Þjóðviljinn - 25.03.1988, Side 2

Þjóðviljinn - 25.03.1988, Side 2
Hagnaður Eimskipafélagsins á síðasta ári var 272 miljónir sem eru 6% af rekstrartekjum. Árið 1986 var hagnaður félagsins tæpar 240 miljónir. Á aðalfundi félagsins sem haldinn var í gær var tilkynnt að ákveðið hefði verið að kaupa tvö stór ekjuskip til Evrópusiglinga. Kaupverð skipanna beggja er um 800 miljónir og er þetta mesta fjárfesting Eimskipafélagsins í skipum um langt árabil. Skipin eru systurskip, smíðuð í Þýskalandi árið 1978 og geta hvort um sig lestað 650 gáma og 230 bíla. Óau munu leysa af hólmi fjögur skip sem nú eru í siglingum til Evrópu, en flutningagetan eykst þrátt fyrir það um 30%. Nýju skipin koma til landsins í haust. Úttekt vegna nýrrar álbræðslu Þingmenn Alþýðubandalagsins hafa lagt fram tillögu um að skipuð verði þingnefnd til að gera þjóðhagslega úttekt á hagkvæmni þess að reisa nýja álbræðslu í Straumsvík og selja til hennar raforku sem gæti numið um 2500 gígavattsstundum áári. íúttektinni verðim.a. lagtmat á arðsemi og hagkvæmni slíkrar verksmiðju, hver áhrif af byggingu bræðslunnar og tilheyrandi orkuvera verði á íslenskt efnahagslíf og byggðaþróun auk þess sem lagt verði mat á forsendur varðandi raf- orkusölu með tilliti til orkuverðs frá nýjum virkjunum og hugsanlegt eignarhald útlendinga. Enn fjölgar frystitogurum Tveir nýir frystitogarar eru nú að bætast í fiskiskipaflota Hafnfirðinga. í vikunni kom nýr togari Sjólastöðvarinnar, Haraldur Kristjánsson HF-2 til heimahafnar en togarinn sem er 883 brúttólestir var smíðaður í Noregi. Haraldur kemur í stað togarans Karlsefnis sem var orðinn 22ja ára gamall en norska skipasmíðastöðin tók hann upp í nýja togarann. í næsta mánuði er síðan von á öðrum nýjum frystitog- ara til Hafnarfjarðar þegar nýi Ýmir kemur til heimahafnar en hann kemur í stað nafna síns sem einnig er kominn nokkuð til ára sinna. Ódýrara rafmagn í gróðurhúsin Margrét Frímannsdóttir hefur lagt til á alþingi að ríkisstjórnin beiti sér fyrir því við stjórnir Landsvirkjunar og Rafmagns- veitna ríicisins að garðyrkju- bændum verði gefinn kostur á hagkvæmum kaupum á raforku til lýsingar í gróðurhúsum til þess að styrkja samkeppnisstöðu inn- lendrar ylræktar gagnvart innf- lutningi. Bendir Margrét á að aukin raforkunotkun til lýsingar í gróðurhúsum lengi markaðstíma innlendra afurða og dregur úr innflutningi, auki nýtingu gróð- urhúsa og lækki verð til neytenda. Lögreglan byrjuð að sekta Ökumenn og farþegar í framsætum hafa nú fengið þann aðlögunar- tíma að breyttum umferðarlögum sem lögreglan var tilbúin að gefa, því ígasr var byrjað að sekta þá ökumenn sem ekki höfðu beltin spennt né ljósin kveikt. Sekt fyrir hvert brot um sig er 1000 kr. og sömuleiðis þurfa farþegar í framsæti sem ekki hafa bílbeltin spennt að borga sömu fjárhæð. Laun og lífeyrir útborguð 30. mars Fjármálaráðherra hefur ákveðið að launagreiðslur til ríkisstarfs- manna vegna marsmánaðar og fyrirframgreidd laun fyrir apríl verði greidd út miðvikudaginn 30. mars í stað 1. apríl sem er föstudagurinn langi. Einnig verða lífeyrirgreiðslur frá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkis- ins greiddar út þann 30. Eins og Þjóðviljinn skýrði frá í vikunni taldi Tryggingastofnun ekki fært að greiða ellilífeyrinn út fyrr en fyrsta virka dag eftir páska þann 5. apríl. Ellilífeyrisþegar höfðu kvartað sáran undan þessari ákvörðun en nú hefur ráðherra fjármála kippt í spottana og flýtt útborgun launa og lífeyris. Nefnd í blýlausa bensínið í framhaldi af samþykkt Alþingis á tillögu Guðrúnar Helgadóttur um könnun á hugsanlegri notkun á blýlausu bensíni hérlendis, hefur forsætisráðherra skipað fimm manna nefnd til að kanna þetta mál og einnig hvaða aðgerða sé þörf svo hægt sé að taka í notkun blýlaust bensín hér. Formaður nefndarinnar er Sólveig Pétursdóttir lögfr. en aðrir nefndarmenn, Margrét Frímannsdóttir alþm., Jónas Bjarnason framkvstj. FÍB, Bjarni Snæbjörn Jónsson hagfr. og Jón Bragi Bjarna- son prófessor. Nefndin á að ljúka störfum fyrir lok þessa árs. FRÉTTIR Útvegsbankahrunið Kostar 1,7 miljarða Mun meira tap en áður var búist við. Utistandandi skuldir afskrifaðar ístórum stíl. Lífeyrisskuldbindingar til bankastjóra kosta 222 miljónir. Jafngildir árslaunum 366 verkamanna með 50þús. kr. á mánuði Hrun og gjaldþrot Útvegsbank- ans mun kosta ríkissjóð um 1.7 miljarða að óbreyttu, sam- kvæmt niðurstöðu nefndar sem skipuð var til að meta eiginfjár- stöðu bankans við yfirtöku nýja hlutafjárbankans 1. maí á sl. ári. Áður hafði tap ríkissjóðs vegna gjaldþrots Útvegsbankans verið áætlað um 1.2 miljarðar. Uppsafnað tap bankans reyndist við lokauppgjör vera 913 miljónir og er það metið upp á 190 miljónir í skattalegu hagræði. í endurmati á útistandandi lánum bankans voru afskrifaðar 304 miljónir en áður höfðu 134 milj- ónir verið færðar á afskrifta- reikning. Þessar viðbótarafskriftir eru að stórum hluta vegna við- skipta bankans við ýms fyrirtæki sem eru til gjaldþrotameðferðar eins og t.d. dótturfyrirtæki Nesco, Sjöstjörnuna og fleiri sjá- varútvegsfy rirtæki. 222 miljónir þarf ríkissjóður að greiða vegna lífeyrisgreiðslna til 14 fyrrverandi bankastjóra, að- stoðarbankastjóra og ekkna þeirra fyrrnefndu. Skuldbinding- ar vegna greiðslu til lífeyrissjóðs annarra starfsmanna bankans eru um 600 miljónir en þar kemur til viðbótar innistæða í lífeyrissjóði starfsmanna, en bankastjórar greiddu í engan slíkan sjóð. Greiðslan til þeirra jafngildir árs- launum 366 verkamanna með 50 þús. kr. mánaðarlaun. Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra sagði í gær þegar hann kynnti þessar niðurstöður, að þrátt fyrir verri útkomu hefði verðmæti hlutabréfa ríkisins og Fiskveiðasjóðs í nýja bankanum aukist, en þau eru nú metin á 964 miljónir. Útlánaáhættan hefði minnkað vegna afskrifaðra lána, rekstrarstaða bankans væri betri en annarra banka þar eð létt hefði verið af honum lífeyris- skuldbindingum og í þriðja lagi hefði útkoman á rekstri bankans á sl. ári verið góð. Þegar kæmi að því að bjóða hlutabréfin til sölu á ný yrði að taka tillit til þessara breyttu aðstæðna. -Ig. Stjórnarformaður Áburðarverksmiðju ríkisins í Gufunesi, Gunnar Guðbjartsson, t.v. og framkvæmdastjóri hennar Hákon Björnsson, eru áhyggjufullir þessa dagana vegna samþykktar borgarráðs á dögunum. Þeir sjá fram á erfiða stöðu og sjáanlegt tap á rekstri hennar. Mynd E. ÓL. Áburðarverksmiðjan Staðan ákaflega erfið Stjórn verksmiðjunnar: Samþykkt borgarráðs gerir starfseminnierfittfyrir. Geturþýtt 10-12% hœkkun Samþykkt borgarráðs um að ekki verði byggður nýr amm- oníaksgeymir á svæði Áburðar- verksmiðju ríkisins né að leyft verði að flytja inn ammoníak á meðan gerð verði hagkvæmnisat- hugun á rekstri verksmiðjunnar, hefur sett rekstur verksmiðjunn- ar í injög erfiða stöðu. Á fundi með stjórn Áburðar- verksmiðjunnar í gær kom fram að þessi ákvörðun borgarráðs gæti leitt til stórfellds samdráttar í framleiðslu og þá um leið til sam- svarandi tekjutaps og hækkaðs framleiðslukostnaðar á þeim áburði sem hjá verksmiðjunni yrði framleiddur. Ef ekki verður flutt inn neitt ammoníak á næstu 12 mánuðum myndi framleiðsla Áburðarverksmiðjunnar dragast saman um 7 þúsund tonn og sam- drátturinn myndi verða þess valdandi að framleiðslu- kostnaður þess áburðar, sem áfram yrði framleiddur hjá verk- smiðjunni, 43-45 þúsund tonn, hækka um 10-12%. Hákon Björnsson, fram- kvæmdastjóri verksmiðjunnar sagði að úttekt á þjóðhagslegri hagkvæmni verksmiðjunnar væri flókið verk sem gæti tekið margar vikur og leitt til þess að stórfellt tap verði á rekstri hennar um lengri tíma og haft mjög neikvæð áhrif á niðurstöðu hagkvæmnis- athugunina. Aðspurðir hvort afskipti borg- arráðs af málefnum verksmiðj- unnar væri til þess að beina sjón- um Reykvíkinga frá öðrum deilumálum í borginni ss. vegna fyrirhugaðs ráðhúss, vildu þeir ekkert um það segja nema það að hættan af völdum ammoní- aksgeymsins væri stórlega ýkt og gert meira út henni en efni standa til. -grh Alþingi Launajöfnun rædd Þingsályktunartillaga Alþýðu- bandalagsins um launa- jöfnun, lágmarkslaun og nýja launastefnu var tekin til fyrri um- ræðu í gær. Atkvæðagreiðslu var frestað. í tillögunni er kveðið á um að mörkuð skuli ný launastefna er miði að því að draga úr hinum óhóflega launamun er ríkir í landinu og tryggi að lægstu laun dugi fyrir nauðsynlegum fram- færslukostnaði. Reikna skal sér- staka lágmarkslaunavísitölu og takist ekki með kjarasamningum að tryggja að lægstu laun séu í samræmi við þann framfærslu- kostnað sem þessi vísitala mælir, verði sett lög um lágmarkslaun fyrir dagvinnu sem tryggi nauðsynlegar framfærslutekjur. ÓP 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 25. mars 1988

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.