Þjóðviljinn - 23.03.1988, Side 16

Þjóðviljinn - 23.03.1988, Side 16
—SPURNINGIN— Hvaða möguleika á Stormskerið í Dublin? Eiríkur Hauksson tónlistarmaöur: Fína möguleika. Hann á fína möguleika ef hann bara sleppir því aö fara úr buxunum. Ég er aö hugsa um aö spá því aö hann lendi ofan viö 10. sætið. Emilía Sturludóttir vinnur á barnaheimili: Ætli hann lendi ekki í 14. sæti eða öðru hvoru megin við þaö. Þorsteinn Ólafsson efnafræðingur: Ég mundi halda að lagið hans ætti svipaða möguleika og hin tvö lögin sem frá okkur hafa kom- ið. Ég held það sé hvorki betra né verra. Jens Halldórsson prentmyndasmiður: Ég gæti trúað að hann lenti eins og hann sagði sjálfur í 15. sætinu allavega. Þetta er ágætt lag hjá honum. Inga Ásgeirsdóttir verkakona: Mér finnst hann eiga mikla mögu- leika. Hann fer ofar en í 10. sætið held ég. þJÓÐVIUINN Miðvikudagur 23. mars 1988 68. tölublað 53. örgangur Sparisjóðsvextir og yf irdráttur á téKKareiKningum SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. Nokkrir ritstjórnarmenn Sturlungu virða fyrir sér afrakstur margra Björn Jónasson, Guðrún Ása Grímsdóttir og Örnólfur Thorsson rit- mánaða vinnu ásamt Birni Jónssyni framkvæmdastjóra Svarts á stjóri. Mynd Sig. hvítu. Frá vinstri: Jón Torfason, SverrirTómasson, Bragi Halldórsson, Sturlunga Hafsjór upplýsinga m umbrotatíma Sturlunga í fyrsta sinn á nútímastafsetningu Sturlunga er komin út með nú- tímastafsetningu, í fyrsta sinn. Það er Svart á hvítu sem gefur Sturlungu út og er útgáfan hugs- uð sem framhald á útgáfu ís- lenskra fornbókmennta, sem hófst með útgáfu íslcndinga sagna. Sturlunga er í þremur bindum, annarsvegar sjálf sagan í tveimur bindum, en með henni eru að auki prentaðar Hrafns saga Sveinbjarnarsonar hins sérstaka og Árna saga biskups Þorláks- sonar, sem fylgir Sturlungu í allmörgum handritum sögunnar. Þriðja bindi útgáfunnar kallast svo Skýringar og fræði. í það hef- ur verið safnað upplýsingum og skýringum í máli og myndum, auk korta af söguslóðum. Þar er einnig að finna allstórt orðasafn. í því er ýmiss fróðleikur um ís- lenskt samfélag á þjóðveldisöld auk hefðbundinna orðskýringa. Þá er í þriðja bindinu ítarlegur inngangur, ritaskrá og ættart- ölur. Auk þess eru þar textar sem varpa ljósi á hugmyndaheim ís- lendinga á 12. og 13. öld, einsog íslendingabók Ara fróða og Ver- aldar sögu, sem rekur sögu heimsins allt frá sköpun hans til 12. aldar. Þar er einnig að finna Leiðarvísi Nikuláss ábóta Bergs- sonar frá 12. öld. Einsog sjá má á upptalning- unni er í þessari útgáfu af Sturl- ungu samankominn hafsjór upp- lýsinga um þessa umbrotatíma ls- landssögunnar. Örnólfur Thorsson er ritstjóri útgáfunnar en í ritstjórn með honum eru Bergljót Kristjáns- dóttir, Bragi Halldórsson, Gísli Sigurðsson, Guðrún Ása Gríms- dóttir, Guðrún Ingólfsdóttir, Jón Torfason og Sverrir Tómasson. Bindin þrjú eru í öskju og fylgir með veggmynd eftir Erró, sér- staklega máluð fyrir þessa út- gáfu. -Sáf Vorboðinn Lóan er komin Það er nú alltaf mun léttara yfír mann þegar frést hefur af lóunni. Þá veit maður að vorið er í nánd, sagði Ingólfur Björnsson bóndi á Grænahrauni Hornafírði þegar Þjóðviljinn hafði samband við hann vegna frétta af því að hann hefði séð lóu. Þær voru hérna fjórar saman, sátu á miðjum veginum, ákaflega spakar, sem bendir til þess að þær séu nýkomnar, sagði Ingólfur. Hann taldi að þetta væri svona með fyrra fallinu, en hann hefði reyndar heyrt að lóan hefði einu sinni sést á þessurn slóðum í fe- brúar. Oftast er hún hér um mán- aðamótin mars apríl, sagði hann, og bætti við að hann hefði látið vita af þessu til að vera á undan þeim á Seltjarnarnesinu. sg Japan/Ítalía Lyst milli landa Nú fer fram ráðstefna um við- skipti ítala og Japana í Róm. ísao nokkur Nakauchi flutti fram- söguerindi í gær og fjallaði það um raunir japanskra spagettí- unnenda. „Það er mjög víðtækur áhugi á spagettíi í Japan,“ sagði Nak- auchi en bætti við: „Við erum því miður alltof illa að okkur í matr- eiðslu spagettís. Hvað öðrum pöstum viðvíkur þá höfum við ekki hugmynd um hvernig farið er að því að gera þær girnilegar.“ Eftir að hafa nálgast vandann frá ýmsum hliðum stakk fram- sögumaður uppá þeirri lausn að landar sínir létu ekki nægja að éta pöstur heldur tileinkuðu þeir sér hvaðeina ítalskt sem verða mætti til þess að þeir nytu þeirra. Þeir sletti ítalskri tómatsósu útá spag- ettíið, hlýði samtímis á aríur Ver- dís og skoði ljósmyndir frá Fen- eyjum og Flórens. Þá gæti svo farið að þeim færi að finnast pöstujukkið bragðgott. Reuter/-ks.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.