Þjóðviljinn - 22.03.1988, Page 2

Þjóðviljinn - 22.03.1988, Page 2
Drjúgt dagsverk. Hjörtur á Tjörn Að lifá ísátt við landogþjóð Kaflar úr rœðu Hjartar E. Þórarinssonar, formanns Búnaðarfélags íslands við setningu Búnaðarþings Viö setningu Búnaðarþings á dögunum flutti formaður Búnaðarfélags (slands, Hjört- ur E. Þórarinsson bóndi á Tjörn í Svarfaðardal, gagn- merka ræðu. Ekki eru tök á því að birta hana hér í heild, aðeins vissa kafla. Má það teljastvel viðeigandi íblaði, þar sem fjallað er öðru fremur um mál, sem snerta landbún- aðinn, en mál Hjartar á raunar erindi við fleiri en bændur eina. Eftir að hafa boðið fulltrúa og gesti velkomna og minnst þeirra Búnaðarþingsfulltrúa, sem látist höfðu milli þinga, mælti Hjörtur: Á ári hverju deyja margir menn í heimi hér og burtkallast til feðranna. Á sama tíma fæðast þó miklu fleiri svo mannfólkinu á jörðinni fjölgar jafnt og þétt um sem nemur á hverju ári J)reföld- um samanlögðum mannfjölda Norðurlanda. Með sama áfram- haldi tvöfaldast íbúafjöldi jarðar- innar á 30-40 árum og gæti nálg- ast 10 miljarða löngu fyrir miðja næstu öld. Það er margbreyti- legur lýður, homo sapiens, sem við erum hluti af. Þó er allt sem máli skiptir sameiginlegt með okkur öllum. 97 á móti 3 Allir þurfa t.d. land til að búa á, loft til að anda og mat til að éta. Landið og loftið fáum við ókeypis og án fyrirhafnar. Matinn verð- um við að laða fram úr skauti jarðar með hjálp lofts og vatns og sólar. Sú iðja kallast landbúnað- ur. Hafa menn almennt gert sér grein fyrir því, að landbúnaður, sem er stundaður á aðeins nokkr- um hluta af þeim 30% af yfir- borði jarðar sem er þurrlendið, leggur mannkyninu til 97% af matvælum þess. Hin 70%, sem er hafið, leggja til þau 3% sem eftir eru. Svo mikilvæg er ástundun landbúnaðar. Við sjáum þetta betur ef við hugsum okkur dúkað borð með fjölbreyttum matvælum í til- heyrandi ílátum. Við sjáum í ein- um stað skálar með fæðu úr hin- um ýmislegu korntegundum, hveiti, hrís og maís o.s.frv. Við sjáum grænmeti og ávexti. Við sjáum hrokafull föt með kjötrétt- um af hinum aðskiljanlegu hús- dýrum manna. Og við sjáum allar mjólkurvörurnar í krúsum og könnum að ógleymdum öllum drykkjarvörunum og allt er þetta framlag landbúnaðar. En úti á horni borðsins er lítill diskur með fiskmeti. Það er hlutur sjávarút- vegs á matborði heimsins. Þegar það er einnig haft í huga að iðnaðarhráefni er að mestum hluta fengið frá landbúnaði og skógarhöggi, sem er raunar hluti landbúnaðar í víðri merkingu, þá er ekki að undra að málefni land- búnaðar eru fyrirferðarmikil í lífi manna og þjóða. Enda er það svo, að svokölluð landbúnaðar- vandamál eru allsstaðar megin- viðfangsefni og oft deiluefni stétta og stjórnvalda innan þjóða og milli þjóða. Það er af því að þar er verið að glíma við grund- völl mannlífsins - og manniífið sjálft er ævarandi vandamál. Ég hef dregið upp þessa mynd af hlutverki landbúnaðar á heimsvísu af því að það getur ver- ið hollt að leiða að því hugann við og við að okkar eigin landbúnað- ur er hluti af þessari heimsmynd og er, og hefur verið frá önd- verðu, að sínu leyti grundvöllur mannlífs hér á landi, jafn ómiss- andi og land til að standa á og loft til að anda. Að vísu leggjum við ekki fram svo stóran hluta mat- fanganna, það gerir lega landsins hér í norðrinu. Eigi að síður Hjörtur E. Þórarinsson, formaður Búnaðarfélags íslands. leggur innlendur landbúnaður til meirihluta þjóðarfæðunnar. Til þess að draga þá lífsbjörg úr skauti jarðar notum við 5-6% af vinnuafli landsmanna og fer sú tala hratt lækkandi. Þvínæst vék ræðumaður að 150 ára afmæli Búnaðarfélags ís- lands, sem haldið var hátíðlegt í sumar, m.a. með ákaflega fjöl- breyttri og fjölsóttri landbúnað- arsýningu. Drap á þátt hinna mörgu og kappsfullu fjölmiðla í því að móta skoðanir manna m.a. á landbúnaðarmálum og sagði síðan: Hver sá það fyrir? Það fer því ekki fram hjá neinum, að mál landbúnaðarins eru töluvert snúin og vandasöm úrlausnar nú eins og stundum áður. Þau eru þó að því leyti góð- kynja að þau snúast ekki um tjón og skort vegna uppskerubrests eða búfjárfellis, heldur snúast þau öðru fremur um vöntun á markaði fyrir það, sem við getum og þurfum helst af öllu að fram- leiða og fá greiðslu fyrir. Þetta er aðeins huggun í erfiðri stöðu en breytir ekki þeirri staðreynd að bændastéttin á undir högg að sækja í þjóðfélagi allsnægtanna og finnst sumum þeir vera í fjötrum eigin afkastagetu. Þessir þættir landbúnaðarmála eru að vísu ekki fyrst og fremst í verka- hring Búnaðarfélags íslands og þá heldur ekki Búnaðarþings, heldur Stéttarsambands bænda, sem á síðasta ári átti 40 ára af- mæli. En áhrif þeirra hljóta þá óhjákvæmilega að svífa yfir vötnunum einnig hér og blandast öðrum viðfangsefnum Búnaðar- þings. Það er ljóst, að landbúnað- ur okkar hefur hreppt nokkurn andbyr í þróun markaðsmála bæði utanlands og innan. Þróun, sem ekki var séð fyrir og tæplega varð séð fyrir nægilega snemma til að koma vörnum við. Hver sá það t.d. eða gat séð fyrir á 6. og 7. áratugnum þegar íslenskir bænd- ur, með atbeina ríkisvaldsins, lögðu grunninn að stóraukinni framleiðslu kjöts og mjólkur, að þjóðin yrði enn innan við fjórð- ungur milljónar að tölu á því her- rans ári 1984. Fæðingartölur þá bentu til innlends neytendahóps, sem nálgaðist 300 þúsund munna og þarna er mismunur sem nemur matvælaframleiðslu í einni eða tveimur meðalsýslum - og fer ég ekki lengra út í þessa sálma. Bœndur og land Markaðs- og verðlagsmál eru áreiðanlega þær hliðar landbún- aðarmála, sem hin líflega þjóð- félgasumræða á fslandi snýst heitast um. Við því er að búast því það eru þær hliðarnar, sem snerta borgarana mest í þeirra daglega lífi og baráttu fyrir brauði. Þó er önnur hlið málanna, sem líklega verður ekki síður ofarlega á baugi og ekki síður heit í al- mannaumræðu - og er það raun- ar nú þegar. Það er hið mikla mál, sem nefnist verndun gróðurs og endurheimt landgæða. Sú mikla umræða, sem orðin er um þetta vandamál og blossar upp með endurnýjuðum krafti, eink- um hvert sumar, hlýtur f heild að flokkast undir góðsvitana í nú- tímasamfélagi okkar - þrátt fyrir allar öfgar. Það er eins og æva- gömul misgjörð þjóðarinnar við landið vitji nú samvisku hennar og kveiki löngun til að gera yfir- bót. Ævagömul er misgjörðin, ef nota má það orð, því hún var þeg- ar orðin söguleg staðreynd á dögum Ara fróða laust eftir 1100 og dró hina frægu og athyglis- verðu setningu úr fjöðurstaf hans: Land allt var þá viði vaxið milli fjalls og fjöru. Það var svo við landnámið en það var það ekki lengur þegar orðin voru skrifuð aðeins svo sem 200 árum síðar. Ekki þarf að efa, að þarna skýrir Ari frá staðreyndum bæði með því sem hann segir og því, sem hann segir ekki berum orð- um. Og það þarf heldur ekkert að efast um að það var sjálft land- námið, búsetan, í samspili - eða við undirleik - íslenskrar náttúru, sem gerði gæfumuninn. Hvað sem því líður hlýtur það að vera fagnaðarefni að almenn- ingur vill nú og telur sig geta bætt tjónið og er reiðubúinn til að kosta því til sem til þarf. Við get- um þó ekki sætt okkur við þær öfgafullu kenningar þar sem menn sjá fyrir sér endurgróið ís- land, þar sem í raun og veru er ekkert pláss fyrir kvikfjárrækt, allra síst sauðfjárrækt. Bændur landsins hljóta að viðurkenna, að gróðureyðing er nátengd búskap, sem var og er fyrst og fremst kvik- fjárrækt samkvæmt eðli landsins. Þeir skilja líka mætavel að endur- heimt gróðurgæða er tómt mál nema góð samvinna þeirra komi 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 22. mars 1988

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.