Þjóðviljinn - 22.03.1988, Síða 15

Þjóðviljinn - 22.03.1988, Síða 15
LANDBUNAÐUR Landbúnaðurinn Felagskerfið endurskoðad Félagskerfi landbúnaðarins og uppbygging bændasam- takanna stendur í megin- atriðum á gömlum merg. Þetta kerfi hefurreynstvel, við þær aðstæður sem ríkt hafa. En ekki er óeðlilegt þótt nú sé horft til nokkurra breytinga á því, í samræmi við breyttar aðstæður. Því lagði Búnaðarþing til að kosin yrði þriggja manna nefnd - sem og var gert - er geri tillögur um framtíðarskipan félagskerfis landbúnaðarins. Búnaðarfélag íslands, Stéttarsamband bænda og búnaðarsamböndin tilnefni, hvert um sig, einn fulltrúa í nefndina. Skal hún ljúka störfum fyrir 1. febrúar á næst ári og leggja tillögur sínar fyrir hlutað- eigandi aðila. -*nhg Könnun Markaðsnefndar Flytur Skógræktin? Aðalstöðvar Skögræktar ríkis- ins eru sem kunnugt er í Reykja- ví. Að sjálfsögðu mælir margt með því. En til eru þó þeir, sem telja annað heimili eðlilegra og álíta síður en svo sjálfgefið að öll ríkisfyrirtæki eigi skilyrðislaust að vera „fyrir sunnan". Þar sem skógrækt er mun meiri „úti á landsbyggðinni" hefur það stung- ið í augun að Skógrækt ríkisins skuli staðsett í Reykjavík. Búnaðarþing hafði til með- ferðar þingsályktunartillögu um eflingu skógræktar á Fljótsdals- héraði. Þingið mælti með tillög- unni en taldi að slíkar áætlanir þyrfti að gera víðar og að tryggja yrði nægilegt fé til þess að þær yrðu meira en orðin tóm. Jafn- framt mælti þingið með því að aðalstöðvar skógræktarinnar verði á Hallormsstað og að þar verði frainbúðarsetur fyrir tilrauna- og rannsóknastarfsemi Skógræktarinnar. - mhg Vélabær hf. Andakílshr. S. 93-51252 Ólafur Guðmundsson Hrossholti Engjahr. Hnapp. S. 93-56622 Dalverk hf. Búðardal S. 93:41191 Guðbjartur Björgvinsson Kvennahóll, Fellsstrandahr. Dal. S. 93-41475 Vélsm. Húnv. Blönduósi S. 95-4198 J.R.J. Varmahlið S. 95-6119 Bílav. Pardus, Hofsósi S. 95-6380 Bílav. Dalvíkur, Dalvík S. 96-61122 Dragi, Akureyri S. 96-22466 Vélsm. Hornafjarðar hf. S. 97-81540 Vfkurvagnar, Vík S. 99-7134 Ágúst Ólafsson Stóra Moshvoli, Hvolsvelli S. 99-8313 Vélav. Sigurðar, Flúðum S. 99-6769 Vélav. Guðm. og Lofts, Iðu S. 99-6840 Afar fjölbreyttur búnaöur er innifalinn i verðinu á FIAT dráttarvélunum, s.s.: 1. Læst framdrif 2. Tveggja hraða aflúttak 3. Lyftutengdur dráttarkrókur 4. Tvö tvivirk vökvaúttök 5. 12 hraðastig áfram/12 aftur á bak 6. Yfirstærð á dekkjum 7. Hljóðeinangrað ökumannshús 8. Útvarp og segulband 9. Veltistýri og m.fl. ‘Verð: 60:90 60 hö. 2wd kr. 758.000. - 60-90 DT 60 hö. 4wd kr. 830.000,- 70-90 DT 70 hö. 4wd kr. 955.000,- 80-90 DT 80 hö. 4wd kr. 999.000 - Verð miðaö við gengi 5/1 '88 Globus? Einkaumboð fyrir FIATAGRI á Islandi Lágmula 5, sími: 91-681555 Bera hæst í harðri samkeppni. Það er áreiðanlega vandfundinn traustari gæðastimpill á dráttarvél en sá að hún skuli vera sú mest selda I Vestur-Evrópu. Samkeppnin er hvergi haróari en einmitt á því markaðssvæói. Þaó er heldur engin tilviljun, þegar höfó er í huga öflug rannsóknar- og þróunarstarfsemi FIAT verksmiðjanna i 60 ár. UMBOÐSMENN OKKAR - YKKAR MENN UM LAND ALLT Uppskriftin að velgengni FIAT dráttarvélanna liggur i framúrskarandi fjölhæfni þeirra, rekstrarhagkvæmni og þeirri miklu áherslu sem lögð er á þægindi og öryggi stjórnandans. Bœndaskógar Lögin þarf að endurskoða Til eru lög um nytjaskóga á bújörðum (bændaskóga), frá 30. maí 1984. Þótt margir bændur hafi sýnt áhuga á því að koma upp skógi ájörðum sínum, og sumir þegar hafist handa, þá þykir sýnt að lögin hafi ekki reynst sá hvati til framkvæmda sem vænst var. Meðal annars hefur verið bent á að þau ákvæði laganna, sem lúta að samningsgerð og skuldbind- ingu bóndans við Skógrækt ríkis- ins, séu of flókin og þung í fram- kvæmd. Til úrbóta mætti hugsa sér að framlögum ríkisins til skógræktar á bújörðum yrði hagað með hlið- stæðum hætti og til ræktunar, samkvæmt jarðræktarlögum, þannig að veitt verði framlag til flatareiningar lands, samkvæmt úttekt. Taka þarf og tillit til þess við framlög til ræktunar nytja- skóga, að arðsins er lengi að bíða og miða þau við það, að bóndinn njóti þóknunar fyrir þau störf, sem hann er þarna að vinna í þágu framtíðarinnar fremur en sjálfs sín. Búnaðarþing óskar fyrir sitt leyti eftir því, að Búnaðarfélag íslands fái að fylgjast með undir- búningi endurbóta á skógræktar- lögunum og felur stjórn félagsins að fylgja því eftir að endur- skoðun laganna ljúki sem fyrst. -mhg Byrjunarvinna við bændaskógrækt. FIAT dráttarvélar: ÞÆR MEST SELDU í VESTUR-EVRÓPU

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.