Þjóðviljinn - 19.03.1988, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 19.03.1988, Blaðsíða 12
Alþýðubandalagið Lífvænleg lágmarkslaun! Tillaga til þingsályktunar um nýja launastefnu. Lágmarkslaunfyrir dagvinnu nœgi tilframfœrslu. Launamunur ekki meiri enfjórfaldur. Launamunur verði í framtíðinni aldrei meiri en tvöfaldur Eins og greint var frá í Þjóðvilj- anum í gær hefur Alþýðubanda- lagið lagt fram á Aiþingi tillögu til þingsályktunar um nýja launa- stefnu. Hin nýja launastefna skal taka mið af því að lágmarkaslaun nægi fyrir framfærslu og launa- mismunur verði innan „skynsam- legra“ marka, í stað þess að vera 15-20 faldur eins og fram hefur komið í fjölmiðlum að undan- förnu. Þjóöviljinn birtir hér á eftir til- löguna ásamt greinargerð sem henni fylgir: Alþingi ályktar að brýna nauð- syn beri til að skapa víðtæka þjóðfélagslega samstöðu um nýja launastefnu er miði að því að draga úr hinum óhóflega launa- mun sem ríkir í landinu og tryggi að lægstu laun dugi fyrir nauðsyn- legum framfærslukostnaði. Hin nýja launastefna feli í sér eftirfarandi meginatriði: 1. Launamunur í landinu taki mið af því að hæstu laun nemi á næstu árum ekki hærri upphæð en nemur fjórföldum lágmarks- launum og á hverjum vinnustað verði lægstu laun aldrei lægri en 1/3 af hæstu launum sem þar eru greidd. Stefnt verði að enn frek- ari launajöfnuði þannig að Iauna- munur verði í framtíðinni aldrei meiri en tvöfaldur. 2. Reiknuð verði út sérstök lágmarkslaunavísitala sem miðist við nauðsynleg útgjöld venjulegs launafólks til heimilisreksturs. Þessi nýja lágmarkslaunavísitala verði reiknuð út fjórum sinnum á ári. Takist ekki með kjarasamn- ingum að tryggja að lægstu laun séu í samræmi við þann fram- færslukostnað, sem hin nýja lág- markslaunavístala mælir, verði sett lög um lágmarkslaun fyrir dagvinnu sem tryggi nauðsyn- legar framfærslutekjur. Kaup- taxtar samkvæmt þeim launum verði viðmiðun fyrir yfirvinnu og annað það sem áður tók mið af lægri töxtum, svo og fyrir elli- og örorkulífeyri og tekjutryggingu. Slík lög um lágmarkslaun gildi þar til niðurstöður almennra kjarasamninga gera þau óþörf. Þar til útreikningur á nýrri lág- markslaunavísitölu hefur farið fram verði, ef til lagasetningar kemur, tekið mið af 45.000- 55.000 kr. dagvinnutekjum á mánuði. 3. Gerðar verði sérstakar ráð- stafanir, lögbundnar ef með þarf, til þess að stuðla að fullum jöfn- uði í launum karla og kvenna. 4. Unnið verði að því að fella yfirborganir og aðrar umfram- greiðslur inn í Iaunataxta þannig að umsamdir launataxtar endur- spegli hin raunverulegu laun. 5. Jafnframt verði í tengslum við hina nýju launastefnu eftir- farandi atriði gerð að forgangs- verkefnum: a. Stytting vinnutíma. b. Úrbætur í dagvistarmálum og húsnæðismálum. c. Aukið öryggi og bættur að- búnaður á vinnustað. d. Aðstaða til starfsmenntunar. Alþingi samþykkir að kjósa þingmannanefnd sem í samráði við aðila vinnumarkaðarins hafi forgöngu um að afla nauðsyn- legra gagna og upplýsinga um þessi mál. Nefndin vinni einnig að því að sýna samstöðu um nýja launastefnu á grundvelli ofan- greindra stefnuatriði. Nefndin skal skila niðurstöð- um sínum - hvort sem þær eru í formi tilmæla, tillagna eða frum- varpa - til Alþingis, aðila vinnu- markaðarins, ríkisins eða sveitarfélaga. Nefndin skal hraða störfum sínum þannie að nv launastefna geti komið til framkvæmda hið fyrsta. Nefndin ræður sér starfsfólk eftir þörfum, kýs sér formann og starfar alfarið á ábyrgð Alþingis. Kostnaður við störf nefndarinnar greiðist úr ríkissjóði. Greinargerð Tillaga þessi um mörkun nýrr- ar launastefnu er flutt í ljósi vax- andi misréttis, misskiptingar og ranglætis í launamálum í landinu. Á sama tíma og verðmætasköpun er meiri, þjóðartekjur eru hærri en nokkru sinni fyrr og laun þeirra hæstlaunuðu nema 15-20 földum lágmarkslaunum, þarf margföld dagvinnulaun verka- manns til að framfleyta meðal- fjölskyldu. Ljóst er að góðæri undangeng- inna ára hefur ekki fært þann hluta launamanna sem lakast eru settir nær því takmarki að geta lifað mannsæmandi lífi af dag- vinnulaunum. Þvert á móti eru lægstu laun fyrir dagvinnu í al- mennri verkamannavinnu, um 30 þús. kr., líklega fjær því nú en oft áður að duga venjulegri fjöl- skyldu til lífsviðurværis. Óstjórn og úrræðaleysi tveggja ríkisstjórna undanfarin ár hefur leitt yfir þjóðina jafnvægisleysi og óvissuástand í efnahagsmálum þrátt fyrir undangengið góðæri. Blind oftrú á lögmál markaðarins hefur valdið ofvexti og þenslu í ýmsum greinum meðan aðrir berjast í bökkum. Vaxta- og pen- ingamál eru í ólestri. Þá hafa ýmsar aðgerðir ríkis- stjórnarinnar svo sem í skatta- málum, einkum matarskattur- inn, valdið því að brýnustu nauðsynjar hverrar fjölskyldu eru nú dýrari en áður. Húsnæð- iskostnaður margra fjölskyldna, sem leigja eða eru að berjast við að eignast eigið húsnæði, er gífur- legur. Eru þau dæmi örugglega ófá þar sem útgjöld vegna húsn- æðis ein sér eru hærri en lægstu laun. Niðurstöður kjarasamninga undanfarið eru vonbrigði hvað það snertir að ekki hefur tekist að rétta hlut þeirra sem eru allra verst settir og hafa einungis laun fyrir dagvinnu samkvæmt lægstu kauptöxtum sér til lífsframfæris. Það samræmist ekki ríkidæmi og menningarstigi þjóðarinnar að láta slík laun viðgangast. Ljóst er af ýmsum ummekjum að launamunur hefur farið vax- andi undanfarin ár og vinnutím- inn hefur jafnframt verið að lengjast. Verður ekki notað ann- að orð en þrælkun um það hvern- ig fjölmennir hópar launamanna neyðast út í óheyrilega langan vinnudag til að auka tekjur sínar. Þetta tvennt, vaxandi aðstöðu- og launamunur og óheyrilega langur vinnudagur, hlýtur að telj- ast höfuðmeinsemd á íslenska vinnumarkaðinum í dag og krefst tafarlausra aðgerða. Eitt alvarlegasta vandamálið er verulegur launamunur kynj- anna. Sem dæmi um þann launamun má nefna eftirfarandi: - Árið 1986 voru karlar við al- menn skrifstofustörf með um 16% hærri mánaðartekjur með álögum en konur. - Árið 1986 höfðu 30-39 árakarl- ar við afgreiðslustörf rúmlega 63% hærri mánaðartekjur með álögum en konur á sama aldri. Á þeim aldri ná bæði kynin hæstu tekjum afgreiðslufólks. - Árið 1986 voru karlar í fisk- vinnu með 15% hærri mánað- artekjur með álögum en kon- ur. - Árið 1986 voru karlar við verksmiðjuvinnu með 44% hærri mánaðartekjur með álögum en konur. - Á grundvelli skattframtala fyrir árið 1985 höfðu karllæknar og karltannlæknar 81% hærri meðaltekjur en konur í sömu atvinnustétt. Hér eru framteljendur með reiknaðar eða áætlaðar tekjur undanskildir. - Á grundvelli skattframtala fyrir árið 1985 fékk um það bil ein kona á móti hverjum fjór- um körlum greiddan bílastyrk. Konur fengu að meðaltali innan við helming þeirrar upp- hæðar sem körlum var að jafn- aði greidd. Sérstök ástæða er til að benda á að lág laun kvenna hafa komið illa við öll umönnunar- og upp- eldisstörf sem þó hljóta að vera undirstöðuþættir f nútímaþjóðfé- lagi. Engin deila er um það að æski- legast er að aðilar vinnumarkað- arins nái án afskipta opinberra aðila að semja um kaup og kjör. Sú niðurstaða, sem þar fæst, verður þó að vera ásættanleg fyrir þjóðfélagið og í samræmi við vel- Bón- og þvottastöðin hf. Sigtúni 3 AUGLYSIR: ** Bifreiðaeigendur, vitið þið að það tekur aðeins 15 mínútur að fá bílinn þveginn og bónaðan, ótrúlegt en satt. QP\9‘ w a-rtAO. Vt\. Ath. eftirfarandi: Móttakan er í austurenda hússins, þar er bíllinn settur á færiband og leggur síðan af stað í ferð sína gegnum húsið. Cigendur fylgjast með honum. Fyrst fer bíllinn í hinn ómissandi há- þrýstiþvott, þar sem öll lausleg óhrein- indi, sandur og því um líkt, eru skoluð af honum, um leið fer hann i undir- vagnsþvott. Viðskiptavinir eru mjög ánægðir með þá þjónustu, því óhrein- indi safnast mikið fyrir undir brettum og sílsum. Síðan er hann þveginn með mjúkum burst- um (vélþvottur), þar á eftir kemur hand- þvotturinn (svampar og sápa). Hægt er að sleppa burstum og fá bílinn eingöngu handþveginn. Næst fer bíllinn i bónvélina og er þar sprautað yfir hann bóni og síðan herði. Að þessu loknu er þurrkun og snyrt- ing. 8 bílar eða fleiri geta verið í húsinu í einu, t.d. einn í móttöku, annar í háþrýstiþvotti, þriðji í handþvotti o.s.frv. Bíll, sem þveginn er oft og reglulega, endist lengur, endursöluverð er hærra og ökumaður ekur ánægðari og öruggari á hreinum bíl. Tíma þarf ekki að panta. Þeir sem koma með bílinn sinn í fyrsta skipti til okkar undrast hvað margt skeður á stuttum tíma (15 mínútum). Bón- og þvottastöðin hf. Sigtúni 3, Sími14820. 12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 19. mars 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.