Þjóðviljinn - 17.03.1988, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 17.03.1988, Blaðsíða 13
Þessi tígulegi og fugl, sem nefnist reyrþvarri, er kominn alla leið frá Norður-Ameríku. Hann var fang- aður I Helgafelli. drjúgan spöl áður en hann komst í íslandsála. Að öllu gamni slepptu þá segir þetta okkur að í hafdjúpunum við ísland eru óef- að ýmsar tegundir lífvera, sem mönnum er í dag með öílu ó- kunnugt um, sagði Kristján. Uppi á vegg blasir við bústinn og stöndugur lax. - Þetta er næst- elsti lax sem veiðst hefur hér við land. Hann vóg 47 pund og veiddist í nót fynr austan, sagði Kristján. Á vit undirdjúpanna Náttúrugripasafnið hefur að geyma fleiri gersemar úr hafdjúp- unum. í stórum sal, sem er baka- til í safninu, geta safngestir séð nokkrar tegundir sjávarlífvera { fullu fjöri. Ýmsir algengustu nytjafiskar hér við land, auk ann- Fyrirmyndin að vélmennum? Svo gæti yngsta kynslóðin látið sér hvarfla í hug, þegar hún fylgist með vélrænum hreyfingum krabbans. arra kvikinda, eru þar til sýnis lifandi í búrum. Eftir að Sædýra- safnið í Hafnarfirði leið undir lok, er Náttúrugripasafnið í Eyjum eina safnið hér á landi sem hefur til sýnis lifandi fiska. Að sögn Kristjáns er sjórinn í kerjunum 6 gráða heitur. - Við fáum sjóinn úr borholu sem er rétt handan við húshornið. Fimmhundruð tonnum af sjó er dælt á hverjum sólarhring í gegn- um kerin, þannig að vatnið endurnýjast stöðugt, sagði Krist- ján. Meðal þeirra fiska sem safnið hefur lifandi, má nefna lax, ýsu, ufsa, steinbít, blágómu, hlýra, lúðu, karfa, einar tvær kolateg- undir og steinsmugu. Að auki er að finna í kerjunum lifandi humra, ígulker og sæbjúgu. Kristján sagðist halda að nátt- úrugripasafnið væri eina safnið í Evrópu sem væri með lifandi karfa. - Það er vandmeðfarið að halda karfanaum á lífi. Þegar karfinn kemur upp úr sjó safnar hann í sig lofti. Ofugt við marga fiska getur hann ekki lofttæmt sig eftir að hann er kominn í vatn á nýjan leik. Við fundum það út að stinga á hann með nál og tappa hreinlega af honum loftinu. - Þess má geta að á hverju ári hrygna einar átta tegundir af fisk- um og kröbbum hjá okkur í safn- inu. Klak hefur þó ekki tekist nema hjá einni tegund, - hjá hrognkelsunum. Það var auðsætt þegar Kristján gekk á milli kerjanna, að hann lét sér annt um kerjabúa. Og gott ef ekki var, virtust fiskarnir hýrgast mjög þegar Kristján kom að sýn- ingargluggunum á kerjunum. Blágómurnar hresstust allar þegar Kristján bankaði í glugg- ann á kerinu. - Blágóman er mjög skemmti- legur fiskur, þó hún sé óæt grey- ið. Hún tekur til að mynda fæði úr hendi og það er hægt að klappa henni, sagði Kristján og sýndi hvernig blágóma brást við þegar hann sletti fóðri í kerið. - Steinbíturinn tekur reyndar einnig fæði úr hendi. Það er þó vissara að klappa honum ekki, sagði Kristján. Kristján sagði að steinbíturinn missti tennurnar um svipað leyti og hann hrygndi. - Hann étur ekkert meðan hrygningin gengur yfir, sagði Kristján - en hann tekur nýjar tennur þegar hrygn- ingu er lokið. I keri við hliðina á steinbítnum voru hlýrar. Að sögn Kristjáns er hlýri elsti fiskur sem safnið hefur haft. Hann var í safninu í rúm tuttugu ár. - Það má ráðgera að hann hafi verið orðinn fjögurra til fimm ára þegar hann kom í vörslu safnsins. Eitt kerið hafði að geyma stærsta krabba sem finnst á ís- landsmiðum, - tröllakrabba. - Tröllakrabbinn er ótrúlega lífseigur. Þessir sem við erum með eru búnir að tóra hérna í tæp tuttugu ár. Sjómenn í Eyjum hafa verið safninu mjög innan handar með að útvega því fiska og aðrar sjáv- arlífverur. - Fiskarnir, krabbarn- ir og sæbjúgun, allt er þetta kom- ið frá sjómönnum, sagði Krist- ján. Svo er einnig um aðra safn- gripi. Þeir eru flestir fengnir frá velunnurum safnsins. Af fiðurfér.aöi Stolt safnsins er án efa fugla- safnið. í safninu er að finna ara- grúa af uppstoppuðum fuglum. Flestir fuglanna eru algengir hér við land, en þó eru nokkrir fuglar sem eru sjaldséðir gestir hér á landi og við landið. Friðrik Jesson stoppaði flesta fuglana upp. Nú er Kristján Eg- ilsson tekinn við, eftir að hafa numið listina af Friðrik. - Flestir þessara fugla voru handsamaðir í Eyjum, en reyndar verpa að jafnaði ekki nema 30 tegundir í eyjunum, sagði Kristján. Á meðal þeirra fugla sem hvað lengst eru að komnir, er reyrþvarri, en heimkynni hans eru í Norður-Ameríku. Fuglinn var fangaður í Helgafelli. Kristján sagði að erfiðlega gengi að halda fuglum á lífi sem væru langt að komnir. - Það er svo mikið á þá gengið. Þeir eru búnir með fituforðann eftir flugið og vinna illa úr þeirri fæðu sem þeim er gcfin. Aldökk langvía er á meðal kostagripa í fuglasafninu. Þetta er eina aldökka eintakið sem vit- að er um í heiminum. Kristján sagði að það væri ekki óalgengt að hvítingjar fyndust í langvíu- byggðum. - Það er miklu óal- gengara að þeir taki lit, sagði Kristján. Af öðrum safndeildum Auk fugla og fiska og annarra sjávarlífvera, er að finna í safninu nokkurt magn af skordýrum og fiðrildum og steinasafn, sem er nýlega komið í eigu þess. - Steinasafnið er yngsta deildin innan Náttúrugripasafns- ins. Hjónin Sveinn Guðmunds- son og Unnur Pálsdóttir ánöfnu- ðu safninu steinasafni sitt, sem þau höfðu lagt rækt við og safnað í þrjátíu til fjörtíu ár. Sökum þrengsla getum við ekki sýnt nema um þriðjung þess, það er það mikið að vöxtum, sagði Kristján. -rk Fimmtudagur 17. mars 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.