Þjóðviljinn - 25.03.1988, Side 5

Þjóðviljinn - 25.03.1988, Side 5
VIÐHORF Islenskir farmenn og erlendar áhafnir Össur Skarphéðinsson skrifar Vöruflutningaskipið Helena er þessa dagana að lesta á strönd- inni. Helena siglir á vegum sjálfr- ar samvinnuhreyfingarinnar, Skipadeildar SÍS, sem hefur um sinn haft skipið í reglubundnum ferðum fyrir sig á ströndina. Þetta eru í sjálfu sér ekki miklar fréttir. Hitt er þó merkilegra, að Helena er ekki íslenskt skip og áhöfnin ekki heldur. Helena sigl- ir undir færeyskum fána, og skipstjórinn og yfirvélstjórinn eru færeyskir. En á meðal áhafn- arinnar eru líka fjórir pólskir sjó- menn. Nútíma þrælahald Og það sem er sýnu merki- legast við Helenu samvinnu- hreyfingarinnar er sú staðreynd, að hinum pólsku sjómönnum um borð eru greidd sultarlaun, sem eru fyrir neðan öll velsæmis- mörk. Þeir fá sem hásetar slétta 800 dollara á mánuði, eða kring- um 30 þúsund krónur! Þetta er vitaskuld minna en ís- lenskir farmenn hafa samið um, og meira að segja aðeins minna en lágmarkstaxtinn, sem Al- þjóðasamband flutningaverka- manna (ITF) hefur gefið út og er þó lítil ástæða til að hrópa húrra yfir honum. En samkvæmt taxta sambandsins frá 1. janúar 1987 ber að greiða „able seaman" 821 dollar á mánuði. Hraklegast er þó að hinir pólsku sjómenn um borð í He- lenu fá enga yfirtíð greidda. Fyrir um 30 þúsund á mánuði þurfa þeir semsagt að vinna aukreitis ómælda yfirvinnu án launa. Þetta er auðvitað ótvírætt brot á töxtum Alþjóðasambands flutningaverkamanna, sem hefur gefið út sérstaka taxta fyrir yfir- tíð. Samkvæmt upplýsingum hjá Sjómannafélagi Reykjavíkur er líklegt að sjómennirnir um borð í Helenu vinni um 300 stundir á mánuði að jafnaði. Miðað við 40 stunda vinnuviku er eðlilegur vinnustundafjöldi líklega um það bil 174 stundir í mánuði. Sam- kvæmt þessu vinna pólsku sjó- mennirnir um borð í Helenu því 126 stundir á mánuði án þess að fá eina einustu krónu fyrir. Sé miðað við meðaltal af taxta Alþjóðasambands flutninga- verkamanna fyrir annars vegar yfirtíð virka daga (6,10 dollara) og hins vegar um helgar (11,00 dollara) eru Pólverjarnir því hlunnfarnir um sem svarar 41,000 krónum á mánuði. Um borð í þessu flutningaskipi samvinnu- hreyfingarinnar er með öðrum orðum mánaðarlega stolið af þeim hærri upphæð en nemur föstum mánaðarlaunum. Á ársgrundvelli svarar þetta til 490 þúsund króna, sem einsog menn rekur vafalaust minni til er skuggalega nærri mánaðar- launum forstjóra SÍS. Það sem er ef til vill verst er sú staðreynd, að í þessu dæmi er verið að notfæra sér neyð manna til að láta þá vinna langt undir taxta. Skipadeild SÍS fær vita- skuld þjónustu Helenu hinnar færeysku fyrir lægra verð en ella, - mun lægra en hefði skipið ís- lenska áhöfn, sem fengi greitt eftir íslenskum samningum. Það getur svo sem vel verið að Skipadeild SÍS hafi sér til máls- bóta að önnur kaupskipafélög noti svipaðar aðferðir til að halda niðri kostnaði. Ég veit ekki um það, og mér er í sjálfu sér sama. Athæfið er jafn óverjandi fyrir því. Og sem gömlum unnanda samvinnuhugsjónanna svíður mér vitaskuld að sjá SÍS nota svona aðferðir til að græða meira. Á mæltu máli er ekki hægt að kalla þetta neitt annað en þræla- hald. Níu þúsund útborgað Sjálf mánaðarlaunin segja ekki heldur alla söguna. Hin smánar- lega upphæð sem Pólverjarnir fá um síðir í eigin vasa er miklu, miklu lægri en þeim nemur. í fyrsta lagi eru Pólverjarnir tvískattaðir. Af þeim er tekinn um 40% skattur til færeysku ríkisstjórnarinnar og síðan rösk- lega 20% til pólsku ríkisstjórnar- innar. í ofanálag fær svo vinnu- miðlunarskrifstofa í Lundúnum 5% í sinn hlut. Þá eru eftir innan við 270 dollarar eða minna en níu þúsund krónur sem pólsku sjó- mennirnir fá greitt inn á banka- reikning sinn í Póllandi. Hætt er við að skamma hríð mettist svangir munnar heima í Stettin á því örlæti íslenskra skipafélaga sem bjóðast nú pólskum heimilisfeðrum. Löggjöf Því miður er mál Pólverjanna á Helenu ekki einsdæmi. Innlend skipafélög freistast í æ ríkari mæli til að notfæra sér ódýrt, undir- borgað vinnuafl. Þau halda því vitanlega fram að þeim komi launakjörin um borð ekki við. Þau kaupi þjónustuna af er- lendum skipafélögum sem komi fram sem verktakar gagnvart þeim. Þar með komi þeim ekki við, hvaða laun séu greidd um borð. Þetta er hins vegar bull. Hreint bull. íslensku skipafélögin bera alla ábyrgð á því, hvers konar smán- arkjör eru boðin um borð í skipum, sem sigla á þeirra vegum í íslenskri lögsögu. Siðferðilega eru þau því jafn sek að því að notfæra sér neyð erlendra sjó- manna sem koma frá löndum þar sem atvinnuleysi og almenn bág- indi valda því að þeir geta ekki komið vörnum við óvefengjan- legum réttindabrotum. Þennan blett þarf að þvo af okkur. Því miður er ekki treystandi á skipafélögin í landinu til þess. Það verður ein- ungis gert með því að Alþingi gangi í málið, og hlutist til um lagasetningu sem bannar alfarið að svona sé farið með erlenda sjómenn í íslenskri lögsögu. Gleymum því ekki, að um leið og við niðurlægjum aðra, niður- lægjum við sjálf okkur. Áhyggjuefni Það eru svo sannarlega fleiri dæmi um skip, sem sigla á vegum innlendra kaupskipafélaga með erlendum áhöfnum sem fá borg- uð laun fyrir neðan allt velsæmi. Þessi þróun er heldur ekki ný af nálinni. Það hefur löngum tíðkast að innlend skipafélög leigi erlend skip með erlendum áhöfnum til að sinna flutningum til og frá ís- landi. í fyrstunni var einkum um að ræða skip til tímabundinna verkefna, þegar þurfti til dæmis árvisst að flytja út mikið magn sjávarafurða á skömmum tíma. Á undanförnum árum hefur hins vegar færst mjög í vöxt að erlend skip með undirborguðum er- lendum áhöfnum séu tekin á leigu til reglubundinna siglinga að og frá landinu. í dag eru þann- ig á vegum íslenskra aðila átta erlend skip með erlendum áhöfnum. Þetta er vitaskuld verulegt áhyggjuefni fyrir íslenska far- menn, því störfum fyrir þá fækk- ar af þessum sökum j afnt og þétt. 300 töpuð störf Þannig hefur farmannastéttin tapað frá sér um 300 störfum á síðasta áratug vegna þessarar óheillaþróunar. Að sönnu hefur þetta enn sem komið er ekki leitt til mikilla bú- sifja meðal íslenskra farmanna. Atvinnuleysi er ennþá ekkert í þeirra hópi. Á því kann hins veg- ar að verða breyting fyrr en varir. Þróunin hjá íslensku skipafélög- unum síðustu árin og horfur á hinum alþjóðlega fragtmarkaði eru nefnilega þess eðlis, að grípi ekki löggjafinn stíft í taumana er nokkuð ljóst að undirborguðum erlendum áhöfnum mun fjölga verulega á íslenskum skipum næstu árin. Það er hins vegar fráleitt hægt að sætta sig við að tilvist heillar stéttar skuli þannig lögð í hættu, vegna þess að völ er á hræódýru erlendu vinnuafli. Færri íslensk skip Viðleitni skipafélaganna til að skera með þessum hætti niður kostnað sinn hefur svo leitt til þess að íslenskum skipunt hefur á síðustu árum fækkað og rúm- lestatala minnkað. Skip Eimskipafélagsins voru til dæmis 24 talsins þegar flest voru en eru nú 9. Skipum SÍS hefur sömu- leiðis fækkað úr 8 í 3. í staðinn fyrir skipin sem inn- lendu félögin selja eru tekin á leigu erlend skip, með ódýrar áhafnir. Guðmundur Hallvarðs- son, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, benti nýverið á það í afar fróðlegri grein í Morgun- blaðinu að á síðasta ári hefði þannig 81 erlent kaupskip verið tekið á tímabundna leigu til farm- flutninga að og frá landinu. Hvað skyldi það jafngilda mörgum störfum fyrir íslenska farmenn? Þingið taki í taumana Löggjafinn þarf skilyrðislaust að taka til hendinni í þessu máli. Þingmenn þurfa að byrja á því þegar í stað að krefjast upplýs- inga um launakjör hinna erlendu áhafna. Enginn nema þingið get- ur vélað þær út úr skipafélögun- um sem vitaskuld skammast st'n ofan í skó fyrir málið. í öðru lagi þurfa þeir að beita sérfyrirlagasetningu, sem tryggir að íslenska farmannastéttin líði ekki undir lok vegna græðgi skipafélaganna. Slík lög þyrftu að tryggja: 1) Að íslenskar áhafnir yrðu um síðir á öllum skipum sem eru í eigu eða á kaupleigu (þurrleigu) íslenskra skipafélaga. Vitaskuld er fráleitt að krefjast þess að er- lendum áhöfnum, sem fyrir eru, yrði þegar í stað sagt upp störf- um. Þær eiga líka sínar fjöl- skyldur sem ekki er hægt í einu vetfangi að svipta fyrirvinnu. En hins vegar mætti beita þeirri að- ferð að ráða smám saman ís- lenska sjómenn í stað þeirra er- lendu sem hætta af sjálfsdáðum. 2) Að öll skip í strandflutning- um við ísland sigli undir þjóðfán- anum og noti einungis íslenskar áhafnir. 3) Að öll skip sem sinna reglu- legum áætlunarferðum til lands- ins sigli sömuleiðis undir þjóð- fánanum og noti íslenskar áhafn- ir. 4) Að íslenski flotinn verði aldrei minni en svo að tryggt sé að þjóðin sé sjálfri sér næg um flutn- inga að og frá landinu ef til styrj- aldar kemur. Hér er um afar nauðsynlegt ör- yggisatriði að ræða fyrir eyþjóð á borð við íslendinga. Það færist nefnilega í vöxt að skip sem sigla undir svokölluðum þægindafán- um (flags of convenience), s.s. Panama og Líberíu, hafi ákvæði í leigusamningi um að komi til styrjaldar verði skipið sjálfkrafa bandarískt. Með þessu tryggja Bandaríkin, að ævinlega verði til reiðu nægilega stór kaupskipa- floti á viðsjártímum, sem þau geta síðan tekið eignar- eða leigu- námi. Miðað við þá þróun sem nú er hafin hérlendis og fyrr er lýst, er ekki hægt að útiloka, að á tímum heimsátaka stæðu íslendingar uppi án nægilega stórs kaup- skipaflota. 5) Að engin skip megi sigia á íslenskar hafnir nema því aðeins að launagreiðslur séu að minnsta kosti í takt við samninga Alþjóða- sambands flutningaverkamanna. Hér er um brýnt mál að ræða, og vonandi tekur þingið rösklega við sér. íslenskir farmenn eiga það skilið. Össur Skarphéðinsson, fiskcldisfræð- ingur og fyrrverandi ritstjóri Þjóð- viljans, situr í atvinnumálanefnd Reykjavíkurborgar fyrir Alþýðu- bandalagið. VIÐHORF Rugl og rökleysa Lena M. Rist skrifar Ég get ekki orða bundist vegna þess áróðurs sem dynur yfir þjóð- ina gegn okkur kennurum í yfir- standandi kjaradeilu okkar. Nú síðast í „Vikuskammti“ á Bylgj- unni 20. mars. 1. Því er haldið fram að við kennarar misnotum verkfalls- vopn okkar. I K.í. (Kennarasambandi ís- lands) eru rúmlega 3000 félags- menn. Við vorum síðast í verk- falli 1984 (B.S.R.B.). Langlund- argeð okkar tel ég töluvert og byggist það á fögrum orðum stjórnvalda í ræðu og riti á hátíð- astundum en ljóst er nú að skýrsl- ur, kannanir og annað það er sýnir og sannar ófullkomið skóla- kerfi hafa týnst í skúffum ráðu- neytanna. I kjarabaráttu okkar felst nefnilega lfka krafa um bætt- an skóla. 2. Allur tími til verk- fallsaðgerða er vondur tími og krefst fórna. Samningar hafa ver- iðlausir síðan um áramót. Hvað eigum við að bíða lengi? Auðvitað bitnar þetta á nem- endum. Starf okkar snýst um ne- mendur. Stjórnvöld geta ekki vikist undan ábyrgð hvað sem röksemdarfærslu Hitlers líður, en þessari ósmekklegu samlíkingu vísa ég hér með til föðurhúsanna, þ.e. ritstjóra DV í leiðara 17. mars. Ábyrgð okkar kennara felst í því að vera búnir að margsýna fram á það óviðunandi ástand sem ríkir í skólum landsins vegna m.a. kennaraskorts, óhóflegrar yfirvinnu, yfirfullra bekkjar- deilda, skorts á nútímalegum kennslugögnum o.s.frv. I stuttu máli krafan er sómasamleg vinn- uaðstaða nemenda og kennara. Hljóta ekki allir foreldrar að taka undir það? 3. Talað er um óhóflegar launakröfur og birtar villandi tölur um meðallaun. Inn í þessu talnaflóði eru des- emberlaun allra kennara og skólastjórnenda með allri yfir- vinnu. Þessar tölur koma vel á vondan því þær sanna það sem við höldum fram að óhóflegt vinnuálag er á alltof mörgum í okkar stétt eins og öðrum lág- launastéttum þjóðfélagsins. Hvaða vit er í því, að kennari kenni allt að 60 stundir umfram „Efekki takast samningar á nœstu dögum, og ekki verður séð af neinumfjár- munum til endurbóta á skólastarfi og til að bœta kjör kennara, munu aug- lýsingadálkar mennta- málaráðuneytisins um lausar stöður lengjast allverulegafrá þvísem nú fulla stöðu á mánuði til að geta framfleytt sér og sínum? Á hverj- um bitnar það fyrst og fremst? Fjármálaráðherra ætti að blygð- ast sín fyrir að gera þetta opin- skátt. Staðreyndin er sú að grunn- laun kennara eru: byrjunarlaun 48.000 kr., eftir 18 ára starf efsta þrep 63.000 kr. Ef ekki takast samningar á næstu dögum og ekki verður séð af neinum fjármunum til endur- bóta á skólastarfi og til að bæta kjör kennara munu auglýsinga- dálkar menntamálaráðuneytisins um lausar stöður lengjast allveru- lega frá því sem nú er. Lena M. Rist kennari í K.í. Föstudagur 25. mars 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.