Þjóðviljinn - 25.03.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 25.03.1988, Blaðsíða 7
ERLENDAR FRETTIR Nikaragva Friður milli fjenda Þjóð Nikaragva hefur greitt þungan blóðtoll ísjö ára borgarastyrjöld en nú virðist friður á næsta leyti Leníngrad Menning- arlegt Tsjemobyl Eldur í bókasafni Vísindaakademí- unnar. Bókaverðir skammaðir, UNESCO kallað til aðstoðar Frá því var skýrt opinberlega í gær að skæður eldsvoði hafi um miðjan febrúar valdið gríðar- legu tjóni í bókasafni sovésku vís- indaakademíunnar í Leningrad, einu merkasta bókasafni í Sovét- ríkjunum. Dmítrf Líkhatsjov, yfirmaður sovésku menningarstofnunarinn- ar, skýrði frá þessu í viðtali við vikublaðið Moskvufréttir, eitt þeirra blaða sem fremst hafa staðið í glasnost-stefnu eystra. Eldsvoðinn olli slíkri eyðilegg- ingu að Líkhatsjov líkti við kjarn- orkuslysið mikla í Úkraínu og tal- aði um „Tsjernobyl menningar okkar". Um 400 þúsund bækur eyðilögðust, ennfremur dýrmætt safn handrita frá 17. öld og fjórð- ungur einstæðrar dagblaða- deildar safnins. Slökkvistarf mun einnig hafa valdið miklu tjóni og voru eyði- lagðar sjaldgæfar rússneskar og austrænar bækur gamlar og allar spjaldskrár safnsins. Líkhatsjov sagði að jarðýtur hefðu verið látnar ryðja til í rúst- unum og að auki valdið mikilli eyðileggingu, sem bæri fyrst og fremst að skrifa á reikning tauga- veiklaðra yfirmanna. Hann segir ástandið í safnmálum í Sovét með þeim hætti að full þörf væri á hjálp UNESCO, menningar- stofnunar SÞ, við að bjarga verð- mætum, - sú staða væri nú uppi að höfuðstöðvar rannsókna á rússneskum bókmenntum, bók- fræði og sögu væru að færast frá Sovétríkjunum til Helsinki. -m/reuter Hið ótrúlega skeði, fulltrúar ríkisstjórnar Nikaragva og kontraliða skrifuðu í fyrrinótt undir bráðabirgðasamning um tveggja mánaða vopnahié. Eftir þriggja daga viðræður í bænum Sapoa við landamærin að Costa Rica, drógu þeir Humb- erto Ortega og Adolfa Calero hetturnar af sjálfblekungum sín- um og lögðu nöfn sín við sáttmála sem binda á enda á borgarastríð sem geisað hefur sleitulaust í Nik- aragva um sjö ára skeið og orðið 50 þúsund landsmönnum að fjörtjóni. Hið umsamda vopnahlé hefst formlega á föstudaginn langa. Fjórum dögum fyrr munu aðilar mæla sér mót og ákveða sérstök griðasvæði sem vígamenn kontrasveitanna munu safnast á fyrri hluta aprflmánaðar. í samningnum eru ákvæði sem fyrirmuna uppreisnarmönnum að þiggja svo mikið sem eitt ein- asta skothylki í hernaðaraðstoð erlendis frá en öðru máli gegnir um lyf, mat og klæði. Á móti kemur að ríkisstjórn Nikvaragva mun tafarlaust veita fjölda pólitískra fanga frelsi á ný (fyrstu 100 strax 2.apríl), afnema allar hömlur á útgáfu blaða og tímarita og heimila útlægum andófsmönnum afturhvarf til ætt- jarðarinnar. Ennfremur er kveð- ið á um að kontraliðum verði frjálst að taka þátt í kosningum í framtíðinni, enda verði þær frjálsar og lýðræðislegar í hví- vetna. Þess er farið á leit við Samtök Ameríkuríkja að þau hafi umsjón með efndum og skipi nefnd til þess að gæta þess að hvorugur hafi rangt við. Aðilar hafa í hyggju að funda reglulega þá tvo mánuði sem samningurinn gildir. Fyrsti fund- urinn verður haldinn þann ó.apríl. Þá verður efst á baugi að framlengja samninginn ótíma- bundið. Daníel Ortega, forseti Nikara- gva, var viðstaddur undirritunina og sagði hann samninginn vera skilgetið afkvæmi friðaráætlunar forseta fimm Mið-Ameríkuríkja frá því í sumar leið. Hún aflaði sem kunnugt er höfuðsmið sín- um, Óskari Aríasi, friðarverð- launa Nóbels í fyrra. Ortega sagði að samkomulagið ætti að stuðla að „brottflutningi allra erlendra herja úr Mið- Ameríku" og skoraði á Banda- ríkjastjórn að ljá því fulltingi sitt. Ennfremur sagði Ortega: „Við höfum allir sem hér erum komnir saman ákveðið að slíðra sverðin og hefja merki friðarins hátt á loft. Bandaríkjastjórn verður að styðja okkur og færa samskipti sín við Nikaragva í eðlilegt horf." Reuter/-ks. I sjö ára borgarastríði hafa 50 þúsund Nikaragvamenn látið lífið og fleiri særst en tölu verður á komið. Þjáningar og sorg hafa verið daglegt brauð þjóðarinnar. Stórveldin Hér er ágreiningur, um ágreining Leiðtogar risaveldanna eru ósammála um allt nemafund sinn í Moskvu Leiðtogar risaveldanna tveggja hafa ákveðið að hittast að máli í maílok en óvíst er í hvaða til- gangi, því þriggja daga fundur utanríkisráðherra Sovétríkjanna með bandarískum valdhöfum virðist hafa skerpt andstæður fremur en .dregið úr þeim. Kremlverjar og íbúar Hvíta húss- ins eru á öndverðum meiði um vígbúnað, Afganistan, Mið- Ameríku og Miðausturlönd. Shevardnadze hélt til Portú- gals í gær og hafði á orði að samn- ingur um helmingsfækkun lang- drægra kjarnvopna væri fjær til- urð en fyrir komu sína til Was- hington. Engu að síður á afvopn- unarsamningurinn að vera mál málanna á fundi þeirra Mikhaels Gorbatsjovs og Ronalds Reagans í Moskvu dagana 29.maí-2.júní. Á blaðamannafundi að fundi loknum var George Shultz, utan- ríkisráðhera Bandaríkjanna, spurður að því hvort unnt yrði að leggja drög að samningi um helmingsfækkun langdrægu kjarnvopnanna áður en húsbóndi hans héldi í austurveg. „Okkur er mikill vandi á höndum, vissulega, en ég veit ekki hvort okkur auðnast að leysa hann í tæka tíð fyrir fundinn." Bandaríkjamenn stungu upp á því snjallræði í viðræðum sínum við Shevardnadze að Kremlverj- ar hættu að sjá Kabúlstjórninni fyrir vopnum. Svarið var nei. So- véski utanríkisráðherrann mæltist til þess að bandarískir ráðamenn létu af hernaðarstuðn- ingi við illa þokkaða vini sína í Rómönsku Ameríku. Svarið var nei. Ennfremur ræddu þeir Shultz og Shevardnadze málefni land- anna fyrir botni Miðjarðarhafs. Sá síðarnefndi útskýrði fyrir þeim fyrrnefnda hví hann styddi ekki friðartillögur hans en ekki lét Re- uter svo lítið að gera grein fyrir þeim mótbárum. Reuter/-ks. Israel Vanunu fundinn sekur Israelsmenn kalla hann landráðamann og njósnara en friðarsamtök á Bretlandi hafa útnefnthann til friðarverðlauna Nóbels í ár Mordechai Vanunu, fyrrum starfsmaður kjarnorkumál- astofnunar Israels, var í gær fundinn sekur um njósnir og iandráð af þarlendum dómstói. Sem kunnugt er vann hann sér það til óhelgi að veita bresku dag- blaði upplýsingar um viðamikla framleiðslu kjarnorkuvopna í „landinu helga". Þrír dómarar í undirrétti voru hjartanlega sammála um að hinn 34 ára gamli Vanunu hefði viðað að sér ríkisleyndarmálum gagn- gert í því augnamiði að koma þeim á framfæri erlendis. Slíkt ráðslag skaðaði „öryggis- hagsmuni ríkisins" og væri vatn á myllu fjölmargra fjenda þess. Réttarhöldin fóru fram fyrir lukt- um dyrum. Vanunu vann um níu ára skeið í Dimona kjarnverinu áður en hann hélt til Lundúna og leysti frá skjóðu sinni í viðurvist blaða- manns „Sunday Times". í sept- embermánuðiíhittifyrra. Dómur verður kveðinn upp yfir honum á sunnudaginn og á hann lífstíðar- fangelsi yfir höfði sér. Verjandi Vanunus, Avigdor Feldman, tjáði fréttamönnum í gær að skjólstæðingur sinn hefði borið höfuðið hátt og sýnt fulla reisn er dómararnir lásu upp úr- skurð sinn. Greinargerð þre- menninganna fyrir niðurstöðunni og dómsorðið sjálft kváðu þekja 60 síður í stóru broti með smáu letri en slík leynd er hjúpuð mál þetta að aðeins ein setning var birt almenningi: „Við úrskurðum að varnaraðili sé sekur í öllum greinum." Feldman segist ætla að áfrýja. Frægt er að endemum hvernig Vanunu var komið heim til átt- haganna á ný eftir að hafa greint umheiminum frá því að Israels- menn hefðu smíðað 200 kjarn- sprengjur á 20 árum. Þokka- sprund nokkurt lokkaði hann með sér í „afmorsreisu" til Róms en þegar hann hugðist uppskera árangur erfiðis síns birtust svíra- digrir landar hans, undirmenn gálunnar úr leyniþjónustunni, honum var byrluð ólyfjan og smyglað heim. Allt kolólöglegt vitaskuld. Síðan eru liðnir 17 mánuðir. Þorri ísraelsmanna hefur enga samúð með Vanunu og fellst án gagnrýni á þær staðhæfingar Þetta er hinn lánlausi Mordechai Vanunu. ráðamanna að hann sé þjóðníð- ingur. Hinsvegar nýtur hann ríkr- ar samúðar í röðum friðarhreyf- inga erlendis. Friðarstofnun Bertrands Russells hefur útnefnt hann til friðarverðlauna Nóbels í ár. Reuter/-ks. Föstudagur 25. mars 1988 ÞJÓÐVILJINH - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.