Þjóðviljinn - 18.03.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 18.03.1988, Blaðsíða 3
IslandlPalestína Fögnum viðurtcenningu áPLO Elías Davíðsson: Næsta skrefað leita eftir stjórnmálasam- skiptum við PLO „Þ ví ber að fagna að Steingrím- ur Hermannsson skuli fyrir hönd íslensku rikisstjórnarinnar viður- kenna rétt palestínsku þjóðarinn- ar til eigin ríkis," sagði Elías Da- víðsson, ritari félagsins ísland/ Palestína. Elías sagði að margar af ná- grannaþjóðum okkar hafi viður- kennt PLO sem fulltrúa palest- ínsku þjóðarinnar og hefðu tekið upp stjórnmálasamband við sam- tökin. „ísland hefur hinsvegar stjórn- málasamskipti við ísrael en ekki við fulltrúa palestínsku þjóðar- innar. Ég tel því sjálfsagt að leitað verði eftir viðræðum við PLO um hugsanleg stjórnmála- samskipti," sagði Elías. -Sáf FRETTIR Utanríkisráðherra Sjalfstætt ríki PLO Steingrímur Hermannsson telur að PLO eigi aðfá sjálfstæði á her- numdu svœðunum ogfulltrúa á alþjóðlegri ráðstefnu um Palestínu. Svavar Gestsson: íslensk stjórnvöld hljóta að fordæmaframferði ísraelsmanna einsog fjölmörg þjóðþing hafa gert Lambhagi Staöíö i Kll Hafberg Þórisson hefur ekki staðið í skilum við Félag garðyrkjumanna gegnum árin áfélags- gjöldum vegnastarfs- mannasinna. Kröfur hjá lögfrœðingum Hafberg Þórisson sem rekur gróðrarstöðina Lambhaga hefur að vísu skilað inn skilagreinum vegna sinna starfsmanna til Fé- lags garðyrkjumanna en hann hefur í gegnum árin trassað að greiða félagsgjöldin og ekki greitt í lífeyrissjóð langt aftur í tímann. Guðmundur Ingólfsson hjá Fé- lagi garðyrkjumanna sagði þetta í samtali við Þjóðviljann í gær er hann var inntur eftir viðbrögðum félagsins vegna fréttar blaðsins í gær af suður-afrísku stúlkunni Gilu Carters. Það er búið að vera stapp í gegnum árin vegna Haf- bergs því hann hefur gert talsvert af því að ráða til sín útlendinga og hvorki útvegað þeim atvinnuleyfi né borgað af þeim nein félags- gjöld að sögn Guðmundar. Hafberg sagðist í samtalinu sem Þjóðviljinn átti við hann í fyrradag að hann hefði staðið í skilum vegna félagsgjalda Gilu til Verkakvennafélagsins Fram- sóknar en er Ragna Bergmann formaður félagsins var innt eftir því sagðist hún vita til þess að sótt hafi verið um atvinnuleyfi fyrir Gilu í janúar eða febrúar en fyrir þann tíma vissi hún ekkert um Gilu mál. Ekki var hægt að fá staðfestingu á að skilagrein hafi verið skilað til lífeyrissjóðs Fram- sóknar og Dagsbrúnar í gær en fullvíst er talið að ekki hafi neinum skilagreinum verið skilað þar inn fyrir tímabilið frá október til janúar. -tt Steingrímur Hermannsson, utanrfkisráðherra, lýsti því yfír á þingi í gær, að PLO ætti að fá sjálfstæði á hernumdu svæðun- um á vesturbakka Jórdanár. Þá sagðist hann styðja að alþjóðleg ráðstefna yrði haldin um ástand- ið í Palestínu og að PLO ætti að sjálfsögðu að eiga fulltrúa á þeirri ráðstefnu. Þessi ummæli utanríkisráð- herra féllu þegar hann svaraði fyrirspurn frá Svavari Gestssyni og Steingrími J. Sigfússyni um hver afstaða ríkisstjórnarinnar væri til framferðis ísraelsstjórnar á herteknu svæðunum og hvort ríkisstjórnin hefði mótmælt síð- ustu atburðum í Palestínu eða lýst yfir áhyggjum af þeim. Svavar sagði að daglega bærust hrikalegar fréttir af mannréttindabrotum og ofbeldi gagnvart einstaklingum og jafnvel gagnvart börnum. Sagði hann að framferði ísraelsmanna hefði verið gagnrýnt af fjölda- mörgum þjóðþingum og slíkt hið sama hlyti íslenska ríkisstjórnin að gera. Þá sagði Svavar að ríkis- stjórnin ætti að krefjast þess að alþjóðleg ráðstefna undir forystu Sameinuðu þjóðanna yrði haldin um ástandið og að PLO ætti aðild að þeirri ráðstefnu. Auk þess bæri að krefjast þess að ísrael yf- irgæfi hernumdu svæðin. Steingrímur sagði að ríkis- stjórnin hefði fjallað um mannréttindabrot ísraela og væri sammála fordæmingu hans á þeim. Sagðist hann varla eiga nógu hörð orð til að tjá andúð sína á framferði ísraela. Þá sagði Steingrímur að þetta mál yrði tekið fyrir á fundi utanríkisráð- herra Norðurlandanna í Tromsö í næstu viku, að sínu frumkvæði, og sagðist hann vonast til þess að Norðurlöndin sameinist um yfir- lýsingu í þessu máli, og að sú yfir- lýsing verði hörð. „Eg er sammála fyrirspyrjanda að það beri að halda alþjóðlega ráðstefnu um ástandið og PLO á að sjálfsögðu að eiga aðild að henni. Þá er ég þeirrar skoðunar að PLO fái sjálfstæði á hernumdu svæðunum, þó það verði ef til vill að gerast í áföngum," sagði Steingrímur. Svavar sagði það ekkert sjálf- gefið að niðurstaða fáist á fundi utanrikisráðherra Norðurland- anna og þar sem daglega bærust fréttir af ofbeldi og hryðjuverk- um frá hernumdu svæðunum bæri ríkisstjórninni að grípa strax til sinna ráða. Steingrímur sagðist taka þá ábendingu alvarlega og að það yrði kannað hvernig ís- lendingar geta fylgt málinu eftir. -Sáf Hafsteinn Ólafsson húsasmiður hefur reist tvöfalt hús, þ.e.a.s. hús inn í húsi, upp á Keldnaholti. Ytra húsið er að mestu úr gleri og eingöngu til skjóls, en inn í því er venjulegt einangrað hús. Rýmið milli húsanna má nýta til hinna margvíslegustu hluta, sem gróðurhús, til að hengja upp potta og sem leiksvæði fyrir börn. Húsið er reist í samvinnu við Hrafnkel Thorlacius, arkitekt og Björn Ólafsson, verkfræðing. Mynd. Sig. Iðnverkafólk Þokast áleiðis Guðmundur P. Jóns- son: Kaupliðir vænt- anlega rœddir. - Ég geri fastlega ráð fyrir að við munum ræða um kaupliði nýrra samninga á fundinum. Við gerum allavega kröfu um að halda kaupmætti síðasta árs, sagði Guðmundur Þ. Jónsson, formaður Landssambands iðn- verkafólks í samtali við Þjóðviy- ann í gær, en samninganefndir iðnverkafólks og verslunar- manna mæta atvinnurekendum í dag undir stjórn ríkissáttasemj- ara. Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans hefur þokast í samkomu- lagsátt í samningaviðræðum iðn- verkafólks og verslunarmanna og spá bjartsýnustu menn að þess megi fljótlega vænta að sam- komulag liggi fyrir. Guðmundur Þ. Jónsson sagðist ekki vilja spá neinu um hvenær samningar kynnu að takast. - Ég þori ekkert að segja um það hvort það dragi fljótlega saman með samningsaðilum. Það á enn eftir að ræða fjölmargt. Að sögn Guðmundar hefur til þessa aðallega verið rætt um rétt- indaflutning í veikindatilfellum, vaktavinnu- og vinnutímafyrir- komulag. -rk Sovétllsland Fylgja Muimansktillögum eftir Þrír sovéskir þingmenn sækja okkur heim tilþess aðfylgja eftir umfangsmiklum tillögum Gorbatsjovs um samdrátt hernaðarumsvifa í norðri og samvinnu á sviði auðlindanýtingar og umhverfisverndar Einsog mönnum er enn í fersku minni hélt Mikhael Gorbat- sjov sovétleiðtogi merka ræðu í Múrmansborg þann fyrsta októ- ber í fyrra. Hann skoraði á leið- toga NATO að hefja þegar í stað viðræður við fulltrúa Varsjár- bandalagsins um minni hernað- arumsvif á norðurslóðum og nefndi Grænlandshaf og Noregs- haf sérstaklega í því sambandi. Lét hann í ljós áhyggjur vegna frétta um að NATO hygðist fjölga stýriflaugum sínum á hafi og í lofti á Norður-Atlantshafi. Til lít- ils væri að draga saman seglin í Mið-Evrópu ef það þýddi stór- aukna spennu á jaðarsvæðum. Þrír sovéskir þingfulltrúar eru nú staddir hérlendis til viðræðna við íslenska þingmenn um „Murmanskfrumkvæði" Gorbat- sjovs, frú Semjonovna og herrar Ivanovitsj og Sevastjanovitsj. Sá síðastnefndi er fulltrúi í utanríkis- málanefnd Þjóðarráðs Sovétríkj- anna. Hann greindi frá því á blað- amannafundi í gær að enn hefði NATO ekki virt tillögur Gorbat- sjovs viðlits og því hefði Æðsta ráð Sovétríkjanna ákveðið að reyna að ná beinu sambandi við þjóðþing ríkja í norðri. Viðræður þeirra þriggja við íslenska þing- menn í gær hefðu verið gagnlegar en í dag munu þau ganga á fund Steingríms Hermannssonar utan- ríkisráðherra. Herra Ivanovitsj er deildar- stjóri í ráðuneyti erlendra efna- hagstengsla. Því lá beint við að inna hann eftir því hver háttur yrði hafður á viðskiptum Sovét- manna við erlend ríki í framtíð- inni. Sem kunnugt er gerir „per- estrojkan" ráð fyrir því að fyrir- tæki verði framvegis grunn- einingar sovésks efnahagslífs, skili hagnaði og annist sjálf samn- ingagerð. Svör deildarstjórans voru nokkuð loðin. Hann fullvissaði viðstadda um að milliríkjasamn- ingar yrðu ekki lagðir fyrir róða og enn síður yrði núgildandi „rammasamningi" íslendinga og Sovétmanna sagt upp. Hinsvegar kæmi „ýmislegt nýtt til greina" næst þegar viðskipti ríkjanna verða útkljáð. -ks. Föstudagur 18. mars 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.