Þjóðviljinn - 17.03.1988, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 17.03.1988, Blaðsíða 8
________________/BORG& BYGGÐIR^ÍL Hjörieifur Sveinbjörnsson Skipaskurð í Vatnsmýrina Borgin sem aldrei var byggð: Tœpt ánokkrumskipulagshugmyndum sem ekki urðu að veruleika Stífelsi í Tjörnina og Tjörnina upp í Arbæ; þessi gamla hugdetta þeirra Matthildinga er ekkert endilega sú róttækasta sem viðr- uð hefur verið í sambandi við téð stöðuvatn, enda í harðri sam- keppni við mýgrút skipulagshug- mynda frá ýmsum tímum. Matt- hildingar eru að vonum ekki einir um að hafa sett fram hugmyndir að breyttu skipulagi í borginni við daufar undirtektir, og er mála sannast að ólíkt væri um að litast hér i Reykjavík ef sæmilegur stokkur af slíkum hugmyndum Eins og athugulir lesendur sjá aö bragöi er þetta teikning af Grjóta- þorpinu. HorninuáTúngötu og Aðalstræti, nánartiltekið. Þar stóð áður veitingahúsið Uppsalir, en tillagan gerði ráð fyrir almin- legu hóteli á þessum stað. Fjarrverandi Morgunblaðshöll er eiginlega í aðalhlutverki á þess- ari mynd. Þar sem hún stendur nú er gert ráð fyrir húsagarði. Á brekkubrúninni glittirí ráðhús það sem þar skyldi standa. Síldarplön vinstrimeirihlutans sáluga. Þessu átti að troða oní Tjörn eins og svo mörgu öðru. Það er annars meira hvað hugmyndasmiðirog ævintýramenn á svið bygginga- og skipulagsmála hafa sótt í þetta stöðuvatn. hefði komist til framkvæmda. Hér á eftir verður tæpt á nokkr- um slíkum, en eins og nærri má I geta er ekki um neina skipulega úttekt að ræða. Tjörnin er það stöðuvatn í borgarlandinu sem hefur verið skipulagt öðrum vötnum oftar og rækilegar. Áminnst stífelsishug- mynd var sett fram í bríaríi í gömlum skemmtiþætti í útvarp- inu af kæringarlitlum unglingum, og getur því ekki talist hafa sama vægi og formlegt erindi sem bæjarstjórninni barst seint á síð- ustu öld frá málsmetandi borg- ara, múrarameistara að nafni Lu- ders, en hann var einn af helstu verktökum Reykjavíkur á sínum tíma. Luders gerði bæjarstjórn- inni það tilboð að fylla upp í Tjörnina og vildi fá ákveðna upp- hæð fyrir sinn snúð, 7112,50 krónur. Alvörutilboð sumsé, en ekki einhver rúnnuð tala sett fram af handahófi. Páll Líndal segir í fróðlegu yfirlitsriti um þró- un skipulagsmála á íslandi, Bæ- irnir byggjast, að tilboð þetta hafi varla verið neitt uppátæki hjá múrarameistaranum, heldur um- rædd hugmynd í bænum, enda hafi bæjarstjórnin skipað þrjá uppúrstandandi menn til að fjalla um málið. Hugmyndin hefur væntanlega verið sú að hér gæti orðið um heppilegt bygginga- svæði að ræða fyrir bæinn. Lu- ders varð þó af verkefninu, og Reykjavík af stórfelldri breyt- ingu. Skipalægi í Tjörnina Á sínum tíma lét Sigurður Guðmundsson, málari, skipulag Reykjavíkur mjög til sín taka. Rauði þráðurinn í ræðu og riti Sigurðar var hvernig efla mætti Reykjavík og prýða. Þannig vakti hann máls á því í Þjóðólfi árið 1864 að prýða ætti Reykjavík með styttu af Ingólfi Arnarsyni á Arnarhóli í minningu væntan- legrar þúsund ára hátíðar árið 1874. „Allir ættjarðarvinir ættu að kappkosta að hún geti haldið fullum sóma sínum sem Ingólfs- bær,“ segir í greininni. Skólavörðuhæðin var Sigurði drjúg hugmyndauppspretta - þar vildi hann sjá rísa „stórkostlegar byggingar" - og náttúrlega Tjörnin. Hana vildi hann tengja höfninni með því að grafa sundur eiðið, og hafa síðan skipalægi við austur- og vesturbakka Tjarnar- innar. Skaði að ekki varð af þess- ari ágætu hugmynd; vel mætti segja manni að fyrirhuguð hafn- argerð í Tjörninni vegna ráðhúss- ins væri snöggtum minna mál og ódýrara ef þar væri hvort eð er komin höfn, eða að minnsta kosti viðlegukantar. Skipaskurður gegnum Vatns- mýrina og út í Skerjafjörð átti svo að vera næsta skrefið, en þar vildi Einar Benediktsson skáld hafa aðalhöfn bæjarins. Ef svo hefði æxlast hefði flugvelli seint verið hrófað niður í þá hina sömu Vatnsmýri, og eins væri það ólíkt tígulegri sjón að sjá hafskip líða í gegnum miðbæinn eftir skipa- skurðinum en allan þann urmul af blikkbeljum sem hefur breytt þessum gamla byggðakjarna í mengunarpestarbæli. Framsækin síldarplön Frá hafnargerð til bryggju- smíða að viðbættu langstökki í tímanum: Frá 1978 til 1982 fóru vinstri menn með stjórn borgar- innar, og var þeirra framlag til Tjarnarmála formiklar bryggjur eða plön út í vatnið. Ekkert varð úr framkvæmdum, enda kannki ekki með öllu Ijóst til hvers þess- ar bryggjur voru ætlaðar. Þáver- andi minnihluti borgarstjórnar dró dár að hugmyndinni og talaði um sfldarplön, og í bók sinni um þróun höfuðborgarinnar, Reykjavík: Vaxtarbroddur, segir Trausti Valsson að fólk hafi furð- að sig á því ónæmi foringja vinstrimanna fyrir gamalli byggð sem kemur fram í þessu bryggju- dæmi. í sama orðinu hefur Trausti lfka útitaflið við Bakara- brekku. Úr Tjörninni og upp á bakk- ann: Upp úr 1950 efndi bæjarráð Reykjavíkur til hugmyndasam- keppni um fegrun og útlit Tjarn- arinnar. Tillögur komu fram í samkeppni þessari um að rífa húsaröðina við Tjarnargötuna í þvflíku fegrunarskyni og byggja nokkra kassa í staðinn, alla eins, eins og sjá má á einni af myndun- um með þessum greinarstúf. Og svona rétt aðeins, úr því að menn eru komnir af stað með ein- hverja ráðhúsnefnu í norðvestur- horni þessa margnefnda stöðu- Að skipuleggja við jörðu Hús sem staðið hafa af sér niðurrifsgleðina og hin sem eru horfin Þar sem mikið á að byggja verður mikið að rífa, og væri synd að segja að einhverja sér- staka skarpskyggni þurfi til að koma auga á þann sannleik. En niðurrifshugmyndir eiga misjafn- lega upp á pallborðið á hverjum tíma eins og dæmin sanna. Árið 1969 keyptu borgaryfir- völd húsið að Vonarstræti 4 til niðurrifs vegna áforma um bygg- ingu ráðhúss í Tjörninni. Frá þessu ráðhúsráði var horfið eins og kunnugt er og fékk Fé- lagsmálastofnun Reykjavíkur- borgar húsið undir sínar höfuð- stöðvar. Iðnó hefði farið sömu leiðina ef borgaryfirvöld hefðu haldið sínu striki, og raunar önnur hús sunnan Dómkirkjunn- ar. Annað dæmi höfum við úr Hallargarðinum. Þar vildu Seðla- bankamenn byggja banka- skrokk, en til þess þurfti að rífa ættaróðal Thórsaranna, Frí- kirkjuvegi 11. Vegna almennra mótmæla hröktust þeir með ætiunarverkið úr Hallar- garðinum, en vildu þá byggja öfugan píramída fyrir sig á Arn- arhóli, og verður hrakningasagan til þess að rifja upp fyrir blaða- manni hendingu skáldsins: „Reyndu ekki að starta starfsemi þinni hér.“ Mórallinn er trúlega hagstæð- ari gömlum, virðulegum bygging- um nú en um langt skeið undan- farið, og hætt er við að fyrir lítið kæmi að vekja máls á því þessi misserin að best væri að rífa hús á borð við þau sem hér voru nefnd. Og slíkur niðurrifslisti gæti orðið langur; Tjarnargatan eins og hún leggur sig og Fríkirkjuvegurinn sömuleiðis, eins og drepið er á annars staðar í þessum blaðauka, og reyndar mestöll Kvosin að undanskildu Alþingishúsi og Dómkirkju. Einu sinni voru menn líka tilbúnir að horfast í augu við fórnir þær sem þarf að færa á altari einkabflismans og vildu gera Miklubrautina að átta akreina braut, og hefði margt húsið fengið að hverfa ef af hefði orðið. Málið er bara að það tekur því ekki að berja sér á brjóst og segja eins og hver annar farísei: Guð ég þakka þér að nú eru betri tímar. Það væri nær að líta sér nær í tíma og rifja upp hve stutt er um liðið frá því reginhneyksli er Fjala- kötturinn var rifinn. f því dæmi er ekki hægt að skjóta sér á bak við niðurrifsglaðan tíðaranda, og fyrir bragðið er fall þessa gagn- merka húss eins nöturlegt og verða má. HS Vonarstræti 4. Borgaiyfirvöld keyptu húsið til niðurrifs 1969 vegna áforma um byggingu ráð- húss.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.