Þjóðviljinn - 17.03.1988, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 17.03.1988, Blaðsíða 18
SVÆÐISSTJÓRN MÁLEFNA FATLAÐRA VESTFJÖRÐUM Framkvæmdastjóri Svæðisstjórn málefna fatlaöra á Vestfjöröum vill ráöa framkvæmdastjóra. Starfiðgeturveriö laust -nú þegar eða eftir nánara samkomulagi. Æskilegt er talið að umsækjendur séu félags- fræðingar, félagsráðgjafar eða hafi uppeldis- fræðilega menntun, en reynsla af störfum fyrir fatlaða kemur einnig til greina, þegar ráða skal í starfið. Aðsetur svæðisstjórnar er á ísafirði. Upplýsingar um starfið gefur formaður svæðis- stjórnar, Magnús Reynir Guðmundsson, í símum 94-3722 og 94-3783 (utan vinnutíma). Umsóknarfrestur er til 31. mars 1988. Umsóknir skulu sendar til formanns svæðis- stjórnar, pósthólf 86 ísafirði. ísafirði, 7. mars 1988 SWEÐISSTJÓRN MÁLEFNA FATLAÐRA Á VESTFJÖRÐUM Atkvæðagreiðsla HÍK um boðun verkfalls 13. apríl n.k. fer fram dagana 18. og 21. mars næstkomandi. Kjörgögn hafa verið send trúnaðarmönnum í skólum og sjá þeir um dreifingu til félagsmanna. Ef félagsmenn hafa ekki fengið kjörgögn föstu- daginn 18. mars eru þeir vinsamlegast beðnir að hafa samband við skrifstofu HÍK í símum 91- 31117 eða 91-689565. Kjörstjórn Hins íslenska kennarafélgs PÓST- OG SfMAMÁLASTOFNUNIN óskar að ráða bréfbera hjá póst- og símstöðinni í Kópavogi. Laun eftir starfsaldri fyrir fullt starf með álagi frá kl 33.726.00 til kr. 43.916.00. Upplýsingar hjá stöðvarstjóra í síma 41225. Framkvæmdastjóður íslands Starfskraftur óskast sem fyrst til starfa við bókhalds- og ritarastörf. Verslunarmenntun æskileg. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist Framkvæmdasjóði íslands, Rauðarárstíg 25, 105 Reykajvík. Rafmagnsiðnfræðingar Rafmagnsveita Reykjavíkur óskar eftir að ráða rafmagnsiðnfræðing til eftirlitsstarfa (veitueftirlit) í innlagnadeild fyrirtækisins. Nánari upplýsingarveitirstarfsmannastjóri ísíma 686222. Umsóknarfrestur er til 28. mars nk. RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR IÖRFRÉTTTIR i Steinprýði hf. heldur kynningarfund í húsa- kynnum Byggingaþjónustunnar að Hallveigastíg 1 á morgun föstudag kl. 16. Kynnt verða ný steypuviðgerðarefni og nýjar að- ferðir til viðgerða á steypu- skemmdum. Finnlandssýning verður opnuð á föstudaginn í Ásmundarsal við Freyjugötu. Á sýningunni eru Ijósmyndir af verkum 40 íslenskra arkitekta sem sýndar voru við góðar undir- tektir í fyrravor, en sýningin endurspeglar vel þá breidd og fjölbreytni sem einkennir íslensk- an arkitektúr. Skákkeppni framhaldsskóla hefst í skákheimilinu við Grens- ásveg á morgun föstudag kl. 19.30 og verður teflt áfram á laugardag og sunnudag. Hver sveit er skipuð fjórum nemend- um fæddum 1966 og síðar og er fjöldi sveita frá hverjum skóla ó- takmarkaður. Þátttöku verður að tilkynna í síðasta lagi í dag til Taflfélags Reykjavíkur. Sjálfvirkni fyrir framleiðslufyrirtæki, er yfir- skrift ráðstefnu sem haldin verð- ur í dag á Hótel Loftleiðum í tilefni norræns tækniárs. Fjölmörg er- indi verða flutt m.a. um notkun róbóta og reynslu af notkun sjálf- virknibúnaðar hjá ýmsum ís- lenskum fyrirtækjum, s.s. Sól hf., Álverinu í Straumsvík og Járnb- lendifélaginu á Grundartanga. Karlakór Reykjavíkur heldur styrktartónleika í þessari viku og verða þeir síðustu annað kvöld og á laugardag í Langholt- skirkju. Tónleikarnir annað kvöld hefjast kl. 20.30 en kl. 18.00 á laugardag. Aðgöngumiðar verða seldir við innganginn. Prófessor Delaunay doktor í læknisfræði og heiðurs- prófessor við Pasteur-stofnunina í París, heldur fyrirlestur í Nor- ræna húsinu á laugardag kl. 13.30 um alnæmi. Delaunay ætl- ar að fjalla um stöðu alnæmis sem smitsjúkdóms, einkenni sjúkdómsins, útbreiðslu, forvarn- ir og meðferð, persónuleg og stjórnarfarsleg vandamál og ein- kennalausa smitbera. Fyrirlest- urinn verður fluttur á frönsku. Framfarafélag Fljótsdalshéraðs hefur boðað til almenns kynningar- og umræðufundar í Valaskjálf á laugardag kl. 14.00. Þar ætlar Trausti Valsson, skipu- lagsarkitekt að fjalla um hug- myndir sínar að heildarskipulagi íslands, en þær ganga m.a. út á vegalagningu yfir hálendið sem mikið hafa verið til umræðu að undanförnu. Á fundinn eru m.a. boðaðir þingmenn kjördæmisins og fulltrúar samgönguráðuneytis og sveitarfélaga og fleiri aðilar. Alkóhólismi er yfirskrift námstefnu sem félag nema í félagsráðgjöf við Há- skólann efnir til í Lögbergi á laug- ardag kl. 13.00. Á námsstefnunni flytja erindi þau: Bragi Guð- brandsson félagsmálastjóri í Kópavogi, Jóhannes Bergs- veinsson yfirlæknir áfengis- deildar Geðdeildar Landsspíta- lans, María Játvarðsdóttir fél- agsráðgjafi og dr. Óttar Guð- mundsson læknir á Vogi. Á eftir verða almennar umræður. Góukaffi kvennadeildar Skagfirðingafé- lagsins í Reykjavík, fyrir félags- menn og gesti, verður veitt í Drangey, Síðumúla 35, föstu- daginn 18. mars kl. 20.30. I.búð óskast í eitt ár Barnlaushjón.blaðamaðurviðtímaritiðNýttlífog eðlisfræðingurhjá Iðntæknistofnun íslands, óska eftir að taka íbúð á leigu í eitt ár fyrir 1. júní n.k. Vinsamlegast hafið samband í síma 77179 á kvöldin, eða á daginn við Halldóru Sigurdórsdótt- ur í síma 685380 eða Heiðar Jón Hannesson í síma 687000. PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN óskar að ráða bréfbera hjá póst- og símstöðinni í Hafnarfirði. Laun eftir starfsaldri fyrir fullt starf með álagi frá kr. 33.726.00 til kr. 43.916.00. Upplýsingar hjá stöðvarstjóra í símum 50555 og 50933. Aukavinna Starfskrafta vantar í áskriflasöfnun gegnum síma. Góð laun fyrir gott fólk. Ekki yngra en 20 ára. Upplýsingar gefur Björn í síma 681663 eða 681333. Frá menntamálaráðuneytinu: Lausar stöður við grunnskóla. Umsóknarfrestur til 12. apríl. Vesturlandsumdæmi: Staða skólastjóra við Grunnskólann á Hellissandi. Stöður grunnskólakennara við grunnskólann í Borgarnesi, meö- al kennslugreina enska og handmennt. Rey kjanesumdæmi: Stöður grunnskólakennara við grunnskólana Kópavogi, meðal kennslugreina tónmennt og myndmennt, Seltjarnarnesl, meðal kennslugreina heimilisfræði og myndmennt, Garðabæ, meðal kennslugreina tónmennt og íþróttir, Hafnarfirði, meðal kennslu- greina heimilisfræði, raungreinar, erlend mál, íslenska og smíðar, Bessastadahreppi, meðal kennslugreina íþróttir og tónmennt, Mosfellsbæ, meðal kennslugreina íþróttir, myndmennt, hand- mennt, íslenska, erlend mál, og verslunargreinar, Keflavík, meðal kennslugreina tónmennt, íþróttir, myndmennt, heimilisfræði og sérkennsla, Grindavík, meðal kennslugreina kennsla yngri barna, raungreinar og saumar, Njarðvík, meðal kennslugreina tónmennt, Sandgerði, Garði, meðal kennslugreina tónmennt, myndmennt, heimilisfræði og erlend mál, Stóru-Vogaskóla, meðal kennslu- greina saumar og íþróttir og Klébergsskóla. Vestfjarðaumdæmi: Staða skólastjóra við Grunnskólann í Broddanesi. Stöður grunnskólakennara við grunnskólana ísafirði, meðal kennslu- greina, sérkennsla, íþróttir, hand- og myndmennt og heimilisfræði, Bolungarvík, meðal kennslugreina náttúrufræði, mynd- og hand- mennt, Barðastrandarhreppl, Patreksf irði, meðal kennslugreina íþróttir og smíðar, Tálknafirði meðal kennslugreina íþróttir og tón- mennt, Þingeyri, Mýrahreppi, Mosvallahreppi, Flateyri, meðal kennslugreina danska, íþróttir og myndmennt, Suðureyri, meðal kennslugreina danska, Súðavík, meðal kennslugreina íslenska, erlend mál, íþróttir og tónmennt, Drangsnesi, Hólmavík, Brodd- anesi, Borðeyri, Reykhólaskóla, meðal kennslugreinaraungrein- ar, handmennt, tónmennt, enska, heimilisfræði og íþróttir, Klúku- skóla, Héraðsskólann að Núpi og Héraðsskólann í Reykjanesi. Suðurlandsumdæmi: Staða skólastjóra við Grunnskólann í V-Landeyjahreppi. Staða sérkennara við grunnskólana í Suðurlandsumdæmi. Stöður grunnskólakennara við grunnskólana Vestmannaeyjum, Selfossi, V-Landeyjahreppi, Hvolsvelll, Hellu, Djúpárhreppl, Stokkseyrl, Eyrarbakka, Vlllingaholtshreppi, Þorlákshöfn, Kirkjubæjarskóla, Laugalandsskóla, Reykholtsskóla, Bisk- upstungum og Ljósafossskóla. Menntamálaráðuneytið.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.