Þjóðviljinn - 25.03.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 25.03.1988, Blaðsíða 4
LEIÐARI KLIPPT OG SKORIÐ Tekjustofnar sveitarfélaga Umræöan um verka- og tekjuskiptingu milli ríkis og sveitarfé- laga hefur staðiö linnulítið um áratugaskeið. Ótaldar nefndir hafa verið skipaðar, fjölmargar skýrslur skrifaðar og sægur af tillögum fluttur um nýja og betri skipan mála. Ávallt hefur grunntónninn verið sá sami; enginn nefur í alvöru lagt til að sveitarfélögin verði lögð niður sem stjómarfarslegar einingar en vissulega hefur menn greint á um hver eigi að vera stærð þeirra eða hvaða málum skuli þar ráðið til lykta. Allir eru sammála því að sjálfstæðar byggðastjórnir skuli lifa, allir sjá nauðsyn þess að á nýjaleik sé settur upp rammi sem afmarkar starfsemi þeirra, enginn vill viðhalda ríkjandi ástandi en samt gerist ósköp lítið. í fyrra voru gefin út tvö ný nefndarálit þar sem kveðið var á um nýtt og skipulegra fyrirkomulag á samskiptum ríkis og sveitarfélaga. Ljóst var að ekki gætu allir orðið fyllilega sam- mála um útfærslu smáatriða en ýmislegt benti til að nú tækist að breyta mörgu til batnaðar. Löngu er orðið tímabært að leggja fyrir róða samskiptamynstur sem sannanlega er hemill á framfarir og vitræn vinnubrögð. í þeim reglum, sem gilda um samskipti ríkis og sveitarfélaga, virðist innbyggður nokkurs konar einstefnuloki, einkum ef pen- ingar eru annars vegar. Ef lagaákvæði eru óskýr eða upp koma álitamál þarf ekki að spyrja að leikslokum. Ríkið greiðir sinn hluta samkvæmt stífustu túlkun aðhaldssamra embættis- manna. Það sem umfram er lendir á sveitarfélögunum einum. Samskipti þessara tveggja stjómsýslustiga eru miklu víð- tækari og stærri í sniðum en menn gera sér almennt grein fyrir. Um hríð hefur Ijós fjölmiðla einkum beinst að Jöfnunarsjóði en framlög úr honum eru drjúgur hluti af tekjum sveitarfélaganna, hlutfallslega þeim mun stærri sem þau eru smærri. Ríkisstjórn- in boðaði í haust að nú skyldu tekjur sjóðsins ekki skertar jafnmikið og gert hefur verið á undanförnum árum. En skyndi- lega sáu ráðherrarnir að þetta var ótímabært stórmennsku- bragð og ákváðu að hafa skerðinguna engu minni nú en endra- nær. Naglaskapur ráðherranna hefur orðið til þess að setja að sinni endapunktinn aftan við umræður um nýtt samskipta- mynstur Það er ábyrgðarhluti hjá ráðherrunum að láta bráðbirgða- lausnir á vanda sem skapast hefur vegna fyrri bráðabirgðaað- gerða, að láta slíkt klastur verða til að endurskoðun á tekju- og verkaskiptingu sigli í strand. Á þeim vettvangi er mikill akur óplægður og enn langt í uppskeruna. Hvað með tekjustofna þessara stjórnsýslueininga? Sú spuming hlýtur að eiga rétt á sér hvort ekki skuli miða tekju- stofna við að ríkið sinni þeim verkefnum er snerta alla þjóðina, en sveitarfélögin annist frekar þau mál, sem einkum eru bundin ákveðnum byggðarlögum. Þrátt fyrir óglögga markalínu kemur slík skipting líklega heim og saman við sjónarmið almennings. Drjúgur hluti af tekjum hvers sveitarsjóðs er fenginn með fasteignagjöldum. En sveitarfélögin sitja ekki við sama borð hvað þessar tekjur snertir. Stundum er reiknað út hvað fast- eignagjöld eru mikil á hvern íbúa. Það kemur ugglaust ekki á óvart að þau eru miklu hærri í þéttbýli en dreifbýli. Hitt er kannski ekki öllum Ijóst að milli þéttbýlissveitarfélaga er einnig gífurlegur munur í þessum efnum. Þótt álagning sé í lægri kantinum í Reykjavík eru fasteignagjöld á íbúa langhæst þar. Þessu veldur annars vegar hátt fasteignamat og hins vegar sú staðreynd að í höfuðborginni er til húsa mjög stór hluti þeirrar starfsemi er þjónar öllu landinu. Þetta á við um verslun, viðskipti og þjónustu hvort heldur er á vegum hins opinbera eða einkaaðila. Fasteignagjöld af þessari starfsemi ættu að sjálfsögðu að renna til þeirra verkefna sem snerta alla lands- menn en ekki aðeins íbúa eins sveitarfélags. Það þarf að hyggja að því hvort ekki sé eðlilegast að fast- eignagjöld renni í ríkissjóð en sveitaríélögin fái í þess stað stærri hluta af tekjuskattinum. ÓP Prinsessan og víkingurinn með hrútshornin alvot upp aö hnjám í skrautgöngu á alparósarhátíð inniífyrra. Þeir gera garðinn frægan íslendingafélagið í Nor- folk í Bandaríkjunum lætur svo sannarlega ekki sitt eftir liggja við að gera garðinn frægan-, og megum við sem heima sitjum vera stolt af framlagi landa okkar vestra. Okkur hefur lengi gengið heldur treglega við að láta rödd okkar hljóma í hinum mikla kór þjóðanna en á alp- arósarhátíðinni í aðalbæki- stöð Atlantshafsflota Bandaríkjanna hefur nú verið reist hið unga íslands merki þannig að eftir verður tekið. Prinsessa ísjóliðavagni Frá þessu segir í merkri frétt frá ívari Guðmunds- syni, Washington D.C., í Morgunblaðinu í fyrradag. Hann segir frá því að í Nor- folk hafa þartilgerðir starfs- menn Nató nú gengist fyrir vor- og blómahátíð í 34 ár, og er hátíðin sumsé af ein- hverjum ástæðum kennd við alparósina. Hluturís- lands í þessari hátíð, sem að- allega samanstendur af „skrúðgöngu að bandarísk- um sið", hef ur að sögn ívars verið furðu rýr fram að þessu. ísland hefur þó lagt eina prinsessu til skrúðfylk- ingarinnar „og fulltrúar frá sendiráði íslands hafa venjulega verið viðstaddir með sendiherrann í broddi fylkingar". Snorrabúð þjóðlegrar reisnar hafði sumsé lengi verið í stekkslíki vestur í Norfolk, og segir fréttaritari Morgunblaðsins þar vestra frá því að þangaðtil í fyrra- vor hafi það „fallið í hlut Bandaríkjaflotans að sjá um íslenska vagninn" í skrúð- fylkingunni, með þeim af- leiðingum að það „var undir hælinn lagt hvernig til tókst í þáð og það skiptið" þar sem „þeir sjóliðar, sem skreyttu vagninn, voru ekki ávallt vel kunnugir íslandi eða ís- lenskum venjum og sér- kennum". Þetta kann að vera undirrót þess að ekki hafa verið sagðar miklar fréttir hér heima af þessari merku hátíð, enda varð þetta „oft til þess, að ís- lensku prinsessunni var ekið í vagni, sem ekkert átti skylt við né minnti á f sland og fs- lendinga". Þrekvirki viðfisksölu í fyrravor kom íslending- afélagið hinsvegar til sög- unnar „undir forystu for- manns síns" og tók að sér að „láta gera vagn í líki víking- askips, þar sem víkingur stóðístafni". Hlautíslenska skipið önnur verðlaun hj á sýningarnefndinni og var „talið frumlegt og við- eigandi „flot", eins og þessir skrautvagnar í bandarískum. skrúðgöngum eru nefndir". Enda segir í frétt Morgun- blaðsins að stjórn íslending- afélagsins hafi unnið þrek- virki við gerð vagnsins. „Fyrst varð að fá að láni vörubíl í heila viku, en síðan kostaði það félagið 1.200 dollara (um 40þús. kr.) að útbúavagninn." En íslendingar í aðal- bækistöð Atlantshafsflotans eiga hauka í horni, því bæði Coldwater og Iceland Sea- food lögðu sitt af mörkum til alparósarhátíðarinnar, og gáfu fisk, sem því miður var ekki notaður til að skreyta „flot"-ið, heldur seldur fé- lagsmönnum í íslendingafé- laginutilfjáröflunar. Þrátt fyrir verðlaunin skyggði það á íslenska „flof'-vagninn að prinsess- an og víkingurinn urðu hold- vot af hellirigningu sem stóð allan hátíðardaginn, og að auki dró það nokkuð úr hin- um séríslenska andblæ skrautvagnsins að hjálmur víkingsins var því miður „skreyttur hrútshornum, sem fyrst mun hafa komið í tísku í Wagner-óperum, illu heilli." Hvarer drottningin? Nú í aprílmánuði ætlar ís- lendingafélagið í Norfolk að endurtaka þrekvirki sitt frá í fyrra, og má leiða að því lík- um að hrútshornin verði í þetta sinn sniðin af hjálmi íslenska víkingsins á „flot"- skipinu. Fisksölufyrirtækin gef a fisk og þegar er búið að tilnefna íslensku alparósar- prinsessuna. Aðeinseitt kemur í veg fyrir alsælu ís- lendingafélagsins í Norfolk, og það er samkvæmt Morg- unblaðsfréttinni að íslend- ingar hafa í öll 34 árin orðið útundan við val drottningar- innaráhátíðinni. Drottningin hefur fj órtán sinnum verið bandarísk, fjórum sinnum bresk og þrisvar þýsk, segir Morgun- blaðið, og aðeins tvö lönd önnur en ísland verið drottningarlaus. Annar- svegar Spánn, sem skýrist af því að ríkið „hefir verið hál- fvolgur félagi í þessum fé- lagsskap sem kunnugt er" og Tyrkland, -en ástæðan fyrir drottningarleysi Tyrkja er látin skýra sig sj álf í frétt- inni. Sendiherrann ímálið! Það er auðvitað blettur á samstarfi vestrænna þjóða að ein þeirra skuli skilin út- undan með svo hastarlegum hætti á alparósarhátíðinni í aðalbækistöð Atlantshafs- flota Bandaríkjanna í Nor- folk, og raunar undarlegt að sendiherrann í Washington skuli ekki hafa látið þetta réttlætismál til sín taka, eins gerkunnugur og hann er alp- arósarhátíðinni. Ef til vill þarf að ýta við mönnum á æðri stöðum, og verið getur að málinu hafi ekki verið sinnt af nægilegum þrótti í utanríkisráðuneytinu hér heima. Einsog segir í lok Morg- unblaðsfréttarinnar:,,Ef ástæðan fyrir því, að ísland hefir orðið útundan í drottn- ingarvaii, er, að við áttum ekki nógu þokkalegt „flot" í skrautgöngunni, þá er sú mótbáraúrsögunni. Þakka má það ötulli stjórn og for- göngu íslendingafélagsins í Norfolk." Það getur ekki gengið lengur að íslendingar megi sitja undir því í aðalbæki- stöðinni að vera settir í skammarkrókinn ásamt Hundtyrkjum og hálfvolg- um Span j ólum. _m þJOÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis* og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjoðviljans. Rltstjórar: Árni Bergmann, Mörður Ámason, Óttar Proppé. Fréttast|órl: LúðvikGeirsson. Blaðamenn: Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Ingibjörg Hinriksdóttir (Iþr.).HjörleifurSveinbjörnsson, KristóferSvavarsson, Magnfríður Júliusdóttir, Magnús H. Glslason, Lilja Gunnarsdóttir, ÖlafurGislason, RagnarKarlsson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, StefánStefánsson(íþr.), SævarGuðbjörnsson, TómasTómasson. Hnndrlta- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar:EinarÓlason,SigurðurMarHalldórsson. Útlftstolknarar: GarðarSigvaldason, MargrétMagnúsdóttir. Framkvæmdastjórl: Hallur Páll Jónsson. Skrlf8tofust)órl:JóhannesHarðarson. Skrlfstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristin Pétursdóttir. AuglýslngastiórhSigrlðurHannaSigurbjðrnsdóttir. Auglýslngar: Guðmunda Kristinsdðttir, Olga Clausen, Unnur Á- gústsdóttir. Sfmavarsla: Hanna Ólafsdóttir, Sigriður Kristjánsdóttir. Bflst)órl: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbrelðslu-ogafgrelðslustiórl:BjörnlngiRafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdðttir. Innhelmtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. tjtkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Sfðumúla 6, Roykjavík, simi 681333. Auglýslngar: Siðumúla 6, slmar 681331 og 681310. Umbrot og setnlng: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prontun: Blaðaprent hf. Vorð f lausasölu: 60 kr. Helgarblöð:70kr. Áskrlf tarvorð á mánuðl: 700 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Föstudagur 25. mars 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.