Þjóðviljinn - 18.03.1988, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 18.03.1988, Blaðsíða 15
IÞROTTIR Evrópa Atli Hilmarsson brýst í gegnum vörn Víkinga í gærkveldi. Handbolti Atli frábær Fram vann Víkinga íHöllinni ígær- kvöldi 26-25 og komast því áfram íbik- arnum. Atli skoraði sigurmarkið á síð- ustu stundu og rauk upp í stúku Frammarar voru ofsa kátir þegar Atli hafði skorað ioka- markið utan af velli enda ástæða tii. Þeir voru frískir gegn Víking og flest gekk upp hjá þeim þó að bæði liðin gerðu fullt af mistök- um. Fram byrjaði vel í gærkvöldi og komust í 3-1 og 6-4 enda vörnin góð auk þess að hraðaupphlaupin tókust að þessu sinni. En eftir það fóru þeir að dala og gekk illa að komast í gegnum vörn Hæð- argarðspiltanna. Birgir Sigurðs- son tók Sigurð Gunnarsson úr umferð og við það riðlaðist spilið. Víkingar aftur á móti fóru að taka við sér og jöfnuðu 7-7, tóku vörn- ina vel og komust í 9-14. Fram vaknaði rétt fyrir leikhlé og náðu að minnka muninn í 13-15. Atli og Júlíus byrjuðu síðari hálfleikinn á því að gera sitthvort glæsimarkið hvor og jafna leikinn 15-15. Eftir það var mjög jafnt á liðunum þó að Fram væri betri í Laugardalshöll 17. mars Bikarkeppni HS( Fram-Víklngur 26-25 (13-15) Mörk Fram: Atli Hilmarsson 11, Júlíus Gunnarsson 4 (1v), Ragnar Hilmarsson 3, Birgir Sigurösson 3, Egill Jóhannesson 2, Hermann -Björnsson 2, Hannes Leifsson 1. Varin skot: Jens G. Einarsson 8 og Guð- mundur A. Jónsson 1 (1v). Útaf: Hannes Leifsson 2 mln. Mörk Vfklngs: Bjarki Sigurðsson 7, Árnl Friðleifsson 6, Sigurður Gunnarsson 6 (2v), Karl Þráinsson 2, Guðmundur Guð- mundsson 2, Hilmar Sigurglslason 1, Sig- urður Ragnarsson 1. Varln skot: Kristján Sigmundsson 8, Sig- urður Jensson 1. Útaf: Karl Þráinsson 2 mín, Sigurður Gunnarsson 2 mín, IngólfurSteingrímsson 2 mín. Dómarar: Hákon Sigurjónsson og Guðjón L. Sigurðsson vonj slakir. Maður leiksins: Atli Hilmarsson Fram. -ste vörninni. Birgir tók Sigurð Gunnarsson enn úr umferð og við það gekk Víkingi mjög illa að komast í gegn. Síðan var jafnt 20- 20 og 21-21 en þá komst Fram í 2 marka mun 23-21. Víkingar gáf- ust ekki upp og náðu að jafna með góðum mörkum frá Árna Friðleifssyni og Bjarka í horninu 24-24. Atli sá um koma Fram í 25-24 en Árni jafnaði enn þegar 30 sekúndur voru til leiksloka. Boltinn gekk á milli Frammara og Víkingar reyndu að brjóta á þeim en þegar 4 sekúndur voru til leiksloka fékk Atli boltann úti á velli og þrumaði í gegnum vörn- ina og beint í markið utan af velli, fagnaði ógurlega og hljóp beint uppí stúku og Framliðið á eftir 25-26. Hjá Fram var Atli áberandi bestur og virðist vera að komast í sitt besta form. Hinir í liðinu voru mjög jafnir en Birgir tók Sigurð Gunnarsson alveg úr umferð. Af Víkingum var Sigurður Gunnars- son góður þegar hann var ekki í strangri gæslu Birgis. Liðið var þá eins og höfuðlaus her og gekk þeim illa að finna smugur í vörn- inni. Það var mikið af mistökum í leiknum og á tímabili voru bæði liðin sem eitt, því boltinn gekk á milli manna óháð í hvoru liðinu menn voru. Dómararnir höfðu ekki mikil tök á leiknum og virt- ust hafa litinn áhuga á því sem fram fór sem gerði það að verk- um að harkan var á tímabili mikil. Þar með eru Fram komnir í undanúrslit bikarkeppninnar ásamt Val,.Breiðabliki og KR. Amór með maric Real Madrid lélegir gegn Bayern Múnchen Evrópukeppni meistaraliða Real Madrid-Bayern Múnchen 2-0 Þetta var leiðinlegur og lélegur leikur sem einkenndist af stöðug- um töfum og áminningum. Pusk- as, Di Stefano, De Sol og fleiri gamlar stjörnur með Real Ma- drid á fyrri árum hefðu farið með veggjum hefðu þeir verið með. Fyrra mark Real kom á 27. mín- útu þegar þeir fengu aukaspyrnu rétt utan vítateigs, Gallego rúll- aði boltanum til Milan Jankovic sem skaut í varnarvegginn og af honum fór boltinn í netið. Seinna markið kom á 41. mínútu þegar Michael Gonzales vippaði knett- inum yfir Pfaff. Mark Hughes átti hættulegt færi eftir mistök í vörn Real en skaut yfir. Leo Been- hakker sagði eftir leikinn að til- gangurinn helgaði meðalið og betra væri að vinna í lélegum leik en tapa í góðum. Leikurinn var mjög grófur, enda fengu 7 leik- menn að sjá gula spjaldið. Anderlect-Benfica 1-0 Þó Belgunum tækist að vinna þennan leik höfðu Portúgalarnir unnið 2-0 í fyrri leiknum. Belg- arnir voru stöðugt í sókn og á 8. mínútu átti Arnór gott skot að marki Portúgalanna. Patrick Vervoort skaut rétt yfir slána af löngu færi en hættulegasta færi Benfica kom þegar Diamantino Miranda skaut í stöng á 21. mín- útu beint úr aukaspyrnu. Á 37. mínútu var Arnór aftur í færi en kollspyrna hans strauka slána. Það var ekki fyrr en á 64. mínútu að Anderlecht tókst að skora og var Arnór enn á ferðinni með mark beint úr aukaspyrnu. PSV Eindhoven-Bordeaux 0-0 Það eina sem ógnaði Frökkun- um var Eric Gerets sem átti skot í slá á 24. mínútu. Bordeaux sýndi aldrei þá gæðaknattspyrnu sem þeir hafa verið þekktir fyrir en Jean Tigana sat á bekknum vegna meiðsla á ökkla. Hann kom þó inná þegar 10 mínútur voru til leiksloka en náði ekki að drífa liðið áfram. Hollendingarnir komu meira inn í leikinn eftir því sem á leið en tókst ekki að koma knettinum í netið. Glasgow Rangers-Steua Bukarest 2-1 Rúmenarnir settu Skotana strax í mikinn vanda með því að skora strax á 3. mínútu. Þeir þurftu því að gera 4 mörk vegna markamunarins en Steua vann 2- 0 í Bukarest. Skotar náðu að jafna á 16. mínútu með marki frá Richard Gough eftir hornspyrnu og komast yfir 2-1 þegar þeir fengu vítaspyrnu eftir að Ian Durrant var brugðið innan víta- teigs. Ally McCoist skoraði létti- lega úr vítinu en þeim tókst ekki skora meira þrátt fyrir að vera stöðugt í sókn. i undanúrslit: Real Madrid (Spáni), Benfica (Portúgal), PSV Eindhoven (Hollandi), Steua Bukarest (Rúmeníu). Evrópukeppni bikarhafa Ajax-Young Boys 1-0 Peter Larson tókst að skora úr eina færi leiksins á 39. mínútu en Svissurunum tókst aldrei að kom- ast í almennileg færi allan leikinn. Marseílle-Rovaniemen 3-0 Frakkarnir höfðu Finnanna í hendi sér og úrslitin voru aldrei í hættu. Mörk Marseille gerðu Genghini á 18. mínútu, Allofs á 22. mínútu og Papin á þeirri 77. Dynamo Minsk-Mechelen 1-1 Belginn Eli Ghana gerði fyrsta mark leiksins á 29. mínútu. So- vétmönnunum tókst að svara á 59. mínútu en komust síðan ekki í nein umtalsverð færi. Sporting Lisbon-Atalanta 1-1 Annarar deildar liðið Atalanta hélt uppi heiðri ítalíu með því að gera jafntefli við stórliðið portúg- alska. Það var ekki fyrr en á 66. mínútu að Peter Houtman skall- aði boltann í net Atalanta. Mario Jorge kom boltanum í net ítal- anna augnabliki síðar en var dæmdur rangstæður. Cantarutti var síðan á ferðinni 8 mínútum fyrir leikslok með jöfhunarmark ítala. í undanúrslit: Ajax (Hollandi), Marseille (Fra- kklandi), Mechelen (Belgíu) og Atalanta (ítalíu). Evrópukeppni félagsliða Barcelona-Bayer Leverkusen 0-1 Lánið lék ekki við Barcelona þegar þeir léku við Þýskarana. Eftir að hafa gert jafntefli við þá útivelli töldu flestir að Spánverj- unum tækist að merja sigur á heimavelli, en Milton Queiroz gerði þær vonir að engu með marki af 30 metra færi á 60. mín- útu. Bernd Schuster kórónaði svekkelsi Spánverja þegar hann misnotaði víti þegar 6 mínútur voru til leiksloka. Werder Bremen-Verona 2-1 Bremenbúar virtust á sigurleið þegar Gunnar Sauer gerði mark af 30 metra færi á 32. mínútu en það fór um þá þegar Giuseppe Volpecina jafnaði með skalla- marki á 53. mínútu. Það varð síð- an úti um möguleika ítala þegar fyrirliði þeirra Antonio Di Genn- aro fékk að sjá rautt spjald 10 mínútum fyrir leikslok fyrir gróft brot á Norðmanninum Rune Bratseth og Bremen komst áfram í undanúrslit. Brugge-Panathinaikos 1-0 Belginn Kenneth Brylle skoraði eina mark leiksins rétt fyrir hálfleik eftir mistök hjá Grikkjunum. Vitkovice-Espanol 0-0 Espanol hélt uppi fána Spánar og komust áfram í keppninni eftir að hafa unnið Tékkana í fyrri leiknum 2-0. í undanúrslit: Bayer Leverkusen (V- Þýskalandi), Werder Bremen (V-Þýskalandi), Brugge (Belgíu) og Espanol (Spáni): iUM HELGINA, Skíðáganga Bláfjallagangan verður á laugar- daginn kl. 13.00. Hægt verður að ganga 20, 10 eða 5 kílómetra og fá allir þátttakendur viðurkenningarsk- jal. Veitingar verða í Bláfjallaskálan- um. Þeir sem ætla að skrá sig verða að vera búnir að því fyrir kl.11.00 á laugardaginn í síma 656359 eða mæta bara á staðinn. Júdó Opið mót verður á Akureyri á laug- ardag og sunnudag. Glíma Laugardaginn kl. 13.00 hefst í íþróttahúsi Kennaraháskólans grunnskólamótið í glímu. Fimleikar Á föstudag kl. 19.00 hefst í Laugar- dalshöll (slandsmeistaramótið í fim- leikum. Þá verður keppt í skylduæf- ingum hjá piltum og stúlkum. Laugardag kl.15.00 heldur keppn- in áfram og er þá keppt í frjálsum æfingum hjá piltum og stúlkum. Sunnudag kl. 14.00 hefjast síðan úrslit á áhöldum, sem eru að líkindum mesta spennan. Áætlaður tími fyrir verðlaunaafhendingu er síðan kl. 16.30. Fatlaðir Föstudag kl.i 6.00 hefst í Sundhöll- inni íslandsmeistaramót fatlaðra í sundi. Á laugardaginn kl. 16.00 hefst síðan síðari hluti á sama stað. Borðtennis Sunnudag kl. 13.00 fer fram Punktamót KR í KRhúsinu við Kapl- askjólsveg. Keppt verður í öllum flokkum karla og kvenna. Hlaup Laugardaginn kl. 15.00 hefst við sundlaugina í Breiðholti Breiðholts- hlaup |R. Karlar 35 ára og eldri og 34-19 hlaupa 17 kílómetra, sem eru 2 hringir en konur og drengir hlaupa 8.5 km. Byrjendur eru velkomir og geta hlaupið 1 hring. Þátttökuskráningar og upplýsingar gefur Jóhann Björg- vinsson frjálsíþróttadeild ÍR í síma 71023. Badminton Laugardag og sunnudag fer fram á Akranesi Ljómamótið í badminton og er keppt í A-flokki. Sund Á sunnudaginn fer fram Unglinga- mót UMSB í Borgarnesi en það er lokað mót. Blak Laugardagur Hagaskóli kl. 14.00 ka.íS-Þróttur Hagaskóli kl.15.15 kv.Þróttur-(S Sunnudagur Digranes kl. 14.00 ka. HK-KA Digranes kl.15.30 kv. UBK-Víkingur Karfa Fðstudagur Njarðvík kl.20.00 úrv.UMFN-UMFG Sandgerði kl.20.00 Ld.ka. Reynir- UMFS Laugardagur Seljaskóli kl. 14.00 úrv. ÍR-Valur Egilsstaðir kl. 14.00 1 .d.ka. UÍA-HSK Sunnudagur Hagaskóli kl.14.00 Ld.kv. KR-ÍR Hagaskóli kl.20.00 úrv. KR-Haukar Strandgata kl.20.00 1 .d.kv. Haukar- (R Handbolti Um helgina fara fram úrslit í yngri flokkunum. Leikið verður í 2. flokki karla og kvenna, 4. flokki karla og kvenna ásamt 6. flokki karla. Hús- næði hefur verið tryggt á eftirtöldum stöðum: Akureyri, Ásgarði, Hafnar- firði, teflavík, Njarðvík, Selfossi, Vestmannaeyjum og 4 húsum í Reykjavík. England Liveipool jafnar met Leeds Gerðijafntefli við Derby 1-1 og hefur því leikið 29 leiki án taps í ensku deildarkeppninni Það var Craig Johnston sem skoraði mark Liverpool á 54. mínútu þegar þeir gerðu jafntefli við Derby í fyrrakvöld 1 -1. Derby náði að jafna fimm mínútum fyrir leikslok með marki Mike Fors- yth. Craig Johnston ætlar að þakka sérdeilis vel fyrir að hafa fengið að leysa John Aldridge, sem er meiddur, af hólmi. Hann hefur skorað mark í leikjum þeirra. Það verður tveimur síðustu því spennandi leikur þegar þeir leika í deildar- keppninni gegn Everton á sunnu- daginn enda á Liverpool góða möguleika á að næla bæði í deildarmeistaratitilinn og bikar- inn en þeir leika gegn Notting- ham Forest 9. apríl í bikarnum. Föstudagur 18. mars 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.