Þjóðviljinn - 17.03.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 17.03.1988, Blaðsíða 7
FRETTIR Alþýðubandalagið Launamisréttið siðblinda Steingrímur J. Sigfússon og Ólafur Ragnar Grímsson: Beri verkalýðshreyfingin ekkigœfu tilaðsemja ummannsæmandi lágmarkslaun, verður að lögbinda lágmarkslaunþar til um annaðsemstá vinnumarkaði. Launamunur verði mestur fjórfaldur. Fullt launajafnrétti kynjanna verði tryggt Takist verkalýðshreyfíngunni ekki að snúa vörn í sókn í kjar- amálum, teljum við að lögbinda verði lágmarkslaun, þar til um annað semst milli aðila vinnu- markaðarins, sögðu beir Stein- grímur J. Sigfússon þingflokks- formaður og Ólafur Ragnar Grímsson flokksformaður, á fréttamannafundi í gær, þar sem þeir kynntu tillögu þingsflokks Alþýðubandalagsins til þings- ályktunar, sem samin var í sam- vinnu við framkvæmdastjórn flokksins, um nýja launastefnu. í tillögunni er lagt til að alþingi taki af skarið og móti nýja launastefna sem m.a. feli í sér að launamismunur á vinnumarkaði verði ekki meiri en fjórfaldur og ekki meiri en þrefaldur. innan sama vinnustaðar. Lagt er til að, lágmarkslaun hverju sinni taki mið af sérstakri lágmarkslauna- vísitölu, sem grundvölluð verði á þeim útgjöldum sem venjulegt launafólk þarf sér til framfærslu. - Við stöndum núna frammi fyrir stöðvun framleiðslutækj- anna og jafnvel hörðustu stéttaá- tökum um langan tíma. Réttmæt reiði verkafólks varð þess vald- andi að samningar Verkamanna- sambandsins voru felldir víðsveg- ar um landið á dögunum. Það er því ljóst að verkafólk unir ekki lengur því hróplega óréttlæti sem er á vinnumarkaðinum, þar sem launamismunur er allt að 15-20 falldur og sættir sig ekki við þau smánarlaunum sem því er boðið uppá. Steingrímur og Ólafur Ragnar sögðust telja brýnt að alþingi tæki af skarið og mótaði launastefnu sem almenn samstaða gæti náðst um. „Eigi að takast sátt í þjóðfé- laginu um nýja launastefnu til að vinna eftir, hljóta réttlát jöfnun- arsjónarmið að verða hornstein- ar þeirrar stefnu. „Forsenda friðar á vinnumark- aði er því ekki sú að verkafólk láti af réttmætum kröfum sínum um mannsæmandi laun eins og ríkis- stjórn og atvinnurekendur virð- ast halda, heldur þvert á móti að tekin verði upp gerbreytt stefna í launamálum - ný launastefna sem allur almenningur unir við, segir m.a. í greinargerð með til- lögunni og bent er á að sú launastefna sem þorri fólks er óá- nægður með fái ekki staðist til lengdar. Tillagan gerir einnig ráð fyrir að gripið verði til sérstakra ráð- stafana, til þess að stuðla að full- um launajöfnuði milli karla og kvenna og yfirborganir verði felldar inní launataxta. - Það er alveg ljóst að þessa dagana getum við ekki stutt skil- yrðislausa lögbindingu lágmarks- íauna. Við viljum ekki verða til þess að taka fram fyrir hendurnar á verkalýðshreyfingunni með valdboði meðan enn er ósamið við stóran hluta hennar, sagði Steingrímur J. Sigfússon, að- spurður um það hvort ekki hefði verið nærtækara fyrir Alþýðu- bandalagið að styðja við bakið á hugmyndum Kvennalistans um lögbindingu lágmarkslauna. - Við viljum fyrst láta reyna á Ólafur Ragnar Grímsson og Steingrímur Sigfússon kynna tillögu Alþýðubandalagsins til þingsályktunar um nýja launastefnu. Mynd Sig. lýðræðislega baráttu launafólks. Beri hún ekki tilætlaðan árangur, sagði Ólafur Ragnar - Ieggjum við til að lágmarkslaun og há- marks launamismunur verði lög- bundinn. Steingrímur og Ólafur Ragnar sögðu að Alþýðubandalagið vildi 'ekki gefa sér neina ákveðna tölu til viðmiðunar fyrir lögbindingu lágmarkslauna, eins og Kvenna- listinn. - Þetta er ekki gefin upp- hæð, við viljum láta reikna hana út frá sérstakri lágmarkslauna- vísitölu sem miðuð sé við þau út- gjöld sem launafólk þarf til þess að fá séð sér og sínum farborða. - Við teljum ekki nóg að gert með því einu að lögbinda lág- markslaun. Við viljum einnig taka á launamismuninum og því launamisrétti sem konur búa við. Það er ekki nóg að lögbinda lág- markslaunin, það verður einnig að taka á því óréttláta launamis- rétti sem er á vinnumarkaðinum, sögðu þeir Ólafur Ragnar og Steingrímur. -rk Kjarabaráttan Sersamband að fæðast Björn Grétar SveinssonformaðurJökuls: Höfum ákveðið að rœða málið íbotn eftirþessa samningalotu. Liggur trúlega fyrir þegar ASÍ þingið verður haldið í haust Undirbúningur að stofnun sér- sambands fískvinnslufólks er kominn lengra á veg en margur ætlar og er talið nær víst að af stofnun slíkra samtaka verði þeg- ar í sumar eða næsta haust, áður en þing Alþýðusambandsins verður haldið. Björn Grétar Sveinsson for- maður verkalýðsfélagsins Jökuls á Höfn í Hornafirði og varafor- maður Alþýðusambands Austur- lands hefur verið mikill áhuga- maður um stofnun samtaka fisk- vinnslufólks, sem mun þýða verulega uppstokkun á starfsemi Verkamannasambandsins. í ítar- legu viðtali við Össur Skarphéð- insson fyrrv. ritstjóra Þjóðviljans á útvarpi Rót í fyrrakvöld, sagði Björn Grétar m.a. að forvígis- menn helstu verkalýðsfélaga fisk- vinnslufólks sem nú eiga í kjara- baráttu víðs vegar um landið hefðu ákveðið að hittast þegar að lokinni þessari samningalotu og leggja drög að stofnun sérsam- bands sem færi með samningamál fiskvinnslufólks. Hænufetið dugir ekki - Ég fer ekki leynt með það að ég hef verið talsmaður þess að stofna sérsamtök fiskvinnslu- fólks. Ég greiddi því atkvæði á þingi Verkamannsambandsins á Akureyri að stíga þetta hænufet með því að deildaskipta sam- bandinu. Ég tel einfaldlega að það sé ekki fullnægjandi, sagði Björn Grétar m.a. í viðtaíinu. - Mér hefur verið falið það af fiskvinnslufólki hér á Höfn í Hornafirði. Ég reikna með því að við munum reyna að hittast allmörg. Þetta hefur verið rætt manna á milli, að skoða málin að loknum þessum átökum. Hann sagði að slík samtök fisk- vinnslufólks myndu koma fram sem sérstakur samningsaðili. - Þetta myndi brjóta upp það skipulag sem nú er við lýði í Verkamannasambandinu, en ég get ekki séð að þeim leiðist það og margir telja þetta alls ekki svo vitlausa leið eins og ég hef séð haft eftir Þresti Ólafssyni. Menn eiga ekki að vera að hugsa um að halda einhverjum apparötum í gangi, bara vegna appratanna og einhverra valda- hlutfalla. Menn verða að skoða kalt og ákveðið hvað kemur skipulega best út fyrir hreyfing- una. Menn geta haft mismunandi skoðanir á því, en menn verða að breyta verkalýðshreyfingunni eftir því sem tímarnir breytast. Aðspurður hvort þessi mál væru komin á hreint fyrir þing Alþýðusambandsins sem haldið verður í haust, sagðist Björn hafa trú á því að þingið myndi að stærstum hluta fjalla um skipu- lagsmál. - Kannski verður þá eitthvað búið að gerast og menn verða þá að taka á þeim málum. Óðaverkföll ef þeir þrjóskast við Samninganefnd Alþýðusam- bands Austurlands fundar með atvinnurekendum á Egilsstöðum í dag og sagði Björn að kæmi í ljós að atvinnurekendur ætluðu ekki að fara af stað í alvöruviðræður yrðu viðbrögð Verkalýðsfélags- ins á Höfn þau, að boða þegar til yfirvinnubanns. - Ef maður á að reyna að meta stöðuna núna, þá líst mér illa á hana. Þær yfirlýsingar sem hafa komið frá vinnuveitendum sýna að þeir virðast ekki skilja þau skilaboð sem verkafólk hefur sent þeim alveg ótvírætt. Ef þeír ætla að þrjóskast við ennþá á sama planinu, þá eru óðaverkföll framundan. Það er ósköp einfalt mál og það sér hvert einasta mannsbarn. Nú erufleiri aðilar að vígbúast í kjarabaráttunni og kennarar eru þeirra á meðal. Hvernig sérð þú fyrir þér samband þessara launamannahreyfinga, verka- fólks og opinberra starfsmanna? - Það er mikill akur sem þarf að plægja og ég er á því að það verði að taka á þessu máli í kom- Björn Grétar ræðir við fiskvinnslukonu hjá Granda um kjaramálin. andi framtíð og efla samstarf fleiri hópa í launþegahreyfing- unni. Það hefur verið að hlaðast upp ákveðin tortryggni og menn verða að taka á þessu máli. Ég veit ekki hvort það verður alveg á næstu dögum, menn verða að gefa sér tíma í þetta að spjalla og ræða málin. Ein heildar- samtök Hvernig erhœgt að eyðaþessari tortryggni? - Minn framtíðardraumur er að sjá alla íslenska launþegar í einum heildarsamtökum, þar sem menn geta komið saman og ræðst við. Einn öflugur samráðs- vettvangur en síðan sé félögum deildarskipt í ýmsa hópa. Þetta er mín draumsýn. Það er ófremd- arástand sem ríkir í þessum efn- um í dag. Tortryggni, menn eru að hengja sig hver aftan í annan með viðmiðunum. Við tökum sjálfir þátt í þessu núna með okk- ar kröfugerð, menn miða allir við hækkun hjá öðrum hópum sem endar með því að enginn þorir að fara fram með kröfur. Þá vitum við hvar við stöndum. Björn Grétar sem er ritari Al- þýðubandalagsins var einnig spurður um hvort hann teldi að flokkurinn væri á réttri braut með sína kjarastefnu. - Já ég tel að Alþýðubandalag- ið sé á réttri braut. Það hefur ver- ið mynduð ákveðin kjarastefna og ég hef haldið því fram að stjórnmálaflokkur eigi að móta sína eigin kjarastefnu og halda henni til streitu hvar sem verka- lýðshreyfingin síðan lendir. Stjórnmálaflokkar geta ekki dansað á eftir þverpólitískri verkalýðshreyfingu, það yrði ein- tómt rugl. Ef stjórnmálaflokkar ætluðu að fara að mynda sína kjarastefnu eftir því hvað kemur út úr hverjum kjarasamningum fyrir sig, það yrði ljóta hörmung- in, sagði Björn Grétar Sveinsson. Fimmtudagur 17. mars 1988 WÓÐVILJINN - SIÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.