög fal- legt ullargólfteppi, stærð 3 m x3,20 m, ca. 20.000. Upplýsingar í síma 685239 eftirkl. 16.00. 3 hausa Marants 5030 kassettutæki 7 ára, á kr. 6.000. Ný tæki kosta 60-70.000. Vel með farið og lítið notað. Sími 21784. Sófaborð Sófaborð, dökkt 1,30x80 og horn- borð 70x70. Verð 3.500. Upplýs- ingar í síma 687164 eftir kl. 14.00. Píanó til leigu Gott og fallegt píanó til leigu í um- saminn tíma. Upplýsingar í sama 622154 ákvöldin. Til sölu rússnesk haglabyssa, 12 cal, eins skota ásamt 60 skotum og fjár- byssa PAV 70,22 cal, eins skota. Sími 74624. Til Sölu vel með farinn svefnstóll, sem nýr, og skrifborð (vélritunarborð). Upp- lýsingar í síma 18648. Vantar vinnustofu iðnaðarhúsnæði eða jafnvel hús- næði fyrir utan bæinn, t.d. sumar- bústað. Flest kemur til greina. Upp- lýsingar í síma 26754 á kvöldin. Til sölu ' Blomberg, tvískiptur ísskápur, hæð 1,85, 11/2 árs gamall, litur dökk- grænn. Mjög vel með farinn. Nýr kostar 55.000, selst á 35.000. Upp- lýsingar í síma 79319. Til sölu VW1200 (bjalla), árg. '72. Gangfær en ekki á skrá. Ýmsir varahlutir fylgja. Sanngjarnt verð. Upplýs- ingasími 93-51357 á kvöldin. Tvær systur óska eftir 3ja herbergja íbúð frá 1. júní. Helst í Kópavogi. Upplýsingar í síma 44274. Vill einhver eignast sófaborð, eldhúsborð og kommóðu fyrir lítið? Upplýsingar í síma 681748 eftirkl. 20.00. Páfagaukur fæst gefins. Upplýsingar í síma 53972. Gamalt gólfteppi til sölu mjög ódýrt. Upplýsingar í síma 72377. Ýmislegt til sölu Cortina 1600 station árg. '76, skoð- aður '88, Lada 1500 árg. 77 og tveir Austin Mini 1100 árg. 78 sem seljast til niðurrifs eða uppgerðar. Sömuleiðis sófasett 3+2+1. Verð kr. 5.000, Marantz hljómtækjasam- stæða, gulllínan, Zanussi ísskápur, sófaborð úr furu, smáborð úr tekki, hjónarum án dýna og olíumálverk eftir Selmu P. Jónsdóttur, myndefni Eyjafjallajökull. Upplýsingar í síma 45196. Páfagaukar Óska eftir Róshöfða dvergpáfa- gauk (karli). Sími 24193. Bíll til sölu Glæsileg Toyota Carina II. árg. 1987 til sölu, ekin aðeins 12500 km, sjálfskiptur með fótgír, sílsalistar, útvarp og segulband. Bein sala 570-580 þús. Skuldabréf athug- andi. Uppl. s. 92-13354 og 92- 15488. Björn Víkingur Skúlason. Vantar þig aukatekjur? Ef svo er hafðu samband, því við viljum ráða fólk í áskrifendasöfnun fyrir ört vaxandi tímarit. Kvöld- og helgarvinna næstu vikurnar. Nánari uppl. í síma 621880. Fréttatímaritið Þjóðlíf. Atvínna óskast Stúlka á 19. ári óskar eftir atvinnu. Ýmislegt kemur til greina. Er vön afgreiðslustörfum. Góð laun saka ekki. Tilboð óskast send auglýs- ingadeild Þjóðviljans merkt: „Dug- leg 18". Handunnar rússneskar tehettur og mátrúskur (babúskur) í miklu úr- vali. Póstkröfuþjónusta. Uppl. í síma 19239. Barnagull Dreymir þig um gamaldags leikföng úr tré? Hef til sölu dúkkurúm, brúð- uvagna og leikfangabíla. Póstsend- ingaþjónusta. Auður Oddgelrs- dóttir, húsgagnasmiður, sími 99- 4424. íbúð! Hjón sem eru fullkomlega reglusöm og eiga 2 börn vantar 3—4ra herb. íbúð í vesturbænum strax. Þau geta lagt fram 100.000 kr. fyrirfram ef nauðsyn krefur. Vinsamlegast hringið í síma 21799 eða 14793. Barmmerki Tökum að okkur að búa til barm- merki með stuttum fyrirvara. Uppl. í síma 621083 milli kl. 8 og 10 á kvöldin. Húsnæði Óskum eftir að taka á leigu ódýrt húsnæði nálægt miðbænum fyrir skrifstofu. Þarf helst að snúa út að götu. Má þarfnast lagfæringar. Uppl. ísíma 621083 mil/i kl. 8og 10 á kvöldin. Til sölu hvít körfuhúsgögn, 3 stólar, körfu- kista, „Klint" ullargólfteppi og gall- erí plaköt t.d. Georgia Okeefe. Uppl. á daginn í síma 18048 eftir kl. 18 ísíma 11957. Húsnæði vantar undir reiðhjólaverkstæði, helst í alfaraleið. Uppl. í síma 621309 á kvöldin. 1980, fyrst sem ritari og síðan for- maður síðasta kjörtímabil. í formannsstarfinu nutu pers- ónueiginleikar Jennýjar sín til fulls, hreinskilni, samviskusemi, rík réttlætiskennd og síðast, en ekki síst, framúrskarandi háttvísi í allri framgöngu sem öfluðu henni vinsemdar og virðingar í ströngum samningaviðræðum jafnt og í samskiptum við félaga okkar á hinum Norðurlöndun- um. í hlut Jennýjar kom að stýra samninganefnd Póstmannafélags íslands í fyrstu sjálfstæðu samn- ingunum sem Póstmannafélag fs- lands gerði við ríkisvaldið skv. nýju samningsréttarlögunum og gat sáttasemjari ríkisins þess við undirritun samningsins að sjald- an hefði hann kynnst jafn sam- hentum og glaðværum hópi og samninganefnd Póstmannafélags íslands, þrátt fyrir ýmiss konar mótlæti og vonbrigði, sem alltaf fylgja harðri samningagerð, en það var einmitt einn af eðlisþá- tum Jennýjar að skapa andrúms- loft léttleika og bjartsýni í kring- um sig. Annað stórt verkefni sem Jenný leysti af hendi í sinni for- mannstíð var fyrirsvar fyrir ís- lensku undirbúningsnefndina fyrir Norræna póstmótið, sem haldið var í fyrsta skipti hér á landi vorið 1987, en til þess móts komu á annað hundrað gestir frá hinum Norðurlöndunum og var til þess tekið hversu hún skilaði sínu hlutverki þar með miklum glæsibrag. Ég, sem þetta rita, eignaðist góðan vin og félaga þar sem Jenný var og bar aldrei skugga á okkar samstarf í stjórn Póst- mannafélagsins og allt til hins síð- asta áttum við löng samtöl í síma um hin ýmsu úrlausnarverkefni sem upp koma í stjórn eins stétt- arfélags og hafði ég mikinn styrk af hennar skýru dómgreind og miklu reynslu og sakna ég sann- arlega vinar í stað. Eftirlifandi eiginmanni, Gunnari Á. Ing- yarssyni, og fjölskyldu votta ég innilegustu samúð mína og félaga minna í Póstmannafélagi íslands við þeirra mikla missi. Blessuð sé minning hennar. Fyrir hönd Póstmannafélags íslands, Torfi Þorsteinsson Þórður Loflsson Frá Bokka Fœddur31.5. 1906-Dáinn 10.3. 1988 Ekki kom það mér beint á óvart er ég heyrði í útvarpinu að Þórður vinur minn frá Bakka f Austur-Landeyjum, væri allur. Ég kom til hans í fyrravetur í íbúð hans í Hátúni 10. Var þá mjög af honum dregið. Hniginn er í va- linn aldraður maður, þrotinn að heilsu og kröftum. Er þá ekki hvfldin kærkomin? Þórður fæddist að Bakka í Austur-Landeyjum hinn 31. maí árið 1906. Ný öld var nýlega haf- in, vorhugur var í þjóðinni. Var sem þjóðin væri að vakna af alda- löngum svefni. Foreldrar Þórðar bjuggu lengi að Bakka, en þau voru Loftur Þórðarson og Krístín Sigurðar- dóttir, ljósmóðir um langa hríð í sveit sinni. Þórður ólst upp í stór- um systkinahópi. Hann fór að vinna ungur heima við búskapinn og var foreldrum sínum stoð og stytta allt til þess tíma að hann fluttist að Hellu ásamt þeim. Þar dvöldu gömlu hjónin hjá Þórði og Birni, sonum sínum, til dauða- dags. Loftur lést 22. nóvember 1954, en Kristín dó 7. maí 1957. Hann varð 87 ára, en hún tæplega 83 ára. Skelfing er mannsævin í raun og veru stutt og starfsárin fá. Þórður leitaði sér menntunar í æsku. Gekk hann á Flensborgar- skólann og lauk þaðan gagn- fræðaprófi árið 1924, 18 ára. Minntist hann oft á skólaveruna við mig er við störfuðum saman um skeið. Hann minntist kennar- anna, ekki síst síra Þorvaldar Jak- obssonar, Bjarna Bjarnasonar, síðar skólastjóra á Laugarvatni, og Sigurðar Guðjónssonar, er oft var nefndur Siggi lærer, en hann kenndi dönsku. Einn af bek- kjarbræðrum Þórðar í Flensborg var Sigurður Ágústsson í Birting- aholti, með þeim yngstu, ef ekki yngstur í þeim hópi. Ekki átti það fyrir Þórði að liggja að ganga langskólaveginn, enda vafalítið illfært þá fyrir bóndason. Hann fór heim og vann á búinu. Eins og kunnugt er hafa margir stundað kennslu barna, þótt þeir hafí ekki aflað sér sérmenntunar til þess starfs, og margir reynst vel á þeim vettvangi. Sá sem kenndi mér Iengst í barnaskóla var gagnfræðingur frá Akureyri, Sigurjón Jóhannsson. Ekki var hann talinn neitt slakur kennari, þótt prófskírteinið frá Kennara- skólanum vantaði. Þórður tók að stunda barna- kennslu í heimasveit sinni er hann var um fertugt. Stundaði hann það starf í tvo vetur. Síðar gerðist hann kennari við barna- skólann á Hellu sem þá var ný- stofnaður. Var hann þar skóla- stjóri þar til réttindamaður í greininni birtist. Þá var Þórði mínum vikið til hliðar. Svo var það haustið 1964 að ég leitaði til Þórðar að gerast almennur kenn- ari við barnaskólann í Þykkvabæ sem ég hafði þá forsjá fyrir. Hann varð vel við bón minni, held jafnvel að honum hafi þótt vænt um traust það er ég bar til hans: að gerast kennari við skóla í ná- grenni við heimili sitt. Kennara- starfið er vandasamt og oft van- þakkað, en það býður upp á fjöl- breytni. Engir tveir dagar í kennslu eru alveg eins. Þórður var orðinn roskinn þegar þetta var, en hafði talsvert vinnuþrek, og meira en búast mátti við. Hann hafði nefnilega tekið lungnaberkla og verið hóggvinn til að hægt væri að komast að meinsemdinni og fjarlægja hana. Verkið vann hinn þjóðkunni skurðlæknir Guðmundur Karl Pétursson. Síðan mátti Þórður heita vinnufær, þar til nokkrum árum fyrir dauða sinn. Hvað má segja um kennslu Þórðar? Hann var samvisku- samur. Fór sínar eigin leiðir. Lagði áherslu á það í reiknings- kennslunni að pota hverjum og einum áfram eftir getu. Töfluna notaði hann í hófi. Sógur sagði hann krökkunum oft, enda var hann vel lesinn. Mesta yndi hans var bóklestur. Ég held nú að kennslan hafi aldrei verið honum neitt kjörfag, en þar var hann trúr, líkt og við önnur störf sem hann lagði hönd að. Þórður stundaði smíðar lengi hjá Kaupfélaginu Þór á Hellu. Hann var hagur í höndum. Faðir hans var smiður góður og átti margt verkfæra til þeirrar iðju. Smíðar kenndi Þórður í skólanum í Þyk- kvabæ, en þar kenndi hann með mér í tvö skólaár. Hjá okkur hjónum var hann í fæði og húsn- æði. Þægilegur maður var Þórður í viðræðu. Þekkti fjölda fólks og var minnugur. Orðaforði hans var nokkuð sérstæður. Lýsingar- orðið drengilegur var í munni hans sterkt. Hann var sjálfur drengur góður, heiðarlegur alveg fram í fingurgóma. Slíkra manna er gott að minnast. Heyrst hefur að þeim fari fækkandi. Er illt, ef satt reynist. Þórður var einhleypur maður fram að fimmtugu. Þá kvæntist hann konu frá Patreksfirði, Matf- hildi Jóhannesdóttur að nafni. Reyndist hún honum mjög hlý og dugleg eiginkona. Eigi varð þeim barna auðið. Matthildur var myndarleg í sjón og alúðleg í framkomu. Frá Hellu fluttust þau til Reykjavíkur og eignuðust notalega íbúð í Hlíðunum. Þar komum við hjónin til þeirra. Þar dundaði Þórður við smíðar í litlu herbergi undir súð og hafði yndi af. Síðast buggu þau Þórður og Matthildur í Hátúni 10. Er útsýni þaðan stórfenglegt. Er þau bjuggu þarna, andaðist Matthild- ur. Eftir það bjó Þórður einn í fbúðinni, sem í raun var orðin of stór. Fá ár urðu á milli þeirra. Þórður verður lagður til hinstu hvfldar við hlið Matthildar í Guf- uneskirkjugarði. Hvíli hann í friði, blessaður karlinn. Minning- in lifir. Þessum fátæklegu kveðju- orðum fylgir einlæg samúðar- kveðja frá okkur hjónum til ætt- ingja hans. Auðunn Bragi Sveinsson 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 17. mars 1988

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.