Þjóðviljinn - 25.03.1988, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 25.03.1988, Blaðsíða 14
ALÞYÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið Hafnaríirði Bæjarmálaráðsfundur Fundur í bæjarmálaráði ABH veröur haldinn laugardaginn 26. mars kl. 10.00 í Skálanum, Strandgötu 41. Dagskrá: Staöan í bæjarmálunum. Útgáfumál og önnur mál. - Formaður ABR Konur á norrænt kvennaþing Konur sem hafa áhuga á norræna kvennaþinginu í Osló í sumar, mætið i morgunkaffi laugardaginn 26. mars nk. kl. 11.00, á Hallveigastöðum við Túngötu. Konur í Alþýðubandalaginu. Alþýðubandalagið á Akureyri Bæjarmálaráð Fundur í Lárusarhúsi, Eiðsvallagötu 18, mánudaginn 28. mars kl. 20.30. Dagskrá: 1) Dagskrá bæjarstjórnarfundar 29. mars. 2) Umhverfismál og heilbrigðismál. Fulltrúar Alþýðubandalagsins í viðkomandi nefndum leiöa umræður um þessa málaflokka. 3) Önnur mál. Allir velkomnir. - Stjórn bæjarmálaráðs. Alþýðubandalagið Kópavogi Morgunkaffi ABK Heiðrún Sverhsdóttir bæjarfulltrúi og Sigurður Grétar Guðmundsson full- trúi í stjórn Félagsheimilisins verða með heitt kaffi á könnunni í Þinghóli, Hamraborg 11, laugardaginn 26. mars frá kl. 10-12. Allir velkomnir. Stjórnin. ABR Félagsfundur Alþýðubandalagið í Reykjavík heldur félagsfund þriðjudaginn 29. mars kl. 10.30. Rætt verður um málefni Palestínumanna og kjörin kjörnefnd fyrir aðafund félagsins. Nánar auglýst síðar. Stjórnin. ABR A döfinni Morgunverðarfundur laugardaginn 26. mars kl. 10.30 að Hverfisgötu 105. Bríet Héðinsdóttir og Svavar Gestsson reifa málefni Ríkisútvarpsins. Stjórn ABR Bríet Svavar Alþýðubandalagið á Akureyri Félagsfundur ABA boðar til félagsfundar í Lárusarhúsi, Eiðsvallagötu 18, laugardaginn 26. marskl. 14.00 Dagskrá: 1) Lárusarhús, umræður um nýtingu. 2) Önnur mál. Félagar fjölmennið. Stjórn ABA Alþýðubandalagið Kópavogi Spilakvöld ABK Haldið verður áfram með hin vinsælu spilakvöld 3 kvöld í viðbót. Spilað verður mánudagana 11. og 25. apríl í Þhghóli, Hamraborg 11 og hefst spilamennskan kl. 20.30. Veitt verða kvöldverðlaun og heildarverðlaun sem eru helgarferð til Akur- eyrar. Gisting í 2 nætur og morgunverður á Hótel KEA. Allir velkomnir. Stjórn ABK ÆSKULYÐSFYLKINGIN Skrifstofan opin á miðvikudögum Allar Skrifstofa ÆFAB er opin á miðvikudagskvöldum á milli kl. 20-22. upplýsingar um starfsemina og stefnumál. Hringdu, eða það sem betra er, kíktu inn. Kaffi á könnunni. Æskulýðsfylkíng Alþýðubandalagsins, Hverfisgötu 105, sími 17500. Æskulýðsfylking Hafnaríjarðar Félagsfundur Æskulýðsfylking Hafnarfjarðar boðar til almenns félagsfundar þriðjudaginn 29. mars kl. 20 í Skálanum, Strandgötu 41 Dagskrá: 1. Almenn fundarsköp 2. Starfið. 3. Fjármál 4. Húsnæði. 5. Sósíalismi hvað er nú það? Allir velkomnir, takið með ykkur gesti. Stjórnin lÖRFRÉTTTIRi Auglýsið í Þjóðviljanum Mikill áhugi hef ur verið fyrir bandaríska bóka- markaðinum sem opnaður var í bókaverslun Eymundsson í síð- ustu viku. Markaðurinn stendur út þennan mánuð. Titlamir skipta þúsundum og hefur meirihluti bókanna ekki sést í bókaverslun- um hérlendis áður. Sérskólanemar hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir lýsa yfir fullum stuðningi við kröfur verkafólks um hækkun lágmarkslauna upp að skatt- leysismörkum. „Námsmenn, sem og aðrir þjóðfélagshópar, hljóta að styðja svo sjálfsögð mannréttindi sem þau, að hægt sé að lifa af tekjum fullrar vinnu eða fjörtíu stunda vinnuviku," segir í ályktun námsmanna sem minna jafnframt á að barátta námsmanna og launafólks hljóti alla tíð að fara saman af þeirri ástæðu að námslán verða aldrei slitin úr samhengi við lægstu laun í landinu hverju sinni. Amnesty International samtökin hvetja alla Islendinga til að horfa á kvikmyndina „Hróp á frelsi" sem verður frumsýnd í Laugarásbíói á laugardagskvöld. Þessi nýjasta mynd Richards Att- enboroughs lýsir mannréttinda- baráttu í S-Afríku. Allur ágóði af frumsýningu myndarinnar rennur til styrktar starfsemi íslands- deildar Amnesty. Vísitala bygg- ingakostnaðar hækkaði í þessum mánuði um 1.30 stig miðað við febrúar. Þessi hækkun stafar einkum af gengis- fellingunni í lok febrúar. Síðustu 12 mánuði hefur byggingarvísi- talan hækkað um 14,1%. Málþing sálfræðinema verður haldin á Hótel Borg á morgun, laugardag kl. 13.30. Fjallað verður um stöðu sálfræð- innar í íslensku þjóðfélagi. Erindi flytja þau Kristján Guðmunds- son, Sigríður Benediktsdóttir, Margrét Bárðardóttir, Þorlákur Karlsson, Ernir Snorrason og Sölvína Konráðs. Á eftir verða pallborðsumræður og fyrirspurn- ir. Málþingið er öllum opið. Kennarar í Skagafirði hafa harðlega mótmælt „þeirri ósvinnu sem fram kemur í kjara- tilboði samninganefndar ríkisins, þar sem hluti af tilboðinu var þeg- ar umsaminn í fyrri kjarasamn- ingi." Fundurinn mótmælireinnig harðlega þeim áróðri sem fram kemur í málflutningi samninga- nefndar ríkisins þar sem gefin er alröng mynd af kjörum kennara með því að nota meðaltal launa í desember, þar með talin yfir- vinna, laun stjórenda og ómæld yfirvinna þeirra, til viðmiðunar, eins og segir í áíyktun skagfirsku kennaranna. Styrktarfélag vangefinna heldur aðalfund sinn í Bjarkarási, á laugardaginn kl. 14.00. Auk venjulegra aðalfundarstaría þá flytur Sigríður Ingimarsdóttir minningar f rá fyrstu árum félags- ins. FRETTIR Rauði krossinn Nýtt námsefni í skyndihjálp Rauði kross íslands hefur gefið út nýtt námsefni í skyndihjálp. Efnið skiptist í kennslubók og vinnubók fyrir nemendur. Einnig fylgir efninu handbók fyrir leiðbeinendur í skyndihjálp. Bækurnar verða seldar á skyndi- hjálparnámskeiðum. Námskeið í skyndihjálp verða auglýst með reglulegu millibili í dagblöðun- um. í kennslubókinni er skýrt frá algengustu tegundum slysa og hvaða hjálp leikmaður getur veitt á slysstað þar til læknir eða sjúkraflutningafólk kemur á staðinn. Auk þess er fjallað um endurlífgun, þ.e. hjartahnoð og blástursmeðferð sem ekki hefur verið í skyndihjálparnámsefni til þessa. Bókin var prentuð í Nor- egi en setning hennar gerð hjá Prentsmiðjunni Eddu. í henni er fjöldi skýringarmynda í lit. í vinnubókinni eru verkefni sem nemendur eiga að leysa heima eftir að farið hefur verið í efnið á námskeiðinu. Vinnubók- in var prentuð hjá Prentsmiðj- unni Eddu. Hólmfríður Gísla- dóttir deildarstjóri félagsmála- deildar RKÍ þýddi námsefnið. Handbókin íyrir leiðbeinendur inniheldur 28 litprentaðar glærur og einnig kennsluleiðbeiningar fyrir hvern kafla fyrir sig í kennslubókinni. Ásgerður Þórisdóttir hjúkrun- arfræðingur RKÍ hefur haft um- sjón með útgáfu og yfirlestri efn- isins í samvinnu við skyndihjálp- arráð Rauða kross íslands. í skyndihjálparráði eru 4 sérfræð- ingar skipaðir af landlækni, 2 að- ilar RKI, 1 frá Slysavarnafélagi íslands, 1 frá Landssambandi hjálparsveita skáta, 1 frá Lands- sambandi flugbjörgunarsveita, 1 frá menntamálaráðuneytinu og 1 frá Félagi leiðbeinenda í skyndi- hjálp. Hlutverk ráðsins er að vera ráðgefandi um útgáfu á kenns- luefni og bæklingum sem skyndi- hjálp varðar. Með tilkomu nýja námsefnis- ins lengist skyndihjálparnám- skeiðið úr 12 stundum í 20 stundir og fá nemendur skírteini að því loknu. Námskeiðin eru opin fyrir alla sem hafa náð 14 ára aldri. Bókakaffi „Infoimation" í Garóasíræíí Norrœn dagblöð og íslensk landsbyggðarblöð á boðstólum íBóka- kaffi í notalegustu bókabúð Reykjavíkur er nú hægt að kaupa flest hinna merkari dagblaða á Norðurlöndum, og að auki öll landsbyggðarblöð, og munu þau hvergi jafnmörg á boðstólum í höfuðborginni. Það er „Bókakaffi" í Garða- stræti (við hlið Unuhúss) sem þetta býður, en þar var opnað rétt fyrir síðustu jól og er stefnan, eins og nafnið bendir til, að reka í einu lagi bókaverslun og kaffi- hús. Meðal norrænna blaða sem fást í Bókakaffi er danska dag- blaðið Information, er það eini útsölustaður blaðsins á íslandi. Önnur dönsk blóð í Bókakaffi eru BT, Berlingske tidende, Ek- strabladetogJyllandsposten. Frá sænskum koma Dagens Nyheter, Svenska Dagbladet og Sydsven- ska Dagbladet, norsk blöð þar eru Aftenposten og VG og þar eru einnig seld finnsku blöðin Huvudstadbladet og Helsinkin Samomat. Samvinnuferðir-Landsýn Happatölur í tilefni tíiinda starfsárs Sam- vinnuferða-Landsýnar efndi ferðaskrifstofan til afmælisleiks og dró út fimm númer af staðfest- um bókunum. Tölurnar sem komu upp voru 147753, 134953, 137553,139009 og 126969. Vinn- ingshafarnir hlutu ferð fyrir 10 krónur í sæluhúsin í Hollandi, Rimini, Rhodos og Mallorca. Þann 10. maí verður dregið úr seinni umferð afmælisleiksins og verða þá aftur dregin út fimrn númer. 14 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 25. mars 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.