Þjóðviljinn - 17.03.1988, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 17.03.1988, Blaðsíða 19
Aðalsteinn Jónsson var harður í horn að taka í vörninni í gærkveldi þegar Breiðablik vann FH. Handbolti Blikar áfram Unnu örvœntingarfulla Gaflara ígær- kvöldi með 7 marka mun komust í 4-0. Þeir héldu þeim mun þar til staðan var 6-2 en þá tók við tímabil þegar þeim tókst ekki að koma boltanum í netið hjá FH og klúðruðu mörgum fær- um þannig að FH jafnaði 7-7. Aftur varð jafnt 8-8 en þá tókst heimamönnum að gera tvö mörk rétt fyrir leikhlé. 10-8. í síðari hálfleik tóku Hafnfirðingarnir Björn og Hans úr umferð og gekk það vel því þeim tókst að jafna 15-15 eftir að liðin hefðu skipst á að skora. En þá tók við góður kafli hjá Breiðabliki. Þeir juku hraðann í leiknum og allt gekk upp hjá þeim en FH-ingar komust ekki í gegn um vörn þeirra en þegar þeim tókst að komast í gegn varði Guðmundur í marki Blikanna. Gaflararnir gerðust örvæntingar- fullir og réðu ekkert við hraðan í kjölfarið á því þegar Blikar náðu að komast í 6 marka forskot 22- 16. Undir lokin voru þeir farnir að leika sér og Guðmundur markvörður gerði eitt mark þvert yfir völlinn. Sigur þeirra var ör- uggur 28-21. Breiðablik var einfaldlega betri aðilinn í leiknum enda var barátta þeirra og vörn með ein- dæmum góð. FH virtist vanmeta þá framanaf en réðu síðan ekkert við þá undir lokin. F Dagvistun barna JL Hafnarfirði Félagsmálaráð Hafnarfjarðar er að kanna möguleika á breyttu rekstrarformi á dagvist- un barna í Hafnarfirði. Yrði slíkur rekstur til viðbótar þeim sem fyrir er. Af þessu tilefni er auglýst eftir tillögum þar að lútandi og hugs- anlegum samstarfsaðilum. Þeir sem áhuga hafa á málinu eru beðnir um að snúa sér til undirritaðrar í síma 53444, milli kl. 11 og 12 alia virka daga fram til 1. apríl n.k. Marta Bergman, félagsmálastjóri Hafnarfjarðar í>að var fyrst og fremst ákveðni og baráttuvilji sem færði Breiðabliki sigur í gær. Frá fyrstu mínútu spiluðu þeir af krafti og vörnin var mjög styrk. Blikarnir byrjuðu betur og Digranes 16. mars Bikarkeppni HSl UBK-FH 28-21 (10-8) Mörk UBK: Jón Þórir Jónsson 9, Björn Jónsson 4, Hans Kristjánsson 4, Andrés Magnússon 3, Svafar Magnússon 2, Aðal- steinn Jónsson 2, Ólafur Björnsson 1, Kristján Halldórsson 1, Þórður Davíðsson 1, Guðmundur Hrafnkelsson 1. Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 19. Útaf: Aðalsteinn Jónsson 4 mín, Magnús Magnússon 2 mín. Mörk FH: Guðjón Árnason 9, Óskar Ár- mannsson 4, Pétur Petersen 4, Þorgils Ótt- ar Mathiesen 3, Héðinn Gilsson 1. Varin skot: Magnús Magnússon 7, Bergs- veinn Bergsveinsson 6. Útaf: Guðjón Árnason 4 mín. Dómarar: Stefán Arnalds og Ólafur Har- aldsson voru góðir. Maður leikslns: Guðmundur Hrafnkels- son UBK. - ste I kvöld Handbolti Laugardalshöll kl.20.00 Fram-Víkingur 8 liða úr- slit bikarkeppninnar. T Auglýsið í Þjóðviljanum ÍÞRÓTTIR Evrópa Úrslit í gærkvöldi Glasgow Rangers-Steaua Bukarest 2-1 Steaua áfram 3-2 Real Madrid-Bayern Munchen 2-0 Real Madrid áfram 4-3 Barcelona-Bayer Leverkusen 0-1 Leverkusen áfram 1-0 Sporting Lisbon-Atalanta 1-1 Atalanta áfram 3-1 PSV Eindhoven-Bordeaux 0-0 Eindhoven áfram á 1-1 (mark á útivelli) Werder Bremen-Verona 1-1 Bremen áfram 2-1 Ajax-Young Boys 1 -0 Ajax áfram á 2-0 Anderlecht-Benfica 1-0 Benfica áfram á 2-1 Nánar á morgun. Getraunir Tveir með 12 rétla í rísapott HSI Bikarkeppnin Algerir yfirburðir Valsmenn kafsigldu Fylkis- menn strax í byrjun og leiddu í hálfleik með 18 mörkum gegn 7. í síðari hálfleik stilltu Valsmenn upp varamönnum sínum og voru þeir 10 mínútur í gangi áður en þeir gengu frá Fylkismönnum með 21 marks mun 12-33. Hjá Fylkismönnum var mark- hæstur Einar Einarsson með 4 mörk og Haukur Magnússon með 3 mörk. Fyrir Val gerðu flest mörk Jakob Sigurðsson 8, Þórður Sigurðsson 7, Júlíus Jónasson 6 og Valdimar Grímsson gerði 5 mörk. Þetta var alger einstefna og lítið gaman fyrir áhorfendur að sjá Val gersamlega rúlla Fylki upp. KR sigur í lokin Það var ekki fyrr en undir lok leiksins að KR tókst að gera út um leikinn þegar þeir léku við Vestmannaeyinga í Eyjum í gær- kvöldi og höfðu sigur 19-23. Leikurinn var mjög jafn og mjög harður, enda var staðan í hálfleik 10-10. Þegar nokkrar mínútur vöru til leiksloka var staðan 18-19 gestunum í vil og tóku þeir þá góðan endasprett og sigruðu nokkuð örugglega 19-23. Markahæstir í liði heima- manna var Hörður Pálsson með 5 mörk en Sigurður Friðriksson og Elís Björn Héðinsson gerðu 4 mörk hver. Af KR-ingum var markahæstur Stefán Kristjánsson með 7 mörk, Konráð Olavson með 6 og Sigurður Sveinsson með 4. Karfa Tæpt hjá Keflavík Það leit ekki vel út fyrir ÍBK í gærkvöldi þegar þeir heimsóttu Blikana í Digranes. í leikhléi var staðan 30-25 heimamönnum í vil en þegar síðari hálfleikur var hálfnaður tókst þeim að jafna 42- 42. Kelfvíkingar sigu síðan yfir þegar þeir keyrðu upp hraðann og Blikarnir náðu ekki að halda í við þá. Það var síðan góð rispa hjá þeim undir lokin þegar staðan var 54-55 sem færði þeim sigur þó naumt væri 57-68. Breiðablik barðist vel framan- af bæði í vörn og sókn en tókst ekki að halda í við gestina undir lokin. Liðin gerðu mörg mistök og var leikurinn ekki mikið fyrir augað þó áhorfendur væru þón- okkrir. Sigurður Ingimundarson var stigahæstur Keflvíkinga með 24 stig en Falur Harðarson gerði 18 stig. Jón Kr. Gíslason stóð sig með prýði og gerði 10 stig. Blikar voru með jafnt og gott lið þó Kristján Rafnsson væri að venju stigahæstur með 13 stig en Sig- urður Bjarnason stóð sig vel og gerði 12 stig og Guðbrandur Stef- ánsson gerði 10. Dómarar Jón Otti Ólafsson og Árni Sigurlaugsson voru nokkuð góðir enda hefur Jón Otti yfirleitt góð tök á leikjum sem hann dæm- ir. Breiðablik hefur átt góða leiki að undanförnu, barist vel og reynt að hafa gaman af þessu. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19 Það voru aðeins 2 með 12 rétta á laugardaginn og urðu hvor þeirra 1.123.935 krónum ríkari en 42 voru með 11 rétta og fékk hver 16.387. krónur. Annar þeirra með 12 var hópurinn BIS og þetta er í annað skiptið í vetur sem þeir ná þeim áfanga en í fyrra skiptið voru 64 aðrir með 12 svo þeir fengu eitthvað minna þá. Hinn aðilinn með 12 fékk þá á 64 raða kerfisseðil sem Haukar seldu en Fylkir seldu BIS hópn- um. Tippað á síðustu stundu Það hefur sýnt sig hjá íslensk- um getraunum að salan fer að mestu fram síðari hluta vikunnar enda eru margir sem koma á skrifstofu getrauna í Laugardal á laugardeginum og tippa yfir kaff- ibolla. Einnig hefur símaþjónust- an gengið vel og í síðustu viku fóru 31.000 raðir í gegnum símann auk þess sem fer í gegnum tölvu. Hópleikurinn BIS hópurinn bætti sig í þessari viku en aðrir fylgdu fast á eftir með því að fá 11 rétta. Það voru hóparnir Ágúst, JHPH 29, Trompásinn, Tryggur, Sléttbak- ur (eru þeir nú ekki búnir að fá nóg), Sörli og Rökvís. 1X2... 1X2... 1X2... 1X2... 1X2... 29. leikvika I s ^ ,s |% | STlSQiCIQccco'^J; Arsenal-Newcastle..........................111111111 Coventry-Derby.............................1111111x1 Nott.Forest-Man.Utd........................x 2 1 1 1 1 1 2 x Oxford-Chelsea.............................2 2 x x x 2 1 1 x QPR-Norwich................................x 1 x 1 1 1 1 1 1 Sheff.Wed.-Portsmouth......................1 1 1 x 1 x 1 1 x Southampton-Charlton.......................2 11111112 West Ham-Watford............................x 1 x 2 1 x 1 x 1 Wimbledon-Tottenham................................ 1x2122x21 Crystal Palace-Bradford......................2 1 1 2 x 1 1 1 x Man.City-Swindon.....................................111111112 Shrewsbury-Middlesbro....................... 1 2 2 1 2 1 2 2 x ALÞYÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið Kópavogi Morgunkaffi ABK Heiðrún Sverrisdóttir bæjarfulltrúi og Svandís Skúladóttir fulltrúi í Lista- og menningarnefnd verða með heitt á könnunni í Þinghóli, Hamraborg 11, laugardaginn 19. mars frá kl. 10-12. Allir velkomnir Stjórnin Alþýðubandalagið Kópavogi Spiiakvöld ABK Haldið verður áfram með hin vinsælu spilakvöld 3 kvöld í viðbót. Spilað verður mánudagana 25. mars og 11. og 25. april í Þinghóli, Hamraborg 11 og hefst spilamennskan kl. 20.30. Veitt verða kvöldverðlaun og heildarverðlaun sem eru helgarferð til Akur- ey ar. Gisting í 2 nætur og morgunverður á Hótel KEA. Allir velkomnir. Stjórn ABK ÆSKULYÐSFYLKINGIN Æskulýðsfylkingin í Reykjavík Aðalfundur Aðalfundur ÆFABR verður haldinn fimmtudaginn 17. mars að Hverfisgötu 105 kl. 20.00. Venjuleg aðaifundarstörf. Félagar eru hvattir til að mæta. Nýir félagar velkomnir. - Stjórnin.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.