Þjóðviljinn - 22.03.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 22.03.1988, Blaðsíða 3
LANDBUNAÐUR til. En þeir viðurkenna ekki að landið þurfi endilega að verða aftur viði vaxið milli fjalls og fjöru lfkt og í upphafi sögunnar. Vissulega viljum við í öllum stétt- um sjá betur búið ísland með vænum skógum, sem við höfum í seinni tíð lært að græða og trúa á, að hægt sé að rækta til venjulegra skógarnytja. En samborgarar okkar, með- eigendur landsins, hljóta að skilja að þetta mikla og vanda- sama verkefni, sem komandi kynslóðir íslendinga fá vonandi að glíma við í friði og farsæld, snertir bændur meir og á annan íhátt heldur en alla aðra, og grípur inn í líf þeirra og starf á allt annan hátt en annarra. Það þarf ekki að orðlengja það. Hér er um að ræða nánast óendanlegt framtíð- arverkefni, það verður að vinnast í sátt milli bænda og búleysingja og það verður að ætla sér nægan tíma - enda er framtíðin löng. Reyndar er rétt að minnast þess, að bæði Búnaðarþing á hátíðar- fundi og aðalfundur Stéttarsam- bands bænda á afmælisári, 1985, ályktuðu mjög afdráttarlaust í þessa veru Hugsjónin um umhverfisvernd í víðri merkingu er raunar eitt það gæfulegasta sem nútíminn hefur tileinkað sér. Landbúnaður °g byggð í sveit eru samofin því máli á margvíslegan hátt. Til er félagsskapur, sem nefnist Evr- ópusamband bænda. l'að hélt að- alfund sinn í Róm síðastliðið haust og var þar m.a. fulltrúi ís- lands. fsetningarræðu sinni kom forseti sambandsins mjög inn á hlutverk sveitabyggðar í um- hverfisvernd, m.a. með hliðsjón af því verkefni sem Evrópu- bandalagið vinnur að og nefnt er „Landbúnaðurinn í sátt við nátt- úruna." Þar komst forsetinn að þeirri niðurstöðu að lifandi sveitabyggð sé og eigi að vera sjálfsagður hluti af náttúrulegu umhverfi þar sem ræktarlönd og mannvirki og daglegar athafnir við búskap mynda heilsteypta mynd og stuðla að varðveislu þjóðlegra og sögulegra verðmæta og viðhaldi æskilegri fjölbreytni umhverfisins í víðustu merkingu. Það þarf því að hafa sérstaklega vakandi auga með svokölluðum jaðarbyggðum, en þær geyma öðrum fremur hin sérstöku þjóð- legu verðmæti. ísland flokkast víst óumdeilanlega sem evrópsk jaðarbyggð. Ef við lítum á málið í þessu ljósi hefur íslenska sveita- byggðin, sem hluti af eðlilegu ís- lensku umhverfi, alþjóðlegt gildi, sem skylt er að varðveita. Einnig horft innávið Góðir þingfulltrúar og gestir. Við erum að hefja ársfund Bún- aðarfélags íslands eins og þeir haf a verið haldnir alla öldina. Fé- lagið hefur helgað sig starfi að hagsmuna- og framfaramálum bændastéttarinnar allan þennan tíma og alltaf haft í þjónustu sinni hæfustu menn í landbúnaðar- greinum, sem til hafa verið í landinu hverju sinni, það leyfi ég mér að fullyrða. Frá stofnun fé- lagsins í núverandi mynd hefur ríkissjóður íslands styrkt starf- semi þess að leiðbeiningum dyggilega. Smám saman hafa venjur þróast og lög verið sett á Alþingi, sem binda Búnaðarfélag íslands við þetta verkefni, ráð- gjöf á sviði landbúnaðar og fram- kvæmd og eftirlit með marghátt- aðri landbúnaðarlöggjöf fyrir hönd ríkisvaldsins. í tímans rás hafa verkin gerst fjölbreyttari í takt við stöðuga og oft hraðfara þróun í íslenskum landbúnaði. Búnaðarþing hefur verið vel vakandi og bent fé- laginu á ný og ný verkefni, sem ríkisvaldið hefur oftar en ekki samþykkt að væru verðug og tímabær og gert félaginu kleift að takast á hehdur. Þá ræddi Hjörtur E. Þórarins- son um meðferð félagsins á fjáT- munum þeim, sem ríkisvaldið hefur fengið því til ráðstöfunar hverju sinni. Þar hafi félagið jafn- an gætt fyllstu hagsýni og gert eins mikið úr ráðstöfúnarfénu og með nokkru móti hafi verið unnt að ætlast til, enda hafi félagið jafnan notið óvenjumikils trausts bæði ríkisvaldsins og bænda. Segir síðan: Nú er því hinsvegar ekki að leyna, að raddir heyrast sem draga í efa að B.í. sé að öllu leyti f takt við tímann og starfsaðferðir þess fallnar til að skila bcstuin ár- angri af þeim efnum í fjármunum og sérfræðiþekkingu, sem það hefur til umráða. Þessar raddir koma úr ýmsum áttum, þ.á m. frá talsmönnum sumra bændasam- taka. Að sjálfsögðu hafa stjórn og starfsmenn B.í. hlustað á þessar raddir og alls ekki afgreitt þær með því að yppa öxlum eða láta sem svo að engu megi breyta. Sjálft Búnaðarþing gekk á undan í samþykkt sinni á hátíðarfundi í sumar, þar sem ályktað var að gaumgæft skyldi rækilega hvort eða hvaða breytingar bæri að gera á leiðbeiningarþjónstunni hjá félaginu, og reyndar lfka á samsvarandi þjónustu, sem fram fer hjá búnaðarsamtökum úti í héruðunum. Ráðunautar félags- ins hafa sjálfir sett á fót starfshóp til að gera tillögur um hugsan- legar breytingar á skipan verk- efna þeirra á milli og samstarfi við aðra. Og reyndar eru enn aðr- ir aðilar að ígrunda sama verkefni eins og e.t.v. verður greint frá hér bráðlega. Það vantar því ekki viljann til að líta í eigin barm ef það mætti verða til að finna leiðir til að bæta afrakstur þjónustunnar. Skertar fjárveitingar Þá verð ég að lokum að geta þess, að efasemdir um skipulag eða gildi leiðbeiningarþjónust- unnar og vinnubrögð B.I. hljóta að vera fyrir hendi hjá einhverj- um hluta stjórnvalda landsins. Þær efasemdir hafa birst í því, að fjárveitingar til hinnar hefð- bundnu þjónustu félagsins hafa verið skertar verulega. Þetta er nokkuð nýtt í sögunni og er til þess fallíð að vekja ugg í brjósti manna um framtíð B.ÍT Við þessu á félagið ekkert gott svar í bráðina og einhverskonar niður- skurður á þjónustu virðist óhjá- kvæmilegur. Við vitum ekki á þessari stundu, hvað að baki þessari ný- breytni býr eða hvað fastmótuð stefna þar liggur til grundvallar.. Við vitum þó, og það skiptir máli, að við eigum afar vinveittan land- búnaðarráðherra, sem þekkir mjög vel hvernig mál eru vaxin hjá Búnaðarfélaginu og vill leggja því allt það lið sem hann má. Eitt er nú nokkuð ljóst, að það verður að skapast tryggara sam- komulag um það hvaða verkefni ríkisvaldið raunverulega vill fela B.í. að framkvæma og að því fylgi skuldbinding um að ríkið greiði eðlilegan kostnað við þá starfsemi. Hitt er líka ljóst og æ ljósara, að með öllu er óviðun- andi að félagið hafi engan eigin tekjustofn til að standa straum af ákveðnum þáttum starfsemi sinn- ar, sem ekki er beinlínis innt af hendi í þágu ríkisins. Reyndar skal þess getið að þetta hús, sem við nú erum í og er eign bænda- samtakanna, er einn slíkur tekju- stofn, sem þegar er farinn að létta Skyldi hann bíta á krókinn hjá okkur? ofurlítið undir með fjárhagnum, en betur má ef duga skal. Án efa mun Búnaðarþing, sem nú tekur senn til starfa, taka þessi nýju viðhorf til yfirvegunar og álykta um þau af ábyrgðartilfinn- ingu og raunsæi eins og því er lagið. Trúað á framtíðina Við höfum nýlega heyrt ein- hverja taka sér í munn orð Jónas- ar skálds: Dauft er í sveitum/hnipin þjóð í vanda og vilja heimfæra þau upp á á- standið í sveitum landsins í dag. Satt er það, að mörgum bændum finnst illilega þrengt að sjálfræði sínu og athafnafrelsi með hinum ströngu framleiðslutakmörk- unum á helstu búvörum, sem nú eru í gildi af illri nauðsyn. En það er mesta öfugmæli, að deyfð í nokkrum skilningi setji svip á sveitabúskapinn eða mannlífið í sveitunum yfirleitt. Og ekki held ég, að Jónasi Hallgrímssyni mundi heldur finnast það, „ef hann væri orðinn nýr" og mætti ferðast aftur um landið eins og hann gerði fyrir 150 árum. Nokkur mælikvarði á hugar- ástandið er eftirspurn bænda eftir fjárfestingarlánum úr Stofnlána- deild landbúnaðarins. Hún er jafnmikil nú og húa hefur áður verið mest. Hún hefur hinsvegar breyst stórlega í þá veru, að láns- umsóknum til hefðbundinna gripahúsa hefur fækkað og nær því lagst niður um sinn, en um- sóknum til nýbúgreina og fram- kvæmda sem miða að betri nýt- ingu verðmæta og sparnaði í rekstri fjölgað að sama skapi. Trúin á framtíðarmöguleika sveitabúskapar er óbiluð. Viljinn til að standa í atvinnurekstri í strjálbýli er enn fyrir hendi. Annað mál er það, að vænleg- asta nýbúgreinin, eða sú sem við töldum að væri það, loðdýra- ræktin, hefur ratað í óvæntar þrengingar og er þar á ferðinni nokkuð erfitt úrlausnarefni. Ég vil samt enda þessi orð mín í anda bjartsýni. Bændastéttin hef- ur gengið í gegnum töluverðar þrengingar án mikilla áfalla enn sem komið er. Hún hefur sýnt sterkan vilja til að laga sig að kröfum breyttra tíma og náð miklum árangri. Það er ástæða til að ætla, að framundan séu rólegri tímar þar sem traustur landbúnaður á ís- landi lifir í góðri sátt við land og þjóð. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 Framtíðarsýn Aætlun til aldann I K Á hátíðafundi Búnaðarfélags íslandss.l. sumarvarsam- þykkt að láta gera heildar- áætlun um þróun íslensks landbúnaðartil næstu alda- móta. Búnaðarþing kaus þriggja manna nefnd til þess að hafa yfir- umsjón með gerð slíkrar áætlun- ar og er hún þannig skipuð: Sveinii Jónsson, bóndi á Kálfs- skinni, Sigurður Þórólfsson, bóndi í Innri-Fagradal, og Egill Jónsson alþingismaður. Leitað verði ef tir því við Stéttarsamband bænda að það tilnefni af sinni hálfu j afnmarga menn í nefndina. Því er beint til væntanlegrar nefndar að leggja sérstaka áherslu á að búnaðarsamböndun- um verði gefinn kostur á faglegri aðstoð, vegna sérstakra verkefna til eflingar byggða, með nýjum atvinnumöguleikum og víðtækari starfsemi á sviði bókhalds- og hagfræðiþjónustu í íslenskum landbúnaði, í ríkari mæli en nú er. Þá verði og leitað samstarfs við Framleiðnisjóð lar.dbúnaðar- ins um framkvæmd þessara verk- efna. -mhg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.