Þjóðviljinn - 22.03.1988, Side 5

Þjóðviljinn - 22.03.1988, Side 5
1 LANDBÚNAÐUR INTERNATIONAL Hf.Hamará 70 ára starfs- afmæliíár Á merkisafmæli sem þessu þykir tilhlíðilegt að fræðast að- eins um sögu fyrirtækisins og forvitnast um hvort sú deild er snýr að þjónustu við bændur muni bjóða upp á eitthvað sérstakt í tilefni afmælisins. GuðmundurG. Kristinsson, sölustjóri í landbúnaðardeild, tók vel í að kynna helstu nýj- ungar hjá þeim og hvað gert væri fyrir viðskiptavini á þessustarfsári. Starfsemin sífellt aukist Hamar er gamalgróið fyrir- tæki, stofnað árið 1918. Framan af fólst starfsemin í fjölþættum smiðju- og verkstæðisrekstri og eftir að fyrirtækið keypti hlut • Héðins í Stálsmiðjunni 1985, er það orðið stærsta málmiðnaðar- fyrirtækið í Reykjavík. Hjá Ham- ri og Stálsmiðjunni starfa nú um 120 manns. Upp úr 1950 var stofnuð inn- flutningsdeild hjá fyrirtækinu, sem aflað hafði sér fjölmargra er- lendra umboða. Söludeildin er nú til húsa að Grandagarði og skiptist hún í þrjá meginþætti; sjávarútveg, vinnutæki og dælur og landbúnað. Á síðustu tveimur árum hefur Hamar sett mörg ný tæki á markaðinn og á það ekki síst við um vélar og tæki til land- búnaðar. Fjölbreyttara úrval til landbúnaðar Landbúnaðardeild Hamars býður upp á vörur frá ýmsum Búnaðarframlög Ámælisverð afgreiðsla Aðeins greidd að hluta Alþingi hefur nú ákveöiö meö fjárlögum og lánsfjárlögum aö einungis64% afjaröræktar- framlögum og aöeins hluti af framlögum til búfjárræktar skuli greiddur á þessu ári. Búnaðarþing átelur slíka af- greiðslu harðlega og skorar á landbúnaðarráðherra að beita sér fyrir því, að þessi framlög verði greidd að fullu á komandi vori, enda taka jarðræktarlögin tillit til breyttra viðhorfa í land- búnaði. Pannig hefur aukist hlut- deild nýrra búgreina og hagræð- ingar en framlög til hefðbundinn- ar búvöruframleiðslu dregist saman. Pá bendir þingið á, að enn hefur ekki verið sett reglu- gerð við jarðræktarlög nr. 56/ 1987, þrátt fyrir tillögur Búnað- arfélags íslands um það. Hvað dvelur Orminn langa? Fyrir tveimur árum samdi Bún- aðarþing frumvarp til nýrra bú- fjárræktarlaga. Koma þar fram verulegar breytingar til sparnað- ar í hefðbundnum búgreinum og jafnframt opnaðar leiðir til stuðnings við aðrar greinar bú- fjárræktar. Síðan ekki söguna meir og málið situr fast. Jafn- framt því sem þingið lýsir megnri óánægju með þennan furðulega seinagang fól það stjórn Búnað- arfélagsins að leita samráðs við landbúnaðarráðuneytið um leiðir til að koma þessum málum áfram. _mhg Járnhálsi 2 Sími 83266 110 Rvk. löndum, bæði austantjalds og vestan. „Á síðustu árum höfum við bætt við mjög miklu af nýjum vörum sem reynst hafa vel er- lendis og markmiðið er að bjóða upp á fjölbreyttara úrval til land- búnaðar,“ sagði Guðmundur. Meðal nýjunga nefndi Guð- mundur Torpedo dráttarvélar og traktorsgröfur, sem komu fyrst til landsins, á síðasta sumri og reyndust mjög vel við íslenskar aðstæður. Frá Danmörku er farið að flytja inn mjaltakerfi frá gam- algrónu fyrirtæki, Strangko. „Hægt er að nota flesta hluta úr þeirra framleiðslu í öll önnur mjaltakerfi og verðið er hagstætt. Þeir framleiða einnig „púlsatora“ með lægstu bilanatíðni á mark- aðnum og ný hönnun á mjaltakló frá Strangko gefur mjög góða raun og dregur úr hættu á mynd- un júgurbólgu." Frá Sviss er að hefjast innflutn- ingur á súgþurrkunarblásurum og heydreifikerfum, sem hægt er að fá rafstýrð og með sjáfvirkri færslu. „Nú síðast bættist í hóp- inn MB-Trac dráttarvél, sem Da- imler Bens framleiddi áður en er nú ásamt IN-Trac framleidd í ný- Guðmundur G. Kristinsson stillir sér upp fyrir framan eina af þeim dráttarvélategundum, sem landbúnaðardeild Hamars flytur inn. Mynd: Sig. stofnuðu sameignarfyrirtæki De- utz og Benz.“ ✓ Ymsar uppákomur á afmœlisári Er Guðmundur var inntur eftir því hvað gert yrði fyrir viðskipta- vini í tilefni afmælisins, sagði hann að út árið yrði sérstakt verð á öllum tækjum. „Við höfum náð hagstæðum samningum við fram- leiðendur á þessu ári og auk þess veitum við afmælisafslátt, sem verður mismunandi eftir tegund- um og tækjum. Á afmælisárinu ætti verðið því að vera hlutfalls- lega lægra en hjá samkeppnisað- ilum.“ Guðmundur taldi mikil- vægt að bændur bæru saman verð, því yfirleitt væri um geysi- lega fjárfestingu að ræða í tækj- um til landbúnaðar. „Við komum til með að birta verð reglulega í auglýsingum og það mættu fleiri gera.“ Á afmælisárinu munu einnig fylgja ókeypis aksturstölvur í öllum framdrifnum Deutz drátt- arvélum, sem seldar verða. í haust er síðan fyrirhugað að fara í bændaferð til Þýskalands, þar sem m.a. verða skoðaðar Deutz, Krone og Niemeyer verksmiðj- urnar. Guðmundur sagði að boð- ið yrði upp á hagstæða pakkaferð og væri hún einkum ætluð um- boðsmönnum og þeim sem keypt hefðu tæki frá Deutz og Krone á síðasta ári mj Mest seldu dráttarvélar á íslandi 1987 Munið að bera saman búnað, verð og greiðslukjör. Vinsamlegast gerið pantanir tímanlega fyrir vorið CASE-lnternational dráttarvéiar eru viðurkenndar fyrir gæði auk þess að vera leiðandi merki í tækniþróun. Frábær aðstaða fyrir stjórnanda, svo sem demparasæti, siétt gólf, litað gler, öflug þriggja hraða miðstöð, útvarp, allir nauðsynlegir mælar, góð staðsetning stjórntækja er aðeins ein ástæða þess hve margir bændur velja CASE-international. SÉRSTÖK GREIÐSLUKJÖR Á ÞESSUM VÉLUM Nokkrar vélar til greiðslu strax verksmiðjuverði síðastliðnu ári. af- á frá *****

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.