Þjóðviljinn - 22.03.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 22.03.1988, Blaðsíða 7
Verslunarmenn Var markaður þröngur bás Björn Þórhallson: Samninjgurinnfœrir verslunarmönnum um2% umfram þaðsem VMSlsamdi um. Eðlilegtað VMSÍkrefjist endurskoðunar. Anœgður með samstarfið við iðnverkafólk - Aðrir voru búnir að afmarka okkur þröngan bás. Á honum urðum við að dansa hvort heldur okkur líkaði betur eða verr. Ég hygg þó að okkur hafi tekist að koma fótunum örlítið útfyrir þann ramma sem okkur var sett- ur, sagði Björn Þórhallsson, for- maður Landssambands verslun- armanna. Björn sagði að erfitt væri að meta samning verslunarmanna. - í mínum huga erum við ekki langt frá 2%, kannski tæplega það, framyfir það sem Verka- mannasambandið hafði áður náð. Björn sagði að samningur verslunarmanna gæfi Verka- mannasambandinu og Dagsbrún tilefni til að fara fram á endur- skoðun tiltekinna liða í sínum samningum. - Ég er þó einna ánægðastur með hve náið og heilt samstarf tókst með Landssambandi iðn- verkafólks og verslunarmanna í þessari samningagerð, sagði Björn. Aðspurður um hvort með samningum verslunarmanna og iðnverkafólks væru lagðar línur fyrir samninga aðildarfélaga VMSÍ sem ólokið eiga samning- um, sagðist Björn ekki telja svo vera. - Eftir að ljóst varð að aðildar- félög Alþýðusambandsins hefðu ekki með sér samflot í þessari samningagerð, höfðum við rétt- inn til samninga og okkur var skylt að leita eftir samningum. Eftir langa bið, þar sem við vor- um settir hjá í samningavið- ræðum við atvinnurekendur, komumst við loksins að og við tókum okkar ákvarðanir, sagði Björn. Nokkra athygli vekur að í samningi verslunarmanna er ekki hliðstætt ákvæði um að hægt sé að krefjast endurskoðunar á launal- ið samningsins, semji aðrir liópar um frekari grunnlaunahækkanir, eins og er í samningum VMSÍ og iðnverkafólks. Björn sagði að þrátt fyrir að opinberir starfsmenn hefðu riðið á vaðið með slíkt ákvæði og VMSÍ síðan gert það sama, ætl- uðu verslunarmenn sér ekki að leggja línurnar fyrir aðra hópa í kj arasamningum. - Ég trúði því ekki fyrr en ég tók á að VMSÍ myndi setja slíkt ákvæði inní sína samninga. En hver hefur sinn smekk, svo ég vitni í söguna af Alfinni álfakóngi þegar svalan bauð Trítli ána- maðkinn en hann þáði ekki, sagði Björn. -rk Iðnverkafólk Kaupmátturinn haldist Guðmundur Þ. Jónsson: Alltiðnverkafólk komið ífastlaunakerfi. Vonandi verður samningurinn til að styrkja aðra sem gera kröfu um starfsaldurshœkkanir. Mikilvæg réttindamál náðust fram - Ég geri mér vel grein fyrir því að þetta eru ekki ýkja há laun. Það var að okkar mati fullreynt að lengra yrði ekki komist að sinni. Þrátt fyrir það að launin mættu vera hærri er búið að um- bylta launum iðnverkafólks frá því í samningunum 1986. Allir okkar félagsmenn hafa nú fengið fastlaunasamninga, sem er all- nokkur áfangi, sagði Guðmund- ur Þ. Jónsson, formaður Lands- sambands iðnverkafólks, um ný- gerðan kjarasamning sambands- ins. Guðmundur sagðist vona að samningur iðnverkafólks mætti verða til þess að styrkja þau að- ildarfélög Verkamannasam- bandsins, sem nú stæðu í samn- ingaviðræðum, frekar en hitt. - Þau eru að berjast fyrir starfsaldurshækkunum fyrir fisk- verkafólk. Hækkunum sem allir okkar félagsmenn hafa nú fengið, sagði Guðmundur. Guðmundur sagði að einn veikasti hlekkur samningsins væri síðari hluti samningstímans. í samningnum eru tvö „rauð strik“, 1. júlíog 1. október í ár, en samningurinn gildir til 10. apríl 1989. - Ef þær verðlagsforsendur standast sem gengið er út frá, þá teljum við að samningurinn gefi óbreyttan kaupmátt út samnings- tímabilið, sagði Guðmundur, - en það er rétt við höfum enga tryggingu fyrir því að svo verði. - Út af fyrir sig er engin kaup- máttartrygging í samningnum. Rauðu strikin gefa möguleika á endurskoðun, verði verðb- reytingar meiri en miðað er við. Þrátt fyrir þessa veikleika mega menn ekki gleyma ýmsum mikilsverðum réttindabótum sem náðust fram, sagði Guð- mundur. _rk Björn Þórhallsson og Guðmundur Þ. Jónsson, oddamenn verslunarmanna og iðnverkafólks, að loknu samninga- stappinu i gærmorgun. Mynd: Sig. Iðnverkafólk Hækkanir of litlar Armann Helgason, Iðju Akureyri: Samningurinn tryggir ekki óbreyttan kaupmátt. Samningnum svipar um of til samninga VMSI - Ég taldi mig ekki geta skrifað undir samninginn af þeirri ein- földu ástæðu að ég tel hann vera alltof líkan samningum Verka- mannasambandsins, sem verka- lýðsfélögin vítt og breitt um landið höfnuðu, sagði Ármann Helgason, varaformaður Iðju, - félags verksmiðjufólks á Akur- eyri, en hann ásamt Halldóri Grönvold hjá Iðju í Reykjavík, skrifaði ekki undir samninginn. Ármann sagði að að sínu mati væru upphafshækkanir á samn- ingstímabilinu engan veginn fullnægjandi og að ekki tækist að halda óbreyttum kaupmætti út samningstímabilið. - í samningnum eru svo kölluð tvö rauðstrik. Síðustu fimm mán- uðir samningstímans eru án allra varnagla um verðhækkanir um- fram það sem menn spá fyrir um, sagði Ármann, en hann taldi litl- ar líkur á að verðbólga yrði ekki umfram þau 10% sem menn gerðu ráð fyrir þann tíma. - Menn greinir á um hvernig meta skuli einstök atriði í samn- ingnum. Það eru ákveðin atriði í samkomulaginu sem eru mjög hagstæð, s.s. fyrir fólk í matvæla- og hreinlætisvöruiðnaði, sagði Armann. Að sögn Ármanns munu menn nyrðra nota næstu daga til að skoða betur einstök atriði samn- ingsins. - Það kann þá að koma í ljós að mér hafi yfirsést eitthvað, sagði Ármann, - og þá er bara að taka því. -rk Samningarnir Launaliðir og önnur atriði í gærmorgun undirrituðu at- vinnurekendur og samninganefn- dir Landssambands iðnverka- fólks og Landssambands verslun- armanna nýja kjarasamninga, sem eiga að gilda til 10. aprfl á næsta ári. Við gildistöku samn- inganna hækka laun iðnverka- fólks og verslunarmanna um 5,1%. I samningunum er þó kveðið á um að til launajöfnunar skuli allir launataxtar og launa- þrep hækka að lágmarki um 2.025 krónur á mánuði. Samkvæmt þessu eru dag- vinnulaun afgreiðslufólks í versl- unum að lágmarki 35.120 krónur á mánuði, en 41.800 krónur eftir 10 ára starf hjá sama fyrirtæki. Mánaðarleg dagvinnulaun byrj- enda í almennum skrifstofustörf- um eru samkvæmt samningnum 35.120 krónur og eftir 10 ára starf hjá sama fyrirtæki 41.800. Miðað er við að laun hækki eftir 1, 3, 5 og 10 ár. Laun iðnverkafólks eru nokk- uð mismunandi samkvæmt ný- gerðum kjarasamningi, eftir því um hvaða starfsgrein er að ræða. Allir félagsmenn Landssam- bands iðnverkafólks eru nú á s.k. fastlaunasamningum, þar sem starfsaldur er metinn til launa- hækkunar, eftir 4 og 8 mánaða, 1, 3 og 5 ára starf hj á sama fyrirtæki. Byrjunarlaun fyrir dagvinnu í öllum greinum iðnaðar eru 32.000 krónur fram að fjögurra mánaða starfsaldri, er starfs- menn komast á fastlaunasamn- ing. 1 matvæla- og hreinlætisvöru- iðnaði fær iðnverkafólk eftir 4 mánaða starfsreynslu 33.600 krónur. Eftir fimm ára starf í fyr- irtæki eru dagvinnulaunin 39.000 krónur. f gleriðnaði og stein-, ofna- og hillusmíði og lyfja- og gasfram- leiðsluiðnaði eru dagvinnulaun eftir 4 mánaða starf 34.550 krón- ur á mánuði og verða hæst 42.000 eftir 5 ára starf í sama fyrirtæki. Mánaðarlaun í raftækjaiðnaði eru 33.600 eftir 4 mánaða starf og verða hæst 39.000 eftir 5 ára starf. Starfsfólk í fata- og skinnaiðn- aði hefur samkvæmt samningn- um eftir 4 mánaða starf 32.500 krónur á mánuði og að afloknu námskeiði 35.200 krónur. Eftir fimm ára starf hefur almennur starfsmaður 35.200 krónur á mánuði, en að afloknu námskeiði 37.900 krónur. Fjórar áfangahækkanir eru á samningstímanum og eru þær sömu í samningi verslunarmanna og iðnverkafólks: 1. júní 1988 3,25% 1. september 2,5% 1. desember 1,5% 1. mars 1989 1,25% Verslunarmenn og iðnverka- fólk fá sérstaka greiðslu, desemb- eruppbót, einu sinni á ári. Starfs- menn sem skila a.m.k. 1700 da- gvinnustundum í sama fyrirtæki og eru við störf hjá fyrirtækinu í desember frá greiddar 4.500 krónur. Starfsmenn sem unnið hafa 550-850 dagvinnustundir fá 1/4 þeirrar upphæðar, þeir sem unnið hafa 850-1275 dagvinnu- stundir fá 1/2 uppbót og þeir sem unnið hafa 1275-1700 dagvinnu- stundir fá 3/4 hluta. Desemberuppbótin tekur áfangahækkunum. í samningunum eru s.k. tvö „rauð strik“. Miðað er við að framfærsluvísitala verði í júlí 263 stig og í nóvember 274 stig. Fari framfærsluvísitalan um- fram þessi mörk, geta landssam- böndin krafist endurskoðunar á launalið samninganna, að því marki sem vísitalan hefur farið fram yfir viðmiðunarmörkin. í samningi Landssambands iðnverkafólks er einnig ákvæði, samskonar og er í samningum Verkamannasambandsins, um að semji stærri launþegahópar utan sambandsins um frekari grunnlaunahækkanir, geti iðn- verkafólk krafist endurskoðunar á launalið samningsins. Þriðjudagur 22. marr ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.