Þjóðviljinn - 18.03.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 18.03.1988, Blaðsíða 4
LEIÐARI KLIPPT OG SKORIÐ Allir sammála - engar deilur Húsnæðismálin brenna heitt á stórum hluta þjóðarinnar. Þau tiafa oftar en einu sinni verið drjúgur þáttur í samningum verka- lýðshreyfingar um kaup og kjör og nægir í því sambandi að minna á að núgildandi húsnæðislánakerfi erskilgetið afkvæmi kjarasamninga. Þegar Jóhanna Sigurðardóttir settist í stól félagsmálaráð- herra og gerðist æðsti yfirmaður Húsnæðisstofnunar ríkisins, væntu margir þess að upp væri runnin ný og betri tíð. Hún hafði verið óvæginn gagnrýnandi fyrri ráðherra og talið honum til vansa að sinna ekki húsnæðismálunum betur. Hvort sem gagnrýni Jóhönnu var á rökum reist eða ekki, er Ijóst að mikið af henni mætti endurtaka nú óbreytt. Boðuð bylting hefur látið á sér standa. í heilt ár er ekki gefið eitt einasta loforð um húsn- æðisstjórnarlán. Áætlað er að um næstu áramót bíði 12.000 einstaklingar eftir láni. Góður vilji félagsmálaráðherra dugar sem sagt ekki til að koma húsnæðislánakerfinu í viðundandi horf. Aftur og aftur hefur komið í Ijós að andstaða við áform hennar er ekki mest hjá stjórnarandstöðunni á alþingi heldur hjá þingmönnum Sjálfstæðis- og Framsóknarflokksins sem eru í stjómarsam- starfi með Alþýðuflokknum. Það er reyndar ekki alveg frítt við að Jóhanna hafi líka hreppt mótbyr hjá flokkssystkinum sínum. Nú hefur frést að félagsmálaráðherra ætli að gera enn eina tilraun til að koma betri skipan á húsnæðislánakerfið og er óskandi að góð áform hennar verði ekki enn eina ferðina úti á þeim hrjóstrum tómlætis og andúðar sem ríkisstjómin telur heppilegast umhverfi flestum félagslegum málum. Aðferðir ráðherrans við endurskoðun húsnæðiskerfisins benda þó ekki til að sjálfgefið sé að öllum nýjum hugmyndum verði alls staðar tekið með húrrahrópum. Upplýst hefur verið að um nokkurra vikna skeið hafi nefnd hagfræðinga á vegum félagsmálaráðuneytisins unnið að því að endurskoða lög og reglur um húsnæðiskerfið. Það vekur athygli að ráðherra hefur ekki skipað neinn fulltrúa frá verka- lýðshreyfingunni í nefndina en aftur á móti eru þar fram- kvæmdastjóri Félags íslenskra iðnrekenda og hagfræðingur frá Seðlabankanum. Nefndarmenn geta tæpast talist fulltrúar mismunandi sjónarmiða. Kjartan Jóhannsson alþingismaður, sem leitt hefur starf nefndarinnar, hefur hælt sér af því að nefndin sé búin að fara í gegnum allt húsnæðiskerfið á met- tíma, minna en 5 vikum. Spurning er hvort ekki hefði verið unnt að stytta þann tíma enn frekar ef þess hefði verið betur gætt að allir nefndarmenn hugsuðu nákvæmlega eins. Félagsmálaráðherra boðar að nefndarálitið verði kynnt þing- mönnum og ýmsum hagsmunaaðilum innan skamms og lætur í það skína að alþingi muni fjalla um málið á vetri komanda. Ráðherrann virðist ekki mjög órólegur þótt hrikalega langur biðlisti eftir húsnæðislánum skapi óvissu hjá fjölmörgum fjöl- skyldum í landinu. Gæti ekki núverandi þing sem hægast setið eitthvað fram á vorið, ef það mætti verða til að koma á nýrri og betri skipan á húsnæðislánakerfið?. Oft hefur verið drollað yfir ómerkilegri málum. Fyrirfram skal ekki felldur dómur um tillögur hagfræðing- anna en ekki hefði sakað þótt reynt hefði verið að tryggja þeim brautargengi með því að leita til breiðari hóps við tillögusmíð- ina. Mönnum finnst óskemmtilegt að vera látnir standa frammi fyrír gerðum hlut. 17 konur á þingi Á alþingi hefur verið sett nýtt met. Þar sitja nú 17 konur. Óvenju mikið er um að varamenn hafi verið kallaðir inn á þing og við það hefur konum þar fjölgað. Þetta minnir á hversu fátítt er að konur skipi efstu sæti á framboðslistum, vonarsætin og varamannasætin eru þeirra hlutskipti oftar en ekki. Samt sem áður miðar nokkuð í átt til aukins jafræðis kynj- anna á þessu sviði. Hænufetin eru í rétta átt, en ósköp eru þau stutt! ÓP Steinaldarmað- ur á Stöð 2? áníli'. S rfUr jííit mn <eta as m aág i JivlEíH eiJ(fK-:;!;-;(,ri Umíi, fj ?énttklrj sl-U£T.uir„ þliililc ¦•-.: tiú ntnr korttlí ?( h Um þctijt hi-í éj v.U'!ií,:-,l,ji::ni ^IíhH's ¦M-R-l h'Mð híLfil'VtHf i.^iHh rWlöirsMi ra = «3"r íiT/r-lií'jí'H.-Sf.íl i-írc-l ÍLTílslEIt; IJISl í'ílUyWIL Iííl'Ií licvr; silíáfwnss r.ir:Ki(:fi.-ri. jiar líA-m i 5i4fiam ng in« þepir þvir nd ( milflatnlítRi -f i (ifF, hlutÍFTiir skítöa' Ma Óttar £ fli íílSGi Fleyg orð Markús Örn Antonsson virðist eiga sér í skúffunni ofurlitla úrklippumöppu sem hann límir í fjölmiðlayf- irlýsingar kollega síns á Stöðinni, Jóns Ottars Ragn- arssonar. Markús Örn hellir úr þessum skálum í Morgun- blaðinu í gær og eru hin fleygu orð Stöðvarstjórans vissulega hin fróðlegasta lesning. Markús fylgir text- unum úr hlaði með þeim stfldómi að þeir séu ,jkóla- bókardœmi umfullyrðingar, glamur og glys sem sérsaum- að erfyrir hvert tækifæri, þar sem menn láta vaða á súðum ogsnúa léttilega við blaðinu þegarþeirhafa verið króaðir afog ekki stendur steinn yfir steini". Betri, stærri, meiri Þetta er óvenju harð- skeytt hjá hinum kurteisa og vel upp alda útvarpsstjóra, en tilvitnuð ummæli kol- legans hafa heldur ekki ein- kennst af hjartans lítillæti: - Sjónvarpinuhefur aldrei tekist að klúðra sam- an mynd eftir íslendinga- sögum eða öðrum íslenskum bókmenntaverkum, - á- horfskönnun sýnir okkur í sókn og mér kæmi ekkert á óvart að þetta væri upphafi að endinum hjá ríkissjón- yarpinu, - Ríkisrisinn hleypur undir pilsfald Stóru Mömmu um leið og á bjátar í samkeppninni, - ófugt við RÚV er það ekki okkar markmið að níða niður keppinautinn, - flestir telja innlenda þætti á Stöð tvö betri en sambærilega þætti í RÚV, - bráðum náum við því takmarki að geta Iifað algerlega án auglýsinga, - 1987 náðum við því marki að komast upp fyrir keppinaut okkar í auglýsingatekjum, -¦ gerum alla okkar dagskrá fyrir innan við helming af þeim kostnaði sem hún kost- ar hj á Ríkiss j ónvarpinu,- við erum með 60-65% af auglýsingamarkaðnum, - um 100 manns starfa alfarið hjá Stöð 2, á Ríkissjónvarp- inu einu skilst mér að séu um 180 manns, þótt mér sé sagt að launakostnaður þar sam- svari launum á 3. hundrað manns. Og svo framvegis. Haþrouö vídeóleiga Markúsi Erni blöskrar og hefur upp kröftugan söng: „Meðfádæma kjaftavaðli, ótrúlegri sjálfumgleði og linnulausum blekkingar- flaumi hefur sjónvarpsstjóri Stöðvarlstaðið íþvíað sverta keppinautinn og upp- hefja sjálfan sig og Stöð 2 langt umfram efni" (og hér kemur stílbragðið sem stundum er kennt við hið kæfandi faðmlag:) „þó að Stöð 2 sé alls góðs makleg og hafi hlotið afbragðsgóðar viðtökursem tæknilega há- þróuð útfærsla afvídeóleigu með heimsendingaþjón- ustu." Og það er enn meira blóð í kúnni: / „ófrægingarher- ferð" Jóns Óttars og félaga er allt brennt sama marki: ,fleikvæði, rangfærslur, hálfsannleikur eða vísvitandi blekkingar ísamanburði við íslenska Sjónvarpið. Þarf þessa viðhorfsbrenglun tilað ávinna nýju ogframsæknu fyrirtæki viðunandi sess á markaðnum?" íbeinni útsendingu Þetta er sumsé að verða mjög hressileg höggorusta hjá stjórunum tveimur og reyndar vel athugandi að báðar stöðvar legðu saman í púkkið og sýndu okkur slagsmálin í beinni útsend- ingu. Raunar læðist að sá grun- ur að sá ofsi sem brýst úr penna útvarpsstjóra í Mogg- agreininni eigi sér fleiri ástæður en glamranda Jóns Óttars. Staðreynd er nefni- lega að Stöðin hefur notið margskonar pólitískrar vel- vildar í samkeppninni með- an Sjónvarpið hefur verið sett í spennitreyju nesj a- mennsku og niðurskurðar. Og þetta er þeim mun sárara fyrir Markús Örn vegna þess að óvildarmenn ríkisút- varpsins eru einkum af þeim pólitíska lit sem hann bar sjálfurforðum. Einmitt þessar aðstæður hafa gert það að verkum að Sjónvarpið stendur í miklu meiri samkeppni við Stöð- ina en efni standa í raun og veru til. Því að einsog Mark- ús bendir á með athuga- semdinni um hina háþróuðu vídeóleigu er eðli stöðvanna tveggja gjörólíkt og kröf- urnartilþeirralíka. En vili Markús ekki líta líka í eigin barm fyrst hann er farinn að tjá sig jafn snöfurmannlega um ljós- vakasamkeppnina í dag- blöðunum? Er það alveg óviðkomandi hans ákvörð- unum og hans stefnumótun að Stöðvarstjórinn hefur olnbogarými til að gera sig jafn breiðan á kostnað Sjón- varpsins og raun ber vitni? Hvaða menn hefur Markús Örn ráðið sér til hægri hand- ar í Sjónvarpinu og hvernig haf a þeir reynst? Hvað veld- ur því að fréttatími Stöðvar- innar fær þann dóm flestra blaðamanna að vera að minnsta kosti ekki síðri en Sjónvarpsins, þrátt fyrirfá- tæklegri tækjabúnað og minni mannskap? Hvað veldur því að heimsending- arbúllan getur yfirhöfuð borið sig saman við sjónvarp allra landsmanna um inn- lenda dagskrárgerð? Er það bara fjárskortur á Lauga- veginum sem veldur því að áhugamenn um til dæmis ís- lensk menningarmál og þjóðmálaumræðu fá meira fyrir sinn snúð á Gufu, Rás, Rót, og - oft - Stöð tvö en í Sjónvarpinu? -m þJÓÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis- og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Úlgálulélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, MöröurÁmason, Órlar Proppó. Fréttaatjúrl: LúovfkGeirsson. Blaðamenn: Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Ingibjörg Hinriksdóttir (íþr.), Hjörleifur Sveinbjömsson, Kristófer Svavarsson, Magnfriöur Júlíusdoff ir, Magnús H. Gíslason, Lilja Gunnarsóóttir, Olatur Gíslason, RagnarKarlsson, Sigurður A. Friðþjofsson, Stefán Stefánsson(íþr.j, Sævar Guðbjörnsson, Tómas Tómasson. Handrita- og prófarkalostur: Elías Mar, HildurFinnsdóttir. Ljósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlitstolknarar: GarðarSigvaldason, MargrétMagnúsdóttir. Framkvæmdt,s!jóri: Hallur Páll Jónsson. Skrlf8to«u»t|6rl:J6hannesHarðarson. Skrlfstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristln Pétursdóttir. Auglý»lngast)6rl:SigrlðurHannaSigurbjðrnsdóttir. Auglýslngar: Guðmunda Kristinsdóttir, Olga Clausen, Unnur A- gústsdóffir. Slmavarsla: Hanna Ólafsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Bfistjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbrelðslu-og afgrolðslust]órl: Björn Ingi Rafnsson. AfgrelSsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innholmtumonn: Brynj6lfur Vilhjálmsson, ÓlafurBjömsson. Útkeyrsla, ofgrolðsla, rltstjórn: Slðumúla 6, Reykjavfk, sími 681333. Auglýsfngar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrotog setnlng: Prentsmiðja Pjóðviljanshf. Prsntun: Blaðaprent hf. Vorð(lausasölu:BOkr. Helgarblðð:70kr. Áskrtttarverð A mánuði: 700 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Föstudagur 18. mars 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.