Þjóðviljinn - 19.03.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 19.03.1988, Blaðsíða 2
Dísætt hjá Sykurmolunum Um 700 manns hlýddu á stór- tónleika Sykurmolanna á Hótel íslandi í fyrrakvöld, en þetta voru fyrstu tónleikar hljómsveitarinn- ar hér heima í fjóra mánuði. Heimsreisa er næst á dagskránni hjá Sykurmolunum og ljóst að nokkrir mánuðir munu líða þar til hljómsveitin heldur næstu tón- leika á heimavelli. I næsta mán- uði senda Sykurmolarnir frá sér 7“ smáskífu, aðra 10“, enn aðra 12“ og einnig svokallaðan CD disk. Hvenær stóra LP platan kemur síðan út, ræðst af samn- ingaviðræðum sem nú standa yfir við stórt bandarískt útgáfufyrir- tæki. Jóhann einn efstur Jóhann Hjartarson er einn efstur á skákmótinu á Akureyri með 5 V2 vinning eftir jafntefli við Helga Ólafsson í einu skákinni sem tefld var í gær. Næstur er Margeir Pétursson með 5 vinninga og biðskák við Helga, - þeir félagar setjast niður við hana í fimmta sinn í dag klukkan tíu. Gúrevítsj, Tisdall og Polúgajevskí hafa 5 vinninga. Níunda umferð verður tefld í dag og sú næstsíðasta á sunnudag. Óánægja í Útvarpsráð samþykkti á fundi sínum í gær harðorða ályktun þar sem hörmuð er sú afstaða stjórnvalda að hafna beiðni út- varpsins um 10% hækkun á út- varpsgjöldum. Pessi afgreiðsla sýni óvild stjórnvalda í garð út- varpsins sem að auki hafi tvö ár í röð brotið skýlaus ákvæði með útvarpsráði því að svipta útvarpið lögbundn- um tekjum af aðflutnings- greiðslum. Tveir fulltrúar ráðs- ins, Sjálfstæðismennirnir Inga Jóna Þórðardóttir og Magnús Er- lendsson greiddu atkvæði gegn bókuninni en fjórir ráðslimir voru henni sammála. ísfirðingar skrifa til Grænlands Bæjarstjórn fsafjarðar sættir sig illa við að hafa misst þjónustu við grænlenska rækjutogara suður til Hafnarfjarðar. Bæjarstjóra ísafjarð- ar hefur verið falið að skrifa landsstjóra Grænlands og útgerðum í landinu og óska eftir fundi hið fyrsta um þjónustu við rækjutogarana. Æskulýðshöll Gaflara opnar Ný æsktúýðsmiðstöð fyrir hafnfirska unglinga verður opnuð á sunn- udaginn. Æskulýðshöllinn er í nýuppgerðu husnæði þar sem veitinga- húsið Skiphóll var áður í hjarta bæjarins. Opið hús verður á sunnudag- inn og öllum bæjarbúum boðið að koma og sjá nýju miðstöð æskunnar. Fullkomnasta saltfisk- vinnslan Skerseyri hf. í Hafnarfirði, fullkomnasta saltfiskverkunar- fyrirtæki í landinu var formlega tekið í notkun í gær í nýju 970 fm. húsnæði. 12-14 manns munu vinna hjá fyrirtækinu en allur búnaður er sérhannaður og smíð- aður hjá Trausti hf. Fiskur til vinnslunnar er keyptur frá fisk- mörkuðum en Skerseyri er steinsnar frá Fiskmarkaðnum í Hafnarfirði. Opið hjá Orkustofnun Opið hús verður hjá Orkustofnun á sunnudag milli 13-17 í tilefni af Norrænu tækniári. Meðal þess sem fóiki gefst kostur á að sjá og reyna eru sérútbúnir mælingarbílar, efnagreiningartæki, tölvuúrvinnsla vegna olíuleitar á Hatton-Rockall, vinnsla jarðfræðikorta, vatna- mælingar og fleira. Langflestir með Ijós og spenntir Úttekt lögreglunnar fyrir Um- Þór Ingólfsson aðstoðaryfirlög- ferðarráð sem gerð var á dögun- regluþjónn sagði í samtali við um, sýnir að nær allir ökumenn Þjóðviljann í gær að þessi niður- aka um með kveikt ljós og eru staða hefði komið gleðilega á með öryggisbeltin spennt. Fylgst óvart og væri bílstjórum til hróss. var með tæplega 900 bflum. Arn- ___________________FRÉTTIR______________________ Bifreiðatryggingar Margtryggt gegn slysum Ökumaður tryggður með sérstakri slysatryggingu, einnig hjá Tryggingastofnun, ogsé hann atvinnubílstjóri er hann tryggður gegn slysum af atvinnurekanda sínum. Erlendur Lárusson: Óeðlilegt að borga söluskatt af vátryggingum Á nnfl hróna iðgjald vegna ^vUUU slysatryggingar öku- manns er nýr iðgjaldaliður í bif- reiðatryggingunum, þar af renna 800 krónur beint í ríkissjóð í for- mi söluskatts. Auk þess er al- menningur tryggður gegn slysum hjá Tryggingastofnun ríkisins og launafólk er einnig slysatryggt af atvinnurekendum. Jónas Bjarnason, fram- kvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda telur þetta orka mjög tvímælis og erfitt sé að átta sig á fyrir hverju sé verið að tryggja með þessari ökumanns- tryggingu. Erlendur Lárusson, forstöðu- maður Tryggingaeftirlitsins, sagði að þessi ökumannstrygging væri mun víðtækari en almenn slysatrygging, sem bætir ein- göngu varanlegt örorkutjón og einhvern sjúkrakostnað. Hann sagði að í slysatryggingu öku- manna væri sami bótagrund- völlur og í ábyrgðartryggingu á ökutækjum, þannig að tjónhaf- inn fái bætt allt tjón sem hann verður fyrir, t.d. vinnutap og all- an útlagðan kostnað. Hann sagði að ef bflstjóri verður öryrki vegna umferðarslyss sé vinnutap vegna örorkunnar reiknað út miðað við áætlaðan lífaldur viðkomandi. Erlendur sagði að vissulega væri um tvítryggingu að ræða hjá atvinnubflstjóra en varla væri hægt að tala um það hjá öðrum. Að sögn Erlends er ekki greiddur söluskattur af iðgjöld- um atvinnurekenda vegna slysa- tryggingar og ekki heldur af líft- ryggingum, hinsvegar er greiddur söluskattur af slysatryggingu ökumanns. „Mér finnst mjög óeðlilegt að söluskattur sé lagður á vátrygg- ingu, enda er það ekki tíðkað í nágrannalöndum okkar. Þar er talið æskilegt að fólk geti keypt sér svona vernd og því er vátrygg- ing undanskilin söluskatti,“ sagði Erlendur. Að sögn Jónasar Bjarnasonar mun FIB taka þennan sérstaka lið bifreiðatryggingaiðgjaldanna fyrir á fundi eftir helgi. -Sáf Frœðsluvarp 1. útsending í dag Skákþáttur fyrir byrjendur og umferðarfrœðsla meðal efnis Eftir hádegi í dag verður 1. sjónvarpsútsending Fræðslu- varps. Á dagskránni eru 2 er- lendar myndir og íslenskur skák- þáttur fyrir byrjendur, auk þess sem notkun myndefnis í kennslu | verður kynnt. Utsending hefst kl. 13.30 og fylgja menntamálaráðherra og útvarpsstjóri þessari nýjung úr hlaði með ávörpum. Önnur er- lenda myndin er norsk og hentar hún til kennslu í samfélags- fræðum. Fjallar hún um sam- skipti tveggja drengja. Annar er norskur en hinn tyrkneskur inn- flytjandi og verður komið inn á fordóma sem skapast geta vegna þekkingarleysis á aðstæðum minnihlutahópa. Hin er þýsk/ sænsk mynd um umferðarmál, fyrir þá sem búa sig undir bflpróf eða vilja rifja upp umferðarfræð- in. Næsta laugardag verður fyrsti þátturinn til stuðnings þeim er taka samræmdu prófin og verður þar farið yfir stærðfræði og ís- lensku. Meðal annars efnis, sem boðið verður upp á í tilraun- aútsendingunum til vors eru þættir um eyðni, landafræði ís- lands fyrir grunnskóla og garð- rækt. Næsta haust er síðan áætlað að fjarkennslan fari af stað af full-1 um krafti og hefur gerð kennslu- þátta í íslensku og stærðfræði tor- dóttur er veitir Fræðsluvarpinu gang, að sögn Sigrúnar Stefáns- forstöðu. mj 2 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Börn og unglingar Úttektá umferðarslysum Munfleiri börn og unglingar slasast í umferðinni en í nágrannalöndunum Borgarfulltrúar Alþýðubanda- lagsins, Alþýðuflokksins, Framsóknarflokksins og Kvenna- lista lögðu fram í borgarstjórn í gær tillögu um að settur verði á fót samstarfshópur sem gera eigi úttekt á orsökum umferðarslysa hjá börnum og unglingum í borg- inni og leggi jafnframt fram til- lögur tii úrbóta eigi síðar en 1. október nk. Samkvæmt tillögunni verða í samstarfshópnum fulltrúar írá umferðardeild borgarinnar, slys- adeild Borgarspítalans og lög'' reglunnar. Jafnframt er í tillög- unni farið fram á aðild SAM- FOKS, umferðarráðs, og Sam- bands íslenskra tryggingafélaga að samstarfshópnum. Flutningsmenn tillögunnar fluttu á fundinum viðbótartillögu sem felur í sér að öðrum sveitarfélögum á höfuðborgar- svæðinu verði einnig boðin aðild að samstarfshópnum. Það var Kristín Á. Ólafsdóttir, borgarfulltrúi sem mælti fyrir til- lögunni en í greinargerð með henni segir að mun fleiri börn og unglingar slasist hér á landi í um- ferðinni en í nágrannalöndum okkar. Sem dæmi um það þá slösuðust 0,116% íslenskra barna 0-5 ára 1985. Á sama tíma voru sambærilegar hlutfallstölur í Danmörku 0,070%, í Finnlandi 0,040%, Noregi 0,077% og í Sví- ■ .jóð 0,053%. vTillögunni var vísað til heilbrigðisráðs og til umferðar- ráðs til frekari umfjöllunar. h

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.