Þjóðviljinn - 18.03.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 18.03.1988, Blaðsíða 1
Föstudagur 18. mars 1988 64. tölublað 53. árgangur GrænlenskirrækjutogarareruþegarfarniraðkomainntilHafnarfjarðar til löndunarog til áhafnarskipta. Togararnir ættu ekki að þurfa að tefjast lengi í höfn eftir löndun vegna áhafnaskipta, en það var ma. ein af ástæðunum fyrir því að þeir fóru frá ísafirði til Hafnarfjarðar. (Mynd: ísafjörðurlHafnarfjörður Slegist um Grænlendingana Grœnlenskir rœkjutogarar skipta um þjónustuhöfn. Frá ísafirði til Hafnarfjarðar. Ástœðan: Gerð afhagkvœmnisástœðum. Ársvelta viðskiptanna 80-100 miljónir Frá 1982 hafa 15-20 grænlensk- ir rækjutogarar á ári hverju notað ísafjörð sem þjónustuhöfn. Þar hefur aflanum, frystri rækju, ver- ið skipað á land og þaðan fluttur til Danmerkur. Einnig hafa áhafnaskipti farið fram í gegnum ísafjörð. Þorvaldur Jónsson, skipamiðl- ari sem er ásamt skipafélögunum Ok hf og Nesskipum hf. umboðs- maður grænlensku rækjutogar- ana, segir ástæðuna fyrir því að skipt sé um þjónustuhöfn vera þá að ódýrara sé að flytja rækjuna frá Hafnarfirði til Danmerkur en frá ísafirði. Kristján Jónasson, forseti bæjarstjórnar á fsafirði segir að flutningur Grænlensku togarana suður til Hafnarfjarðar sé áfall fyrir bæjarfélagið. Hrafkell Ásgeirsson, formaður hafnarstjórnar í Hafnarfirði segir að Þorvaldi Jónssyni skipamiðl- ara hafi verið úthlutað lóð við Hafnarfjarðarhöfn fyrir 1000 fer- metra skemmu. Sjábls. 5 Utanríkisráðherra Hemumdu svæðin tilPLO Steingrímurvill sjálfstœtt' ríki undir stjórn PLO á hernumdu svœðunum Merkileg stefnubreyting varð hjá íslenskum stjórnvöldum í gær þegar Steingrímur Hermanns- son, utanríkisráðherra, lýsti því yfir að hann væri þeirrar skoðun- ar að PLO ætti að fá sjálfstæði yfir hernumdu svæðunum og að hann styddi tillögu um alþjóðlega ráðstefnu um ástandið í Palestínu og að PLO ætti að sjálfsögðu að eiga fulltrúa á þeirri ráðstefnu. Svavar Gestsson hafði spurt ráðherrann um afstöðu ríkis- stjórnarinnar til framferðis ísra- elsstjórnar á herteknu svæðunum og hvort stjórnin hefði mótmælt síðustu atburðum. Steingrímur sagði að hann hefði óskað þess að málið yrði tekið fyrir á fundi norrænu utan- ríkisráðherranna í næstu viku og hann vonaðist eftir harðri yfirlýs- ingu frá þeim fundi. Sjá bls. 3 Ég á ekki nógu hörð orð til að tjá andúð mína á framferði ísraels- manna á hemumdu svæðunum, sagði Steingrímur Hermannsson á þingi í gær. Daníel Ortega Áróðursbragð hjáReagan? Reagan sendir3;200 dáta tilHondúras. Aróðurs- bragð til aðfáþingiðtil að samþykkja kontraaðstoð? Ronald Reagan er stórveldis- forseti og vill að það sjáist og heyrist. Stundum telur hann heiminn hafa steingleymt þessari staðreynd. Þá geríst hann angist- arfullur og rifjar upp staðreyndir fyrir fólki með því að senda her- menn til Líbanon, með því að fyr- irskipa innrás í Grenada, með því að senda flota inná Persaflóa og, nú síðast, með því að senda 3,200 hermenn til Hondúras. Sjá bls. 9 Snót Eyjar verkfalli Vilborg Þorsteinsdóttir: Getum ekki haldiðáfram einar. Fundið lítinn skilning hjáþeim sem eru okkurnœstir. Atvinnurekendurgáfuýmis fyrirheit í bókun gegn því að aðgerðum yrði aflýst Snótarkonur setja á ný upp svunturnar og hanskana og mæta til vinnu í dag. Laust eftir mið- nættið afréð stjórn- og trúnaðar- mannaráð að aflýsa verkfalli fé- lagsins. - Við mátum stöðuna einfaldlega þannig að við gætum ekki staðið lengur einar í átök- um. Þeir sem næstir okkur eiga að standa brugðust einfaldlega, sagði Vilborg Þorsteinsdóttir, formaður Snótar. - Verkfallinu er aflýst á grund- velli bókunar sem gerð var á sáttafundi í fyrrinótt, þar sem at- vinnurekendur lýsa sig reiðubúna að falla frá sveigjanlegum dag- vinnutíma og gefa fyrirheit um ýmis réttindamál sem eru nokk- urs virði, gegn því að verkfalli verði aflýst. Kaupliðirnir eru enn óræddir, sagði Vilborg. Sjá síðu 2 Stríð ogfriður Kofna Rússamir? Eftir samkómulag Reagans og Gorbatsjovs um meðaldrægar flaugar í haust segja ýmsir Nató- oddvitar að Sovétmenn hefðu yfirburði í hernaðarátökum í Evrópu. Um þessa staðhæfingu frá Brussel efast óháðir sérfræðingar og telja að Sovétmenn hafi eng- anvegihn hernaðarstyrk til árásar vestur, - og auk þess sé erfitt að koma auga á sovéskar forsendur fyrir að lenda í hernaði við Vest- urveldin í Evrópu. Um þetta fjallar Vigfús Geir- dal í annarri grein sinni um „Kjarnorkuvopnin, heniaöar- bandalögin og ísland'' í Þjóðvilj- anum í dag. Sjá „Heiminn" síðu 6-8

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.