Þjóðviljinn - 19.03.1988, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 19.03.1988, Blaðsíða 8
K*OM a / Aðalfundir félagsdeilda KRON verða sem hér segir: Dagskrá skv. félagslögum ásamt umræöum um sameiningu KRON og Kaupfélags Hafnfirðinga. 1. deild Mánudagur 21. mars kl. 20.30. Fundarstaður: Hamragarðar, Hávallagötu 24. Félagssvæði deildar 1: Seltjarnarnes, vesturbær og miðbær, vestan Snorrabrautar. Auk þess Hafnarfjörður. 2. og 3. deiid Þriðjudagur 22. mars kl. 20.30. Fundarstaður: í kaffistofu Afurðasölu Sam- bandsins, Kirkjusandi. Félagssvæði 2. deildar: Hlíðarnar, Háaleitis- hverfi, Múlahverfi, Túnin og Norðurmýri. Auk þess Suðurland og Vestmannaeyjar. Félagssvæði 3. deildar: Laugarneshverfi, Kleppsholt, Heima- og Vogahverfi. Auk þess Vesturland og Vestfirðir. 6. deild Miðvikudagur 23. mars kl. 21.00. Fundarstaður: Þinghóll, Hamraborg 11, Kópa- vogi. Félagssvæði 6. deildar: Kópavogur, Garðabær og Suðurnes. 4. og 5. deild Mánudagur 28. mars kl. 20.30. Fundarstaður: Kaffistofa á þriðju hæð í Kaupstað í Mjódd. félagssvæði 4. deildar: Smáíbúðahverfi, Gerðin, Fossvogur, Blesugróf, neðra Breiðholt og Selja- hverfi. Auk þess Norðurland og Austurland. Félagssvæði 5. deildar: Efra Breiðholt, Árbær, Ártúnsholt og Grafarvogur. Auk þess Mosfells- sveit og Kjalarnes. Brigada Nordica 1988 Hin árlega vinnuferð til Kúbu verður farin 30. júlí nk. Unnið í 3 vikur, ferðast um landið í 1 viku. Áætlaður kostnaður 55.000-60.000 kr. Nánari upplýsingar í síma 75983 og 13695. Umsóknír sendist Vináttufélagi (slands og Kúbu, pósthólf 318, 121 Reykjavík fyrir 1. maí. 5 OOO í Aðalfundur Félags starfsfólks í veitingahúsum verður hald- inn þriðjudaginn 22. mars 1988 kl. 17.00 í Bað- stofunni, Ingólfsbæ, Ingólfsstræti 5. Venjuleg að- alfundarstörf. Stjórnin Félag hárgreiðslu og hárskerasveina Aðalfundur Félags hárgreiðslu- og hárskerasveina verður haldinn mánudaginn 21. mars 1988 kl. 19.00 í Baðstofunni, Ingólfsbæ, Ingólfsstræti 5. Venju- leg aðalfundarstörf. Stjórnin MENNING Sinfóníuhljómsveit æskunnar skuðum mönnum. Hún brennur sorann úr sálinni. Slík eldvígsla er að mínum dómi leyndar- dómsfyllsta og hámystiskasta dulhelgun sem nokkur maður getur lifað og er varla um þetta hægt að tala eða skrifa. Allir þekkja þjáninguna og það er sem þá gruni með einhverju innra hugboði, sem þó er oftast aðeins hálfmeðvitað, að hjálpræðið sé í rauninni innbyggt í hverjum manni. En það lætur ekki til sín taka fyrr en alit um þrýtur. Þegar helvíti hins jarðneska lífs nær fyll- ingu sinni opnast himnaríki í sál- inni. Þetta er ástæðan fyrir þeim einstæðu áhrifum sem síðustu kvartettar Beethovens hafa á þá sem hafa hæfileika til að meðtaka dýrð þeirra. Þessi guðlega feg- urð, sem er ólík hinni yndislegu fegurð Mozarts, saklausri fegurð Schuberts og lotningardjúpu feg- urð Bachs, er fegurð hinnar stær- stu mannlegu þjáningar sem um- breytist í heiðríkju og sólbirtu vitringsins, sem leyst hefur upp andstæðurnar og baráttuna í sál- inni. Jarðlífið skiptir ekki lengur máli. Maðurinn er orðinn full- komlega andleg vitund. Kominn út fyrir sjálfan sig. Og lengra heyrum við ekki né sjáum. En það er ástæða til að ætla að þetta sé aðeins byrjunin. Ný fæðing. Nýr alheimur. Þaö segir sig sjálft að svona verk nýtur sín ekki í heilli strengjasveit. En þó skiptir það ekki ýkja miklu máli í þessu sér- staka samhengi. Þetta er réttlætanlegt í kennslufræði- legum tilgangi. Og það var magnþrungin reynsla að heyra þetta ægifagra ofurmannlega verk leikið af unglingum sem eiga flest ólært. Krakkarnir réðu alveg við formleg og músikölsk vanda- mál en ekki hina andlegu og til- finningalegu dýpt. Það var ekki von, enda gerir stór strengjasveit það ómögulegt. Auk þess er þetta einhver hin erfiðasta tónlist vegna þess hve sjaldgæf sú reynsla er sem hún sprettur af. Margir góðir tónlistarmenri lifa og deyja án þess að hafa nokkurn áhuga á þessum síðustu kvartett- um Beethovens. Þannig lauk þá þessum sannkallaða helgileik sem fram fór í Langholtskirkju eitt kalt og dimmt vetrarkvöld. Og meðan unglingar leika svona tónlist og áheyrendur koma og hlusta í því fíflaþjóðfélagi sem lifum í við er kannski ofurlítil von. Lífið ein- hvers virði. Sigurður Þór Guðjónsson. Oliver Messiaen verður átt- ræður þ. 10. desember næstkom- andi. Hann er merkasti tónhugs- uður Frakka síðan Debussy leið. Og ásamt Webern hefur hann haft meiri áhrif á þróun evrópskr- ar tónlistar eftir heimsstyrjöldina síðari en nokkur annar. Hann er líka mikill organisti og áhrifa- mikill kennari. Voru Boulez, Stockhausen og Xenakis meðal nemenda hans. Messiaen er sem sagt eitthvert stærsta nafn nútím- ans í músík. Hann er mjög trúað- ur maður á kaþólska vísu og lítur á trú sína og listsköpun sem tvær hliðar sama fyrirbrigðis. Það gerði Bach einnig en hann var lút- erskur enda höfum vér fyrir satt að drottinn skoði hjörtun en ekki umbúðirnar og að til hans heimkynna liggi margir vegir. Tónmál Messiaen er afar per- sónulegt og hefur hann skrifað tveggja binda verk þar sem hann setur fram kenningar sínar um tónsmíðar. Hann byggir list sína á margvíslegum grunni: gregori- önskum kirkjusöng, austur- lenskri músik - einkum indver- skri, Debussy og impressioni- stunum, náttúruhljóðum og þá sér í lagi fuglasöng, sem hann hef- ur hljóðritað um allan heim. Hann er frumlegur í meðferð ryt- ma og hljóma og hefur fundið upp nýja og undarlega tónstiga. En andlega er hann eiginlega rómantískur og sumir kalla hann dulhuga. Alla vega hugsar hann mikið um dýrð guðs og hina blessuðu dýrlinga. í augum hans er guð ekki hlutlægt hugtak né dulartákn heldur blátt áfram lif- andi vera. Messiaen reynir að koma fólki í upphafið ástand með listi sinni. Og er óhætt að segja að það tekst honum. Varla þarf að taka það fram, að Messiaen hefur lítið heyrst hér á landi, enda eru mörg verka hans engin smásmíði. Þó hefur Kvart- ett um endalok tímans verið leikin. Sinfóníuhljómsveitin flutti eitt sinn á tónleikum fyrsta hljómsveitarverk hans Les Offra- ndes oublées og Ragnar Björns- son spilaði á Listahátíð 1980 orgelstykkið Fæðingu frelsarans. Það er því hörmulegt að ekki skuli hafa tekist samkomulag um að flytja eitthvert frægasta verk Messiaens, Turangalilasinfóní- una, á Listahátíð í sumar. En hvað sem því líður flutti Sinfóníu- hljómsveit æskunnar tónlist eftir Messiaen á síðustu tónleikum sínum þ. 10. mars í Langholts- kirkju fyrir troðfullu húsi. Það var Et exspecto resurrectionem mortuorum fyrir 34 blásara og 6 slagverksleikara. Og annað eins hefur vfst aldrei heyrst í íslensk- um konsertsal. Svo máttug er þessi tónlist að hún veldur næst- um því líkamlegum sársauka. Enda mun dagur dómsins ekki verða neinn afslöppunardagur. En það er samt í músíkinni ein- hver skjallabirta, einhver hvítur máttur, einhver guðlegur hljóm- ur. Annars fer hér sem oftar að ekki er hægt að lýsa tónlist í orð- um. En Sinfóníuhljómsveit æsk- unnar lék þetta eins og englar guðs undir stjórn sjálfs erkieng- ilsins Pauls Zukovskys. En þetta var ekki eina undrið í Langholtskirkju umrætt kvöld. SIGURÐUR ÞÓR GUÐJÓNSSON Sinfóníuhljómsveit æskunnar flutti einnig cis-moll strengja- kvartett Beethovens. Kannski er hann dýpsta, fegursta og heilag- asta tónlist heimsins. Hún er varla af okkar heimi. Og þó í henni sé meiri þjáning og harmur en í flestum öðrum listaverkum, opnast þar nýir fegurðarheimar. Þegar þjáningin er orðin nógu mikil; þegar öll von er úti, þegar horfst er í augu við þann kalda veruleika að það gerist ekkert kraftaverk, er eins og sumt fólk hefji sig uppyfir þjáninguna og geti virt fyrir sér lífið og tilveruna af óháðum æðri sjónarhóli. Þá birtist blessaður friður og sátt. Heilagur friður. Þetta gerðist hjá Beethoven síðustu árin. Auðvit- að var hann ekki alltaf í þessum ljósheimi. Aðeins þegar hann var niðursokkinn í listsköpun á bestu stundum andans. Þess á milli var hann hræðilega einmana og óhamingjusamur. En eigi að síður var þessi djúpa þjáning beinlínis forsenda hinnar andlegu uppljómunar, sem birtist svo oft í síðustu verkum hans ásamt kvöl- inni, sorginni og einsemdinni. Sumir telja að þessi tónlist sé samin í mystískri hugljómun. Og það tel ég vafalaust. Þarna er tals- verður skyldleiki með Beethoven og Messiaen. En þar sem Messia- en reynir að komast til guðs á vegum trúarlegrar tilbeiðslu, hef- ur Beethoven þegar náð tak- markinu með þeirri eldskírn sem mikil þjáning getur orðið þro- 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 19. mars 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.