Þjóðviljinn - 25.03.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 25.03.1988, Blaðsíða 6
Auglýsing Fjármálaráðuneytið óskar eftir að ráða fólk til starfa. í boði eru fjölbreytileg störf sem snerta m.a. eftir- farandi viðfangsefni ráðuneytisins: Skattamál Tollamál Kjara- og launamál Starfsmannamál Skýrslugerð og tölfræði Áætlanagerð Rekstrareftirlit Lífeyrismál Menntun í lögfræði, hagfræði eða skyldum grein- um er æskileg. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknum skal komið til fjármálaráðuneytisins Arnarhvoli, 150 Reykjavík fyrir 28. mars n.k. Fjármálaráðuneytið 11. mars 1988 ERLENDAR FRETTIR Húsverndunarsjóður Reykjavíkur Á þessu vori verða í annað sinn veitt lán úr Hús- vemdunarsjóði Reykjavíkur. Hlutverk sjóðsins er að veita lán til viðgerða og endurgerðar á húsn- æði í Reykjavík sem sérstakt varðveislugildi hef- ur af sögulegum eða byggingarsögulegum ástæðum. Umsóknum um lán úr sjóðnum skulu fylgja greinargóöar lýsingar á fyrirhuguðum fram- kvæmdum, verklýsingar og teikningar eftir því sem þurfa þykir. Umsóknarfrestur er til 25. apríl 1988 og skal um- sóknum stíluðum á Umhverfismálaráð Reykja- víkur komið á skrifstofu garðyrkjustjóra, Skúla- túni 2, 105 Reykjavík. Skólastjóri Staða skólastjóra við Grunnskóla Hólmavíkur er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 8. apríl 1988. Nánari upplýsingar gefa Þorkell Jóhannsson í símum 95-3129 og 95-3123 og Stefán Gíslason sveitarastjóri í símum 95-3193 og 95-3112. Skólanefnd Hólmavíkurskóla Blaðburöarfólk Ef þú ert morgunhress Haföu þá samband viö atgreiöslu Þjoðviljans,,sími 681333 LAUS HVERFI VIÐSVEGAR UM BORGINA Pað bætir heilsu og hag að bera út Þjóðviqann „Sá er sæll,/ er sjálfur um á/ lof og vit, meðan lifir,/ því að ill ráð/ hefur maður oft þegið/ annars brjóstum úr." Francois Mitterrand Frelsi, jafnrétti og bræðralag Frakklandsforseti varð ráðherra 28 ára gamall og gefur kost á sér til endurkjörs 71 árs. Hann hefur ætíð aðhyllst klassísk gildifrönsku byltingarinnar Eins og alkunna er skýrði Fra- ncois Mitterrand Frakkaþjóð frá því á þriðjudaginn að hann gæfi kost á sér til frekari búsetu í Elyseehöll, Þar hefur farið vel um hann síðastliðin sjö ár enda bæði hátt til iofts og vítt til veggja. Þótt forsetinn njóti hylli þegna sinna nú um stundir þá er hann þeim enn ráðgáta. Mitterrand hefur aldrei borist á heldur farið einförum og stólað á eigin hyggjuvit fremur en ráð „sérf- ræðinga". Hann er fáskiptinn að eðlisfari og þegar hann kveður sér hljóðs eru orð hans gjarna margræð einsog spádómar véfr- éttarinnar í Delfí forðum. Því hefur hann verið uppnefndur „Svingsinn". Og hann ber nafn með rentu. Allt fram í þessa viku lét hann frambjóðendur til forsetaemb- ættis velta vöngum yfir því hvort hann gæfi kost á sér til endurkjörs eður ei. Angistarfullir urðu „keppinautarnir" að glíma við vindmyllur því ekki hefði orðið þeim til framdráttar að beita sér af mætti mót öldruðum forseta sem væri hvort eð er á förum. Yrði hann í framboði til þess að tryggja Sósíalistaflokknum valdastöðu og skjóta fornum fjanda, Charles de Gaulle, ref fyrir rass sem helsti stjórnsköru- ngur ofanverðrar 20. aldar í Fra- kklandi? Eða hætti hann leik meðan hæst fram færi til þess að „njóta elliáranna" og leggja stund á ritstörf? Nú velkist enginn í vafa iengur. Einn fréttaskýrandi úr hópi landa forsetans hefur orðið: „Fólk hef- ur bókstaflega ímugust á yfir- burðagáfum hans. Hann er fram- úraskarandi klókur þátttakandi í refskák stjórnmálanna." Þegar Mitterrand náði kjöri árið 1981 var ekkert fordæmi fyrir því að sósíalisti tæki við bús- forráðum í Elyseehöll. Allar göt- ur frá því de Gaulle olnbogaði sig inní pólitík að nýju og stofnsetti „fimmta lýðveldið" árið 1958 hafði sálblakkur íhaldsseggur gegnt hinu háa embætti. Þegar forsetinn skipaði sína fyrstu ríkisstjórn launaði hann fé- lögum Kommúnistaflokksins stuðning í nýafstöðnu kjöri með því að veita fjórum þeirra ráð- herrastöður. Með þessu snjallræði batt hann jafnframt hendur þessara gömlu keppi- nauta sinna á vinstri vængnum og tryggði vinnufrið í Frakklandi. Kommúnistar hafa ekki borið sitt barr í frönskum stjórnmálum frá því þeir létu forsetann lokka sig í þessa gildru. Á fyrri hluta valdaskeiðs sósíalista létu þeir hendur standa fram úr ermum og hrintu ýmsum þjóðþrifamálum í framkvæmd. Þeir þjóðnýttu fyrirtæki og stór- juku félagslega þjónustu, styttu vinnuviku og gerðu fólki kleift að setjast fyrr í helgan stein en áður. En þeir fóru of geyst í sakirnar, franskur efnahagur þoldi ekki svo ör umskipti og því urðu þeir að draga nokkuð í land um mið- bik kjörtímabils löggjafarsam- kundunnar. Þegar franskir kjósendur gengu að kjörborði og völdu sér nýja þingfulltrúa árið 1986 báru hægrimenn sigur úr býtum. Mitterrand var vængstýfður. Nauðugur viljugur varð hann að leggja bróðurpart valda sinna í hendur erkifjandans, Jacques Chiracs. Til að bæta gráu ofan á svart bentu fylgiskannanir til þess að hann væri óvinsælasti Frakk- landsforseti sögunnar! Þá sýndi „Svingsinn" enn eina ferðina hvers hann er megnugur. Hann skóp sér fmynd „lands- föðurins" sem er hafinn yfir hvunndagslegt aurkast í sand- kassa stjórnmálanna. Eftir sem áður gegndi hann aðalhlutverki í mótun utanríkisstefnunnar og átti því tíða fundi með erlendum þjóðhöfðingjum. Hvað eftir ann- að setti hann ofaní við Chirac op- inberlega og er enn í fersku minni þegar hann beinlínis skipaði hon- um að draga mjög umdeild ný- mæli í skólamálum til baka eftir mannskæðar stúdentaaóeirðir. Eftir tveggja ára „sambúð" er ljóst að hyggindi og 40 ára vógu þyngra en drift og dugnaður „jarðýtunnar" Chiracs. Nú benda allar kjörspár til þess að gamli refurinn sigri hinn hálf sex- tuga forsætisráðherra í síðari um- ferð forsetakosninga þann 8.maí. Skrykkjóttur ferill „Hann varð ekki sósíalisti við kynni af fræðikenningum heldur vegna þess að hann aðhyllist rétt- læti í samfélaginu, jafnrétti og frelsi. Hin klassísku gildi frönsku byltingarinnar." Þannig farast Róbert Mitterrand orð um yngri bróður sinn. Francois var númer fimm í röð átta barna járnbrautarstarfs- manns í Suður-Frakklandi og leit dagsins fjós árið 1916. Lauk prófi í lögfræði og þótti efnilegur júristi en hernám Þjóðverja færði hon- um ný verkefni upp í hendur. Mitterrand var annálaður fyrir dirfsku í andspyrnuhreyfingunni. Svo fór að hann særðist og lenti í höndum Þjóðverja. Hann flúði úr fangabúðum, komst til Alsír og þaðan alla Ieið til Lundúna. De Gaulle gerði hann að ráð- herra í útlagastjórn sinni árið 1944 og hafði hann málefni stríðs- fanga á sinni könnu. Þá var hann aðeins 28 ára gamall. Francois Mitterrand gegndi ráðherraembætti í 11 ríkisstjórn- um, frá stríðslokum og allar götur þangað til „hershöfðinginn" reis upp frá dauðum árið 1958. Mitterrand lagðist gegn endur- komu de Gaulles og galt þess. 42 ára að aldri var hann að flestra mati kulnuð stjarna á stjórnmála- festingunni. Vissulega fór ekki mikið fyrir Mitterrand á sjöunda áratugnum en á öndverðum þeim áttunda gekk hann til liðs við Sósíalista- flokkinn og hóf hann á skömmum tíma úr smán til virðingar. Jafnt og þétt jókst flokknum ásmegin undir leiðsögn Mitterrands uns þar kom að þjóðin kaus félaga hans til yfirráða í forsetahöll og þinghúsi árið 1981. _ks. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Föstudagur 25. mars 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.