Þjóðviljinn - 17.03.1988, Page 14

Þjóðviljinn - 17.03.1988, Page 14
Rabb í leigu- bíl Hvað er títt? spurði ég leigu- bílstjórann, sem ég tyllti mér hjá hérna um morguninn.- Mér líst illa á þetta með Landa- kotsspítalann, svaraði bíl- stjórinn að bragði. Ef trúa má því, sem maður heyrir og sér, þá gæti svo farlð að loka yrði tveimur deildum með 53 rúm- um. Það munar um minna á einu sjúkrahúsi. Hvaða afleið- ingar getur það haft ef sjúk- lingur fær ekki sjúkrahúsvist eða verður að bíða tímunum saman eftir henni? Mér sýnist að svo gæti farið að það kost- aði hann lífið. Og á þjóðin nokkuð verðmætara en mannslífið? - Þaðervístborið viðpen- ingaleysi, segi ég. Þá færist bíl- st jórinn allur i aukana. - Peninga- leysi, segirhann.-hveráþetta sjúkrahús? Er það ekki ríkið þótt það hafi síðan falið sjálfseignar- stofnun að reka það eitthvað fram á næsta áratug, að mér skilst? Er þá ekki ríkisins að leggja spítalanum til það rek- strailé sem hann þail til þess að geta starfað með eðlilegum hætti? Það er sagt að við búum við ákaflega fullkomið heil- brigðiskerfi og góða heilsu- gæsluþjónustu. Og það er rétt að við eigum færa og góða lækna, gott og vel menntað hjúkrunar- fólk en alvarleg brotalöm ernú samt á því kerf i ef ekki er hægt að nýta þessa góðu starfskrafta af því að sjúkrahúsin verða ekki rekin með eðlilegum hætti vegna fjárskorts. - Þaðerekkertnemaruglað ekki séu nógir peningar til í þessu þjóðfélagi, hélt bílstjórinn áfram. Þjóðfélag, þar sem einstaklingar geta byggt yfir skrokkinn á sér einbýlishús upp átugi miljóna, þar sem verslunarhallir rísafyrir hundruð miljóna, þar sem reist er dýrasta f lugstöð í heimi - og þannig mætti halda áfram að telja upp dæmi um bruðlið og flottræfilsháttinn, slíka þjóð skortir ekki peninga. En á meðan þessu ferfram verðum við að lokadeildum ásjúkrahúsum vegna fjárskorts. - Við vorum komnir á leiðarenda og urðum þvíaðslítatalinu. - mhg í dag er 17. mars, fimmtudagur í 22. viku vetrar. Dagurinn er 77. dagur ársins. Geirþrúðardagur. Sól kemur upp í Rey kjavík kl. 7.38, en sólsetur er kl. 19.35. Atburðir Þjóðhátíðardagur íra. Dagblaðið Tím- inn hóf göngu sína 17. mars 1917 - og tórir enn. Fyrsti ritstjórinn var Guð- brandurMagnússon, síðarforstjóri Áfengisverslunar ríkisins. Þjóðviijinn fyrir 50 árum Fjöldi manna í Vín sviptir sig lífi. London ígærkvöldi. (FÚ) Hitler skipaði svo fyrir í dag, az allir embættismenn í Austurríki skyldu sverja sér hollustueið, en að engir Gyðingar mættu gegna opinberum störfum. Daglega eykst tala þeirra Gyðinga, sem handteknireru í Austurríki. I dag var handtekinn, meðal annars, Louis de Rotschild barón, bankaeigandi, en hann eraf Gyðingaættum. Margirþeirra sem ekki hafa komist burtu úr landi en ótt- ast ofsóknir eða handtökur hafa svipt sjálfasig Kfi... ÚTVARP RÁS 1, KL. 20.30 og 23.10 Ástæða er til að vekja athygli á því að í kvöld verður útvarpað frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar- innar í Háskólabíói. Er þetta fyrri hluti tónleikanna. Stjórnandi er Zygmunt Rychert en einleikari Sigrún Eðvaídsdóttir. Flutt verða tvö verk: „Orpheus“ eftir Franz Liszt og Fiðlukonsert, eftir Jean Sibelius. - Kynnir er Hanna G. Sigurðardóttir. - Síðari hluti tónleikanna verður svo fluttur kl. 23.10. Þá er það Sinfónía nr. 3 eftir Witold Lutoslavsky. Stjórn- andi og kynnir eru hinir sömu. Þrír risar ÚTVARP RÁS 1 KL. 17.03 Það eru engir meðalmenn sem sjá okkur fyrir síðdegistónlistinni að þessu sinni. Fyrst verður flutt- ur konsert fyrir fiðlu og hljóm- sveit eftir Felix Mendelssohn. Kyung Wha Chung leikur á fiðlu með Sinfóníuhljómsveitinni í Montreal. Charles Dutoit stjórn- ar. - Þá er það „Ala og Lolly“, skóþísk svíta fyrir stóra hljóm- sveit op. 20, eftir Sergei Prokofi- eff. Sinfóníuhljómsveitin í Chic- ago leikur, Claudió Abbado stjórnar. - Loks er það „Rag- time“ fyrir ellefu hljóðfæri, eftir Igor Stravinsky. Kammersveit Sinfóníuhljómsveitarinnar í Boston leikur. UM UTVARP & SJÓNVARP Lisztog Síbelíus Hluti Sinfóníuhljómsveitar ístands á æfingu. Kommúnulíf STÖÐ 2 KL. 21.20 Sýndur verður síðasti þáttur- inn um Bítla og blómabörn, sem Þorsteinn Eggertsson hefur tekið saman og kvikmyndafyrirtækið Hrif gerði fyrir Stöð 2. - Fjallað er um kommúnur og kommúnu- líf, sýndar gamlar myndir, sem teknar voru í kommúnunni Skúnkinum og rætt við fólk, sem þar bjó. - Meðal þeirra, sem koma fram í þættinum, eru Karl Júlíusson og Benóný Ægisson. Karl Júlíusson ereinn þeirra sem kom fram í þættinum Bítl- arog blómabörn. KALLI OG KOBBI Það er meira varið í aðN búa til gjöf en að kaupa ] hana í búð. Maður kemur því til skila að maður sjái hvorki eftir tímanum né fyrirhöfninni. Maður kemur því til skila' að þetta sé persónuleg gjöf. Maður kemur því til skila að vasapening arnir manns séu skítur á priki. r FOLDA 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 17. mars 1988

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.