Þjóðviljinn - 25.03.1988, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 25.03.1988, Blaðsíða 9
Ráðhúsið Ofullnægjandi kynning og borgarstjóra til lítils sóma Athugasemdirfrá samtökunum Tjörnin lifi! til borgarstjóra, vegna sýningar á skipulagi ráðhússreits Samtökin Tjörnin lifi! sendu borgarstjóra Reykjavíkur, Davíð Oddssyni, eftirfarandi athugasemdir vegna sýningar á skipu- lagi ráðhússreits, sem nú stendur yfir að Hallveigarstíg 1. Eins- og fram kemur í bréfinu bíða samtökin þess enn að skipulags- uppdráttur með ráðhúsi Reykjavíkur fái þá lögboðnu af- greiðslu, sem ein er yfirvöldum sæmandi. í tilefni af sýningu þeirri á skipulagi ráðhússreits, sem nú fer fram að Hallveigarstíg 1, viljum við taka fram: 1. Þar sem ekki er fullnægt skil- yrðum 17. greinar skipulagslaga við auglýsingu og framkvæmd umræddrar kynningar, teljum við að hún hafi ekkert lagalegt gildi skv. skipulagslögum nr. 19/1964. Við viljum árétta að kynningin getur ekki talist lögmæt kynning á þeim breyttu teikningum að ráðhúsi sem borgaryfirvöld sækja nú um byggingarleyfi fyrir. 2. Þrátt fyrir að kynningin hefur ekkert lagalegt gildi, verður hér fundið að því hvernig að henni er staðið, og viljum við í því sam- bandi benda á eftirfarandi: a) Algert ósamræmi er milli þeirra gagna sem sýnd eru. Þarna ægir saman myndefni af eldri gerð hússins og þeirri byggingu sem nú er sótt um byggingarleyfi fyrir, án þess að þær séu auðkenndar. Engin grein er gerð fyrir því að teikningar hafa tekið breytingum og byggingarnar stækkað til muna frá því verð- launatiilagan var birt og frá því deiliskipulag Kvosarinnar var staðfest. Útlit hússins er breytilegt frá einni mynd til annarrar, meira að segja sýna líkönin tvö ekki eins byggingu. Aðkoma að bílageymslum er ýmist um eina eða tvær gjár, og nær því mislangt út eftir Tjarn- argötu. Stærð hússins er einnig breyti- leg, jafnvel inpan hóps af mynd- um sem hanga saman, án þess að nokkur skýring sé gefin. Áber- andi er að eldri gerð hússins er sýnd á öllum myndum þar sem líkan af ráðhúsinu hefur verið fellt inn í ljósmynd af nágrenn- inu. Þess er þó hvergi getið, að byggingin sem nú er sótt um byggingarleyfi fyrir er 5000 m3 stærri en þessar myndir gefa til kynna. b) Mælikvarða vantar á fjölda mynda og á annað líkanið, og er því erfitt að gera sér grein fyrir stærðum. c) Einu tölurnar sem birtar eru um stærð eða byggingarmagn eru á fagteikningum arkitekta sem lagðar voru fram sem fyrirspurn á byggingarnefndarfundi 25. fe- brúar 1988. Þessar teikningar eru flóknar og tölurnar eru svo ill- læsilegar að þær eru leikmönnum nánast óskiljanlegar og meira að segja geta fagmenn varla skilið hvað þar stendur. Jafnvel nú, þegar þessari kynningu er að ljúka, virðast starfsmenn Bygg- ingaþjónustunnar, þar sem sýn- ingin fer fram, vita sáralítið um stærð hússins. Þeir þurftu lengi að leita að þessum tölum þegar við spurðum um þær í gær, og þrátt fyrir góðan vilja gátu þeir t.d. ekki greint hvort byggingin á að verða 21 þúsund eða 24 þús- und rúmmetrar. Augljóst er að almenningur stendur enn verr að vígi við að reyna að átta sig á þessum svokölluðu upplýsingum. d) Gestabók sú sem liggur frammi og höfð er til marks um hve margir hafi sótt sýninguna, er með lausum blöðum sem ekki eru tölusett, - auk þess sem segir í prentuðum texta á hverju blaði að sýningin standi yfir frá 24. apr- íl til 25. mars 1988. Allt ber þetta að sama brunni og sýnir að þessi kynning er bæði formlega og efnislega ófullnægj- andi og embætti yðar til lítils sóma. 3. Að Iokum viljum við benda yður á, að aðdragandi þessarar kynningar og ummæli yðar í fjöl- miðlum um þá afgreiðslu sem at- hugasemdir almennings við hana munu fá, hafa leitt til þess að fjöldi borgarbúa tekur ekki kynn- inguna alvarlega og sér því ekki ástæðu til að senda inn athuga- semdir. Við bíðum þess því enn að skipulagsuppdráttur með ráðhúsi Reykvíkinga fái þá lögboðnu af- greiðslu sem ein er yfirvöldum sæmandi. Hver er munurinn á þessum varahlutum? 168 kr. Verðmunurinn Samkvæmt 10. tölublaði Verðkönnunar VERÐLAGS- STOFNUNAR á bifreiðavarahlutum, sem gefið var út 9. mars, kemur fram að mikill verðmunur mælist milli varahlutaverslana. Þessi tvö kveikjulok eru ætluð Hondu Civic Sedan GL árgerð 1983. Lokið til vinstri er frá versluninni Blossa, sem selur þessi lok ódýrast á 168 kr. Lokið til hægri er frá Hondaumboðinu þar sem það kostar 695 kr. Verðmunurinn er því 527 kr. eða 314% - það munar um minna. Könnun VERÐLAGSSTOFNUNAR náði til 11 bifreiðaumboða og verslana sem selja varahluti í bifreið- ar. í könnuninni má merkja að verðlækkun á varahlut- um er þegar orðin allnokkur vegna tollalækkana og niðurfellingar vörugjalds, en þess er þó ekki að vænta að lækkunin verði að fullu komin fram fyrr en með vor- inu. Dæmin sýna að það margborgar sig að gera verðsam- anburð á milli varahlutaverslana í stað þess að kaupa blindandi. VERUM Á VERÐI VIÐSKIPTARAÐUNEYTIÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.