Þjóðviljinn - 19.03.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 19.03.1988, Blaðsíða 6
MYNDLIST Kvikmyndin Meffí Mikilvægt skref fyrir mig Hilmar Oddsson kvikmyndaleikstjóri: Ég held að erlentfjármagn verði stór hluti af framtíð íslenskrar kvikmyndagerðar Halldóra _ sýnir í FÍM'Salnum Nú stendur yfir myndlistarsýn- ing Halldóru Thoroddsen í FIM- salnum, Garðastræti 6, (á horni Ránargötu og Garðastrætis). Halldóra er fædd 1950, lauk námi frá Kennaraháskóla íslands 1976, stundaði nám við Royal Academy of Needlework 1979- 80, og síðan við textíldeild Myndlista- og handíðaskóla ís- lands, til 1985. Á sýningunni, sem stendur til loka mánaðarins, eru textílverk unnin með blandaðri tækni. FÍM- salurinn er opinn daglega kl. 14:00-18:00. LG Lísbet í Gallerí Gangskör Lísbet Sveinsdóttir opnar myndlistarsýningu í Gallerf Gangskör, Amtmannsstíg 1, kl. 14:00 í dag. Lísbet stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla ís- lands 1972-79, og við Konstfack- skólann í Stokkhólmi 1979-82. Sýningin stendur til 10. apríl. Hún er opin alla virka daga kl. 12:00-18:00, kl. 14:00- 18:00 um helgar, en lokuð um páskahelg- ina. LG Sigrún sýnir í Nýhöfn í dag kl. 14:00 opnar Sigrún Harðardóttir sýningu málverka og þurrkrítarmynda í Listasaln- um Nýhöfn, Hafnarstræti 18. Sigrún er fædd 1954, stundaði nám í Teiknaraskóla íslands, við Myndlista- og handíðaskóla ís- lands, og við Rijksakademie van Beeldende Kunsten. Sýningin stendur til 6. apríl, og er opin virka daga kl. 10:00- 18:00, kl. 14:00-18:00 um helgar. Um páskana er lokað föstudag- inn 1. aprfl og sunnudaginn 3. apríl. LG Jón Ólafsson framkvæmda- stjóri Skífunnar hef ur gert samning viökanadísktfyrir- tæki um sameiginlegafjár- mögnun, framleiðslu og dreif- ingu íslensku kvikmyndarinn- ar Meffí. Áætlaður kostnaður við gerð myndarinnar eru 140 milljónirog leggurfyrirtækið S.C. Entertainment, Toronto, fram 70 milljónir á móti Jóni Ólafssyni. Kvikmyndaleikstjórinn sem þarna datt í lukkupottinn er Hilmar Oddsson, en hann er jafnframt höfundur handrits myndarinnar ásamt Jóhanni Sig- urðarsyni leikara og bandaríska handritahöfundinum Michael Taav. Undirrituð hafði samband við Hilmar til að óska honum til ham- ingju, og eins til að forvitnast um Meffí og hvernig samningurinn væri til kominn. - Við Jóhann Sigurðarson byrjuðum að vinna að handritinu 1986, - segir Hilmar. - Það er byggt á hugmynd sem varð til þegar við vorum að gera Eins og skepnan deyr. Jóhann sagði mér frá atviki sem hann hafði upplifað í sínum kunningjahóp þegar hann var unglingur, og ég fékk það mikinn áhuga á þessari sögu að ég lét hann ekki í friði, og á endan- um fórum við að vinna handrit út frá henni. Við unnum stíft við þetta og vorum tilbúnir með handrit sem við sóttum um styrk útá í árslok 1986. Við fengum undirbúningsstyrk sem gerði okkur kleift að halda áfram, og sem nýttist okkur reyndar mjög vel. - Seinni hluta árs 1987 tókum við svo aðra törn, og byrjuðum á því að kúvenda handritinu. Við breyttum því það mikið að það eina sem eftir var af upprunalegu sögunni voru persónurnar og andinn, söguþráðurinn sem slík- ur var gjörbreyttur. En útá það handrit fengum við tíu milljóna framleiðslustyrk í árslok 1987, kannski ekki síst vegna þess að við gátum þess í umsókninni að við hefðum vonir um erlent fjár- magn, - maður var nefnilega að reyna að byggja upp einhver sam- bönd. Pegar við höfðum fengið þessar tíu milljónir var spurning- in bara hvenær við færum af stað. Við þurftum að útvega þá pen- inga sem vantaði, en samkvæmt áætlun frá árslokum 1987, átti myndin að kosta tæpar fimmtíu milljónir. - Þar hefst svo Jóns þáttur Ól- afssonar. Upphaflega leitaði ég til hans þegar ég hugðist leggja í gerð Skepnunnar, og gerði hon- um þá tilboð sem hann gat mjög vel hafnað. En hann reyndist mjög áhugasamur og var tilbúinn til að taka þátt í því áhættusama fyrirtæki. Hann seldi svo alheims videoréttindi á myndinni til Col- umbia Pictures, sem varð til þess að við fórum ekki á hausinn með hana, heldur sluppum með skrekkinn, og það má segja að sá samningur sé upphafið að sam- skiptum okkar við erlenda kvik- myndaspekúlanta. Jón fór svo nýlega til Bandaríkjanna þeirra erinda að útvega meira fjármagn fyrir Meffí, og náði samningum við þetta kanadíska fyrirtæki, S.C. Entertainment í Toronto. - Ég er mjög ánægður með að hann skuli hafa samið við Kan- adamenn, ég held að þeir séu nær okkur en Bandaríkjamenn, kvik- myndaiðnaður í Kanada er ekki eins staðlaður og í Hollywood, og þar að auki er ýmislegt að gerast í kvikmyndagerðinni þar. - Jón náði þarna tímamóta- samningi í sögu íslenskrar kvik- myndagerðar. í samningnum er ákvæði um að ef báðir aðilar eru ánægðir með samstarfið, verði framhald á, þannig að þarna erum við kannski að opna leið fyrir íslenska kvikmyndaleik- stjóra almennt. Ef til dæmis á- framhaldandi samningur kveður á um þrjár til fjórar kvikmyndir á ári, þá er augljóst að ég get ekki gert þær allar, heldur verða aðrir að koma til. H verrtig líst þéráaöœtlaað fara að vinna með svona stóru kvik- myndafyrirtœki? Nú á það mikilla hagsmuna að gœta, verður ekki fylgst með þér? - Þegar maður gerir mynd fyrir svona mikla peninga vinnur mað- ur öðruvísi. Þeir hjá S.C. Entert- ainment þekkja mig ekkert, ég er ekkert nafn, heldur bara einhver drengur uppi á íslandi. Þess vegna koma þeir til með að fylgj- ast mjög vel með því sem ég er að gera og veita mér aðhald, og ég hef svo sem ekkert á móti því. Mér finnst gott að vinna undir ákveðinni pressu, þannig að þetta leggst bara nokkuð vel í mig. - Auðvitað fylgir þessu viss skrekkur við að ég standi mig ekki, en ég vil ekki vera að eyða orku í neikvæðar hugsanir, ef ég gerði það ætti ég ekki að vera að taka þetta verkefni að mér. Það má nota þennan skrekk á já- kvæðan hátt og fyrir mér er þessi jákvæði þáttur miklu sterkari. Það má líkja þessu við frumsýn- ingarskrekk hjá leikara, skrekk- urinn er á vissan hátt nauðsyn- legur, því hann gerir túlkunina einlægari og leikarinn getur not- að hann til að draga fram það besta í sjálfum sér. Hvernig stendur á samstarfinu við Michael Taav? - Myndin verður gerð bæði á ensku og íslensku, og þess vegna er ensk útgáfa af handritinu nauðsynleg. Þar við bætist, að handritið er ekki alltaf tilbúið þegar maður heldur að svo sé. Taav er núna að vinna það eina ferðina enn, samkvæmt því sem við urðum sammála um þegar hann var hér á ferð í febrúar, og ég á von á að fá því sem næst endanlega útgáfu frá honum eftir nokkra daga, þannig að þetta kemur svona smám saman. Eg er mjög ánægður með að hafa feng- ið Michael Taav til samstarfs, hann er fagmaður og hefur skrif- að fjölda leikrita og kvikmynda- handrita. Við höfum örugglega ekki spillt fyrir samningum við S.C. Entertainment með því að fjárfesta í Taav. Hvað þýðir Meffí? Geturðu sagt mér eitthvað um myndina á meðan hún er svona á undirbúningsstigi? - Myndin fjallar fyrst og fremst um þrjá unga menn og nánasta umhverfi þeirra. Þeir lenda í talsvert vondum málum sem geta breytt lífi þeirra á hvorn veginn sem er. Það má segja að þetta sé reykvísk samtímamynd, þótt segja megi að þriðjungur hennar gerist úti á landsbyggð- inni. Meffí er orð á tungumáli sem þeir hafa þróað með sér frá því í barnæsku, og er táknrænt fyrir það sem gerist í myndinni. Stendur í rauninni fyrir atburða- rásina. Annars er ég eiginlega að flagga þessu máli til að losna við að segja eitthvað sem máli skiptir um myndina, en gefa samt ein- hver svör. - Taav er farinn að kalla myndina comedy-thriller, húm- orinn er mjög svartur, eða kann- ski má orða það svo að gamanið sé grátt. Ég hugsaði Meffí aldrei sem kómedíu, því í raun og veru fjallar myndin um alvarlega hluti. En það eru mjög sterk þriller ele- ment í henni, og ég hef vonir um að hún verði mjög spennandi. Hún verður að minnsta kosti eitthvað hraðari en blessuð Skepnan, sem aldrei fór úr öðr- um gír. - Það er langur vegur frá Skepnunni til Meffíar, þó að ein- hver ákveðin höfundareinkenni komi til með að skína í gegn. En Meffí verður allt öðruvísi mynd, bæði af því að mig langar til að gera eitthvað annað, og eins hef ég bætt ýmsu við mig síðan ég gerði Skepnuna. Ég lærði mikið af því að gera þá mynd og eins af því sem ég hef verið að dunda mér við síðan, einkum af gerð sjónvarpsmyndarinnar Ösku- buska og maðurinn sem átti eng- ar buxur, sem sýnd var um páska- na í fyrra. Mér er hlýtt til þeirrar myndar, vegna þess að það var eitthvað svo hlýtt andrúmsloftið í kringum hana. Svo hef ég verið í eins konar lausamennsku við báðar sjónvarpsstöðvarnar og mér finnst ágætt að hafa kynnst sjónvarpsvinnunni, því hún getur líka bætt við mann. - Gerð Meffíar er mikilvægt skref fyrir mig, ég er að leggja inn á nýja braut, og fyrir mig er þetta stórkostleg för um ókunnar slóð- ir. Ég reyni að teygja mig eins langt og ég get til þess að þroska mig og prófa eitthvað sem ég á óreynt, þannig að ég vona að þessi mynd eigi eftir að koma mörgum á óvart. Eruðþið búnir aðgera einhverj- ar áœtlanir um hvenœr tökur hefj- ist og svo framvegis? - Við erum ekkert farnir að velta frumsýningunni fyrir okk- ur, tökur byrja í ágúst, myndin verður öll tekin hér á landi en eftirvinnslan fer að mestu leyti fram í Kanada. Þegar handritið verður nokkurn veginn tilbúið ætla ég að fara að velja leikara, en eitt af því sem framleiðendur hafa óskað eftir, er að í myndinni sé að minnsta kosti einn þokka- lega frægur leikari í áberandi hlutverki. Það er einkum vegna þess, að hann myndi hugsanlega selja myndina. Þennan leikara ætlum við að finna með hjálp S.C. Entertainment, við erum búnir að setja saman óskalista, en vegna þess að leikarar eru því dýrari sem þeir eru frægari verð- um við að reyna að fara einhverja bakdyraleið að þeim, höfða til ævintýraþrár manna, eða eitthvað í þá áttina. - En annars er samið um það að myndin verði allsstaðar kynnt sem íslensk mynd, til dæmis á kvikmyndahátíðum. Og þeir sem vinna við hana verða að mestu leyti íslendingar. Kanadamenn gera ákveðnar kröfur um erlenda samstarfsmenn, en við reynum að hafa hlut íslendinga sem mest- an, enda er það hagsmunamál fyrir íslenska kvikmyndagerðar- menn að hlutur íslendinga verði sem mestur við myndina. Heldurðu að erlent fjármagn eigi eftir að ráða úrslitum í ís- lenskri kvikmyndagerð? - Ég held að erlent fjármagn verði stór hluti af framtíð ís- lenskrar kvikmyndagerðar. Við getum ekki gert út á íslenskan markað nema annaðhvort gera myndina eins ódýra og hægt er, og þá reyna að klóra sig fram úr tapinu, eða þá að elta dynti mass- ans í það og það skiptið. Hingað til hefur verið talið farsælast að gera út á farsa. - Ég tel ekki mjög mikla hættu á því að erlend ómenning kaffæri okkur, það er íslensk kvikmynd sem þarna er samið um. Okkur er boðið upp í þennan dans sem ís- lendingum og við verðum svo að dansa hann sem slíkir. Svona tækifæri eru hinsvegar mjög vandmeðfarin en ég er spenntur að sjá hvernig þessi mál þróast á næstu árum. - Ég held að menn eins og Jón Ólafsson geti gert mikið gagn í íslenskri kvikmyndagerð. Til að gera góðar myndir þarf ekki bara góða kvikmyndaleikstjóra og góða handritahöfunda, heldur líka sterka framleiðendur, menn sem hafa fjármálavit, áhuga á ís- lenskum kvikmyndum og vilja fjárfesta í þeim. Það er auðvitað áhætta, en án hennar gerist held- ur ekki neitt í þessum málum. LG 16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 19. mars 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.