Þjóðviljinn - 22.03.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 22.03.1988, Blaðsíða 1
Símon Ólafsson og ívar Webster voru duglegir í fráköstunum á sunnudaginn þegar Haukar unnu KR í stórskemmtilegum leik. Karfa Gæða leikur Haukar unnu KR á sunnudaginn 84-88 ístórskemmtilegum leik í Hagaskóla Karfa KR og Haukar drógust í undanúrslit Búið er að draga í undanúrslit bikarkeppni KKI. KRingar fá Hauka í heimsókn í Hagaskóla og Njarðvíkingar fá ÍR til Njarðvík- ur í fyrri umferðinni. Báðir leikirnir verð fimmtudaginn 24. mars klukkan 20.00. í síðari leikjunum fara Njarð- víkingar í Seljaskóla til móts við ÍR þriðjudaginn 29. mars kl.20.00 en KRingar halda í Strandgötuna fimmtudaginn 31. mars og leika við Hauka klukkan 14.00. Úrslitaleikurinn verður síðan laugardaginn 23. apríl kl.14.00 í Laugardalshöllinni. Og þetta lika... Útlend karfa Limoges (Frakklandi) unnu Joventut Badalona (Spani) í úrslitum Evrópu- bikarkeppninnar í körfubolta 96-89. Staðan í hálfleik var 43-43 og þegar venjulegur leiktími var úti var staðan 86-86 en í framlengingunni tókst Frökkunum að hrista sigurinn framúr erminni. Öryggisráðstafanir FIFA ætlar að gefa út reglugerð þar sem tilgreindar eru ráðstafanir til varnar slysum á áhorfendapöllum. Þeir tóku við sér eftir slysið í Nepal þegar haglél skall skyndilega á og áhorfendur hlupu að útgöngudyrum sem voru lokaðar. Vopnaleit Lögreglan í Luton á Englandi gerði rassíu fyrir skömmu til að leita að vopnum hjá aðdáendum Luton. Þeir fundu gnægð vopna svo sem loft- byssur, hnífa, hornaboltakylfur og flugelda sem eru farnir að verða ansi vinsælir meðal skrílsins þegar þeir ruddust inná heimili unglinga eftir að hafa fengið vísbendingar frá „neðan- jarðarheimildum". Einnig fundust myndir frá Heysel slysinu. Luton hef- ur bannað aðdáendum annarra liða að koma á leikvang sinn en knatt- spyrnuyfirvöld hafa sagt þeim að annaðhvort leyfi þeir öllum að koma á leikvanginn í bikarleikjum eða Luton verði bannað að taka þátt í þeim. Kínverjar urðu sigursælir á Swedish Open bad- mintonmótinu sem haldið var fyrir skömmu í Malmö. Þeir unnu allafimm titilana sem í boði voru. Hinsvegar kom mest á óvart Svíinn Jens Olsson en hann hafði unnið hvern sigurinn á fætur öðrum í mótinu þó að hann væri ekki á lista yfir bestu menn en varð þó Svíþjóðarmeistari fyrir skömmu. I Hagaskóli 20. mars Úrvalsdeild KKÍ KR-Haukar 84-88 (48-47) Stig KR: Símon Ólafsson 21, Birgir Mika- elsson 19, Jóhannes Kristbjörnsson 18, Guöni Guðnason 13, Ástþór Ingason 8, Matthías Einarsson 3, Höröur Arnarson 2. Stig Hauka: PálmarSigurösson 26, Henn- ing Henningsson 16, Olafur Rafnsson 12, Ivar Webster 11, Tryggvi Jónsson 10, Ivar Ásgrímsson 6, Ingvi Jónsson 4, Ingimar Jónsson 2, Heimir Kristinsson 1. Dómarar: Gunnar Valgeirsson og Kristinn Albertsson voru góöir. Maður leiksins: Jóhannes Kristbjörnsson KR. -ste Það var ljóst frá byrjun að ekk- ert yrði gefið eftir og það var ekki fyrr en á lokamínútunni að úrslit- in réðust. Þá höfðu liðin skipst á að vera yfir allan tímann og það voru mest 9 stiga munur 54-63. Haukar komust fyrst yfir en KRingar jöfnuðu 24-24 og eftir það var algert jafnræði með lið- unum. Það skildu þau meira en 2 stig og rétt fyrir leikhlé náðu vest- urbæingarnir að eiga síðasta skotið þannig að þeir voru yfir í leikhléi 48-47. Haukar tóku góða rispu strax í byrjun síðari hálfleiks þegar þeir náðu sæmilegu forskoti 54-63 og voru þar að verki Ólafur Rafns- son, Tryggvi Jónsson og Pálmar Sigurðsson. KR tók þá leikhlé og mættu ákveðnir úr því, því þeim tókst að jafna og komast yfir á nokkrum mínútum 70-69. Enn tóku Haukar rispu og náðu 5 stiga forystu 74-79 en vesturbæingarn- ir voru ekki á þeim buxunum að gefast upp. Jóhannes Kristb- jörnsson KR átti þá geysilega góðan kafla og kom liði sínu 82- 81. Það var síðan á lokamínútun- um að Haukum tókst að skora úr vítum þegar KRingar brutu mikið á þeim og ná forystunni 84- 85. Haukar höfðu þá boltann en KRingar reyndu allt hvað þeir gátu til að ná honum og spennan var í hámarki. Vesturbæingarnir brutu á Göflurunum sem fengu víti fyrir vikið. Heimir Kristjáns- son skoraði úr einu en Pálmar Sigurðsson var öruggari og skoraði úr tveimur og tryggði liði sínu þar með sigurinn 84-88. Hjá KR var Jóhannes Krist- björnsson yfirburðarmaður en Birgir Mikaelson, Guðni Guðna- son og Símon Ólafsson áttu einn- ig stórgóðan leik bæði í vörn og sókn enda skoruðu þeir fjórir 71 af 84 stigum liðsins. Ástþór Inga- son var góður í vörninni. í Ikvöld Fótbolti Gervigras kl.20.30 Þróttur-Fylkir í Reykjavík- urmótinu. Handbolti Akureyri kl.20.00 Þór-UBK Ld.ka. kl.21.15 Þór-IBK 2.d.kv. Seljaskóii kl.20.00 ÍR-KA l.d.ka. kl.21.15 Fylkir-HK 2.d.ka. Laugardalshöll kl.20.00 Víkingur-Fram l.d.kv. kl.21.15 KR-Fram bd.ka. Seltjarnarnes kl.20.00 Grótta-Reynir 2.d.ka. kl.21.15 Grótta-HK 2.d.kv. Fótbolti Leikur á gervigrasinu íkvöld Reykjavíkurmótið að hefjast Þá fer knattspyrnuvertíðin að hefjast. f kvöld klukkan 20.30 leika á gervigrasinu Þróttur og Fylkir en næsta leik eiga Víkingar og Leiknismenn á fimmtudaginn. Það verður fróðlegt að sjá liðin og ekki víst að menn þekki sín lið strax aftur því gífurlega miklar mannabreytingar hafa átt sér stað að undanförnu. Handbolti Dregið í undanúrslit Dregið var í undanúrslit bikar- keppninnar í Þórskaffi á laugar- daginn og var það hvorki meira né minna en fegurðardrottning Reykjavíkur Guðný Elísabet Ól- adóttir sem sá um dráttinn. Frammarar drógust gegn Breiðablik og eiga heimaleik en KRingar fá Val í heimsókn. Einnig var dregið í undanúrslit í kvennaflokki. Fram dróst gegn Stjörnunni og FH fékk Val. Haukaliðinu áttu allir leikmenn liðsins góðan dag. Pálmar Sig- urðsson var að venju góður en ívar Ásgrímsson, Henning Henningsson og Tryggvi Jónsson voru einnig góðir. Ölafur Rafns- son var ansi mistækur á stundum en tók á milli góða spretti. ívar Webster hirti mikið af fráköstum og það gladdi augað þegar hann „blokkeraði“ boltann nokkrum sinnum. Dómarar voru þeir Gunnar Valgeirsson og Kristinn Albertsson og dæmdu vel miðað við hraðann í leiknum og æsing- inn í leikmönnum. í úrslitakeppni Haukur eru líklega sloppnir í úrvals- keppnina með þessum sigri en þeir eiga leik viö Breiðablik, sem eru neðstir í deildinni, næsta sunnudag. KRingar veröa aö vinna Val sama dag til að eiga mögu- leika. Þessi leikur var einn sá skemmtilegasti sem undirritaöur hefur séð í vetur. Bæöi liðin mjög góö og mikil barátta allan tím- ann. Áhortendurnir sem fylltu stúkuna í Hagaskóla fengu svo sannarlega eitthvaö fyrir peninginn. Karfan viröist vera aö komst úr lægö sem hún var í fyrr í vetur. Umsjón: Stefán Stefánsson Þriðjudagur 22. mars 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.