Þjóðviljinn - 17.03.1988, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 17.03.1988, Blaðsíða 10
Líkan að ráðhúsi því sem stóð til að byggja við norðurenda Tjarnarinnar. Það dagaði uppi á teikniborðinu, Lítið og hógvært ráðhús, segir borgarstjóri. Málið er hvernig byggingin leggst og Reykvíkingar prísa sig sæla. líða. ^ 4 Fagur, eða Ijótur og magut Það sem okkurþykir fallegt kann að leggjast illa í afkomendurna: Hversu endingargóður er fegurðarsmekkurinn? Um smekk verður ekki deilt, segir í þeim gðmlu, og það er al- veg satt svo langt sem það nær. Á hátíðarstundum tölum við gjarnan um vekjandi ættjarðar- lög meðan danskurinn leggur kollhúfur yfir de haablöse fædre- landssange, og sá dómstól er ekki til sem getur hveðið upp salóm- onsdóminn. En svo nær það ekki lengra. Sannleikskorn er aldrei það sama og allur sannleikurinn, og frasinn um smekkinn óumdeilanlega á misvel við eftir því við hvað er átt. Eitt af því sem flækir málin er hreinlega endingin; er einhver trygging fyrir því að það sem okk- ur finnst fallegt í dag falli í kramið á morgun? Trúlega er þessi ís hvað hálast- ur þar sem byggingarlistin á í hlut, og þá sérstaklega það sem lýtur að raski, niðurrifi og upp- byggingu í grónum hverfum, enda ekki heiglum hent að fá nýtt og gamalt til að standa hlið við hlið í sátt og samlyndi. f gamalli tímaritsgrein varpar Jóhannes Sveinsson Kjarval fram þeirri spurningu hvort það séu stórhýs- in sem skapi menningarbraginn, og svarar sjálfum sér: „Nei, það er ekki það sem skapar menning- arbrag. Það er samræmið.“ f Pósthússtrætinu í Reykjavík hefur verið framið skipulagsslys í líki glerhúss. Já, við getum trútt um talað núna, en það er hreint ekki svo langt síðan glerframhlið- arnar þóttu vera toppurinn í byggingarlistinni. Auðvitað teiknuðu mennirnir þetta ekki og byggðu af skömmum sínum, heldur er þetta skólabókardæmi um það að framtíðinni getur þótt ljótt eða út úr kú það sem samtíð- inni þykir fallegt. Allt og allir eru börn síns tíma og það er eðlilegasti hlutur í heimi að hverjum þyki sinn fugl fagur. Eins þótt þeir komi á eftir sem finnist hann bæði ljótur og magur. Við því er ekkert að gera, nema þá helst að varast að troða sínum smekk upp á afkomend- urna, sérstaklega ef hann er gerð- ur úr jaínóforgengilegum efnum og steinsteypu og stáli. Oft hefur sú hugmynd skotið upp kollinum í Reykjavík að byggja beri ráðhús og ýmsir stað- ir útvaldir f því skyni. Aldrei hafa þær hugmyndir nálgast fram- kvæmdastigið meir en þegar borgaryfirvöld voru komin á flug- Örin bendir á skipulagsslysið í Pósthússtræti. Mynd: Sig.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.