Þjóðviljinn - 17.03.1988, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 17.03.1988, Blaðsíða 11
r •% *fp gst í mannskapinn þegar tímar r? •^ stig með að reisa ráðhús í norður- enda Tjarnarinnar, en slík fram- kvæmd hefði orðið til þess að húsin sunnan Dómkirkju yrðu að víkja. Þangað til núna auðvitað, þegar á að fara að byrja á ráðhúsi í norðvesturenda sama stöðu- vatns. Norðurendaráðhúsið þótti góð og gegn hugmynd á sinni tíð. Það var enginn ofstopafullur „íhalds- meirihluti" í borgarstjórn sem keyrði það mál í gegn, heldur mæltist það vel fyrir, hvar í flokki sem menn annars stóðu. Ýmsir færustu arkítektar okkar teiknuðu, og fjöldi manns annað- ist undirbúningsvinnu. Samt var horfið frá því ráði að byggja þetta hús, og munaði mest um mótmæli almennings. Sjálf- sagt eru þeir í miklum meirihluta nú sem prísa sig sæla að svona skuli hafa farið. Borgarstjórinn segir að fyrir- hugað ráðhús í norðvesturhorni Tjarnarinnar verði „lítið og hóg- vært." Það er að sönnu fróðlegt að vita hvað æðsta embættis- manni borgarinnar finnst um framtakið, en það er þó tæplega málið. Spurningin snýst fyrst og fremst um endingu og gæði okkar fegurðarsmekks ef svo mætti að orði komast. Hvernig ætli afkom- endum okkar þyki hafa tekist til? Eftir hálfa öld? Heila? Hér er ekki sett fram krafa um að engu megi hrófla við, enda mætti fyrr rota en dauðrota. Að- eins viðruð sú fróma ósk að menn athugi sinn gang áður en fram- kvæmdagleðin ber þá ofurliði, og þá má vel taka nótís af húsunum þremur sem hér hafa verið nefnd: Húsið í Pósthússtrætinu var byggt og þykir skipuiagsslys. Norður- endaráðhúsið dagaði uppi á teikniborðinu og Reykvíkingar prísa sig sæla. Þá er bara spurn- ingin hvernig þetta litla og hóg- væra á eftir að leggjast í mann- skapinn þegar tímar líða. HS Út fyrir Elliðaámar MagnúsE. Guð- jónsson, fram- kvœmdastjóri Sambands ís- lenskra sveitarfé- laga, um markmið sambandsins, skertan Jöfnunar- sjóð og verkaskipt- ingu ríkis og sveitarfélaga - Það er að vísu meginreglan að sveitarfélögin ráði múluin sín- um sjálf, þótt undir eftirliti ríkis- ins sé, en það er niála sannast að rfkisvaldið hefur málefni sveitar- félaganna í hendi sér. Með tekju- stofnalögunum má ákveða úr hve miklu þau hafa að spila, og eins má ákveða með lagasetningu að þau inni af hendi ákveðin verk- efni, segir Magnús E. Guðjóns- son, framkvæmdastjóri Sam- bands íslenskra sveitarfélaga. Málefni sveitarfélaga hafa verið ofarlega á baugi síðustu misseri, ekki hvað síst umræðan um brcytta verkaskiptingu þeirra og ríkisvaldsins. Þessi umræða tók enn fjörkipp er ríkissljórnin á- kvað nýskeð að fresta umsaminni breytingu þar að lútandi, og skerti framlög til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um 260 miljónir. Magnúsi tókst að finna sér stund milli funda ef ekki stríða til að spjalla stuttlega við blaða- mann Þjóðviljans upp úr hádeg- inu dag einn í fyrri viku. Þá um morguninn var hann á fundi í fé- lagsmálaráðuneytinu og var á leiðinni á annan niðri í fjármála- ráðuneyti. Daginn eftir var Magnús á förum utan, og eftir nokkra daga verður haldinn fullt- rúaráðsfundur, en fulltrúaráðið kemur saman einu sinni á ári. Magnús sagði að erillinn héldist að nokkru leyti í hendur við þá staðreynd að málefni sveitarfél- aganna væru meira í brennidepli nú en oft áður eins og umfjöllun- in um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga væri órækur vottur um. Hann sagði að það væri að vísu leiðinlegt þegar deilumál kæmu upp, en hefði þó óneitan- lega þann kost í för með sér að þessi mál væru í sviðsljósinu. Slíkt væri af hinu góða, enda kæmu málefni sveitarfélaganna hverjum manni meira en lítið við. Magnús hefur verið fram- kvæmdastjóri sambandsins í 21 ár - áður bæjarstjóri á Akureyri í 9 ár - en Samband íslenskra sveitarfélaga var stofnað árið 1945. Við báðum Magnús að segja okkur undan og ofan af af starfseminni. Á gömlum merg Það voru 53 sveitarfélög sem stóðu að stofnuninni árið 1945, þar á meðal höfuðborgin og 8 stærstu kaupstaðir landsins, en árið 1970 höfðu öll sveitarfélög á landinu gerst aðilar. Sambandið er frjáls hagsmunasamtök ís- lenskra sveitarfélaga og gegnir því hlutverki að vinna að beinum hagsmunamálum þeirra, ekki síst gagnvart ríkinu og löggjafarvald- inu. Fræðslumál og upplýsinga- starfsemi skipa stóran sess, bæði inn á við og út á við, og er það í verkahring sambandsins að vinna að fræðslu um sveitarstjórnarmál fyrir sveitarstjórnarmenn og starfsfólk sveitarfélaga. Tímarit- ið Sveitarstjórnarmál hefur kom- ið út alveg frá upphafi og er nú gefið út sex sinnum á ári. Það er Magnús E. Guðjónsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfé- laga: Til bóta að fmmkvæði, framkvæmd og fjármálaábyrgð verði á sömu hendi, en á það verður ekki lögð nógsamleg áhersla að nýjum verkefnum sveitarfélaganna verða að fylgja tekjur eða tekjumöguleikar að sama skapi. Mynd: Sig. þungamiðjan í útgáfustarf- seminni, en þrjú undanfarin ár höfum við einnig gefið út Árbók sveitarfélaga. Þá eru ótalin ýmis sérrit, þau skipta orðið nokkrum tugum, og Sveitarstjórnarmann- atal gefum við út á fjögurra ára fresti. Hvernig er uppbyggingu sam- bandsins háttað? Það er haldið landsþing á fjög- urra ára fresti, síðsumars á kosn- ingaári, og eiga öll sveitarfélög landsins rétt á að senda fulltrúa á þingið. Ef íbúatalan er allt að 1500 manns eiga þau rétt á að senda einn fulltrúa, en fjöldi full- trúa fer stighækkandi með aukinni íbúatölu, þannig að um 250 fulltrúar eiga rétt á setu á landsþingi auk nokkurra í viðbót. Landsþingið fer með æðsta vald í málefnum sambandsins, og á því er kosin stjórn og fulltrúa- ráð. Milli landsþinga er æðsta valdið hjá fulltrúaráðinu sem alla jafna kemur saman til fundar einu sinni á ári. Þó eru stundum haldnir aukafundir. Til dæmis fór einn slíkur fram 19. febrúar síð- astliðinn, og var tilefni hans verkaskiptingafrumvarpið. Þess á milli heldur stjórnin fundi, en þeir eru að jafnaði á mánaðar- fresti. 20% skeröing á Jöfnunarsjóðnum Niðurskurðurinn á Jöfnunar- sjóðnum upp á 260 milljónir; hvað er það hátt hlutfall af fjár- magni því sem sjóðurinn hefur yf- ir að ráða? Framlag ríkisins á síðustu fjár- lögum var áætlað 1533 miljónir, og af almennu framlagi er hér um að ræða skerðingu upp á um 20%, en það þýðir lækkun á tekj- um sveitarfélaganna í landinu sem nemur um þúsund krónum á íbúa. Þar með er ekki öll sagan sögð: Framlag ríkisins í Jöfnunarsjóð- inn hafa verið skert á hverju ári að undanförnu, og þetta ár er fimmta árið í röð sem framlagið er ,skert. Við fjárlagagerðina í haust var þessum 260 miljónum ætlað að koma á móti öllum þess- um árvissu skerðingum. Við áætlum að miðað við ákvæði tekjustofnlaganna sé skerðingin í ár um einn miljarður króna, en það þýðir um fjögur þúsund króna skerðingu á hvern fbúa í sveitarfélögunum. Allt kemur þetta með tvöföldum þunga á tekjulágu sveitarfélögin, vegna rýrnunar á aukaframlögu- num svokölluðu sem 6% af tekj- um sjóðsins fara í, en aukafram- lögin eru til þess ætluð að bæta þeim sveitarfélögum upp sem eru undir ákveðnum viðmiðunarm- eðaltölum. Á síðasta ári fóru um 60 miljónir til þessa verkefnis, en 120 miljónir hefði þurft til að jafna út eftir reglunum. Ríkið hefur málefni sveitarfélaganna í hendi sér Hvað hefur Jöfnunarsjóðurinn verið lengi til? Það má segja að hann sé orðinn hálfrar aldar gamall - stofnaður í kreppunni - en í núverandi mynd er hann frá 1962. Lögin sem núna gilda um sjóðinn eru svo aftur frá árinu 1980. Það var fyrst 1962 sem sveitarfélögin fengu hlutdeild í tekjustofnum rikisins: söluskatti og aðflutningsgjöldum, og síðan hefur nú gengið á ýmsu. Sam- skipti sveitarfélaganna og ríkis- valdsins hljóta ætfð að vera mjög mikil, en eins og við komum að í upphafi þessa spjalls þá er það nú mála sannast að ríkið hefur mál- „passa" sveitarstjórnarmenn og hafa vit fyrir þeim. Eins virðast þeir álíta að sveitarfélögin hafi meira ráðstöfunarfé en þau í rauninni hafa. Þá finnst manni á stundum að of mikið samasem- merki sé sett milli Reykjavíkur og annarra sveitarfélaga á landinu. Sveitarstjórnarmönnum víða um land finnst landsfeðurnir á stundum ekki sjá út fyrir Elliða- árnar, og taka fráleitt til sín „reykvísk" tilmæli um að draga úr fjárfestingu; slíkt komi af sjálfu sér núna þegar varla sé til fyrir rekstrinum. Hverju spáirðu um framvindu hinnar breyttu verkaskiptingar rfkisins og sveitarfélaganna? Eg vil nú síður taka það að mér að vera spámaður; málið er í bið- stöðu eins og er, en fyrir okkar leyti munum við fjalla um þetta mál á þingi fulltrúaráðsins, en það kemur saman 24. og 25 mars. Um verkaskiptingarmálið í heild má segja að almennt sé vilji fyrir hendi hjá sveitarstjórnar- mönnum til að endurskoðun eigi sér stað og að skipt verði upp, þannig að hætt verði við samaðild á mörgum sviðum. Frumkvæði, framkvæmd og fjármálaábyrgð verði á sömu hendi. Það sjónar- mið hefur orðið ofan á að stefnt skuli að þessu. Sem breytir ekki því að auðvit- að er deilt um einstaka þætti. Til dæmis er gert ráð fyrir því að rík- ið hafi sjúkrahúsin á sinni könnu en sveitarfélögin heilsugæslu- stöðvarnar. Bent hefur verið á að starfsemin á heilbrigðissviðinu sé of samþætt til að þessi skipting geti gengið. Ef heilsugæsla er fyrir hendi á tilteknum stað en sjúkrahús ekki, þá er hætt við að heilsugæslustöðin yfirtæki hlut- verk sjúkrahúss að verulegu leyti. Á það verður þó ekki lögð nóg- samleg áhersla að nýjum verk- efnum sveitarfélaganna verða að fylgja tekjur eða tekjumögu- leikar að sama skapi. Ólíkir hagsmunir í þessu spjalli hðfum við haft öll sveitarfélög, stór eða lítil, í sama orðinu, væntanlega er einhvers- konar innbyrðis hagsmunatog- streita í gangi? Maður lokar ekki augunum fyrir því að Samband íslenskra sveitarfélaga er samnefnari fyrir sveitarfélögin í heild, fyrst og BORG & BYGGÐIR 7 efni sveitarfélaganna í hendi sér, ekki síst hvað varðar tekjuöflun þeirra, en með tekjustofnalögum ákveður ríkið í raun tekjur sveitarfélaganna. Og finnst þér hlutur sveitarfé- laganna fyrir borð borinn? Samskiptin milli ríkisvaldsins og sveitar-félaganna eru geysi- mikil og núorðið árið um kring. Til dæmis kemur fjárveitinga- nefnd til starfa á hverju hausti og beinir þá fulltrúum til sín í viðtöl. Samráðsfundir milli stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga og ríkisstjórnarinnar eru haldnir vor og haust. Þessir fundir eru að sönnu gagnlegir, en okkur hnnst að þessi samvinna hafi ekki skilað nógu. Að sjá út fyrir Elliðaárnar Við höfðum vonast til að ríkið hefði meiri skilning á okkar mál- um en raun ber vitni. í umræð- unni síðustu vikurnar er engu lík- ara en að ríkisvaldið og embættis- mennirnir á þess vegum vilji fremst gagnvart ríkinu. Ég er á því að lítið hafi verið um innbyrð- is áreining seinni, árin miðað við það sem áður var, ekki síst vegna „pennastrikalausna" á ýmsum málum sem áður var þrálátur ág- reiningur um, s.s. skipting á út- svarsgreiðslum og sveitfesti, svo dæmi séu nefnd. En náttúrlega er aðstöðumun- ur milli sveitarfélaganna í landinu; ef við lítum á þau sem fyrirtæki felst aðstöðumunurinn fyrst og fremst í möguleikum þeirra til tekjuöflunar. í þessu sambandi er ekki hægt að draga hring um suðvestursvæðið til að- greingar frá öllum öðrum. Til dæmis var Reykjavík 6. tekju- hæsta sveitarfélagið í fyrra mælt í skatttekjum, en Njarðvík, Ólafs- vík og fsafjörður lentu í efstu sæt- unum. Það er svo athyglisvert að með- al þeirra bæja sem voru með lægstar skatttekjur á íbúa á síð- astliðnu ári voru „innlandsbæir" á borð við Selfoss og Hveragerði, þar sem tekna af sjávarfangi nýt- ur ekki við. HS Fimmtudagur 17. mars 1988 WÓÐVILJINN - SlÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.