Þjóðviljinn - 22.03.1988, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 22.03.1988, Blaðsíða 10
Vélsleðaviðgerðir Vélsleðaþjónusta • Gerum við allar gerðir af vélsleðum. • Útvegum einnig alla varahluti og fylgihluti í vélsleða með stuttum fyrirvara. Póstsendum um allt land m FramtæRni st. Skemmuvegur 34N, Kópavogur. Símar 91-641055 og 91-73013 LANDBUNAÐUR Ungir kartöflubændur huga að uppskerunni. Kartöflur Sölumál í ólestri Framleiðsluna þarf að skipuleggja Framleiðslu- og sölumál kart- öflubænda hafa nú um sinn verið í mesta ólestri. Fram- leiðslunni er erfitt að stjórna að því leyti til að hún er áka- flega háð árferði. Þegarvel árar, eins og s.l. sumar, vill framleiðslan verða meiri en svo, að hún seljist öll á inn- lendum markaði. Sé árferði hinsvegar óhagstætt má bú- ast við því, eins og dæmin sanna, að skortur verði á kart- öflum. Við ráðum ekki árferðinu en við getum reynt að skipuleggja framleiðsluna og stjórna henni svo að hún verði í meira samræmi við neysluna, rétt eins og gert er með mjólk og ket, þó að það sé auðvitað aldrei hægt til fullrar hlítar. Stærð kartöfluakranna þyrfti að reyna að miða við mark- aðinn, eftir því sem unnt er. Á sölumálunum verður einnig að taka. Pað gengur ekki að hver bjóði niður fyrir öðrum og selji undir kostnaðarverði. Það endar með því að koma öllum í koll. Búnaðarþing ræddi þetta mál og ályktaði um það. Skoraði þingið á Iandbúnðararáðherra að beita sér fyrir bættu sölufyrir- komulagi á kartöflum á grund- velli búvörulaganna frá 1985. Tekin verði upp niðurgreiðsla á kartöflum, a.m.k. sem nemur söluskattinum, og ekki leyfður innflutningur á kartöflum eða vörum úr þeim, þegar nægilegt framboð er á innlendri fram- leiðslu. Hugmyndir hafa komið fram um að kjósa markaðsnefnd kart- öflubænda. Hefði hún þá umsjón með framkvæmd framleiðslu- stjórnunar, vöruþróun, stofn- ræktun, kynningu og auglýsing- um. Eðlilegt sýnist að framleið- endur afhendi vöruna afurða- eða dreifingarstöðvum, þar sem hún væri verðskráð, gæðamerkt og dreift. -mhg Ný kynslóo Mengele fjölhnífavagna MENGELE GARANT Tffif>, MENGELE Avallt í fararbroddi með nýjustu tækni, hönnun, smíði og endingu. Og ekki síst BOÐA þjónustu. 13 5353 sasa 1) Nýr 5 kamba mötunarbúnaður 2) Sterkt tannhjóladrif 3) Einfalt að skipta um hnífa - án verkfæra 4)Hnífaborð á hjólastelli - hægt að renna undan við brýnslu 5) Sjálfstrekkl botnfæriband 6) Örtölvustjórnun (LAW 540/2 Sup- er Garant) Sópvinda Hallanleg eftir landi, vbr 1650 mm. 2 vökvatjakkar fyrir hífingu og slökun, sjálfvirk af og á þegar sópvindu er lyft. Hleðslubúnaður Gífurlega sterkur hleðslubúnaður með 5 mötunarkömbum knúinn af sterku tannhjóladrifi. Engin högg eða aukaálag myndast í vinnslu. Tekur mjög litla orku. Hnífabúnaður 33 hnífar. 17 að ofan og 16 neðar með vökvaútslætti. Innan úr vél er hægt að stjórna fjölda hnífa í vinnslu. Hægt er að velja á milli 0, 5, 17, 21 eða 33 hnífa sem gefur 0, 330, 230, 76 eða 38 mm skurðlengd. Trimatic hnífaöryggi tryggir sjálfvirk- an útslátt hvers hnífs ef steinar eða aðrir aðskotahlutir eru í heyinu. Dekk Tvöföld veltihásing á fjöðrum. Dekk 19.0-45/17. Stjórnun og hirðing Hnífaborði er hægt að renna í heilu lagi undan vagninum, sjálfvirk strekk- ing á botnfæribandi, vagninn er með sér vökvakerfi, rafstýring á öllum vökvaknúnum hlutum, LAW 540/2 Super Garant með örtölvu stýringu. :•' \ BOÐI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.