Þjóðviljinn - 17.03.1988, Side 9

Þjóðviljinn - 17.03.1988, Side 9
„Gamla" ráðhúsið með tilheyrandi ráðhústorgi. Tjarnargatan: Upp úr 1950efndi bæjarráð Reykjavíkur til hugmyndasamkeppni um fegrun og útlit Tjarnar- innar, og kom þá meðal annars fram hugmynd um að rifa húsaröðina við Tjarnargötu í þvílíku fegrunarskyni og byggja þessi hús í staðinn. Engin hálfvelgja á þessari hugmynd að deiliskipulagi fyrir miðbæinn. Ráðhúsið dregur dám af stríðstertuháskóla Moskvuborgar og fær nóg pláss en ekki eitthvert hornið í Tjörninni eins og nú stendur til. Alþingishúsið og Dómkirkjan eru eins og krækiber í Helvíti, og Grjótaþorpið eins og við þekkjum það er horfið. Sérstaka athygli vekur þó byggðin við Fríkirkjuveg og Tjarnargötu; allt fúaspýtnabrakið horfið og komið nýtt. vatns: í Aðalskipulagi Reykja- víkur 1962 til 1988, vönduðu og vel unnu plaggi, er ljósmynd af líkani ráðhúss á uppfyllingu í Tjörninni, nokkurnveginn þar sem Iðnó er. Borgarstjórn sam- þykkti á sínum tíma áætlun um byggingu ráðhúss á þessum stað - og þá ekki bara einhver „íhalds- meirihluti" - og var gert ráð fyrir því að húsin sunnan Dómkirkj- unnar yrðu rifin og myndað stórt ráðhústorg. Samkvæmt þessu plani var líka meiningin að jafna um Grjótaþorpið, og Dóm- kirkjan og Alþingishúsið verða eins og hver önnur krækiber í Helvíti. Stalín var næstum kominn Hvernig svo sem mönnum líst á þessar hugmyndir núna verður að segja höfundum skipulagsins það til hróss að þeir voru reiðubúnir að taka afleiðingum gerða sinna: Einkabíllinn er þarnaíforsæti, og til samræmis við það sjá þeir fyrir sér gífurlegt bílaskipulag. Annað en núna þegar til stendur að reisa ráðhús bara si svona, og gera jafnvel Tjarnargötuna, aðra af Fríkirkjuvegur 11. Húsið átti að víkja fyrir Seðlabankabyggingu, en hætt var við þau áform vegna almennra mótmæla. Mynd: Sig. tveimur aðkomugötunum, að einhvers konar umferðartepp- andi vistgötu samfara auknu bfla- kraðaki. Þokkalegt samræmi atarna. Og ef skemmta má um óskemmtilegan hlut flýtur það sem virðist vera einhvers konar stalínískt lilbrigði við niðurrifs- deiliskipulagið með á mynd. Dómkirkjan og Alþingishúsið eru álíka umkomulaus og smá og á þeim uppdrætti, en hér er bætt um betur og fyrirhugað ráðhús fær nóg pláss en ekki bara eitthvert hornið í Tjörninni. Byggingin sjálf dregur svo dám af stríðstertuháskólabyggingunni í Moskvu, en sérstaka athygli vek- ur byggðin við Fríkirkjuveg og Tjarnargötu; þar er búið að rusla öllu gamla draslinu burt og byggja nýtt. En hér eru menn líka komnir út í aðra sálma með því að hætta að ragast í að lappa upp á gamla miðbæinn. Hér er kominn nýr í staðinn. HS Sjá næstu síðu. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.