Þjóðviljinn - 22.03.1988, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 22.03.1988, Blaðsíða 15
FRETTIR Nýjar leiðir til lausnar dagvistarvandanum eru nú til umræðu hjá bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði. Hafnarfjörður Vinningstölurnar 19. mars 1988. MÖÐVIUINN Síðumúla 6 0 68 13 33 LAUS HVERFI VÍÐSVEGAR UM BORGINA Hafðu samband við okkur Gylfi Gunnarsson: Rótfiskerí eftir páska að sem af er hefur vertíðin hjá Grímseyingum verið mun verri en á sama tíma í fyrra. í janúar og fram í miðjan febrúar var varla bein að fá en eftir að ísinn rak frá eynni um miðjan fe- brúar sl. glæddist veiðin og eru eyjaskeggjar á því að rótfiskerí verði eftir páska. Að sögn Gylfa Gunnarssonar, útgerðarmanns í Grímsey, sem gerir út 30 tonna bát, hafa þeir fiskað 130 tonn frá áramótum í stað 232 tonna á sama tíma í fyrra. Gylfi sagði að sér virtist vera nóg af fiski í sjónum sem sæist best á því að togarar hafa fengið ágætisafla að undanförnu fyrir Norðurlandi og æti að sama skapi mikið í sjónum. Einn bátur fer á grásleppu- veiðar eftir páska en þangað til verður hann á þorskanetum til að ná einhverjum afla inn fyrir pásk- astoppið. Næg vinna hefur verið í saltfiskverkuninni, eftir að ísinn fór, en vegna þess hve þorskurinn hefur verið smár þarf fleiri stykki en áður til að fylla tonnið. „Þrátt fyrir að aflabrögðin hafa verið rýr hingað til hugsum við okkur gott til glóðarinnar eftir páska og svo sannarlega erum við ekki búnir að afskrifa vertíðina,“ sagði Gylfi Gunnarsson. -grh og borgar Nýjar leiðir í dagvistun Bœjaryfirvöld auglýsa eftir tillögumfráforeldrum um nýjar leiðir og breytt rekstrarform Heildarvinningsupphæð: Kr. 11.200.412.- 1. vinningur var kr. 6.795.288.- og skiptist hann á milli 12 vinningshafa, kr. 566.274.- á mann. 2. vinningur var kr. 1.326.820.- og skiptist hann á 814 vinningshafa, kr. 1.630.- á mann. 3. vinningur var kr. 3.078.304,- og skiptist á 18.544 vinningshafa, sem fá 166 krónur hver. um. Einnig ætlum við sjálf að skoða þessi mál nánar og skila síðan greinargerð til bæjarráðs fyrir 1. maí, sagði Marta Berg- mann. -Ig- Leiðrétting „I alveldi ástar“ ekki nafnlaus grein í sunnudagsblaði Þjóðviljans birtist löng grein um túlkunar- vanda og ástarraunir í bók: menntum undir fyrirsögninni „I alveldi ástar“. Höfundar var ekki getið. Vegna fyrirspurna er rétt að taka það fram, að greinin átti alls ekki að vera nafnlaus. Hún átti að vera merkt undirrituðum sem Sunnudagspistill, en þær merk- ingar týndust í tæknigeiranum. U m íeið sakar ekki að geta þess að stór mynd sem greininni fylgdi og sýnir elskendur að því komna að stökkva út í ástardauðann, er myndskreyting við eina af skáld- sögum Georges Sand. Árni Bergmann Við erum að kanna fleiri mögu- leika varðandi skipulag dag- vistarmála hér í bænum og erum að leita eftir samstarH við ein- staklinga, foreldrafélög, fyrir- tæki eða aðra þá hópa sem vilja koma inn í þetta með okkur, segir Marta Bergmann félagsmála- stjóri í Hafnarfirði. Bæjarráð Hafnarfjarðar sam- þykkti einróma á dögunum til- lögu Alþýðubandalags og Al- þýðuflokks um að leita nýrra leiða við uppbyggingu dagvistar- mála í bænum og gefa þeim for- eldrum og félögum sem áhuga hafa á að standa að slíkum rekstri í hugsanlegri samvinnu við bæjar- yfirvöld. í vikunni birtist síðan í dag- blöðunum auglýsing frá félags- málastjóra þar sem bæjarbúar sem áhuga hafa á slíku samstarfi eru hvattir til að láta í sér heyra. - Fyrirtæki í bænum hafa rætt þessi mál við okkur og við bíðum eftir viðbrögðum frá fleiri aðil- Grímsey Léleg aflabrögð bJÚÐVIUINN 45 68 13 33 Timixin 0 68 18 66 0 68 63 00 Blaðburður er

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.