Þjóðviljinn - 25.03.1988, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 25.03.1988, Blaðsíða 10
— í DAGf Engarumræður íheita pottinum Hin nýja stefna meirihluta Sjálf- stæðismanna í íþrótta- og tómstund- aráðí borgarinnar er í þann veginn að drepa niður alla þjóðmálaumræðu í heita pottinum þar sem menn hafa hingað til rifist eins og kettir út af stór- um sem smáum málum. Ástæðan er sú að formaður ráðsins, Júlíus Haf- stein, hefur gefið út þá yfirlýsingu að sundstaðir borgarinnar séu griða- staður fyrir fólk frá skarkala um- hverfsins og það eigi að fá að njóta þar kyrrðar og friðar frá allri pólitískri umræðu eða öðru sem ske kynni að valda óbreyttum sundlaugargestum ónæði. í morgun eins og alla aðra daga fór ég glaðbeittur og hress í sundlaugina mína og eins og venjulega byrjaði ég daginn, eftir að hafa farið í sturtu og þrifið mig hátt og lágt, að fara í heita pottinn minn áður en ég synti mína 500 metra í lauginni. En aldrei þessu vant sátu fastagestirnir þegjandi og heldur skömmustulegir í pottinum og hvorki datt né draup af þeim. Ég hélt í fyrstunni að einhver nákominn hefði látist um nóttina svo daprir voru þeir á svipinn. Til að komast að hinu sanna í málinu færði ég mig að einum kunn- ingja mínum í pottinum og spurði hann afhverju menn sætu svona hljóðir og nánast sorgmæddir á svip- inn. I stað þess að brýna raustina eins og þessi kunningi minn er vanur að gera þegar hann er spurður að einhverju, þá sneri hann að mér ofur- hægt og nánast hvislaði upp í eyrað á mér: „ Það er bannað, samkvæmt til- skipun frá íþrótta- og tómstundaráði að ræða pólitísk mál hér í sund- lauginni því það gæti valdið einhverj- um ónæði. Ef þvíer ekki hlýtt megum eiga von á því að vera reknir uppúr og settir í bann,“ sagði þessi kunningi minn og ef vel var að gáð mátti greina táriaugunum. Ég hélt í fyrstunni að maðurinn væri að gera grín að mér og reyna að hafa mig að fífli, svo ég brýndi raust- ina ofurlítið og hélt smá tölu um heilvítis svindlið í þjóðfélaginu, eins og svo oft áður. Þegar ég var rétt að komast á skrið og farinn að æsast ofurlítið, varskyndilega þrifið í mig af hvítklæddum manni sem benti mér á þá staðreynd að svona umræða væri bönnuð í pottinum eftirleiðis. En það er erfitt að kenna gömlum hundi að sitja, og til gera langa sögu stutta þá lyktaði þessari sundlaugarferð minni með því að ég verð um stundarsakir að notast við baðkarið heima þar sem ég er talinn óæskilegur gestur í sund- stöðum borgarinnar. -grh í dag er 25. mars, föstudagur í 23. viku vetrar, 85. dagurársins. Fjóröi daguríeinmánuöi. Boöunardag- ur Maríu, - Maríumessa á föstu. Sól kemur upp í Reykjavík kl. 7.10ensólseturkl. 19.59. Tungl hálft og vaxandi. Þjóöhátíðardag- urGrikklands. Atburðir Danmörk gengur í Nató 1949. Nóvudeilunni lýkur meö sigri verkamanna 1933. Þjóðviljinnfyrir 50árum LaunadeilanáSiglufirði. Eftirósk ríkisverksmiðjustjórnarinnar sneri sáttasemjari sértil verka- lýðsfélagsins „Þróttur", þegar verksmiðjustjórn sleit samninga- umleitunum, og óskaöi eftir að fé- lagiö sendi einn mann suður, og útnefndi Erlend Þorsteinsson, al- þingismann, til samningaumleit- anameðfullnaðarumboöi. Fél- agsstjórnin lagði til að sendir yrðu tveir menn héðan og til- nefna einnig Sigfús Sigurhjartar- son. Nokkrir hægri menn höfðu í hótunum, ef félagið kysi ekki Er- lend til samninganna. Á félags- fundi í gærkvöldi var samþykkt að senda alla samninganefn- dina, Gunnar Jóhannss., Kristján á Eyri og Jón Jónsson til Rvíkur ef sáttasemjari greiddi ferða- kostnað þeirra og kaup, að öðr- aum kosti færu samningaumleit- anirfram héráSiglufirði. . Fréttaritari GARPURINN Sjón sögu ríkari Sjónvarpið, föstudag kl. 22.25 Kvikmyndir vetrarins í sjón- varpi allra landsmanna hafa fæst- ar verið til að hrópa húrra fyrir, og þessvegna er myndin í kvöld óvænt ánægja. Sjón er sögu ríkari (Stranger than Paradise) var gerð í Bandaríkjunum 1984 af leikstjóranum Jim Jarmusch og var það fyrsta sem kvikmyndaá- hugamenn fréttu af þeim manni. Hún er búin til af Iitlum efnum utanvið miðstöðvar skemmtiiðnaðarins, en hefur síð- an farið um öll lönd og orðið „kúlt“-mynd einsog sagt er á vondu máli; orðið gríðarvinsæl í afmörkuðum hópum ungs fólks og filmuinnvígðra. Myndin var sýnd hér á listahátíð ‘85 og síðar í litlum sal í Laugarásbíói, fékk ekki mikla aðsókn í byrjun en spurðist vel út og gekk mánuðum saman. Næsta mynd Jarmusch, Down by Law, var svo sýnd á síðustu hátíð við mikla aðsókn. Sjón er sögu ríkari er svarthvít, og fellur helst í flokk flakkmynda (,,road-movies“); jaðartöffarar í New York fá í heimsókn frænku frá Ungverjalandi og vita ekki betur hvað þeir eiga af henni að gera en sér, - eftir ýmislegt rugl í stórborginm er ákveðið að halda á slóðir ættingja í Cleveland og síðan á sólarstrendur í Flórída, - gallinn er sá einn að það er miður vetur og paradís auglýsingabæk- UM ÚTVARP & SJONVARP Keisari norðursins Stöð 2 kl.22. 45 Með eitt aðalhlutverkanna í kvik- myndinni Keisari noðursins fer Lee Marvin, en leikstjóri er Ro- bert Aldrich. Mynd þessi fjallar um umrenninga sem ferðast með lestum. Aðalsöguhetjan stendur sig vel í að gera járnbrautarvörð- um gramt í geði og fær fyrir bragðið titilinn Keisari norður- sins. Mynd þessi er ekki við hæfi barna. mynd: Lee Marvin leikur slagsmála- hund í kvikmyndinni Keisari norðursins. New York-töffarar komnir með ungversku frænkuna! sólarleysiö á Flórídaströnd, - úr Sjón er sögu ríkari. linganna víðs fjarri. Ætli hinir djúpvitru mundu ekki komast að því að umfjöllun- arefnið sé tilgangslítil viðleitni mannskepnunnar til að fylla útí tómið, eða um það hve djúpt er á uppfylling draumanna; - mestu skiptir að hér hefur lukkast að búa til mynd sem maður festist við, hlýja án væmni og fulla af lunknum húmor. Klippingin er c/árb'F»rmi1f‘or no tplnir pioinlepa mið af ljósmyndaalbúminu, og sennilega er myndin svarthvít af ráðnum hug frekar en blankheit- um. Fær þrjár stjörnur í hand- bókinni og bestu meðmæli frá þeim sem séð hafa. -m KALLI OG KOBBI Ekki láta hana taka mig upp! Leggðu það ekki á mig að fara upp að töflu í rifnum buxum! Einhvern annan! Láttu hana taka einhvern annan upp svo ég geri mig ekki að fífli fyrir framan allan bekkinn! o O o FOLDA 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 25. mars 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.