Þjóðviljinn - 18.03.1988, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 18.03.1988, Blaðsíða 8
W M mögnun átaka. Nató mun að öllum líkindum krefjast þess að ekki verði rætt um skammdræg kjarnavopn fyrr en samið hefur verið um hefðbundnu vopnin og bandalagið vill ekki ræða orust- uflugvélar enda nýtur það veru- legra yfirburða í flughernaði. Það mun leggja til að rætt verði um fækkun vopna í hefðbundnum landhernaði, skriðdreka, þyrlur -og fallbyssur. Til dæmis er talið líklegt að Nató geri tillögu um að hernaðar- bándalögin megi ekki eiga fleiri en 20 þúsund skriðdreka hvort um sig. Þetta þýðir að Varsjár- bandalagið yrði að fækka sínum skriðdrekum um 20 til 30 þúsund en Nató aðeins um 5000. Það eru því allar líkur á því að ólíkt mat á herstyrk þessara tveggja and- stæðu blokka verði eftir sem fyrr helsti þröskuldur í vegi fyrir samkomulagi um fækkun hefð- bundinna vopna í Evrópu. Vestur-Evrópa berskjölduð? Vestrænir fjölmiðlar hafa að undanförnu hamrað á því að Var- sjárbandalagið hafi mikla yfir- burði í hefðbundnum vígbúnaði og gæti nýtt sér þá til að gera skyndiárás á Vestur-Evrópu án þess að Nató kæmi miklum vörn- um við. Virtir vígbúnaðarsér- fræðingar hafa dregið þessar full- yrðingar stórlega í efa, þeirra á meðal Bandaríkjamennirnir Eugene Carroll aðmíráll og vara- forstjóri Center for Defense In- formation, Michael MccGwire starfsmaður Brookings Instituti- on og einn helsti sérfræðingur Bandaríkjanna um sovéskan víg- búnað og Jonathan Dean ráðgjafi Union of Concerned Scientists og fulltrúi Bandaríkjanna í MBFR- viðræðunum um árabil. Þá hefur enginn bandarískur herforingi hingað til lýst því yfir að hann vildi skipta á bandarískum her og sovéskum. MccGwire vann við það sjálfur eitt sinn að rannsaka áform So- vétríkjanna og gera síðan hern- aðaráætlanir fyrir Nató. Hann hefur gert grein fyrir því að þeir sem við slík störf fást reikni ævin- lega með því versta sem gerst get- ur, miðað sé við hámarksgetu So- vétríkjanna og besta mögulega árangur sem þau geta náð í hern- aði. í þessum útreikningum er allt talið til í þeim tilgangi að gera hernaðarmátt Sovétríkjanna sem mestan og gengið út frá því vísu að þau ætli sér að leggja undir sig alla Evrópu um leið og þau hafa til þess nægilegan styrk. Menn gleyma hins vegar að spyrja sig þeirrar spurningar hvort Sovét- ríkin hafi yfirhöfuð einhverja þörf fyrir að ráðast inn í Vestur- Evrópu eða hvort þau gætu hald- ið þar yfirráöum án of mikils til- kostnaðar og án þess að efna- hagslíf lamaðist. Menn eins og MccGwire benda á að Sovétríkin njóti ekki einu sinni lengur mikils stuðnings meðal vesturevrópskra kommún- istaflokka (sem stöðugt hafa farið minnkandi frá stríðslokum) og hafi því litla möguleika á að koma sér upp starfhæfum leppstjórnum í Vestur-Evrópu er nytu lág- marksstuðnings almennings. So- vétríkin eiga reyndar fullt í fangi með að hafa stjórn á Austur- Evrópuríkjunum og að halda sjálfum sér gangandi hvað þá að AÐALFUNDUR Aðalfttndur Verzlunarbanka íslands hf. verður haldinn í Súlnasal Hótel Sögu laugardaginn 26. mars 1988 og hefst kl. 14:00 Dagskrá: Aðalfundarstörf skv. 33 grein samþykktar bankans. Tillaga bankaráðs um útgáfu jöfhunarhlutabréfa. Tillaga bankaráðs um aukningu hluta- fjár félagsins um kr. 100.000.000,-. Önnur mál löglega frarn borin. Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar til fundarins verða afhentir hluthöfum eða umboðsmönnum þeirra í afgreiðslu bankans Bankastræti 5, miðvikudaginn 23. mars, fimmtudaginn 24. mars og föstudaginn 25. mars 1988 kl. 9:15 - 16:00 alla dagana. Bankaráð Verzlunarbanka íslands hf. HEIMURINN 7 þau ráði við að stjórna löndum sem standa þeim langtum framar efnahagslega og tæknilega. Það sem Sovétríkin hafa að sækja til Vesturlanda eru viðskipti og tækniþekking og þau gera það ekki með því að leggja siðmenn- ingu þessara landa í rúst. Sovétríkin og önnur Varsjár- bandalagsríki hafa á að skipa 5 til 6 miljón manna herliði, í herjum Nató eru um það bil 5 miljónir manna og er þá franski herinn ekki meðtalinn, og Kína ræður yfir nærri 5 miljón manna her. Það sem einkum á að sýna yfir- burði Varsjárbandalagsins er skriðdrekafjöldi þess. Því er haldið fram að Varsjárbanda- lagið hafi meira en 50 þúsund skriðdreka eða ríflega tvöfalt fleiri en Nató. Nútíma herstyrkur verður hins vegar ekki metinn með tölulegum samanburði. Þar koma miklu fleiri þættir greina. í Varsjárbandalagsríkjunum búa um 380 miljónir manna og þjóðarframleiðsla þessara ríkja er um það bil 2000 miljarðar doll- ara. Natólöndin telja hins vegar nærri 580 miljónir íbúa og þjóð- arframleiðsla þeirra er meiri en 6000 miljarðar dollara. Vestur- veldin eru meira en áratug á undan Sovétríkjunum í tölvu- tækni og annarri hátækniþróun og Varsjárbandalagsríkin geta tæplega brauðfætt sig sjálf. Þessi samanburður segir ef til vill meira en nokkuð annað um þær mis- munandi forsendur sem þessar tvær hernaðarblokkir hafa til að byggja upp hernaðarmátt. Canon Ljósritunarvélar ° FC-3 kr. 36.900.- stgr. ÉC-5 kr. 39.900,- stgr. Skrifvélin sími 685277 Caiion Rétti tíminn til reiknivélakaupa. Mikiö úrval. Lækkað verð. I<rifvélin hf Suðurlandsbraut 12. S:685277 - 685275 Innrásarlið þarf nær fimmfalda yfirburði Komi til átaka í Evrópu hafa Sovétríkin þá „yfirburði" um- fram Bandaríkin að þau eru sjálf Evrópuríki og eiga því hægara um vik hvað varðar liðs- og birgð- aflutninga (síðast þegar Sovétrík- in háðu styrjöld í Evrópu voru þau þó komin upp á náð vopna og matvæla sem flutt voru frá Norður-Ameríku). Sovétríkin og fylgiríki þeirra eru hins vegar um- kringd óvinveittum ríkjum á nær til^/allar hliðar, til dæmis er nær þriðjungur sovéska hersins bund- inn austur við kínversku landa- mærin. Menn eins og Jonathan Dean draga mjög í efa að Sovétherinn hafi mikið gagn af herjum hinna Austur-Evrópuríkjanna, þvert á móti séu Sovétríkjunum settar þær skorður að þurfa að halda hernámsliði eftir í öllum fylgiríkj- unum til að halda yfirráðum þar meðan þau ættu í hugsanlegri styrjöld við Natóríkin. Það er viðurkennd regla að innrásarlið þurfi fjór- eða fimmfaldan liðsmun yfir þann her sem til varnar er. Þetta kemur meðal annars til af því að varnar- liðið velur vígvöllinn, það þekkir landssvæðið betur og nýtur sál- ræns styrks af því að verja heima- land. Innrásarherir Varsjárband- alagsins þyrftu að ráðast gegnum fjóra „flöskuhálsa" eða „hlið“ inn í Vestur-Evrópu þar sem að- stæður eru mjög hagstæðar til varnar. Þessar leiðir Iiggja um norðurþýsku slétturnar, um Göttingen í Neðra Saxlandi, um Fulda í Hesse og um Hof í Bæjar- alandi. Jafnvel þótt Varsjár- bandalagið hafi tölulega yfir- burði í herstyrk er ljóst að þeir nægja engan veginn til að leggja undir sig Vestur-Evrópu. Átök milli risaveldanna yrðu aldrei takmörkuð við Evrópu. Það er yfirlýst stefna Bandaríkj- anna að slík styrjöld tæki til alls heimsins samstundis og hún bryt- ist út einhvers staðar. Flotar Bandaríkjanna og Nató myndu þá strax sækja fram ásamt land- gönguliðssveitum norður í Bar- Rauði herinn marsérar. Er innistæða að baki háum tölum um hefðbundinn herstyrk Kremlverja? entshaf, inn á Eystrasalt, Svarta- haf og Okhotskhaf. Sovétmenn þurfa því einnig að einbeita sér að verja herstöðvar sínar á þessum slóðum eins og til dæmis á Kola- skaga. Það er einmitt eitt aðalat- riðið í sóknarstefnu Bandaríkj- anna á höfunum að dreifa kröftum Sovéthersins, ekki bara á sjó heldur einnig landi. Ef betur er að gáð eru tölulegir yfirburðir Varsjárbandalagsins í mannafla og tólum ekki jafnmiklir og talsmenn Vestur- veldanna vilja vera láta. Stór hluti þessara hermanna er í vara- liði Sovétríkjanna og er talið að það myndi taka að minnsta kosti mánuð að koma þeim í bardaga- hæft ástand. Það er viðtekin skoðun að hermenn Vesturveld- anna fái mun betri þjálfun. Tala sovéskra skriðdreka er fengin með því að telja allt sem með ein- hverju móti er hægt að nefna því nafni, líka þá sem eru til vara og voru framleiddir í lok seinni heimsstyrjaldar. Ef þeir skrið- drekar eru aðeins taldir sem eru í daglegri notkun og hægt er að beita fyrirvaralaust þá hafa So- vétríkin 8000 skriðdreka eða álíka marga og Nató, eftir því sem Jonathan Dean segir í grein um hernaðaröryggi í Evrópu sem hann skrifaði á síðasta ári í bandaríska tímaritið Foreign Aff- airs. Nató og Bandaríkin eiga aftur á móti miklu fleiri og fullkomnari vopn til að granda skriðdrekum, vopn sem sum hver eru mjög fyr- irferðarlítil en geta hitt skotmörk sem eru í tugmflna fjarlægð. Jafnvel þótt Varsjárbandalagið kunni að eiga fleiri flugvélar eru yfirburðir Nató í lofti ótvíræðir. Flug Þjóðverjans Matthíasar Rust í lítilli einkaflugvél til Mos- kvu segir sína sögu um veikleika í loftvarnakerfi Sovétríkjanna. Staðan er þrátefli Samkvæmt því sem hér hefur verið sagt má álykta að Varsjár- bandalagið hafi ekki til þess styrk að leggja undir sig Vestur- Evrópu, hvorki með vel undirbú- inni innrás eða skyndiárás. Það er einnig óhætt að fullyrða að Nató hafi ekki næga burði til að sigra Sovétríkin í stríðsátökum heldur má segja að um þrátefli sé að ræða. Það er því löngu tímabært að gert verði samkomulag um umfangsmikla afvopnun á öllum stigum vígbúnaðar í Evrópu. Það er ljóst að þær samninga- viðræður sem nú fara í hönd verða bæði langar og flóknar. Þótt jafnvægi ríki nokkurn veg- inn þá er ekki þar með sagt að semja eigi um nákvæmlega jafn- an niðurskurð á öllum vopna- kerfum heldur þarf að vega og meta bæði magn og gæði, skrið- dreki frá 5. eða 6. áratugnum verður ekki metinn til jafns við nýjan skriðdreka sem búinn er fullkomnasta tölvu- og hátækni- búnaði. Þær hugmyndir hafa komið fram að Nató eigi jafnvel að bjóð- ast til að semja um skammdræg kjarnavopn á móti því að Var- sjárbandalagið leggi niður þeim mun fleiri skriðdreka, fallstykki eða þyrlur og sömuleiðis að vest- ræn ríki bjóði upp á aukin við- skipti og tækniaðstoð gegn því að Varsjárbandalagið dragi úr tölu- legum mun á vopnum bandalag- anna. Margir telja að árangur í samn- ingaviðræðum um hefðbundnu vopnin sé háður því að Gorbat- sjov Sovétleiðtogi sýni sams kon- ar sveigjanleika og í INF- samningunum. Enn aðrir segja að kominn sé tími til að Natóríkin hætti að draga fæturna í afvopn- unarmálum því að ef bilið í kapphlaupinu um friðartillögur eykst enn frekar en nú erj þá kunni það að hafa alvarlegar af- leiðingar fyrir eininguna í Nató. 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 18. mars 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.