Þjóðviljinn - 22.03.1988, Síða 7

Þjóðviljinn - 22.03.1988, Síða 7
Riðuvarnir Fullotbnu féséfargað í slátuihúsum Eftirað rétti hvers bóndatil kindakjötsframleiðslu hafa verið settar svo þröngar skorður sem í gildi eru fyrir næstu sláturtíð, ertalin hætta á að afturfari í vöxt að full- orðnu fé sé slátrað heimaog jafnvel grafið í heilu lagi. Eins og bent hefur verið á, m.a. af Búnaðarþingi, býður þetta þeirri hættu heim, að fé á riðusvæðum eða jaðarsvæðum veikinnar, lendi utan seilingar fyrir rannsóknamenn og geti þannig stofnað í hættu árangri af útrýmingaraðgerðum. Um leið og Búnaðarþing minnir landbúnaðarráðherra á ályktun sína um þetta frá 1987 bendir það á, að til greina geti komið að skylda fjáreigendur á tilteknum svæðum til að færa full- orðið fé til förgunar í sláturhús- um, enda yrði Sauðfjárveikivörn- um tryggt fé til þess að kosta flutning að sláturhúsi og slátrun og eyðingu þess fjár, sem ekki væri lagt inn eða tekið heim. Til greina kæmi og að skylda alla fjáreigendur á sömu svæðum til að skila til sýnatöku hausum af fullorðnu fé, samkvæmt þeirri meðferð sem mælt væri fyrir um. Væri eðlilegt að héraðsdýralækn- ar sæju um slíka sýnatöicu. -mhg Þriðjudagur 22. mars 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 Hér á landi eru nú staddir nokkrir grænlenskir bændur. Fylgdar- og leiðsögumaður þeirra er Þór Þorbergsson, en hann starfar sem búnaðarráðunautur „á Grænlands grund“. Meðal annars heimsóttu Grænlendingarnir Véla- og þjónustu ht. að Járnhálsi 2. A myndinni sjáum við grænlensku gestina ásamt fram kvæmdastjórunum, Pétri Óla Péturssyni, Þorgeir Erni Elíassyni o.fl. forráðamönnum fyrirtækisins. Mynd: EÓI. flutt að Járnhálsi 2, enda auðveldar það bæði skipulag og þjónustu að starfsemin sé öll á einum stað. Þorgeir Örn Elíasson, fram- kvæmdastjóri Vélaborgar, sagði að á árinu 1985 hefði hann, ásamt þeim Þorfinni Júlíussyni og Magnúsi Ingþórssyni tekið við rekstri Vélaborgar. Hann sagði reksturinn hafa gengið vel og við- tökur góðar hjá bændum. Við höfum reynt að veita sem besta varahluta- og viðgerðaþjónustu og kappkostað að halda verði í lágmarki. Væntum við þess að svo verði einnig eftirleiðis. Styrkir stöðuna En hver er þá ástæðan til sam- einingarinnar? - Til hennar liggja ýmsar ástæður, sögðu þeir Pétur Óli og Þorgeir Örn. Það virðist fyrirsjáanlegur samdráttur í landbúnaði hér á næstu árum. Því mun markaðurinn þrengjast. Hér starfa nú 10 fyrirtæki að inn- flutningi og sölu á landbúnaðar- vélum. Einsýnt er að fyrirtækjum af okkar stærð verður róðurinn erfiður nú um sinn a.m.k. Með sameiningunni teljum við okkur geta tryggt viðskiptavinum okkar betri og öruggari viðgerða- og varahlutaþjónustu en ella. Rekstrarkostnaður á að geta sparast að verulegu leyti, sem kemur viðskiptavinum okkar til góða. Vegna samstarfsins standa bæði fyrirtækin styrkari fótum en áður, sem aftur tryggir betur framtíðarstöðu þeirra á markað- inum. Tækniþróuninni fleygir sí- fellt fram. Það á við um búvélar sem annað. Með þessari þróun ætlum við okkur að fylgjast og gefa bændum kost á að njóta hennar. Við teljum okkur ráða yfir þeirri sérfræðiþekkingu að hingað geti vélaeigendur sótt ráð og leiðbeiningar. Við stefnum eindregið að því að hafa alltaf á boðstólum fylli- lega samkeppnishæfar vélar á svo hagstæðu verði sem ýtrasti kostur er, sögðu þeir Pétur Óli og Þor- geir Örn. - mhg Fullvirðisrétturinn Salaséháð samþykki sveitarstjóma og jarðanefnda Á árinu 1986 tók Framleiðni- sjóður landbúnaðarins að kaupa eða leigja af bændum fullvirðisrétt í því skyni að dragaúrframleiðslu. Nokkuð hefur sú verslun þótt handa- hófskennd og því komið mis- jafnlega við einstakarsveitir og búnaðarsambandssvæði. Jarðalög mæla svo fyrir, að all- ar breytingar á réttindum yfir fasteignum beri að tilkynna við- komandi sveitarstjórn og jarða- nefnd og séu háðar samþykki þeirra. Ekki virðist óeðlilegt að hið sama gildi um forkaupsrétt á fullvirðisrétti. Lagði Búnaðar- þing til að svo yrði. Því er einnig beint til Byggða- sjóðs, að hann veiti fjárhagslega fyrirgreiðslu til að mæta þeim skuldbindingum, sem leiða kunna af notkun forkaupsréttar, ýmist í formi lána til byggðarlaga, sem fámenn eru og fjárhagslega veik, og með beinum framlögum til byggðarlaga á jaðarsvæðun- um. Þetta nái þó ekki til byggðar- laga þar sem takmörkun á fram- leiðslu kindakjöts kann að vera aflétt. Þá er því beint til Stéttarsam- bands bænda að athuga ítarlega möguleika á því að framleiðsla kindakjöts í þeim byggðarlögum, sem höllum fæti standa, sé sem allra minnst skert, án þess þó að þau rýmilegheit leiði til aukinnar skerðingar á öðrum svæðum. Vilji framleiðendur á þessum svæðum hinsvegar minnka við sig eða hætta framleiðslu hafa þeir allan rétt til þess að selja sinn skráða fullvirðisrétt. -mhg

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.