Þjóðviljinn - 22.03.1988, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 22.03.1988, Blaðsíða 9
LANDBUNAÐUR LANDBUNAÐUR Mikilvægt að ná tökum Er Gunnar Gunnarsson for- stöðumaöur véladeildar Sam- bandsins, varinntureftir helstu nýjungum í bútækni barst talið f Ijótt aö fóðurverk- un. Taldi hann eitt af megin- markmiðum í hefðbundnum landbúnaði vera að nátökum á að verka úrvalsfóður. Rúllupökkun ein merkasta nýjungin „Við höfum getað stutt við hefðbundnar greinar landbúnað- arins, með því að útbúa og kynna vélar til fóðurframleiðslu," sagði á tóðuiveikun Gunnar sem telur að þurr- heysverkun og vothirðing eigi báðar fullan rétt á sér. Fyrir með- alstór og minni bú henti hins veg- ar best að ná fullkomnu valdi á einni aðferð til að geta mætt vondum sumrum. „Á síðustu 10 árum hafa orðið miklar framfarir í þurrheysverk- un með tilkomu heydreifikerfa, sem tryggja jafna fyllingu á heyi í hlöðum og jafna mótstöðu fyrir súgþurkunarblásturinn. Á ó- Ólafur Eggertsson, Þorvaldseyri, matar votheyi inná fóðurgang með rafknún- um vagni. þurrkatímum ráða menn því bet- ur við að hirða og verka nær þeim tíma sem hentar grassprettunni, en eru ekki eins háðir veðurguð- unum. Ég hygg að reynslan sýni, að þeir sem eru vel útbúnir með laushirðingu heyja, þ.e. hafa heydreifikerfi og góða súgþurrk- un, að ekki sé talað um upphitað loft, hafi besta möguleika á gæð- afóðri í hámjólka kýr í óþurrka- tíð, en þar hlýtur að þurfa að gera mestar kröfur til fóðurgæða." Er vikið var að öðrum nýjung- um nefndi Gunnar rúllupökkun með tilheyrandi rúllupökkunar- vél, sem ein merkasta nýjung í bútækni. „Menn hafa miklað fyrir sér að rúllurnar séu þungar í meðförum, en varla er auðveld- ara fyrir bændur að hafa allan heyforðann í einni flatgryfju eða turni. Vélavinnu í slíkum geymslum er dýrt að koma við nema menn hafi öflugt þriggja fasa rafmagn, en það hafa fáir bændur." Gunnar sagði að þeir hefðu látið prófa rúllupökkunarvél á Hvanneyri tvö síðustu sumur og einnig hefði hún verið kynnt á Bú '87. „Allmargir bændur tóku slík- ar vélar í þjónustu sína á síðast- liðnu sumri, með mjög góðum ár- angri. Reynsla þeirra sýnir að þessi innpökkunaraðferð skapar mikíð öryggi í geymslu fóðurs og þó að keppikefli sé að heyið sé sem þurrast til að ná hæstu fóður- gildi, þá þola vélarnar bæði að taka illalagaða og vota bagga." Er ekki hætta á skemmdum ef gat kemur á pokana? „Reynsla bænda sýnir að hætta á skemmd- um er lítil, því filman leggst þétt að bagganum og hún er í 4 lögum. Jafnvel þótt gat komi af slysni, þá verður aðeins skemmd á litlu svæði. Nú bjóðast sífellt aðgengi- legri tæki til að taka upp bagga með eða án umbúða og auka þau öryggi í meðferð þeirra. Við þessa aðferð gildir að sýna um- hyggju og alúð, eins og við alla verkun fóðurs." Er vikið var að kostnaðarhlið- inni sagði Gunnar að öllum nýj- um fóðurverkunarstefnum fylgdi mikill tilkostnaður og vægi bygg- ingakostnaður þar þyngst. Rúllu- binditæknin hefði það umfram aðrar aðferðir, að hana væri hægt að aðlaga vel að eldra skipulagi og byggingum sem fyrir væru. Sífelldar endurbætur á eldri tækjum Að sögn Gunnars er sífellt ver- ið að endurbæta hefðbundinn tækjabúnað til að bændur gætu Gunnar Gunnarsson, forstöðumaður véladeildar Sambandsins, fyrir framan málverk af Massey Ferguson dráttarvélum í Sig. Gunnar, sem taldi nauðsynlegt að kynna þessar nýju gerðir vel fyrir bændum. íslensku landslagi. stundað fóðuröflun af meira ör- yggi og með minni tilkostnaði. Tiltók hann sláttutæki, heyþyrlur og múgavélar, að ógleymdum dráttarvélunum. Sagði hann að frá Massey Ferguson væru komn- ar nýjar vélar, svokölluð 300 gerð og mjög fullkomin vél nr. 3000, sem hann taldi mörgum árum á undan keppinautunum. „Vönd- uð dráttarvél með langtíma nota- gildi og hámarks endursöluverð er mikilvæg á þessum síðustu tím- um í bútækniþróun," sagði Mikil samkeppni á búvélamarkaðnum Er talið barst að mikilli sam- keppni milli fyrirtækja á búvéla- markaðnum taldi Gunnar það stóra spurningu hvað bændur fengju út úr allri þeirri fjölbreytni er þeim byðist. „Skapar hún ekki fleiri vandamál en hún leysir?" Gunnar sagði að ef litið væri á sölutölur þá kæmi í ljós að rót- gróin fyrirtæki sæju um þorra þessara viðskipta. „T.d. erum við með þriðjung markaðarins, hvort sem litið er á magn eða verðmæti og hið gamalgróna fyrirtæki Glópus hefur 1/4. Ekkert annað fyrirtæki er með stærri hlut en 7- 8% á þessum markaði, en alls eru 9 fyrirtæki að keppa á búvéla- markaðnum hér." LADA 1200 -¦¦:¦>-.¦¦¦ : :.: . 2 : 11 ílar l#W seidir '87 Hugsaðu málið Ef þú ert í bílahugleiðingum,ættir þú að lesa þessa auglýsingu tvisvar. Ræddu við söíumenn okkar um kosti LADA bílanna og vinsælu greiðslukjörin. Afgreiðslu- tíminnn er 2-4 dagar. Við eigum einnig úrval notaðra LADA bíla. Beinir símar: Nýir bílar sími: 31236 Notaðir bílar sími: 84060 Opið laugardaga frá 10-16 ÓBREYTT VERÐÁ MEO- AN BIRGBIR ENDAST DEUTZ FAHR 7 ¦-*, i II 7 ¦JbsAssA 'l ---¦ 1 ^HLJÆB^JKi DRATTARVELAR VERÐ FRÁ KR: 395.000.00 HF HAMAR Landbúnaðardeild flytur inn dráttarvélar frá KLÖCH NER HUMBOLD DEUTZ, TRAC TECHNIK og TORPEDO. í gegnum árin hefur DEUTZ dráttarvélin aflað sér sess hér á landi sem ein glæsilegasta og öflugasta dráttarvélin á markaðnum. Nú nýlega sameinuðust KHD og DAIMLER BENZ um stofnun fyrirtækis JRAC TECHNIK og eiga KHD 60% í þessu nýja fyrirtæki sem framleiðir IN—TRAC og MB—TRAC dráttarvélar. TORPEDO dráttarvélin kom hingað til lands í fyrsta sinn 1987 og hefur reynst framúrskarandi vel. Hún hefur reynst vera sterk, lipur og öflug í notkun og verðið frábært. Rétt er að minnast aðeins á þau greiðslukjör sem HF HAMAR býður upp á, en þar er um marga möguleika að ræða, eða allt frá staðgreiðslu til þess að lána allt kaupverð til allt að 5 ára. Lánastefnan er sú að kaupandi geri sér grein fyrir greiðslugetu sinni og síðan reynum við að komast eins nálægt henni og kostur er. NIEMEYER H E U M A HEYVINNUVÉLAR. 30 ÁR Á ÍSLANOI VESTUR-ÞÝSKAR HÁGÆÐAVÉLAR IN—TRAC FRABÆR VERÐ FRÁBÆR KJÖR HEYÞYRLUR Vinnslubr. 3-7 metrar Lyftu- eða dragtengdar Vökvalyft (flutningsstöðu Einstaklega lipur (notkun VERÐ FRÁ KR. 69.000.- BIFREIÐAR & LANDBÚNAÐARVÉUR Suðurlandsbraut 14 107 Reykjavík, sími 38600 10 línur MUGAVELAR Frábær rakstur Jafnir vöndlalausir múgar Rakar frá skurðbökkum Einnar og tveggja stjörnu VERÐ FRÁ KR. 69.000.- SLAfTUVÉLAR Vinnslubr. 1,7-2,7 m Með og án knosara Með og án vökvalyftu Fram og aftan tengdar VERÐ FRÁ KR. 89.000,- ÁBURÐAR- DREIFARAR Jöfn og þétt dreifing Hæð frá jörðu 88 cm. 12 metra dreifibreidd Ryðfrí dreifiplata VERÐ FRÁ KR. 38.000.- Frábær greiðslukjör til allt að fjögurra ára. Af hverju að kaupa það næstbesta ef til er berta og ódýrara. HFHAMARi Grandagaröi 11 • Sími 91 22123

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.