Þjóðviljinn - 22.03.1988, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 22.03.1988, Blaðsíða 10
Pönnu- kakan Núertími mikillasamningavið- ræðna um kaup fólks og kjör. Og eðlilega sýnist sitt hverjum eftir því hvorum megin samninga- borðsins setið er. Deilur hafa ekki einungis staðið um það um hvað skuli samið heldur einnig um hvar viöræðurnar skuli fara f ram. Svo var það einn morguninn réttfyrirsíðustu helgi, þegarég var að fara í vinnuna - og átti mér einskis ills von - að ég mætti kunningja mínum einum í Lækj- argötunni. Ég viðurkenni auðvit- að að þettaorðalag, „illsvon", gæti misskilist. Lesandi gæti haldið að þessi kunningi minn væri hálfgerðurlúsablesi. Þvífer þó víðs fjarri. Þetta er þvert á mót ágætlegagreindurgæðamaður. En ég þurfti að hraða mér til þess að ná í strætisvagn og var því eiginlega á hlaupum, eftir því sem haltur maöur getur stundað þá íþrótt. Og það er ekki þægilegt fyrir menn að tala mikið saman á hlaupum. Það vita þeir sem reynt hafa. Enda missti ég af vagnin- um. Þá var bara að bíða þess næsta og við kunningi minn tókum okkur sæti á einum bekkn- umátorginu. Þaðhafði verið sópaö af honum snjónum svo að við urðum ekki rassvotir. - Ég er alveg sammála því að fólkið úti á landi fái að semja heima hjá sér, sagði kunningi minn. - Það er alger ósvífni að vera að heimia fólk í hópum utan af landi hingað suður í Garða- stræti til samningaviöræðna. Getur þetta Vinnuveitendasam- band ekki borið sig yfir landið eins og annað fólk? Er það ekki ferðafært? Ekki skil ég í að það þyrftu aö detta af því gullhring- arnir þótt það skryppi norður á Akureyrieða austurá Egilsstaði. Verkafólkið á jafnmikla kröfu á því, og raunar meiri, að þessi samninganefnd komi til þess eins og það til hennar. Þessi grammófónn þeirra, sem alltaf spilarsömu plötuna, Þórar- inn Þórarinsson, eða hvaö hann nú heitir, segir Vinnuveitenda- sambandið ekki geta flutt sig úr stað af því að það sé „ein heild". Pönnukaka er líka ein heild en ég hef aldrei vitað þá pönnuköku sem ekki er hægt að skipta. Og nú var vagninn kominn. - mhg í dag er 22. mars, þriðjudagur í 23. viku vetrar, 82. dagurársins. Heitdag- ur. Einmánuður byrjar. Sól kemur upp í Reykjavík kl. 7.20, en sól- seturerkl. 19.50. Þjóðviljinnfyrir50 árum Sjómenn ákveða sjálfir kaup sitt og hafa gerðardóminn að engu. Sjómannafélögin ákveöa kauptaxta á saltfiskveiðunum með 309 atkv. gegn 151, en fresta ákvöröun um kjörin á síld- veiðunum. Verkalýðsfélögin voru reiðubúin til mótmælaverkfalls. - Kínverski þjóðarherinn ísókn í Mið-Kína. Nýirsigrarkommún- istahersins í Sjansi og Hopei. - Verkakvennafélagið „Snót“ í Vestmannaeyjum samþykkir mótmæli gegn vinnulöggjafar- frumvarpi Sigurjóns & Co. - Danski vísindamaðurinn, dr. Niels Nielsen, ífyrirlestraferð. Fyrsti fyrirlesturinn er í Oddfell- owhúsinu í dag kl. 5: Ráðgátur móbergsins,- Hin vinsælaópe- retta, „Bláa kápan", hefurnú ver- ið sýnd 15 sinnum við óvenjulega góða aðsókn og hinn lofsamleg- astaorðstírallra leikhúsgesta og blaða. - mhg UM UTVARP Hallmar Sigurðsson & SJONVARP f Flett upp í sögu forseta Stöð 2 þriðjudag kl. 22.50 Woodrow Wilson, forseti Banda- ríkjanna, á árunum 1912-1920, var mjög umtalaður maður og umdeildur í sinni tið. Hann lagði á það mikið kapp að halda Banda- ríkjunum utan við heimsstyrjöld- ina 1914-1918. Vann nánast forsetakosningarnar 1916 út á það. Við það fékk hann þó ekki ráðið því aö 1917 drógust Banda- ríkjamenn inn í stríðið. Wilson beitti sér mjög fyrir stofnun Þjóð- abandalagsins og gaf út hina 14 punkta yfirlýsingu, sem síðan leiddi til stofnunar bandalagsins, - og fór með hana til Versala. Woodrow Wilson Honum heppnaðist þó ekki að vinna Öldungadeild Bandaríkja- þings á sitt mál og tóku Bandarík- in ekki þátt í stofnun Þjóðaband- alagsins. Það urðu hugsjóna- manninum Wilson sár vonbrigði og lét hann af embætti skömmu síðar. Myndin sem sýnd verður i kvöld, er bandarísk frá árinu 1944 og hlaut Óskarsverðlaunin á sínum tíma. - mhg „Konsertábiðlista“ Útvarp rás 1 þriðjudag kl. 22.30 Leikrit Agnars Þórðarsonar, „Konsert á biðlista“, verður á dagskrá Útvarpsins í kvöld. Flutningnum stýrir Hallmar Sig- urðsson. Leikurinn gerist í Reykjavík. Maður nokkur er á leið heim til sín í bíl. Veður og skyggni er slæmt og verður maðurinn fyrir því að aka á gangandi stúlku. Meiðsli stúlkunnar, sem er dæg- urlagasöngkona, reynast sem betur fer smávægileg. En atvikin geta verið einkennileg og í fram- haldi af þessum „árekstri“ gerist það, að dægurlagasöngkonan flytur inn á heimili ökumannsins og konu hans, sem einnig hefur alið með sér vonir um frama á tónlistarbautinni. Kynni stúlk- unnar af þessum hjónum verða henni býsna örlagarík. - Með að- alhlutverk fara: Þorsteinn Gunn- arsson, Margrét Helga Jóhanns- dóttir, Guöbjörg Thoroddsen, Guðbjörg Þorbjarnardóttir. Aðrir leikendur eru: Sigurður Demetz Fransson, Jakob Þór Einarsson, Jónína H. Jónsdóttir og Eyþór Árnason. Píanóleik annast Snorri Sigfús Birgisson og Guðbjörg Sigurjónsdóttir. Leikritið var frumflutt í Útvarpi Vernharður Linnet Barna- útvarpið Úvarp rás 1 þriðjudag kl. 16.20 í tilefni af Norrænum bóka- dögum í Norræna húsinu vikuna 23.-28. mars, kemur norski barnabókahöfundurinn Ann Cath.-Vestly í heimsókn til ís- lands, en um þessar mundir er verið að lesa sögu hennar „Gúró“ í Morgunstund barnanna. Barn- aútvarpið í dag verður helgað verkum hennar. Ann Cath- Vestly hefur lengi notið vinsælda meðal íslenskra barna og allir þekkja Óla Alexander, Áróru og börnin átta og ömmu í skóginum. - Umsjónarmaður barnaútvarps- ins er Vernharður Linnet._ mhg GARPURINN KALLI OG KOBBI Endilega þurfti ég að rífa buxurnar mínar í dag þegar allir krakkarnir 1 eiga að koma og reikna upp við töflu. XT /Wu 8 © 'tiPIEíik 4.1« FOLDA 14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 22. mars 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.