Þjóðviljinn - 22.03.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 22.03.1988, Blaðsíða 5
A DAGSKRA Sigurður Á. Friðþjófsson Kvennalistinn Otrúleg sveifla Framkvœmdastjórar annarraflokkafelmtri slegniryfir velgengni Kvennalistans „Gott,gott.“ „Menn eru lamað- ir.“ „Þetta gleður mig mjög.“ „Eg neita enn að trúa þessu.“ „Hver skilur þetta?“ „Þær eru hreinar meyjar og því auðvelt að leita til þeirra.“ Þetta er dæmigert fyrir þau svör sem Þjóðviljinn fékk frá framkvæmdastjórum annarra flokka en Kvennalistans, þegar hann leitaði álits þeirra á þeim stóru tíðindum sem gerst hafa í íslenskri pólitík, að Kvennalist- inn er samkvæmt skoðanakönn- un DV orðinn stærsta pólitíska aflið á íslandi. Framkvæmdast- jórarnir eru vel að merkja allir karlmenn. Það var greinilegt þegar rætt var við þessa fulltrúa flokkanna að þeir voru hálf ráðvilltir og vissu vart hvað hafði gerst. „Það er einsog þegar örvænting og vonleysi grípur um sig í þjóðfé- laginu, þá hverfi allir í faðminn á mömmu,“ sagði einn fram- kvæmdastjórinn, en þegar hann var spurður hvort hafa mætti þetta eftir honum, þá kvað hann nei við. „Það verður að varast að styggja þær.“ En er þetta ekki einmitt ein af skýringunum; það verður alltaf að setja upp silkihanskana áður en fjallað er um Kvennalistann? „Kannski, en þegar þær eru í stórsókn er ekki rétti tíminn til að ráðast á þær.“ „Þetta er ekki flokksfylgi, heldur óánægjufylgi," sagði ann- ar. „Konur úr öllum flokkum tala illa um forystu síns flokks og jafnvel hvetja konur til að kjósa Kvennalistann. Önnurskýring er sú að konurnar eru hreinar meyjar í pólitík.“ Fulltrúar Kvennalistans á þingi í dag. Samkvæmt skoðanakönnun DV myndi þeim fjölga um 13 og Kvennalistaþing- mennirnir verða 19 talsins. Fr.v. Málmfríður Sigurðardóttir, Anna Ólafsdóttir Björnsson, Guðrún Halldórsdóttir, Þórhildur Þorleifsdóttir, Danfríður Skarphéðinsdóttir og Guðrún Agnarsdóttir. Mynd Sig. Kvennalistinn Þetta var örlítið brot af þeim viðbrögðum sem menn vildu ekki láta hafa eftir sér, en hér á eftir fara svo opinber viðbrögð fram- kvæmdastjóranna. Við byrjum á sigurvegara skoðanakönnunarinnar, Kvennalistanum. Kvennalistinn á reyndar engan framkvæmda- stjóra, en hinsvegar hefur þing- flokkurinn starfsmann, Sigrúnu Jónsdóttur. „Ég kann enga einhlíta skýr- ingu á þessu mikla fylgi, hinsveg- ar virðist mér að málflutningur og vinnubrögð Kvennalistans hafi skilað sér til kjósenda," sagði Sig- rún. Hún sagðist tengja þetta aukna fylgi kjaramálaumræðunni í þjóðfélaginu og stefnu listans í þeim málum og benti á að í síð- ustu viku hefði farið fram um- ræða á þingi um lágmarkslaunafr- umvarp Kvennalistans auk þess sem listinn hefði efnt til kjaram- álaumræðu um helgina. „Þá virðist fólk kunna að meta ný vinnubrögð okkar og aðrar áherslur í pólitíkinni og virðist hafa trú á að við getum breytt ýmsu til batnaðar í þjóðfélaginu. Það verður samt að hafa í huga að þetta er bara skoðanakönnun, en óneitanlega er jákvætt að fá svona viðbrögð.“ Sjálfstæðis- flokkurinn „Ég kann enga sérstaka skýr- ingu á þessu og trúi ekki að þetta yrði þeirra fylgi í kosningum," sagði Kjartan Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokks- ins, en þetta er í fyrsta skipti síð- an skoðanakannanir komu til sem Sjálfstæðisflokkurinn mælist ekki stærstur flokka. „Ég tel þetta fylgi óverð- skuldað og Kvennalistinn er Frh. á síðu 6 VIÐHORF Upplýsing og gagnrýni Undanfarna daga hefur Þjóð- viljinn breytt nokkuð um útlit, og manni skilst að hann ætli að hafa skýrari áherslur í fréttamati sínu og leggja meira upp úr vönduð- um úttektum. Málgagn sósíal- isma osfrv. hefur satt best að segja átt erfitt með að finna sér haldbæra ímynd í gerbreyttri fjöl- miðlaveröld. Því hefur að mestu tekist að tína af sér gömlu flokks- málgagnsspjarirnar, en átt erfið- ara með að finna sér nýjan end- ingargóðan fatnað. Islenskir fjölmiðlungar eru al- mennt enn í vímu eftir að hafa losað sig við þyngstu flokks- hlekkina og fengið markaðsfrels- ið. Þeir mæra þá „fjölmiðlabylt- ingu“ sem orðið hefur, en horfa minna fram á við, hvað þá í augu við þá staðreynd að byltingin er ófullgerð. Til skamms tíma birtu fjölmiðl- ar okkur heiminn hver í sínum flokkslit; rauðum, bleikum, grænum eða bláum. Nú fáum við sama gulleita klessulitinn í hvaða fjölmiðli sem er. Fjölmiðlarnir eru svo líkir að maður gleymir því gjarnan hvar maður sá eða heyrði einhverja frétt. Markaðsfrelsið hefur enn ekki gefið okkur fjölbreytilegra vöru- úrval í stórmarkaði fjölmiðlanna. Þvert á móti verða til einhverjar vinsældaformúlur, sem teknar eru upp á hverjum fjölmiðlinum á fætur öðrum. Þeir reyna þó hver um sig að hampa einhverri sérstöðu, en sá munur er ekki meiri en á pepsí og kók; Bylgju- fréttir eru eins og fréttasíður D V, Stjörnufréttir eins og slúðursíð- urnar. Þegar félagshyggjufólk býr sér til eigin rás, til mótvægis við markaðsöflin, verður hún al- veg eins og hinir voru alltaf búnir að vara við: leiðinleg, óvönduð, Gestur Guðmundsson skrifar en fróðleg fyrir þá fáu sem hafa orku til að halda eyrunum opnum fyrir löngum fyrirlestrum. Út- varp Rót er eins konar andhverfa auglýsingarásanna, í stað þess að byggja á nýrri og frjórri hugsun um fjölmiðil. Ef vitsmunaverur frá fjar- hverjar þungar dyr, td. í Garða- stræti eða Borgartúni, og bíða eftir því að einhver úr leiðtoga- genginu reki út nefið og segi nokkrar setningar í véfréttarstíl. Síðan eru þessarsetningarendur- teknar í öllum fréttatímum allra hljóðvarpsstöðvanna það sem vita hvað, en við erum litlu nær um það, hverjir búa við hvaða kjör og það sem kannski varðar meiru: hvers vegna. Þegar talað er um upplýsingaþjóðfélag, gleymist oft, að þetta orð merkir ekki að allir fái aðgang að hald- betri upplýsingum, heldur frekar „Markaðsfrelsið hefur enn ekki gefið okkur fjölbreytilegra vöruúrval ístórmarkaðifjölmiðlanna. Þvertámóti verða til einhverjar vinsceldaformúlur, sem teknar eru upp á hverjumfjölmiðlinum áfœtur öðrum. Þeir reynaþó hver um sig að hampa einhverri sérstöðu, en sá munur er ekki meiri en á pepsí og kók... “ lægum hnöttum koma hingað einhvern tímann eftir atóm- sprengju og finna ekkert í rústun- um nema gömul dagblöð og spólusöfn ljósvakamiðlanna, fá þeir svolítið skrítna mynd af því lífi sem hér hefur verið lifað. Þeir þurfa að rýna vandlega í heimild- irnar til þess að komast að því að hér hafi lifað einhverjir fleiri en Þorsteinn, Steingrímur, Þórarinn og aðrir í hinu fámenna gengi stjórnmála og fjölmiðla, og þeir kæmust aldrei lengra en að álykta að allt hitt fólkið hafi greinilega lifað í öðrum og mun ómerkilegri heimi. Bræðingsáhrif markaðar- ins á fjölmiðla eru kannski skop- legust, þegar fulltrúar allra fjöl- miðla norpa heilu dagana við ein- eftir er dagsins, um kvöldið fáum við mynd með á báðum sjón- varpsrásunum, og morguninn eftir eru orð véfréttarinnar yfir þvera útsíðu allra dagblaða. Oft- ar en ekki reynast svo véfréttar- orðin vera villuljós, sem viðkom- andi leiðtoga þóknaðist að bregða á loft í taktískum leik sín- um við andstæðingana. Um Ijósvakann og síður blað- anna fara nú mörgum sinnum fleiri orð um kjaramál en nokkru sinni fyrr. Samt vitum við minna um þau en oft áður. Það eru þuld- ar yfir okkur tölur um hækkanir í krónum eða prósentum, álags- greiðslur, akkorðsbreytingar, kaupmáttaraukningu og guð má að menn hafa uppgötvað þau völd sem fylgja upplýsingum. Því reyna menn að sitja á sumum upplýsingum og skapa sér einka- rétt á þeim, en koma öðru á fram- færi, sem þeim kemur vel að fólk viti. Á almenningi dynja alls kon- ar „upplýsingar“ sem hafa á sér yfirbragð hlutlægni og óhlut- drægni en eru 'Sumum meira í hag en öðrum og dylja jafn mikið og þær upplýsa. Við þessar aðstæður er rík þörf á gagnrýnum fjölmiðl- um sem svipta blekkingarhjúpn- um í burtu. fslenskir fjölmiðlar hafa enn sem komið er einungis stigið fyrsta skrefið í nútíma fjölmiðla- byltingu. Samkeppni þeirra á markaðnum hefur einkum fært þá hvern nær öðrum þannig að það sem gengið hefur vel á einum stað er tekið upp víðar. Um þess- ar mundir eru þeir hikandi að reyna að búa sér til einhverja sér- stöðu líka, rétt eins og Sanitas skýtur Vífilfelli ref fyrir rass með því að selja pepsí á dós. Þjóðlíf verður fréttatímarit, Bylgjan ætl- ar að fitja upp á einhverju nýju o.s.frv. í þessum næsta áfanga fjöl- miðlabyltingar getur Þjóðviljinn ætlað sér ákveðna forystu. Hann getur haft forgang um að rjúfa þann vítahring forheimskunar, sem felst í því að hver étur upp eftir öðruni sömu einhliða og vill- andi „staðreyndirnar“. Hann get- ur beitt sér fyrir sannri upplýs- ingu, sem ekki felst í því að varpa sem flestum staðreyndum á borð- ið, heldur í því að varpa ljósi á fyrirbrigðin frá ýmsum hliðum og hvetja til sjálfstæðrar hugsunar. Hann getur beitt sér fyrir gagnrýnum fréttaflutningi, og þar á ég ekki við að Þjóðviljinn geti skarað fram úr öðrum í þeirri iðju að fletta ofan af svindli at- vinnurekenda og skriffinna á leikreglunum. Hins vegar hefur hann betri stöðu en aðrir til að sýna fram á að sjálfar leikreglurn- ar eru svindl. Þjóðviljinn getur samræmt bestu þætti úr fortíð sinni kalli nýrra tíma með því að gegna gagnrýnu upplýsingarhlut- verki. Hann á að gegna því sjálf- stætt, en í tengslum við þær hreyf- ingar sem vilja breyta þjóðfé- laginu til aukins jafnréttis, því Þjóðviljinn á hvorki að vera flokksmálgagn né rekald á mark- aðnum. Gestur Guðmundsson er félagsfræð- ingur og vinnur við ritstörf. Þriðjudagur 22. mars 1988 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.