Þjóðviljinn - 22.03.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 22.03.1988, Blaðsíða 4
IANDBÚNAÐUR Jónas Jónsson búnaðarmálastjóri í ræðustól á Búnaðarþingi. Búnaðarþing Þýðinaarmikil stefnumöikun /toí Wð /ónö5 Jónsson búnaðarmálastjóra Búnaðarþing er nú nýafstað- ið. Það stóð að þessu sinni í 12 daga. Fyrir þingið komu 34 mál, sem öll voru rædd í nefndum og á þingfundum. Afgreiddar voru 29 ályktanir. Þótt færri mál lægju nú fyrir þinginu en oft áður voru ýms þeirra ákaflega þýðingarmikil og margþætt. Búnaðarþing er skipað 25 full- trúum. Þeir eru kjörnir beinni kosningu, sé þess óskað, annars af búnaðarsambandsfundum. Búnaðarþing fer með æðsta vald í málefnum Búnaðarfélags íslands og kýs stjórn þess. Það er einnig ráðgefandi aðili um mál- efni landbúnaðarins og hefur jafnan átt mikinn þátt í að móta stefnuna í landbúnaðarlöggjöf- inni, enda hefur ríkið falið Bún- aðarfélaginu framkvæmd ýmissa mála. Eins og að framan greinir hafði Búnaðarþing til meðferðar mörg þýðingarmikil mál. Skiptir af- greiðsla þeirra miklu, ekki aðeins fyrir bændastéttina heldur og þjóðina alla. Jónas Jónsson bún- aðarmálastjóri var að því spurð- ur, hvert eitt þeirra hann kysi helst að nefna. Stefnumörkun - Ég tel, sagði Jónas búnað- armálastjóri, - að þetta þing hafi lagt drög að mjög þýðingarmikilli stefnumörkun. Stjórnin gerði til- lögu um að skilja að hinn félags- lega þátt starfseminnar og þann faglega, en hann lýtur að fram- kvæmd löggjafar og leiðbeininga- þjónustunnar, sem rekin er á grundvelli jarðræktar- og búfjár- ræktarlaga. Félagslegi þátturinn er hins vegar Búnaðarfélagið og yfirstjórn þess, sem eðlilegt má þá telja að sé kostað af öðrum en ríkinu. En til þess þarf þá að vera fyrir hendi ákveðinn og öruggur tekjustofn, eins og bent er á í sérstakri ályktun frá fjárhags- nefnd þingsins. Ráðherranefndin í haust skipaði landbúnaðar- ráðherra sérstaka nefnd til þess að fjalla um þessi mál. í þeirri nefnd voru Jón Hólm Stefánsson formaður, Jón Viðar Jónmunds- son, Magnús B. Jónsson, Magnús Sigsteinsson og Gunnlaugur Jú- líusson. Áfangaskýrsla frá nefnd- inni lá fyrir þinginu og eru álykt- anir þingsins um skipan leiðbeiningaþj ónustunnar byggðar á henni. F þessum efnum hefur gætt tveggja sjónarmiða. Annars veg- ar þess, að leiðbeiningaþjónust- an verði áfram á vegum Búnað- arfélags íslands og búnaðarsam- „Nú er sunnanvindur" og miklar annir við heyskapinn. bandanna og hins vegar eru það hugmyndir, sem hreyft hefur ver- ið af einu eða tveimur sérgreina- félögum um að sá þáttur Jeiðbeiningaþjónustunnar, sem verið hefur í höndum Búnaðarfé- lagsins, verði færður til þeirra. Þetta er þó engan veginn sjónar- mið allra búgreinafélaganna. í áliti ráðherranefndarinnar kemur það fram, að hún telur rétt að öll leiðbeiningaþjónustan verði áfram á vegum heildarsam- takanna. Rétt er að geta þess, að aðeins hefur verið tæpt á þriðju leiðinni, þeirri að leiðbeininga- þjónustan verði alfarið undir stjórn ríkisvaldsins. Um það hef- ur þó ekki verið rætt í neinni al- vöru. Fagráð Ráðherranefndin tekur hins vegar undir þau sjónarmið að þau sérgreinafélög, sem láta sig varða faglega þáttinn, eigi aðild að stefnumörkun fyrir leiðbeininga- þjónustuna. Þessi skoðun var raunar áður komin fram í frum- varpi til búfjárræktarlaga frá Búnaðarþingi 1986. Undir þetta tekur Búnaðarþing og leggur áherslu á að stofnuð verði fagráð, sem yrðu ráðgefandi um leiðbeiningaþjónustu innan hverrar búgreinar. Þetta þýðir að þjónustan yrði ekki klofin upp heldur að sérgreinafélögin eigi aðild að stefnumörkun gegnum fagráðin, hvert á sínu sviði. En ég vil undirstrika, að það er engan( veginn krafa allra búgreinafélag- anna að taka leiðbeiningaþjón- ustuna alfarið í sínar hendur. Ráðherranefndin leggur einnig til - og Búnaðarþing tekur undir það - að allt félagskerfi landbún- aðarins verði endurskoðað með það í huga, að búgreinafélögin geti, með einhverjum hætti, átt aðild að búnaðarsamböndunum og þá að Búnaðarþingi. Leiðbeininga- miðstöðvar Fjórða atriði í áliti ráðherra- nefndarinnar lýtur svo að skipan leiðbeiningaþjónustunnar heima í héruðum. Lagt er til að hún verði rekin út frá leiðbeininga- miðstöðvum, sem geti þá gripið yfír stærra svæði en hvert búnað- arsamband nær yfir. Þær gætu einnig tengst rannsóknastofnun- um og e.t.v. bændaskólunum. Þetta þyrfti engan vegin veginn að leiða til uppstokkunar á bún- aðarsamböndunum en gæti hins vegar gert það, ef mönnum sýnd- ist það heppilegra. Þetta er ekki ný hugmynd og sums staðar hafa málin þróast á þennan veg. Búnaðarsamböndin á Vesturlandi: Borgarfjarðar-, Snæfellsness- og Dala, hafa t.d. stofnað með sér Búnaðarsamtök Vesturlands í þeim tilgangi að hafa samvinnu um vissa þætti leiðbeiningaþjónustunnar, svo sem loðdýraræktina, en þar er Magnús B. Jónsson, kennari á Hvanneyri, í hálfu starfi. Á sama hátt hafa Búnaðarsamband Strandamanna og Vestur-Hún- vetninga sameiginlega ráðið mann til að leiðbeina um hag- fræði og bókhald. Þá hafa Búnað- arsambönd Skagfirðinga og Hún- vetninga sameinast um ráðunaut í loðdýrarækt. Og loks hefur svo Ræktunarfélag Norðurlands, nú í tvo áratugi boðið uppá vissa pætti leiðbeiningaþjónustu fyrir allt Norðurland. Að sjálfsögðu urðu miklar um- ræður um skýrslu ráðherra- nefndarinnar en í heild má segja að Búnaðarþing hafi tekið henni mjög vel og lagði til að nefndin starfaði áfram. Bændastéttin má með engu móti efna til innbyrðis átaka, hvorki út af þessum málum né öðrum, ekkert væri henni skaðvænlegra einmitt nú, þegar að henni er sótt af mikilli óbil- girni úr ýmsum áttum. En bænd- ur eru yfirleitt reyndir og þrosk- aðir félagsmálamenn, sem skilja gildi samstöðunnar, ogég sé enga ástæðu til að ætla annað en að þessi mál leysist á þann veg sem öllum gegnir best, sagði Jónas Jónsson búnaðarmálastjóri að lokum. -mhg 4 SÍDA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 22. mars 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.