Þjóðviljinn - 22.03.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 22.03.1988, Blaðsíða 6
Minka- og reffahús á góðu verði Smíðum stálgrindahús fyrirrefa-, minka- og laxaeldi, tilbúin til uppsetningará sökkul. Boltuð saman ímæni. Stærðireftirpöntun. 10,70-13,60 og 14,20metra breiðhús. Tökum einnig að okkuralla almennajárnsmíði. Leitið tilboða. Smiðjuvegi 28 - sími 78590 Pósthólf 504,202 Kópavogur Rútlupokkunarvél Nýtt vélafyrirtœki æ^ m m Samemmg tryggir betri þjónustu Vélar og þjónusta hf. kaupa Vélaborg-Bútækni hf. í byrjun þess árs keypti fyr- bænda. Síðan hefur markaöshlut- landbúnaöar, þar sem var Véla deildin aukist ár frá ári. Á sl. ári irtækið Vélar og þjónusta hf. Vélaborg-Bútækni hf. Þessi fyrirtæki hafa undanfarin ár haft með höndum innflutning á landbúnaðarvélum. Á sl. ári seldu þau meira en 40% þeirra dráttarvéla sem þá seldust hérlendis. Og þegar þau hafa nú „gengið í það heilaga" má vera Ijóst að þau muni koma til með að verða fyrirferðarmikil á búvélamark- aðinum. Pétur Óli Pétursson, fram- kvæmdastjóri hjá Vélum og þjónustu, sagði fyrirtækið hafa verið stofnað í ársbyrjun 1976. Framan af hafði það aðeins með höndum verkstæðisrekstur fyrir þungavinnu- og landbúnaðarvél- ar og flutti inn varahluti til þeirra. Árið eftir fékk það umboð fyrir J. I. CASE, sem er langstærsti framleiðandi í heiminum á trakt- orsgröfum, en hér á landi hafa þær gröfur selst í meira mæli en aðrar tegundir. Það að auki fram- leiðir CASE mikinn fjölda ann- arra vinnuvéla sem hér hafa verið seldar. Stöðugur vöxtur Árið 1984 keypti CASE Int- ernational Harvester. Þótti þá ekki áhorfsmái að Vélar og þjón- usta hf. fengi umboðið og það því fremur sem fyrirtækið hafði árið áður hafið innflutning á CASE David Brown. Náðum við strax góðri fótfestu á markaðinum enda vélarnar vel þekktar meðal seldum við t.d. 107 dráttarvélar, sem er 20.6% markaðshlutdeild, sem er mjög mikið, því undanfar- in ár hefur um helmingur heildarsölunnar hér verið á vél- um frá A-Evrópu. — Við höfðum verið að bíða eftir því, sagði Óli Pétur, - að CASE International tækist að kaupa framleiðanda á fylgitækj- um til landbúnaðar, s.s. hey- hleðsluvögnum, bindivélum borg. Sú vara, sem Vélaborg hefur selt, er þegar markaðssett og hef- ur fengið mjög gott orð meðal bænda. Við erum því ekki að kynna þar nein ný nöfn á mark- aðnum. Að því er líka tvímæla- laus ávinningur að fá nú umboð fyrir dráttarvélar frá A-Evrópu. Óg samtals náðu þessi merki yfir 40% markaðshlutdeild á sl. ári. Þrátt fyrir þessa sameiningu verður Vélaborg-Bútækni hf. Auk hinnar myndarlegu dráttarvélar sjáum við hér ákaflega fullkominn þjón- ustubíl, sem fer vítt og breitt um landið. í bílnum er mjög góð aðstaða fyrir ökumann, m.a. svefnbekkur en aftuhluti bílsins er innréttaour sem verkstæði. o.þ.h. Það hefur ekki orðið og ekki líklegt að svo verði. Þess vegna vildum við ekki sleppa tækifæri sem bauðst á því að kaupa fyrirtæki sem hefur heilsteypta línu af fylgitækjum til rekið áfram sem sjálfstætt fyrir- tæki og mun annast varahluta- og viðgerðaþjónustu fyrir viðskipta- vini sína, en verður á hinn bóginn í nánum tengslum við Vélar og þjónustu. Hún verður hins vegar „Hvít, með loðnar tær" Fuglaveiðar Fmmvarpsdrögin stjómarskráritmt í framkomnum frumvarps- drögum um f uglaveiðar og fuglaf riðun er ráð fyrir því gert, að eigendur afréttarlanda verði svíptir veiðirétti sínum. í séráliti Gauks Jörundssonar prófessors um frumvarpsdrögin kemur fram, að þessi ákvæði séu ekki aðeins brot á 67. gr. stjórn- arskrárinnar og þeim meginregl- um, sem virða beri í samskiptum ríkis og einstaklinga, heldur sé einnig mjög óæskilegt að eigend- ur eignarlanda, einstaklingar, sveitarfélög eða aðrir aðilar, geti ekki ráðið því hvort þar séu stundaðar veiðar. í umsögn Búnaðarþings um þetta mál er eindregnum stuðn- ingi lýst við þetta álit prófessors- ins. Þingið benti einnig á, að það hefur alla tíð verið bjargföst skoðun þeirra, sem upprekstur eiga á lönd, sem ekki hafa fylgt lögbýlum svo sannað verði, að veiðiréttur fylgi öðrum afnotum, sé annars ekki sérstaklega getið. Lagt er til að bönnuð verði með- ferð skotvopna í afréttum, nema til eyðingar vargs, meðan fénað- ur er þar að sumrinu. Er þess krafist að frumvarpsdrögin verði endurskoðuð og þá tekið fullt til- lit til þeirra ábendinga og athuga- semda, sem fram koma í sér- álitum Gauks Jörundssonar próf- essors, Jónasar Jónssonar búnað- armálastjóra, athugasemdum Æðarræktarfélags íslands og at- hugasemdum veiðistjóra. -mhg 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 22. mars 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.